Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Page 4
Nauðungarvistaður á Kleppi
Þorvarður var metinn sakhæfur
af geðlæknum áður en dómur var
kveðinn upp í máli hans. Eftir að hann
hóf afplánun á Litla-Hrauni þurfti þó
að minnsta kosti einu sinni að nauð-
ungarvista hann á réttargeðdeilinni
á Kleppi. Fram kom í Fréttablaðinu í
nóvember í fyrra að nauðsynlegt væri
að svipta hann sjálfræði þar sem hann
neitaði að sækja meðferð á geðdeild.
Það er því ljóst að hann var talinn
of veikur til að geta verið í afplánun
á Litla-Hrauni. DV hefur rætt við
nokkra aðila sem þekktu til Þorvarðar
og allir eru þeir sammála um að hann
hefði átt að vera vistaður á geðdeild,
ekki í fangelsi. Það úrræði vantar hins
vegar hjá fangelsismálayfirvöldum.
Staðan er þannig í dag að engin
sérstök stofnun er fyrir geðsjúka
fanga sem metnir hafa verið sakhæfir
fyrir dómi. Réttargeðdeildin á Kleppi,
sem áður var til húsa að Sogni, er ein-
göngu fyrir einstaklinga sem metnir
hafa verið ósakhæfir.
„Hann var eins og uppvakningur“
Fyrrverandi samfangi Þorvarðar segir
í samtali við DV að öllum hafi verið
það ljóst að honum leið mjög illa.
Flestir innan fangelsisins hafi verið
sammála um að maður í hans ástandi
ætti ekki heima á Litla-Hrauni. „Það
er örugglega ekki auðvelt að vera
svona veikur og vera lokaður inni
klukkan tíu á kvöldin,“ segir hann.
Maðurinn segir þó hafa verið tölu-
vert léttara yfir Þorvarði fyrst þegar
hann hóf afplánun. Það hafi hins
vegar fljótlega breyst. Hann eyddi
miklum tíma einn og talaði við fáa.
„Undir lokin þá var hann örugglega
á mjög sterkum lyfjum, hann var eins
og uppvakningur,“ segir maðurinn
um ástandið á Þorvarði.
Laug til um misnotkun
Þorvarður var undir áhrifum fíkni-
efna þegar hann réðst á föður sinn,
hann sparkaði meðal annars ítrekað
í höfðuð hans og barði með hnúa-
járni. Fyrir dómi kom fram að að-
eins nokkrum klukkustundum fyrir
árásina hafi vinkona Þorvarðar,
Anna Nicole Grayson, logið því að
honum að Ólafur hefði misnotað
hana frá átta ára aldri. Mun það hafa
verið ástæða þess að Þorvarður fór
til fundar við föður sinn með fyrr-
greindum afleiðingum.
Lögmaður Þorvarðar sagði fyrir
dómi að hann sýndi mikla iðrun og
liði verulega illa vegna árásarinnar.
Hann hefði í raun misst fjölskyldu
sína. Þorvarður sendi tvíburabróður
sínum, Þórði Daníel, bréf þar sem
hann baðst afsökunar á því að hafa
ráðist á föður þeirra og sagði að sér
þætti þetta leitt. Þá kom fram fyrir
dómi að Þorvarður hefði fengið lyfja-
meðferð við geðrofi en hann hefði
náð geðheilsu sinni aftur að mestu
leyti.
Leiddist ungur út á ranga braut
Þorvarður var fæddur þann 30. apríl
árið 1979, og var annar tveggja sona
Ólafs sem hann átti með fyrstu eigin-
konu sinni Brynhildi Sigurðardóttur.
Hún lést árið 1994 aðeins 45 ára úr
krabbameini. Þorvarður var því að-
eins 15 ára þegar hann missti móður
sína.
Hann leiddist ungur út á ranga
braut í lífinu og hafði margsinnis
komist í kast við lögin fyrir vörslu
fíkniefna, alvarlegar líkamsárásir,
vopnalagabrot og umferðarlagabrot,
áður en hann réðst á föður sinn. Þá
hafði hann nýlokið 18 mánaða af-
plánun á Litla-Hrauni þegar árásin
átti sér stað.
Ólafur studdi son sinn
Þorvarður bjó yfir listrænum
hæfileikum og þótti á sínum yngri
árum efnilegur fiðluleikari. Áhugi
hans á tónlistinni dvínaði þó þegar
leið á unglingsárin og hann hætti
í tónlistarnámi þrátt fyrir að faðir
hans hefði hvatt hann áfram.
Samkvæmt heimildum DV sýndi
Ólafur syni sínum einnig mikinn
stuðning á meðan hann var í neyslu
og þegar hann afplánaði fangelsis-
dóma.
Þorvarður lauk meðal annars
stúdentsprófi þegar hann sat inni
á Litla-Hrauni í fyrra skiptið. Hann
virðist hafa ætlað að snúa blað-
inu við því haustið sem árásin átti
sér stað var hann byrjaður í námi
í ferðamálafræði við Háskóla Ís-
lands.
Ólafur hafði einmitt orð á því í
útvarpsviðtali tæpu ári fyrir árásina
að hann væri mjög stoltur af syni
sínum fyrir að hafa lokið stúdents-
prófi í fangelsinu.
Þorvarður mun þó hafa fallið
aftur í fíkniefnaneyslu, með þeim
hörmulegum afleiðingum sem
greint hefur verið frá. n
Þ
orvarður Davíð Ólafsson
svipti sig lífi í fangaklefa sín-
um á Litla-Hrauni síðast-
liðið fimmtudagskvöld. Sam-
kvæmt heimildum DV átti
hinn voveiflegi atburður sér stað áður
en fangar voru læstir inni í klefum
sínum, en það er gert klukkan tíu á
kvöldin. Þegar í ljós kom að ekki var
allt með felldu í klefa Þorvarðar voru
samfangar hans hins vegar strax læst-
ir inni í klefum sínum.
Þorvarður var dæmdur í 14 ára
fangelsi fyrir tilraun til manndráps
árið 2011, en hann réðst á föður sinn,
Ólaf Þórðarson tónlistarmann, í nóv-
ember árið 2010. Ólafur komst aldrei
til meðvitundar eftir árásina og lést
tæpu ári síðar á Grensásdeild.
4 Fréttir 8. apríl 2013 Mánudagur
„Það er örugglega ekki auðvelt
að vera svona veikur og vera
lokaður inni klukkan tíu á kvöldin
Svipti sig lífi Þorvarður
var að afplána 14 ára dóm á
Litla-Hrauni sem hann fékk
fyrir lífshættulega árás á
föður sinn, Ólaf Þórðarson,
þegar hann lést.
SKjáSKot af facebooK
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
Þorvarður Davíð
framDi sjálfsvíg
n Var nauðungarvistaður á geðdeild og átti ekki að vera í fangelsi
17. nóvember 2010
Þorvarður Davíð Ólafsson
Fæddur 30. apríl 1979 Dáinn 4.apríl 2013
Rændi
pítsusendil
Maður var handtekinn um fimm
leytið á sunnudagsmorgun grun-
aður um að hafa sparkað í höfuð
manns. Fórnarlambið var flutt á
slysadeild til aðhlynningar en ekki
liggja fyrir frekari upplýsingar um
áverka þess. Árásarmaðurinn var
vistaður í fangageymslum þar til
hann varð viðræðuhæfur.
Lögreglunni var einnig tilkynnt
um rán á laugardagskvöldið en
maður ógnaði pítsusendli með
hníf, rændi hann skiptimynt og
farsíma og komst á brott með
nokkrar pítsur í kassa. Fimm voru
teknir fyrir ölvunarakstur á laugar-
dagskvöldið og akstur tveggja til
viðbótar sem voru með áfengi í
blóði en undir refsimörkum. Þrír
voru vistaðir í fangageymslum að
eigin ósk.
Æfir vegna
veiðibanns
Veiðimenn eru æfir vegna
ákvörðunar Þingvallanefndar um
að banna veiðar í þjóðargarðin-
um að næturlagi. „Vísað er í há-
reysti drykkjumanna sem haldið
hafa vöku fyrir tjaldbúum. Hvern-
ig bann við silungsveiðum muni
lækna drykkjumenn af látum sín-
um er óljóst. Það eru engin bein
tengsl milli drykkjuláta og silungs-
veiða,“ segir á vefsíðu Flugfrétta
um málið.
Á vefnum segir að rökin séu
engin fyrir þessari ákvörðun:
„Sjálfsagt er að banna drykkju-
læti í þjóðgarðinum. Hvort held-
ur er að nóttu eða degi. En að
banna íslenskum veiðimönnum
að njóta þeirra helgistunda sem
gefast við vatnið þegar sum-
arnóttin bjarta skartar sínu feg-
ursta er ekkert annað en sorglegur
misskilningur.“