Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2013, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2013, Side 4
4 Fréttir 15. apríl 2013 Mánudagur Hrannar kjörinn formaður n Hlaut yfirburðakosningu á aðalfundi Geðhjálpar H rannar Jónsson var á laugar- daginn kosinn nýr formað- ur Geðhjálpar á fjölmenn- um aðalfundi félagsins. Jafnframt voru kjörnir þrír stjórn- armenn til tveggja ára, þau Jón- ína Valsdóttir, Maggý Hrönn Her- mannsdóttir og Sveinn Rúnar Hauksson. Auk þess var kosinn stjórnarmaður til eins árs, Róbert Lagerman. Drífa Kristjánsdóttir, móðir Bjartar Ólafsdóttur, fyrrver- andi formanns félagsins, bauð sig fram gegn Hrannari sem hafði bet- ur í kosningunni. Hrannar er 49 ára, búsettur í Reykjavík og starfar við hugbún- aðarþróun. Í kynningu fyrir kosn- ingarnar á vef Geðhjálpar lýsti Hrannar sér á þennan hátt: „Ég segi að geðheilbrigðismál komi mér við vegna þess að sjálfur átti ég í mörg ár við geðröskun að stríða. Eitthvað sem ég vil leyfa mér að segja að er núna að baki.“ Hrannar hefur starf- að lengi að málefnum geðsjúkra og meðal annars verið verkefnastjóri hjá Geðfræðslu Hugarafls, verið í stjórn styrktarfélagsins Vinjar og styrktarfélags Alþjóða geðheilbrigð- isdagsins auk þess að vera með fræðslu í grunn- og framhaldsskól- um um geðraskanir. Líkt og DV hefur greint frá þá hafa verið töluverð átök innan stjórnar samtakanna um nokkurt skeið sem enduðu með því að van- trauststillaga var samþykkt á Björt í lok síðasta árs. Skömmu síðar sagði hún af sér formennsku og fór í fram- boð fyrir Bjarta framtíð. Ástæðurn- ar fyrir vantraustinu voru sagðar starfshættir hennar, meint smölun í félagið fyrir kosningar til stjórnar árið 2011 og falsanir á kjörgögnum 2012. Á fundinum voru einnig kynntar niðurstöður óháðrar úttektar sem félagið lét gera á starfsemi þess en þær verða gerðar opinberar á næstu dögum. n viktoria@dv.is Hótaði lögreglu- mönnum lífláti Nítján ára karlmaður, Egill Mikael Ólafsson, var á föstudag dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fang- elsi fyrir margvísleg brot. Egill var ákærður í sex liðum fyrir brot gegn valdstjórninni, líkamsárás, þjófn- að og vopnalagabrot. Hann braust meðal annars inn á veitingastað á Akranesi í desember síðastliðn- um, með því að brjóta rúðu með grjóti, og stela þaðan sjö vínflöskum og tveimur bjórum. Eftir að hann var handtekinn fyrir innbrotið beit hann lögreglumann í framhand- legginn. Í lok janúar síðastliðinn réðst hann síðan á konu í Reykja- vík og löðrungaði hana ítrekað, tók hann hana hálstaki og ýtti henni í gólfið. Lögreglumaður sem ætlaði að handtaka Egil fyrir árásina fékk hnefahögg í magann og hótaði Eg- ill honum og kollega hans lífláti. Að lokum kom upp atvik í lögreglubif- reið í febrúar síðastliðnum þar sem Egill sparkaði í lögreglumann, sló hann hnefahöggi og hrækti á buxur hans. Hótaði hann lögreglumönn- um síðan lífláti. Egill hafði setið í gæsluvarðhaldi frá 25. febrúar og dregst sá tími frá fangelsisdómnum. Ósæmileg útstilling Fátítt er að lögreglu berist kvartan- ir vegna útstillinga í gluggum versl- ana. Ein slík barst þó á dögunum, en þá hafði sómakær borgari sam- band við lögregluna á höfuðborgar- svæðinu og benti á tiltekna verslun á höfuðborgarsvæðinu og lét þess getið að útstilling á varningi í glugga verslunarinnar væri komin langt út fyrir öll velsæmismörk. Í dagbók lögreglunnar segir að tveir lögreglumenn hafi farið á vett- vang til að kynna sér málið og höfðu þeir tal af verslunareigandanum. Sá tók athugasemdinni vel, en bar við handvömm starfsmanna versl- unarinnar hvað útstillinguna varð- aði. Farið var í breyta útstillingunni enda vildi verslunareigandinn ekki særa blygðunarkennd fleiri borg- ara. Eins og einhverjir hafa kannski getið sér til um, var hér um að ræða verslun sem selur hjálpartæki ástar- lífsins og skyldan varning. Geðhjálp Nýr formaður Geðhjálpar var kosinn um helgina. Halda listaverki eftir frænda sinn n Seldu hús í Selvogsgrunni og tóku höggmynd eftir Jóhann Eyfells S ysturnar Ingibjörg Eyfells og Margrét Eyfells halda mörg hundruð kílóa högg- mynd eftir Jóhann Eyfells frænda sinn samkvæmt nýlegum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Úrskurðurinn féll í byrjun mánaðarins. Höggmyndin, Eyfellsvarðan, stóð fyrir utan hús í þeirra eigu við Selvogsgrunn 10 þar til systurnar seldu húsið í fyrra. Systurnar tóku höggmyndina þegar þær seldu húsið. Áætlað verðmæti verksins er 10 til 15 milljónir króna. Kaupendur hússins, Ingvi Þor- björnsson, Margrét Unnur Rögn- valdsdóttir og Þorbjörn Sigurðsson töldu hins vegar að höggmyndin fylgdi með húsinu. Þeir höfðuðu innsetningarmál gegn systrunum vegna þessa og kröfuðust þess að þær skiluðu höggmyndinni. Hér- aðsdómur Reykjavíkur féllst hins vegar ekki á máflutning þeirra. Þetta kemur fram í úrskurðinum í málinu sem DV hefur undir hönd- um. Gjöf til föður systranna Húsið að Selvogsgrunni 10 var í eigu foreldra systranna, Einars Eyfells og Ingibjargar Eyfells. Við fráfall þeirra erfðu systurnar húsið sem Jóhann Eyfells teiknaði. Hús- ið var reist árið 1960 og er um að ræða eina húsið sem Jóhann hefur teiknað. Jóhann er búsettur í Texas í Bandaríkjunum og er hann lands- þekktur höggmyndasviður, eitt af verkum hans, Íslandsvörðuna má sjá við Sæbrautina í Reykjavík. Verk Jóhanns eru mjög verðmæt, líkt og áætlað verðmæti Eyfellsvörðunnar ber með sér. Verkið komst í eigu föður þeirra Ingibjargar og Margrétar árið 1969 þegar Jóhann gaf Einari Eyfells verkið. Það hefur staðið á stöpli við húsið síðan, eða þar til í fyrra að systurnar létu fjarlægja verkið við söluna á húsinu. Í úrskurðinum kemur fram að systurnar hafi ætl- að sér að koma verkinu fyrir á leiði foreldra sinna. Húsið var selt á um 60 milljónir króna þannig að ef höggmyndin hefði fylgt með hefðu kaupendurnir fengið í kaup- bæti listaverk upp á tíu til fimmtán milljónir króna. Ekkert um verkið í kaupsamningi Í úrskurðinum í málinu er tekið undir þann málflutning systranna að aldrei hafi staðið til að högg- myndin væri hluti af kaupunum á húsinu. Þetta er helsta málsástæð- an sem liggur til grundvallar niður- stöðu dómsins. Um þetta segir í úr- skurðinum: „Eins og fram er komið var ekkert getið um listaverkið í söluyfirliti, tilboðum sem milli að- ila gengu eða kaupsamningi. Verð- ur sú ályktun ekki dregin af lýsingu eignarinnar í þessum gögnum að gerðarbeiðendur hafi mátt ætla að verkið fylgdi með í kaupunum.“ Á þessum forsendum er komist að þeirri niðurstöðu að systurnar hafi ekki gerst sekar um „ólögmæta sjálftöku á verkinu“. Úrskurðurinn í málinu er ansi afdráttarlaus þeim í hag. Kærðar til lögreglunnar Þrátt fyrir að úrskurðurinn sé af- dráttarlaus þá kemur einnig fram að kaupendur hússins hafi kært systurnar til lögreglunnar fyrir þjófnað eftir að höggmyndin var fjarlægð úr garðinum við húsið. Þá var forstöðumaður Listasafns ASÍ einnig kærður en safnið fékk verkið lánað til að hafa það á sýningu og kom að flutningi þess úr garðinum. Sú kæra var tekin til meðferðar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en var látin niður falla í nóvember síðastliðnum þar sem málið þótti ekki tækt til rannsóknar. Eftir því sem næst verður komist er lista- verkið ennþá í vörslu þeirra systra. DV hefur ekki heimildir fyrir því hvað eigendur hússins hyggj- ast gera næst í málinu, til dæmis höfða einkamál gegn systrunum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, eða hvort ekkert frekar verði aðhafst vegna þess verks Jóhanns Eyfells. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Eins og fram er komið var ekkert getið um listaverkið í söluyfirliti, tilboðum sem milli aðila gengu eða kaupsamningi. Eyfellsvarðan Höggmyndin Eyfells­ varðan sem stóð við Selvogsgrunn 10 er eftir Jóhann Eyfells myndhöggvara. Hann gaf Einari bróður sínum verkið árið 1969. Deilur um verkið eru komnar fyrir dóm. Kærð til lögreglu Brottnám verksins, sem sést hér fyrir utan Selvogsgrunn, hefur verið kært til lögreglunnar. www.3frakkar.com | sími: 552 3939 Sjálfstæðismenn, við viljum ferska lúðu aftur á diskinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.