Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Síða 2
2 Fréttir 8. apríl 2013 Mánudagur Óttast alvarleg umferðarslys n „Fólk hrætt við að ganga Mýrargötumegin“ Þ Það er bara spurning hvenær næsta alvarlega slys verður,“ segir Snorri Thors, hótel- stjóri Marina við Mýrargötu. Snorri óttast að umferðarþungi á Mýrargötu og Geirsgötu verði til þess að fleiri alvarleg slys verði þar, sérstaklega í ljósi þess að ferða- mönnum hefur fjölgað mikið og þar af leiðandi gestum hótelsins einnig. Fréttastofa RÚV rædd við Snorra en áform eru um að stækka hótelið enn frekar og þétta á íbúa- byggð á svæðinu. „Gestirnir okkar eru mjög ánægðir með staðsetninguna og umhverfið,“ segir Snorri og enn fremur: „Aftur á móti er fólk hrætt við að ganga Mýrargötumegin. Þar er bæði þung umferð og hröð. Meðal annars áformar borgin að þrengja Mýrargötu til þess að draga úr umferð þar. Upphaflega var hún ætluð sem hraðbraut en í ljósi þróunar á svæðinu þarf að endurskoða það. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi sagði við RÚV að lausnin sé á næstu grösum þar sem til stendur að endurhanna bæði Mýrargötu og Geirsgötu og þétta byggð á svæðinu. „Þannig að í staðinn fyrir að vera hraðbrautin, sem skipulögð var árið 1962 og við sjáum enn leifarn- ar af, verði þetta svokölluð borgar- gata. Öll hönnun verði þannig að mönnum líði vel í götunni. Hún beri áfram mikla umferð en umferð verði hægari og rólegri en nú,“ sagði hann um málið. n simon@dv.is Með stöðu vitnis í Exeter-málinu n Framkvæmdastjóri leigufélags Íbúðalánasjóðs losnaði undan skuldum B jarni Þór Þórólfsson við- skiptafræðingur var í síð- ustu viku ráðinn fram- kvæmdastjóri Leigufélagsins Kletts, sem heldur utan um rúmlega 500 íbúðir sem eru í eigu Íbúðalánasjóðs. Bjarni Þór starfaði á sínum tíma sem útibússtjóri Byrs í útibúi sparisjóðsins í Árbæ en lét af því starfi árið 2009. Hann var einn af eigendum fé- lagsins Húnahorns ehf. en það félag átti á sínum tíma stofnfjárbréf í Byr. Félagið Exeter Holdings keypti síð- ar stofnfjárbréf Húnahorns af MP banka sem hafði tekið stofnfjárbréfin yfir vegna veðkalls haustið 2008. Í lok desember árið 2008 veitti Byr síðan Exeter Holdings 1,4 milljarða króna lán sem meðal annars var notað til að kaupa stofnfjárbréf Húnahorns en þau voru þá lítils virði. Bar enga persónulega ábyrgð Exeter Holdings keypti stofnfjárbréf af Húnahorni fyrir um 70 milljón- ir króna. Bjarni Þór fór með 12 pró- senta hlut í Húnahorni og því keypti félagið þann hlut sem hafði áður ver- ið í hans eigu á átta milljónir króna. Þess skal getið að Húnahorn var með erlent lán hjá MP banka sem nam 55 milljónum króna í árslok 2007. Eina tryggingin vegna þess láns var veð í stofnfjárbréfunum sem Húnahorn átti. Bjarni Þór bar enga persónulega ábyrgð á skuldum Húnahorns við MP banka. „Mér skilst að eina ábyrgðin hafi verið veð í stofnfjárbréfunum. Ég fór hins vegar ekki með nein völd í þessu félagi,“ segir Bjarni Þór Þórólfsson í samtali við DV. Fram- kvæmdastjóri og eini stjórnarmaður Húnahorns var Ragnar Z. Guðjóns- son, fyrrverandi forstjóri Byrs. Með stöðu vitnis Einkahlutafélagið Exeter Holdings var lýst gjaldþrota árið 2011. Engar eignir fundust upp í kröfur í þrota- búið sem voru upp á nærri 1.600 milljónir króna. Eins og kunnugt er dæmdi Hæstiréttur þá Jón Þor- steinn Jónsson, fyrrverandi stjórn- arformann Byrs, og Ragnar Z. Guð- jónsson, fyrrverandi forstjóra Byrs, í fjögurra og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi árið 2012 vegna umrædds láns sem BYR veitti Exeter Holdings upp á 1,4 milljarða króna í árslok 2012. Líkt og áður kom fram voru um 70 milljónir króna af því láni notað- ar til kaupa á stofnfjárbréfum Húna- horns. Ragnar Z. fór sjálfur með 30 prósenta hlut í Húnahorni en Bjarni Þór átti 12 prósent í félaginu líkt og áður kom fram. „Ég hafði enga aðkomu að Exeter Holdings og hætti ekki hjá Byr vegna málefna þess. Ég var með stöðu vitnis í Exeter-málinu en hafði enga aðkomu að því,“ segir Bjarni Þór. Aðspurður segir hann að málefni Húnahorns hafi ekki komið til um- ræðu þegar hann var ráðinn fram- kvæmdastjóri Leigufélagsins Kletts ehf. nú nýlega sem er alfarið í eigu Íbúðalánasjóðs. n Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Var hjá Byr Bjarni Þór var einn af eigendum Húnahorns ehf. Byr lánaði Exeter Holdings 1,4 millj- arða til að kaupa stofnfjárbréf Húnahorns, sem voru lítils virði. Ragnar Z. Framkvæmdastjóri og eini stjórnarmaður Húnahorns var Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri Byrs. Mikil ölvun og ólæti Töluvert var um tilkynningar til lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu vegna ölvunar, hávaða og skemmtanahalds á föstu- dagskvöld og aðfaranótt laugar- dags. Alls voru ellefu vistaðir í fangageymslum þá nóttina. Klukkan hálf þrjú um nóttina var gerð líkamsárás í miðbænum. Fórnarlamb- ið í henni endaði með brotnar tennur og áverka á kinn, hugs- anlega brotið kinnbein. Einn var handtekinn grunaður í mál- inu og vistaður í fangageymsl- um. Klukkan hálf fimm voru tve- ir menn handteknir á Hverfis- götu grunaðir um innbrot. Þeir voru í mjög annarlegu ástandi og voru vistaðir í fangageymslu þar til unnt var að yfirheyra þá. Um tíu mínútur í fimm um morguninn var lögreglunni tilkynnt um innbrot í apó- tek í Hafnarfirði. Einn maður var handtekinn grunaður um verknaðinn. Bjartsýn á fylgisaukningu Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segist bjartsýn á að flokkurinn eigi eftir að auka við fylgi sitt fyrir kosningarnar. Hún var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgj- unni þar sem hún sagði erfiðar ákvarðanir og átök innan flokks- ins skýra mikið fylgistap flokksins. Katrín fór yfir helstu stefnumál flokksins og sagði þau vilja eyða allt að sextíu milljörðum í að efla velferða-, mennta- og heilbrigðis- kerfið. Fylgi VG hefur fallið mikið samkvæmt nýjustu könnunum en í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 frá því í síðustu viku mældist flokkurinn með 5,7 pró- senta fylgi. „Þetta hefur verið erfitt kjörtímabil; við höfum misst þingmenn, það hafa verið átök og við höfum staðið í óvinsælum að- gerðum þannig að allt spilar þetta saman,“ sagði Katrín í þættinum. Umferðarþungi Mikil umferð er um Kalkofnsveg, Geirsgötu og Mýrargötu í miðbæ Reykjavíkur og óttast þeir sem stunda rekstur á svæðinu að alvarleg slys verði þarna, enda hefur gangandi vegfarendum þar stórfjölgað. „Er ég of feit?“ „Og ekki hjálpar til að ég er feit,“ sagði María Líndal Jóhannsdóttir í þættinum Stóru málin sem var til sýningar á Stöð 2 á sunnudags- kvöld. María er 52 ára þriggja barna móðir í Reykjanesbæ sem hefur verið án atvinnu frá því í júlí í fyrra eftir að hafa numið byggingarfræði erlendis. María, sem kveðst heilsu- hraust, segist ekki fá störf þó hún uppfylli öll skilyrði. „Nei, því miður. Þú varðst ekki fyrir valinu og starfið auglýst aftur. Hvað er í gangi? Er verið að leita að einhverri sérstakri manneskju í þetta starf? Er verið að leita að frænku sinni? Er ég of göm- ul? Er ég of feit? Er ég of leiðinleg?“ sagði hún.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.