Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2013, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2013, Side 2
Fara fram á endurútreikning Fyrrverandi æðstu stjórnendur Kaupþings hafna allir að greiða tæplega milljarðs króna lán sem þeir tóku árið 2005 til jarðakaupa við Langá á Mýrum. Stjórarnir fyrr- verandi bera því við að umrætt lán hafi verið ólögmætt gengistryggt lán og það beri að endurreikna. Um er að ræða alla helstu toppa gamla Kaupþings banka fyrir hrunið, Hreiðar Má Sigurðsson, Sigurð Einarsson, Magnús Guð- mundsson, Steingrím Pál Kára- son og Ingólf Helgason, sem 2005 fengu lán hjá tveimur sparisjóð- um til að fjármagna kaup á landi undir nafni félagsins Hvítstaðir ehf. Meðal jarðanna er Langárfoss sem er ein gjöfulasta laxveiðiá Ís- lands. Til stóð að byggja sumarhús á jörðunum en aldrei varð af því. Stjórnendurnir fyrrverandi eru í persónulegum ábyrgðum en að því er heimildir Morgunblaðsins herma hafna þeir kröfu Dróma, sem nú á lánin, um endurgreiðslu sökum þess að lánin hafi verið ólögmæt gengistryggð lán. Krefjast topparnir fyrrverandi þess að endurútreikningur fari fram. Á bráðadeild eftir líkamsárás Tveir menn voru handteknir og vistaðir í fangageymslum lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir líkamsárásir aðfaranótt sunnudags. Um klukkan hálf fjög- ur var fertugur karlmaður hand- tekinn eftir alvarlega líkamsárás á skemmtistað í miðbænum. Mað- urinn, sem er meðlimur bifhjóla- samtaka, var í afar annarlegu ástandi og fundust vímuefni á honum. Fórnarlamb árásarinnar, karlmaður á fertugsaldri, var hlaut alvarlega áverka í árásinni og var lagður inn á bráðadeild. Hann er ekki talinn í lífshættu. Hæsta sekt allra tíma Samkeppniseftirlitið hefur sektað Valitor um hálfan milljarð fyrir ítrekuð alvarleg brot á samkeppn- islögum. Í ákvörðun eftirlitsins segir að félagið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með aðgerðum sem beindust gegn keppinautum félagsins á mark- aði fyrir færsluhirðingu. Félagið er sagt hafa selt þjónustu undir kostnaðarverði og nýtt sér trún- aðarupplýsingar um keppinauta sína sem félagið hafði aðgang að vegna stöðu sinnar í útgáfu VISA- korta hér á landi. Þetta er hæsta sekt sem Samkeppniseftirlitið hefur lagt á fyrirtæki hér á landi en Valitor var einnig sektað í lok árs 2007 um 385 milljónir króna. Félagið mun áfrýja málinu. þá lækka vextir n Telur raunhæft að komast inn 2015 n Vextir lækkuðu fjórfalt hjá Eystrasaltslöndunum U m leið og Íslendingar sam- þykktu að ganga í ESB, sem gæti orðið í árslok 2014 þá væri strax hægt að leggja meiri kraft í afnám gjaldeyrishafta. Þá væri hægt að komast strax í ERM-II samstarfið á árinu 2015, sagði Árni Páll Árna- son, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við helgarblað DV síðasta föstudag. Þessi orð hans eru athyglisverð fyrir þær sakir að nú hafa margir stjórnmálaflokkar það á stefnu- skránni að vilja afnema verð- tryggingu. Það sem færri hafa hins vegar bent á er hvaða vextir verði í boði fyrir almenning ef breyta á öllum verðtryggðum íbúðalánum landsmanna yfir í óverðtryggð. Greiðslubyrði óverðtryggðra lána er allt að 30–45 prósentum hærri en af verðtryggðum lánum. Árni Páll sagði að einungis um fjórð- ungur fólks myndi ráða við slíkt. Reynsla þeirra landa sem hafa fengið inngöngu í Evrópusam- bandið og í framhaldinu farið í svo- kallað ERM-II gjaldmiðlasamstarf er hins vegar sú að langtímaraun- vextir í viðkomandi löndum hafa í flestum tilfellum lækkað verulega sem ætti að hafa bein áhrif á þá vexti sem bjóðast á íbúðalánum. Góð reynsla af ERM-II Eins og sjá má í töflu með frétt sem tekin er úr skýrslu Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldmiðlamál- um sem kynnt var í september í fyrra lækkuðu langtímaraunvextir nær undantekningalaust verulega í þeim löndum sem fengu inn- göngu í Evrópusambandið árið 2004 og fóru í framhaldinu inn í ERM-II gjaldmiðlasamstarfið. Sést það vel þegar vextir í löndunum eru bornir saman frá 1998 til 2004 annars vegar og síðan 2004 til 2010 hins vegar. Þannig sést að í Eist- landi, Lettlandi og Litháen voru langtímaraunvextir fjórum sinn- um lægri á milli 2004 til 2010 en þeir höfðu verið á árunum 1998 til 2004. Þá eru orð Árna Páls um að Dan- mörk hafi aldrei farið lengra en inn í ERM-II einnig áhugaverð. „Það er athyglisvert að hafa það í huga. Óútskýrður vaxtamunur milli Ís- lands og annarra landa mun því fljótt byrja að minnka þegar þessi vegferð hefst,“ sagði Árni Páll. Það vekur því upp spurningar um hvort innganga inn í ERM-II sé ekki jafn mikið hagsmunamál fyrir íslensk heimili og afnám verðtryggingar. Lítið hefur farið fyrir umræðu um gjaldmiðlamál í kosningabar- áttunni sem fram fer um þessar mundir. Þá hafa bæði Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknarflokk- urinn gefið það út að íslenska krónan verði gjaldmiðill Ís- lendinga á allra næstu árum og því sé ekki tímabært nú að ræða um framtíð gjaldmiðlamála nú. Ef orð Árna Páls um að Íslendingar geti verið komnir inn í ERM-II í upp- hafi árs 2015 eru á rökum reist gæti hins vegar verið stutt í að Ís- lendingar færu að finna fyrir lækk- un vaxta á Íslandi, líkt og gerðist hjá þeim löndum sem fóru inn í ERM-II samstarfið árið 2004 sem sýnt er í töflu með frétt. Vaxtastig hátt á Íslandi Langtímaraunvextir á Íslandi hafa í sögulegu samhengi verið mun hærri en í flestum löndum sem við berum okkur saman við. Þannig sést að vextir á Íslandi voru svip- aðir 2004 til 2010 vöxtum í þeim löndum sem voru með hæstu vextina áður en þau fóru í ERM-II myntsamstarfið árið 2004. Þá má nefna að frá 2001, þegar Seðla- bankinn setti íslensku krónuna á flot, hafa óverðtryggðir vextir að meðaltali verið í kringum 11 pró- sent. Á sama tíma hafa verðtryggð- ir vextir að meðaltali verið um 5,4 prósent og verðbólgan 5,5 pró- sent. Þá eru viðskiptabankarnir að bjóða óverðtryggð íbúðalán í dag á kjörum sem eru vel undir með- alvöxtum síðustu 12 ára. Þannig býður Íslandsbanki best 6,75 pró- sent óverðtryggð lán upp að 70 prósentum af markaðsvirði eignar og síðan viðbótarlán með 7,25 pró- sent vöxtum. Miklu hærri greiðslubyrði Þórey S. Þórðardóttir, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka líf- eyrissjóða, lét nýlega hafa eftir sér í samtali við DV að ef lífeyris- sjóðirnir hættu að núvirða eign- ir sínar miðað við 3,5 prósenta verðtryggða kröfu yrði að hækka hana í níu prósent ef hún yrði gerð óverðtryggð. Slíkt myndi þýða að ÍLS gæti vart boðið lægri en 9–10 prósenta óverðtryggða vexti en lífeyris sjóðir eiga nú um 70 pró- sent af útgefnum íbúðabréfum ÍLS. Árni Páll sagði í viðtal við helgar blað DV að ef breyta ætti öll- um verðtryggðum útlánum Íbúða- lánasjóðs í óverðtryggð myndi einungis um fjórðungur af þeim tekjuhæstu ráða við slíkt. Þegar hafa margir gripið til þess ráðs að endurgreiða lán sín hjá ÍLS með óverðtryggðum hjá bönkunum frá 2010. Sá hópur ráði við að auka greiðslubyrði lána sinna um tugi þúsunda króna á mánuði. Slíkt sé alls ekki raunin hjá öllum. Má í því samhengi nefna að um 370 millj- arðar króna af útlánum ÍLS hvíla á yfirveðsettum fasteignum eða um 45 prósent af útlánasafni sjóðsins. Eins og sjá má í töflu með frétt munar töluvert miklu á greiðslu- byrði verðtryggðra og óverð- tryggðra lána. Þannig má sjá að um 32 þúsund krónum munar á greiðslubyrði 20 milljóna króna láns til 25 ára. 40 ára lán eru hins vegar algengari á Íslandi og þar munar heilum 37 þúsund krón- um á greiðslubyrði láns með sömu upphæð. Hjá þeim sem eru í þeirri stöðu í dag að skulda á bilinu 90– 110 prósent af markaðsvirði fast- eignar sinnar gæti reynst erfitt að auka mánaðarlega greiðslubyrði lána sinna um allt að 30–45 pró- sent en eins og sjá má í töflu er það munurinn á greiðslubyrði óverð- tryggðra og verðtryggðra lána pró- sentulega séð. Enginn stjórnmálaflokkur hefur fullyrt að vextir á Íslandi muni lækka vegna afnáms verð- tryggingar. Þó hafa ýmsir hag- fræðingar bent á að verðtryggingin sé verðbólguhvetjandi og því gætu vextir mögulega lækkað við afnám verðtryggingar. n Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Vextir fyrir og eftir árið 2004 hjá nýjum Evrópusambandslöndum ERM-II-ríkin Langtímaraunvextir (%) 1998–2004 2005–2010 Eistland 4,8 1,3 Kýpur 3,8 2,3 Lettland 2,0 0,5 Litháen 5,6 1,5 Malta 3,0 2,1 Slóvakía -1,9 1,4 Slóvenía 1,0 1,3 Meðaltal 2,6 1,5 Ísland* 7,7 8,8 *TÍMaRöð fyRIR ÍsLand byGGIsT á áRunuM 2002–2004 oG 2005–2010, áVöxTunaRkRöfu TÍu áRa óVERðTRyGGðRa RÍkIsskuLdabRéfa. Greiðslubyrði verðtryggðra og óverðtryggðra lána: 25 ára 40 ára Verðtryggt jafngreiðslulán (3,95% vextir) 106.000 kr. 84.000 kr. Óverðtryggt jafngreiðslulán (6,95% vextir) 138.000 kr. 121.000 kr. Mismunur: 32.000 kr. 37.000 kr. Upphæð láns: 20 milljónir 20 milljónir 2 Fréttir 15. apríl 2013 Mánudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.