Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Side 18
18 Lífsstíll 8. apríl 2013 Mánudagur Skotleikur fyrir hugsandi fólk B ioShock-leikirnir hafa sank- að að sér nokkuð stórum og dyggum aðdáendahópi á undanförnum árum enda fáir skot- og ævintýraleikir sem komast nálægt þeim í gæðum. Á dögunum kom út BioShock In- finite sem er sá þriðji í röðinni og óhætt að fullyrða strax að leikurinn standist allar kröfur um gæði og skemmtanagildi. Þeir sem ekki hafa spilað fyrri leikina ættu ekki að örvænta enda er söguþráður leiksins í litlu sam- hengi við söguþráð fyrri leikja. BioShock Infinite er fyrstu persónu skotleikur sem gerist á því herr- ans ári 1912 í hinni fljótandi skýja- borg Kólumbíu. Þú ert í hlutverki Booker DeWitt sem er sendur til borgarinnar til að bjarga ungri stúlku, Elísabetu, sem haldið hef- ur verið fanginni í Kólumbíu allt sitt líf. Þjóðernissinnar sem búa í skýjaborginni – elítuhópur sem vill halda bandarískum áhrifum frá borginni – reyna að hafa hendur í hári Elísabetar og Bookers. Ekki nóg með það heldur blandast ann- ar hópur, Vox Populi, sem sam- anstendur af óbreyttum borgurum, einnig inn í málið. Ég ætla ekki að eyða miklu plássi í að skrifa um útlit leiksins. Það er í einu orði sagt stórkostlegt og líklega fáir leikir sem eru jafn glæsilegir og BioShock Infinite. Söguþráðurinn er sterkur, stund- um pínu flókinn, en heldur manni þó við efnið. Booker þarf stundum að grípa til vopna í leiknum og er bardagakerfið kannski örlítið þunglamalegt eins og stundum vill verða. Mögulega hefur mikil Call of Duty-spilun áhrif á þessa tilfinn- ingu. Það sem gerir BioShock In- finite jafn athyglisverðan og raun ber vitni er að hann tekur á ýmsum mikilvægum málum eins og ras- isma, trúarkreddum og ójöfnuði í samfélaginu. Því hefur verið haldið fram að BioShock sé skotleikur fyrir hugsandi fólk sem er alls ekki fráleitt að mínu mati. Þegar allt kemur til alls er Bio- Shock Infinite virkilega vel heppn- aður skotleikur. Þetta er stór fantasíuheimur sem er auðvelt að lifa sig inn í og gleyma sér í. Þó enn sé aðeins apríl er ljóst að við erum komin með kandídat í leik ársins 2013. n Þ egar sólin hækkar á lofti verða óhreinindi og ryk sjáanlegra á heimilunum. Þetta er því tíminn til að lofta út, dusta ryk og skúra og skrúbba. Á heimasíðu Mörthu Stewart má finna góð ráð til vor- hreingerningar og hér eru nokkur þeirra: 1 Svuntan Ef þú átt gamla svuntu með vösum er tilvalið að nota hana við þrifin. Settu þá hreinsi- efni, tuskur og ann- að sem þú notar við þrif í vasana. Á þennan hátt ertu með allt á þér þegar þú ferð á milli herbergja. Þú ert einnig með lausar hendur til að skrúbba og þvo. Til þess að búa til slíkt geymslu- rými getur þú brotið upp á svuntuna og saumað á þann hátt vasa. 2 Vax úr kertaglösum Það er alltaf huggu- legt að hafa kertaljós í kringum sig en það er leiðinlegra að þrífa bráðið vax úr kertaglös- um. Það getur verið bæði erfitt að þrífa það almennilega og maður á á hættu að rispa glösin. Ráð við þessu er að setja glösin í frysti í nokkra klukkutíma. Þegar vaxið frýs skreppur það saman og rennur auð- veldlega úr glösunum. 3 Blómin í bað Blómin okkar og plöntur þurfa líka að fara í sturtu endrum og sinn- um. Skelltu þeim í baðkarið eða sturtu- botninn og skolaðu rykið af þeim. 4 Þegar færa þarf húsgögn Þegar verið er að þrífa allt hátt og lágt getur verið nauðsyn- legt að færa stór og þung húsgögn til. Þá er gott ráð að brjóta saman handklæði og skella þeim undir þá fleti húsgagnsins sem snerta gólfið. Þannig er hægt ýta þungum hlutum án þess að rispa eða eyðileggja gólfið. 5 Lampaskermurinn þrifinn Ryk sest á lampaskerma, það er einn af föstu punktun- um í lífinu en það getur ver- ið erfitt að þrífa skerma úr tau- efni. Þá er tilvalið að grípa til límrúll- unnar sem við notum venjulega á föt. Haltu skerminum stöðugum með annarri hendi og rúllaðu hann með hinni. 6 Svona má þurrka karöflur Það kannast líklega allir við það hve erfitt getur verið að þrífa karöfl- ur sem eru oftast með þröngum hálsi. Ekki skánar það þegar kemur að því að þurrka þær. Ráð við því er að rúlla upp eld- húsrúllubréfi og stinga ofan í hálsinn en pappírinn dregur í sig rakann og karaflan verður þurr. n n Tími vorhreingerningar er kominn 6 góð ráð til að einfalda þrifin Tími á vorhreingerningu? Margir taka eina ærlega vorhreingerningu. Svona heldur þú heimilinu snyrtilegu Búðu um rúmið n Umbúið rúm gefur öllu her- berginu snyrtilegan brag. Þannig er ólíklegra að þú leyfir drasli að safnast saman í herberginu. Hafðu stjórn á draslinu n Í hvert sinn sem þú gengur út úr herbergi horfðu þá í kringum þig og athugaðu hvort þar sé eitthvað sem ekki er á sínum stað. Settu hlutinn á sinn stað og farðu fram á það við annað heimilisfólk að það tileinki sér þetta einnig. Flokkaðu póstinn n Taktu þér nokkrar mínútur til að opna, lesa og setja þau bréf sem berast á sinn rétta stað. Hafðu ruslafötu á þeim stað sem þú ger- ir þetta og hentu því sem á að henda. Gott er að hafa möppu sem er skipt í fjögur hólf; persónu- legt, reikningar, bæklingar og önn- ur bréf. Gakktu frá í eldhúsinu n Ekki fylla vaskinn og svæðið í kringum hann af pottum og pönn- um og öðrum eldunaráhöldum þegar þú eldar. Þrífðu þau um leið og gakktu frá þeim. Það er mun huggulegra að setjast niður við kvöldverðarborðið þegar eldhús- ið er snyrtilegt og auðveldara að ganga frá eftir matinn. Þurrkaðu upp ef þú missir niður n Hvort sem það er tómatsósu- dropi í eldhúsinu eða andlits- farðaklessa á baðherberginu þá er alltaf auðveldara og fljótlegra að þrífa það strax. Ekki geyma það þar til seinna þegar það er orðið hart. Moppaðu eldhúsgólfið n Þegar búið er að ganga frá í eld- húsinu eftir kvöldmatinn er alltaf gott að renna yfir með blautri moppu. Þannig kemur þú í veg fyrir bletti og að óhreinindi nái að festa sig. Þá verða hin vikulegu gólfþrif auðveldari. Tölvuleikur Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is BioShock Infinite Tegund: Fyrstu persónu skotleikur Spilast á: PS3, PC, Xbox

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.