Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Page 3
E
ngin tilkynning til barna-
verndar var skráð frá SÁÁ sem
rekur meðferðarstofnanir og
sinnir fjölskyldum í neyslu-
vanda.
Þetta kemur fram í nýrri en óbirtri
rannsókn eftir Hildigunni Ólafs-
dóttur og Kristnýju Steingrímsdóttur,
Börnum rétt hjálparhönd, rannsókn á
aðgerðum barnaverndar vegna barna
sem bíða tjón af áfengis- eða vímu-
efnaneyslu foreldra.
Í rannsókninni er kannað hversu
hátt hlutfall barna sem barnaverndin
hefur afskipti af hafa orðið fyrir tjóni
af völdum neyslu foreldra á áfengi,
ólöglegum vímuefnum og lyfjum.
Einnig er kannað hverjir það eru sem
tilkynna til barnaverndar og hver við-
brögð og úrræði hennar eru.
Barni sagt að skipta sér ekki af
Áfengis- og vímuefnaneysla foreldra
getur skapað þær aðstæður að öryggi
og heilsu barna sé hætta búin þótt
ekki sé um ofbeldi að ræða. Þessu
lýsti Inga Dís Svanlaugardóttir þegar
hún sagði sögu sína í helgarblaði DV.
„Það virtist sem hvergi í kerfinu væri
stuðningur fyrir börn alkóhólista, al-
veg sama hvað ég reyndi og hvert ég
hringdi ég kom alls staðar að lokuð-
um dyrum. Ef ég hringdi í SÁÁ á með-
an mamma var illa haldin og heimilið
í upplausn var mér sagt að hún þyrfti
að koma sjálf, og ég stjórnaði henni
ekki. Við börnin sátum þá uppi með
hana fárveika á heimilinu,“ sagði Inga
Dís sem var á barnsaldri þegar hún
reyndi að hringja í Vog eftir liðsinni
og hugsaði þá jafnframt um tvo yngri
bræður sína. Hún segir meðferðar-
aðila hafa sagt sér að skipta sér ekki af
meðferð móðurinnar.
Ekki ástæða til að tilkynna
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir hjá
Vogi, segir starfsmenn sjúkrahússins
þrátt fyrir þetta ekki hafa haft ástæðu
til að tilkynna um aðstæður.
„Við tilkynnum auðvitað ef það er
tilefni til þess. En það hefur greinilega
ekki verið ástæða til þess.“
Vaknar aldrei grunur hjá ykkur um
aðstæður barna þeirra sem eru í með-
ferð hjá ykkur?
„Nei, það hefur ekki verið. Ég get
ekki ímyndað mér að það komi oft
upp að við þurfum að tilkynna til
barnaverndar. Við erum sjúkrahús,“
sagði Þórarinn.
Lögregla, ættingjar og
nágrannar tilkynna mest
Í rannsókninni kemur fram að til-
kynnt var um 5.256 börn til barna-
verndaryfirvalda árið 2010 (Barna-
verndarstofa, 2012), sem eru 6,5%
allra barna á Íslandi á þeim tíma
(Hagstofa Íslands, 2012). Þar af til-
heyrðu 1995 börn umdæmi Barna-
verndar Reykjavíkur (Barnaverndar-
stofa, 2012) en þá bjuggu 27.439 börn
í Reykjavík, sem felur í sér sama hlut-
fall barna í barnaverndarmálum í
Reykjavík og á landsvísu eða 6,5%
(Hagstofa Íslands, 2012).
Langalgengast er að lögregla til-
kynni til barnaverndaryfirvalda og
kemur tæplega helmingur allra til-
kynninga frá lögreglu (Barnaverndar-
stofa, 2012). Aðrar tilkynningar ber-
ast frá öðrum opinberum aðilum en
rúmur fimmtungur tilkynninga berst
frá öðrum en opinberum aðilum og
hefur það hlutfall farið vaxandi síð-
ustu ár (Barnaverndarstofa, 2012). Í
tilviki Ingu Dísar var það aðstandandi
sem tilkynnti um bágar aðstæður
hennar og bræðra hennar.
Fáar tilkynningar komu frá skóla
og leikskóla en heilbrigðisstarfsfólk
tilkynnti barnaverndinni hlutfalls-
lega oftar um neysluvanda en annan
vanda.
Starfsfólk heilbrigðisstofnana til-
kynnti um 15% málanna en eins og
áður sagði er engin tilkynning skráð
frá SÁÁ sem rekur meðferðarstofn-
anir og sinnir fjölskyldum í neyslu-
vanda.
Athyglisvert er hversu hátt hlutfall
(17%) ættingja og nágranna (17%) til-
kynntu um neysluvanda foreldra.
Tilkynningaskyldan er rík. Í 96.
grein barnaverndarlaga er greint frá
refsiákvæðum vegna brota á tilkynn-
ingaskyldu: „Ef maður lætur hjá líða
að tilkynna barnaverndarnefnd um
svo illa meðferð eða slæman aðbúnað
barns að lífi þess eða heilsu sé hætta
búin þá varðar það sektum eða fang-
elsi allt að tveimur árum“.
Af barnaverndarlögum er ljóst að
landsmönnum er skylt að tilkynna um
aðstæður barns í þeim tilvikum þar
sem það er vanrækt og mikil ábyrgð
hvílir því á opinberum starfsmönnum
sem hafa afskipti af börnum.
Falinn vandi
Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi
hjá barnavernd, segir mikilvægt að
allir þeir sem vita af börnum í ótrygg-
um aðstæðum tilkynni það til barna-
verndar. Erfiðustu tilvikin sem koma
til kasta barnaverndar eru oft vegna
vanrækslu og ofbeldis foreldra í vímu-
efnaneyslu og með geðvandamál,
segir Steinunn og bendir á að fjöldi
tilkynninga gefi litla vísbendingu um
hversu mörg börn búi við vondan
aðbúnað. „Þetta er svo falinn vandi,
fjöldi tilkynninga til barnaverndar
gefur ekki rétta mynd af umfangi
vanda barnanna sem um ræðir.“
Hún segir fulla ástæðu til að gefa
því gaum að engin tilkynning hafi
komið frá SÁÁ.
Þarf að tala við barnið
„Það er skylda þeirra að tilkynna um
vanda barna og börn foreldra í neyslu
eru í mikilli áhættu. Það er full ástæða
til þess að gefa því gaum. Það þarf að
athuga hvernig þeim líður. Það getur
vel verið að það sé hugsað vel um þau.
En það getur líka verið að aðstæður
þeirra séu skelfilegar eins og þær voru
í tilviki ungu stúlkunnar. Það sem er
mikilvægt í þessu sambandi er að að-
stæður barnsins séu kannaðar. Að
það sé talað við barnið og haft samráð
við það um líf þess.
Ég get ímyndað mér að með-
ferðaraðili vilji ekki íþyngja hinum
veika með því að tilkynna til barna-
verndar. Fólk er svo logandi hrætt um
að börnin verði tekin af þeim. Barna-
vernd er orðin að einhverri grýlu
og neikvæð mynd dregin upp í fjöl-
miðlum. Í reynd býr barnavernd yfir
stuðningskerfi fyrir börn alkóhólista
sem er alltaf í þróun. Forsjársvipting
er afar fátíð.
Ef börn eru fóstruð til 18 ára
aldurs missa foreldrar forsjá. Það er
mjög sjaldgæft og í raun ekkert til að
hræðast.
Stundum þurfa börn að búa
annars staðar en á heimili foreldra
sinna, en þá eru það mild úrræði.
Skammtímavistun hjá fósturfjöl-
skyldu. Algengasta úrræðið felur
einfaldlega í sér ráðgjöf til foreldra
og barns. Þá er hægt að fá ráðgjafa
á heimilið og fá tómstundir greidd-
ar fyrir börnin. Reynt er að styrkja
barnið og gefa því hvíld.“
Barnavernd kom til hjálpar
Reynsla Ingu Dísar af barnavernd var
að mestu góð. Aðstandandi tilkynnti
um aðstæður hennar og bræðra henn-
ar og í kjölfarið var ákveðið að rann-
saka aðstæður þeirra. Inga Dís segist
þá fyrst hafa fengið einhverja hjálp í
vonlausum aðstæðum. Hún er orðin
tvítug og bræður hennar sextán ára og
nú kemur til greina að hún fái forræði
yfir tveimur yngri bræðrum sínum
vegna alvarlegs drykkjuvanda móður
hennar. Lausnin felur í sér að systkin-
in geta búið saman fjarri móður sinni.
„Þetta barnaverndarmál er búið
að vera í gangi í smá tíma. Af því að
þeir eru orðnir þetta gamlir, þá hafa
þeir valdið sjálfir. Það er vonandi
búið að fullreyna að þeir geti búið
heima.
Ég er með tímabundna umsjá
með þeim til 16. apríl og eftir það
mun Barnaverndarnefnd úrskurða
um framhaldið, hvort ég fái að flytja
með þá á okkar eigið heimili og fara
með forsjá þeirra. Eini munurinn
verður sá að við þrjú munum búa
saman annars staðar þar sem álag-
ið er minna. Í skjóli og öruggara um-
hverfi. Ég hef séð um þá síðan þeir
voru litlir, þetta er ekkert nýtt fyrir
mér. Mig langar bara að þeir fái nokk-
ur ár í friði og ró,“ segir Inga Dís.
„Aðstæður barna eru mjög ólíkar.
Það er ekkert eitt úrræði sem er
betra en annað,“ útskýrir Steinunn
eftir að hafa kynnt sér málefni Ingu
Dísar. „Það sem skiptir máli er að
barnavernd viti af börnunum og geti
reynt að koma þeim til aðstoðar. Við
reynum líka alltaf að hafa það í for-
grunni að styrkja foreldrana til að
bæta líf sitt og barna sinna.“ n
Fréttir 3Mánudagur 8. apríl 2013
Barn í vanda beðið um
að skipta sér ekki af
n Inga Dís bað um hjálp frá SÁÁ en fékk enga n Engin tilkynning til barnaverndar frá SÁÁ
Steinunn Bergmann
Barnavernd
„Það er
skylda
þeirra að tilkynna
um vanda barna
Opinberir aðilar 52% 65%
Lögregla 93 25% 449 37%
Skóli* 13 3% 91 8%
Leikskóli/gæsluforeldri 5 1% 27 2%
Læknir/ heilsugæsla/ sjúkrahús 55 15% 120 10%
SÁÁ 0 0% 0 0%
Aðrar meðferðarstofnanir 1 0% 5 0%
Önnur barnaverndarnefnd 11 3% 35 3%
Félagsþjónusta 18 5% 55 5%
Nærumhverfi barns 48% 35%
Foreldrar 45 12% 98 8%
Ættingjar aðrir en foreldrar 64 17% 95 8%
Barn leitaði sjálft til barnaverndar 2 1% 10 1%
Nágrannar 65 17% 196 16%
Aðrir 4 1% 30 2%
Samtals 376 1211
Tilkynnandi
Neysluvandi
foreldra Alls
Tafla 7 – Tilkynnendur – úr rannsókninni Börnum rétt hjálparhönd, rannsókn á
aðgerðum barnaverndar vegna barna sem bíða tjón af áfengis- eða vímuefnaneyslu foreldra
eftir eftir Hildigunni Ólafsdóttur og Kristnýju Steingrímsdóttur.
Tilkynningar til barnaverndar
* FELur EiNNig í Sér SérFræðiÞjóNuSTu SkóLA Og FræðSLu- EðA SkóLASkriFSTOFu.
Vill að SÁÁ sé gefinn gaumur
Steinunn Bergmann minnir á barna-
verndarlög og ríka tilkynningaskyldu og vill
að tilkynningum SÁÁ verði gefinn gaumur.
Engin tilkynning frá SÁÁ Þórarinn
Tyrfingsson segir enga ástæðu hafa verið til
að tilkynna til barnaverndar þótt Inga Dís
lýsi samskiptum við meðferðastofnunina
þannig að ljóst mátti vera að hún og bræður
hennar voru í hættu vegna drykkjuvanda
móðurinnar.
Helgarblað 4.–7. apríl sl.
Kristjana Guðbrandsdóttir
blaðamaður skrifar kristjana@dv.is
n Framkvæmdastjóri leigufélags Íbúðalánasjóðs losnaði undan skuldum