Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2013, Blaðsíða 22
22 Menning 15. apríl 2013 Mánudagur
Handrit um íslenska sjómanninn
n Handritasamkeppnin Act Alone fer fram á Suðureyri í ágúst
E
inleikjahátíðin Act Alone fer
fram á Suðureyri dagana 8.–
11. ágúst. Þetta er í níunda
sinn sem hátíðin er haldin
en það var árið 2004 sem Elfar Logi
Hannesson fékk þá flugu í höfuðið
að halda slíka hátíð. Hátíðin hefur
vaxið með árunum og fjöldi ein
leikja aukist. Nú auglýsir hátíðin
eftir handritum eða handrits
drögum að einleik í keppni þessa
árs. Handritið á að vera að lág
marki 15 síður og á að fjalla um ís
lenska sjómanninn. Skilafrestur er
til 30. júní næstkomandi. Í kjölfar
ið veldur dómnefnd besta hand
ritið og stefnt er að frumsýningu
verksins á Act Alone 2014.
Act Alone er helguð einleikj
um og er meðal fárra slíkra há
tíða í heiminum sem helga sig
þessu sérstaka leikhúsformi. Það
er ekki eina sérkenni hátíðar
innar því frá upphafi hefur verið
ókeypis á hátíðina og því gefst fólki
bæði tækifæri á að komast frítt í
leikhús og um leið að kynna sér
þetta sérstaka leikhúsform, núna
á Suðureyri en hátíðin hefur hing
að til verið haldin á Ísafirði. Há
tíðin hefur notið mikilla vinsælda
en hún fékk meðal annars Menn
ingarverðlaun DV árið 2008.
Þeim sem vilja senda inn hand
rit er bent á að senda á komedia@
komedia.is en sigurlaunin eru ekki
af verri endanum; 250 þúsund
krónur í peningum.
viktoria@dv.is
É
g hef kynnst líkamanum betur
en ábyggilega flestar konur
á æfingatímanum. Við erum
búin að tala um blæðingar,
egglos, og tíðahvörf út í eitt. Jói
G. hefur líka örugglega kynnst sinni
kvenlegu hlið betur en flest kven
fólk,“ segir Maríanna Clara Lúthers
dóttir hlæjandi um leikritið Kvenna
fræðarann sem frumsýnt verður í
Þjóðleikhúsinu á fimmtudaginn í
leikstjórn Charlotte Böving. Þetta er
í fyrsta seinn sem Charlotte leikstýrir
í Þjóðleikhúsinu.
Alfræðirit fyrir konur
Maríanna leikur þar aðalhlutverk
ásamt Jóhanni G. Jóhannssyni. Leik
ritið er danskt verðlaunaleikrit sem
hefur slegið í gegn í heimalandinu
en það er byggt á dönsku bókinni
Kvennafræðaranum sem kom fyrst út
í Danmörku árið 1975 og hefur notið
mikilla vinsælda alla tíð síðan. Í bók
inni er fjallað opinskátt um allt sem
viðkemur konum, líkama þeirra, til
finningum, frjósemi og kynlífi. Bókin
þótti afar byltingarkennd þegar hún
kom fyrst út og varð virkt vopn í bar
áttunni fyrir því að efla sjálfsvitund
og sjálfsvirðingu kvenna. „Þetta er í
rauninni svona alfræðirit fyrir konur.
Þetta er biblía danskra kvenna. Það
sem við setjum hér á svið er gaman
samur óður til kvenna,“ segir Marí
anna og viðurkennir að mikið hafi
verið hlegið á æfingatímabilinu.
„Við höfum hlegið gríðarlega mikið
og það hefur mikið verið talað um
egglos, píkur og fleira sem maður er
kannski ekki að tala um dagsdag
lega,“ segir hún og skellir upp úr.
Roðnar ekki aftur
Maríanna segir ekkert vera vand
ræðalegt í huga þeirra Jóhanns
lengur enda er í leikritinu fjallað á
afar opinskáan hátt um ýmislegt
sem fólk oft veigrar sér við að tala
um. „Ég hugsa að vandræðagangur
inn hafi fokið af okkur við fyrsta
samlestur. Svo verður þetta manni
svo rosalega tamt að ég hugsa að
ég roðni aldrei aftur yfir neinu orði
sem lýsir ákveðnum líkamsparti
kvenna. Við erum alveg búin að
ganga í gegnum hreinsunareld hvað
það varðar. Nú er þetta orðið manni
jafn eðlilegt að tala um svona hluti
eins og tala um veðrið“ segir hún
hlæjandi.
Konur frá vöggu til grafar
Leikritið segir hún vera ætlað
bæði konum og körlum. „Upp
haflegi markhópur bókarinn
ar eru konur frá vöggu til grafar en
ég myndi kannski segja að leik
ritið væri ekki beint fyrir börn. Við
erum búin að vera með nokkur
prufurennsli með áhorfendum og
þar hafa karlmennirnir hlegið jafn
mikið og konurnar. Þannig að það er
ákveðinn léttir fyrir alla karlana sem
verða dregnir á leikritið með konun
um sínum,“ segir hún í gamansöm
um tón.
Leikritið verður frumsýnt í Þjóð
leikhúsinu á fimmtudag en áhuga
samir geta keypt miða á forsýningu
og aðalæfingu á þriðjudag og mið
vikudag fyrir lægra verð. n
viktoria@dv.is
„Við höfum hlegið
gríðarlega mikið
og það hefur mikið verið
talað um egglos, píkur
og fleira sem maður er
kannski ekki að tala um
dagsdaglega.
„Gamansamur
óður til kvenna“
n Kvennafræðarinn frumsýndur í Þjóðleikhúsinu n Byggt á „biblíu danskra kvenna“
Ekkert vandræðalegt lengur Maríanna
segir það vera orðið jafn eðlilegt fyrir þau að
tala um vissa líkamsparta kvenna og veðrið.
Í leikritinu er fjallað opinskátt um hluti sem
fólk veigrar sér oft við að tala um.
Latintónar
í Múlanum
Á tónleikum Múlans í Munn
hörpunni miðvikudaginn 17.
apríl verður leikin latintónlist
eftir Tómas R. Einarsson, þar á
meðal lög þar sem hljóðfæri hans,
kontrabassinn, er í ríkara mæli
í laglínuhlutverki en almennt
tíðkast í latintónlist. Þá skiptast
kontrabassi Tómasar og píanó
leikur Eyþórs Gunnarssonar á
að spila þau undirleiksmynstur
sem einkenna hljómahljóðfæri
latintónlistarinnar. Slagverkið er
í höndum þeirra Matthíasar M.D.
Hemstock og Sigtryggs Baldurs
sonar. Latintónlist Tómasar R.
hefur verið útsett fyrir stórsveit og
endurhljóðblönduð og lög hans
verið gefin út á fjölda safndiska er
lendis, þar af tveimur hjá banda
ríska útgáfufyrirtækinu Putumayo.
Þá hafa lög hans setið á vinsældar
listum latinútvarpsstöðva í Perú,
Kólumbíu, Bandaríkjunum, Ítalíu
og víðar.
Afmælis
tónleikar í Hörpu
Dúndurfréttir ætla að fagna því að
í ár eru 40 ár liðin síðan Dark Side
of the Moon með hljómsveitinni
Pink Floyd kom út. Dark Side of
the Moon er ein mest selda plata
heims og hefur selst í yfir 50 millj
ónum eintaka. Hún hefur verið
meðal annars meira en 1.500 vik
ur á Billboard topp 200 listanum.
Í tilefni af þessu merkisafmæli
ætla strákarnir í Dúndurfréttum
að flytja plötuna í heild sinni,
ásamt öðrum perlum Pink Floyd,
í Eldborgarsal Hörpu 20. apríl og
í Hofi, Akureyri, þann 24. apríl.
Strákarnir lofa því að ekkert verði
til sparað á tónleikunum enda hafi
Pink Floyd verið þekkt fyrir glæsi
legar sýningar þegar hún hélt tón
leika og verða afmælistónleikarnir
í þeim anda.
Skrifar
kynlífsbók
Kynlífsfræðingurinn Ragnheiður
Eiríksdóttir leggur nú lokahönd á
bók um kynlíf sem ætluð er bæði
konum og körlum á öllum aldri.
Þar svarar hún ótal spurningum
sem beint hefur verið til hennar
sem kynlífsráðgjafa í gegnum tíð
ina og sýna hversu víðtækt svið
kynlífið er og hversu mikil áhrif
það hefur á líf flestra. Samkvæmt
frétt inni á forlagid.is verður bókin
fróðleiksnáma fyrir allt fullorðið
fólk, ekki síst þá sem eru að stíga
sín fyrstu skref á kynlífssviðinu.
Ragnheiður er þekkt fyrir líflega
kynlífspistla sína á Rás 2 en hún
ætlar að halda námskeiðið Kon
ur og kynlíf í Baðhúsinu í næsta
mánuði.
Einleikir Hátíðin hefur þá sérstöðu að vera
meðal fárra einleikjahátíða í heiminum.