Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2013, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2013, Side 11
Fréttir 11Mánudagur 15. apríl 2013 Harmleikurinn á Hátindi n Biðu björgunarsveitarmanna í þrjá tíma í ískulda og hvassviðri á Esjunni n Reyndu að gera allt rétt n Lögregla hefur ekki enn lokið rannsókn á slysinu niður brekku og féll fram af kletta- snös og féll tugi metra niður fjall- ið. Þegar menn komu að Birnu var þeim ljóst að hún var mikið slösuð og án meðvitundar. Reyndu að gera allt rétt Þórður segir að slysið hafi gerst korter til tuttugu mínútur yfir tvö og eftir það hafi veðrið farið að versna mikið, orðið mjög hvasst og kalt. Veðrið hafi þó verið enn verra austan megin við hópinn. Göngu- hópurinn hélt niður af fjallinu en Þórður og tveir aðrir urðu eftir hjá Birnu og biðu þess að björgunar- sveitarmenn kæmu. Hann segir að það hafi verið afar kalt og menn hafi haft mikið fyrir því að halda á sér hita. Það sé erfitt að útskýra hvernig manni líði við aðstæður sem þessar, þetta sé verkefni sem þurfi að takast á við. Maður reyni að halda þrekinu það hafi ekki amað neitt að þeim félögum og þrátt fyr- ir mikinn kulda hafi þeir sloppið við kal. „Það er erfitt að gera sér grein fyrir tímanum, við biðum í um þrjá tíma eftir björgunarsveitarmönn- um og maður var eiginlega hálf tímalaus. Á þeim tíma einskorðast hugurinn við að reyna að gera allt rétt og vera í sambandi við stjórn- stöð björgunarsveita sem hafði ráð- lagt okkur hvað hvað ætti að gera. Sambandið var nokkuð stöðugt mestallan tímann en við vorum bæði með talstöð og gsm-síma.“ Voru orðnir mjög kaldir Þeir hafi haldið ró sinni því þeir hafi vitað að hjálp væri á leiðinni. Á meðan þeir biðu hafi þeir aldrei óttast að þeir gætu orðið úti enda hafi þeir ekki talið sig í neinni hættu. Þeir fóru svo niður í fylgd björgunarsveitarmanna og segir Þórður að það hafi gengið ágætlega. Þeir hafi farið niður Þverárkotsháls og þar hafi verið töluvert hvassara en þar sem þeir biðu. Hann segir að þeim hafi verið orðið mjög kalt þegar björgunarsveitarmennirn- ir komu og það hafi verið gott að geta gengið í sig hita aftur á leiðinni niður. Þeir fóru á bráðamóttöku þegar þeir komu til Reykjavíkur þar sem þeir voru skoðaðir og fengu áfallahjálp, að því loknu héldu þeir til síns heima. Skömmu síðar tók hópurinn þátt í bænastund til minningar um Birnu og tvisvar hafa þeir félagar ásamt hópnum fengið áfallahjálp. Þórður segir að það sé gott og nauðsynlegt að nýta alla þá hjálp sem í boði sé, allir sem lendi í erfiðri reynslu ættu að þiggja þá hjálp sem í boði er. Þetta sé erfið lífsreynsla sem taki tíma að vinna úr. Þórður segir að hópurinn hafi haldið áfram að ganga á fjöll saman og á þann hátt reynt að vinna úr sorginni. Björgunaraðgerðir tóku á menn „Það var hringt í Neyðarlínuna rétt upp úr hálf þrjú og tilkynnt að kona hefði hrapað í Hátindi. Björgunar- sveitir á suðvesturhorninu voru kallaðar út og klukkan tíu mínútur yfir þrjú, eða fjörutíu mínútum eftir að hringt var í Neyðarlínuna, lögðu fjórir undanfarar af stað til móts við fólkið sem beið í fjallinu eft- ir hjálp,“ segir Jón Svanberg, fram- kvæmdastjóri Landsbjargar. Undanfarar eru þeir sem venju- lega koma fyrstir á vettvang, þeir eru með eins lítinn útbúnað og þeir komast af með því þeirra hlutverk er að veita hinum slasaða fyrstu hjálp, kanna aðstæður og finna ör- ugga leið fyrir björgunarmenn sem á eftir koma. „Við mátum það svo að það væri ekki hægt að senda undanfarana stystu leið upp fjall- ið vegna snjóflóðahættu þeir voru því sendir upp eftir hrygg sem ligg- ur austan megin Grafardals, upp á Þverárkotsháls, en sú leið að slysstaðnum er nokkuð lengri en ef hægt hefði verið að fara beint af augum. Undanfararnir voru komnir á slysstað um tveimur og hálfum tíma eftir að þeir lögðu á fjallið og um þremur tímum eftir að slysið varð.“ Rétt staðið að björgun Í kjölfar undanfaranna fóru 20 björgunarsveitarmenn með búnað til að koma konunni niður og að- stoða þá sem höfðu beðið á slys- staðnum. Fólkið beið í um 600 metra hæð og frá því að tilkynnt var um slysið og þar til aðgerðum var lokið liðu um sex klukkustundir. Jón Svanberg segir að hann telji að rétt hafi verið staðið að björg- unaraðgerðum miðað við þær upp- lýsingar sem voru fyrirliggjandi á þeim tíma sem slysið varð. Allar að- stæður á slysstað hafi verið gríðar- lega erfiðar og vegna veðurs hafi lítið samband verið hægt að hafa við þá sem biðu á slysstað. Hlutverk yfirstjórnar í hverri björgunarað- gerð sé að tryggja öryggi björgunar- sveitarmanna eins og nokkur kostur sé. Veðrið hafi verið mjög slæmt á slysstað, mjög hvasst og snjóflóða- hætta og erfitt hafi verið fyrir björg- unarmenn að athafna sig. Jón segir að eðlilega vakni alltaf spurningar um hvort rétt hafi verið staðið að málum og hvort eitthvað hefði mátt betur fara. Það sé hins vegar mat Landsbjargar að menn hafi tekið réttar ákvarðanir miðað við þær upplýsingar sem fyrir lágu á þeim tíma sem slysið varð. „Menn líta atburði mismunandi augum en það er ekkert í okkar gögnum sem bendir til þess að mistök hafi verið gerð við björgun- ina. Við gerðum það sem við gátum til að tryggja öryggi bjögunar- manna og mannanna í fjallinu. Menn verða að hafa í huga að þar var aftakaveður þennan dag og erfitt fyrir björgunarmenn að kom- ast á vettvang. Því er ekki að leyna að þessi aðgerð tók verulega á björgunarmenn og aðra þá sem tóku þátt í henni.“ n Veðurspáin 3. febrúar Spá Veðurstofu Íslands fyrir sunnu- daginn 3. febrúar hljóðaði upp á 13–18 metra á sekúndu á Faxaflóa, en 10–15 metra á sekúndu á höfuðborgarsvæð- inu. Esjan er á mörkum þess að vera á höfuðborgarsvæðinu en er innan Faxa- flóaspásvæðisins. Spá Veðurstofunnar tekur til láglendis en að sögn Kristínar Hermannsdóttur veðurfræðings má í flestum tilvikum gera ráð fyrir meiri veðurhæð til fjalla. Á sunnudagsmorgni hljóðaði spáin fyrir láglendi á Faxaflóa- svæðinu upp á suðvestan 5–10 metra á sekúndu og stöku él. Síðdegis var því spáð að hann myndi ganga í austan og norðaustan 13–18 metra með snjókomu síðdegis, en norðvestan 8–13 metra og él um nóttina og morguninn. Hiti átti að vera í kringum frostmark. Að sögn Kristínar gekk þessi spá eftir. Hún segir til að mynda að á Kjalarnesi hafi vindur farið að vaxa eftir hádegi og klukkan tvö hafi meðalvindur þar verið rúmir 14 metrar en frá klukkan þrjú til átta hafi meðalvindurinn verið 17–20 metrar á sekúndu. Það þýðir að enn hvassara var til fjalla. „Maður fyllist mikilli sorg og erfiðar hugs- anir sækja á Hvassviðri og snjóflóðahætta Slysið varð á Hátindi í Esju 3. febrúar síðastliðinn. Aðstæður voru erfiðar; hvassviðri og snjóflóðahætta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.