Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2013, Blaðsíða 20
20 Sport 15. apríl 2013 Mánudagur Slagurinn á milli spænsku risanna n Lesendur DV spá spænskum úrslitaleik en ekki eru allir sammála Í slenskir knattspyrnuáhugamenn eru á annarri skoðun en spænskir ef marka má niðurstöður vef­ könnunar á DV.is annars vegar og sams konar könnun hjá spænska íþróttablaðinu Marca. Í þeirri síðar­ nefndu eru flestir þeirrar skoðun­ ar að það verði Real Madrid og Bayern München sem mætist í úr­ slitaleik Meistaradeildarinnar þessa leiktíðina meðan innlendir áhuga­ menn veðja langflestir á að sá slagur verði milli Real Madrid og Barcelona. Fyrri undanúrslitaleikir keppn­ innar fara fram í næstu viku og báðir í Þýskalandi, á heimavöllum Borussia Dortmund og Bayern München, áður en haldið verður til Spánar í byrjun maí þar sem seinni umferðin fer fram. Af þeim fjölda sem þátt tók í vef­ könnun DV eru langflestir, tæp 43 prósent, á þeirri skoðun að úr­ slitaleikurinn verði milli Spánar­ meistara Real Madrid og líklegra næstu Spánarmeistarar Barcelona. Næstflestir telja að sá leikur verði milli þýsku liðanna tveggja en 21,4 prósent setja sitt atkvæði á þann úr­ slitaleik. Tæp 18 prósent telja úr­ slitaleikinn verða keppni Bayern og Real Madrid eða Dortmund og Barcelona. Hjá Marca hins vegar eru örlítið fleiri þeirrar skoðunar að úrslitaleik­ urinn á Wembley verði milli Bayern München og Real Madrid en reyndar munar innan við tveimur prósentu­ stigum milli þeirra sem veðja á Þjóð­ verjana í stað Barcelona. En kannski verður úrslitaleikurinn sjálfur hálfgert hjóm því afar margir sparkáhugamenn, frá blaðamönn­ um UEFA til bandarískra spekinga ESPN og fleiri, eru á þeirri skoðun að skemmtilegasta viðureign sem hægt sé að hugsa sér í Meistaradeildinni sé slagur Barcelona og Bayern í undan úrslitum. Bæði lið sókndjörf út í eitt með snillinga í öllum stöðum og á bekknum sömuleiðis. n albert@dv.is KínversK innrás er yfirvofandi n Táningurinn Tianlang sló í gegn og mun hafa jákvæð áhrif á golf í Kína H inn fjórtán ára gamli kín­ verski framhaldsskóla­ nemi Guan Tianlang kom aftur á óvart um helgina. Hann hafði um nokkurra mánaða skeið vakið heimsathygli fyrir að vinna sér inn þátttökurétt á einu allra virtasta golfmóti heims; Masters­mótinu í Bandaríkjunum. Engum hefði komið á óvart að taugar fjórtán ára framhalds­ skólanema yrðu ekki nógu sterkar til að hann gerði þar góða hluti en Tianlang sýndi annað. Hann stóð sig frábærlega, sýndi ekki snefil af taugaveiklun við hlið risastjarna í golfinu, og spilaði svo vel að um skamman tíma var hann meðal efstu manna. Þetta er ekki dapur árangur á neinni mælistiku. Masters­mótið er, að frátöldu Opna breska mótinu, hið virtasta í golfinu og ef það kæmi ekki mikið að sök væru þeir margir sem gæfu aðra höndina til að geta tekið þátt í því móti. Tianlang skaut aftur fyrir sig þekktum gaurum sem lifað hafa af golfi árum saman og hafa meiri þekkingu og reynslu í litlaputta en kínverski unglingurinn. Enginn annar keppandi en Tianlang þurfti að eyða tveimur klukkustundum í námsbækur strax að loknum hverj­ um hring um helgina. Það breytti bara engu þegar allt kom til alls. Sprenging í Kína Gengi Guan Tianlang á mótinu mun án alls efa fjölga til muna kylfingum í Kína meira en orðið er. Þar hefur þegar orðið gríðarleg sprenging á fjölda iðkenda enda færast þar millj­ ónir ár hvert upp í millistétt en það er sá hópur sem hefur bæði fjármuni og tíma aflögu til að finna sér dægra­ styttingu. Þessi fjölgun hefur orðið mikil og ör í landinu, og eins og gerst hefur á Indlandi, Taílandi og Malasíu má slá föstu að heimsklassa árangur eins kylfings frá þessum löndum virki sem sterasprauta á áhuga almenn­ ings. Þetta má sjá í raun í alþjóðlegu kvennagolfi þar sem slík sprenging varð fyrir nokkrum árum. Þar af leiðir: þátttaka Tianlang á Masters­mótinu mun bara auka áhugann til muna. Fleiri koma upp En stór munur er engu að síður á Kína og hinum löndunum sem nefnd eru. Hagvöxtur í þeim er fjarri því eins mikill og í Kína og mun færri komnir í nægilega miklar álnir til að geta spilað golf á dýrum völlum. Golfiðkun í Asíu almennt er dýr og reyndar mun dýrari en í Evrópu eða Bandaríkj­ unum. En það er að breytast í Kína því með hratt vaxandi eftirspurn fjölgar þar golfvöllum hraðar en kjósendum Framsóknarflokks­ ins. Af öllum þeim milljónum sem spreyta sig á golfinu liggur fyrir að töluverður fjöldi er góður frá náttúrunnar hendi. Slá má því föstu að Guan Tianlang og tugir, ef ekki hundruð, kínverskra kepp­ enda muni slást um keppnisrétt á Masters og öðrum stórmótum næstu árin. n Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is Stóðst pressuna Hinn fjórtán ára Guan Tianlang frá Kína hefur staðið sig frábærlega á einu erfiðasta stórmóti í golfi sem haldið er. MynD ReuteRS Mancini gefst upp aftur Stjóri Manchester City, Roberto Mancini, telur vonlaust að lið hans nái að verja enska meistara­ titilinn þessa leiktíðina úr því sem komið er. Það er eðlilegt og raunhæft mat þegar lítið er eftir af deildinni og stigamunurinn jafn mikill sem raun ber vitni. Ítalinn hefur hins vegar verið svartsýnn um slíkt síðan í byrjun febrúar og hefur þráfaldlega síðan þá sagt í viðtölum að munurinn sé of mikill og titillinn sé runninn úr greipum sinna manna. Ekki sérlega góð skilaboð til leikmanna sinna. Spennan ekki á toppnum Færa má til sanns vegar að fátt getur komið í veg fyrir að Alex Ferguson komi einum titli til á hillurnar á Old Trafford nema þá að leikmenn Manchester United fari allir í verkfall og það núna – sem hefur aldrei gerst og líkurnar því hæpnar. Spenna er hins vegar töluverð í samkeppni um næstu tvö sætin í úrvalsdeildinni um Meistaradeildarsæti í haust. Þar eiga ein fimm lið raunhæfa möguleika á þeim tveimur sætum sem í boði eru þó möguleikar Liverpool séu vissulega hverfandi. Liverpool er nú níu stigum á eftir Arsenal í þriðja sætinu og átta stig­ um á eftir Chelsea í fjórða sætinu. Er Mourinho að bíða eftir Ferguson? Hún er safarík sú kenning að Jose Mourinho hafi ákveðið að ljúka samningi sínum hjá Real Madrid í þeirri von að verða orðinn laus og liðugur þegar Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sest í helgan stein. Ýmsir lesa það milli línanna nú þegar kvisast hefur að Ferguson ætli að hætta eftir næstu leiktíð en þá lýkur einmitt líka samningi Portúgalans á Spáni. Í öllu falli virðist Mourinho ekki hafa áhuga á Chelsea á nýjan leik ef marka má breska blaðið Daily Mirror. Dágóð skemmtun framundan Enginn knattspyrnuaðdáandi mun láta undanúr- slitaleikina í Meistaradeildinni fram hjá sér fara. MynD ReuteRS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.