Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2013, Blaðsíða 6
H
ollenskt eignarhaldsfélag
Ólafs Ólafssonar í Sam
skipum, Egla Invest B.V.,
skuldaði tæplega 114 millj
arða króna í árslok 2014. Á
móti þessum skuldum voru sára
litlar eignir. Egla Invest B.V. er
eignarhaldsfélagið sem hélt utan
um tæplega 10 prósenta hlut Ólafs í
Kaupþingi. Þrátt fyrir þessar himin
háu skuldir hefur félagið ekki verið
sett í þrot en það var fjármagnað af
Kaupþingi. Þetta kemur fram í árs
reikningi Eglu Invest B.V. fyrir árið
2011 sem DV hefur undir höndum.
Reikningnum var skilað í lok síðasta
árs.
Tók við eignarhlutnum 2007
Egla Invest B.V. tók við eignarhlut
Ólafs Ólafssonar í Kaupþingi af öðru
hollensku eignarhaldsfélagi í eigu
Ólafs, Kjalar Invest B.V., um sumar
ið 2007. Þá fékk Ólafur Ólafsson fjár
mögnun frá bandaríska bankanum
Citibank fyrir hlutabréfunum. Lánið
nam 60 prósentum af markaðsvirði
hlutabréfanna. Í skýrslu rannsóknar
nefndar Alþingis kemur fram að með
viðskiptunum hafi fjármögnunin á
bréfunum flust frá Kaupþingi og yfir
til til erlends banka. „Þessi lántaka
var mjög heppileg enda flutti hún
fjármögnun hlutafjár Kaupþings úr
bankanum sjálfum og til erlendra og
óskyldra aðila.“
Skuldauppgjör Ólafs
Í lok október 2011 var greint frá því
Ólafur og Arion banki hefðu komist
að samkomulagi um skuldauppgjör
Ólafs. Skuldauppgjörið var á milli
eignarhaldsfélags Ólafs, Kjalars hf.,
og Arion banka. Kjalar skuldaði Arion
banka 77 milljarða króna en taldi sig
á móti eiga 115 milljarða króna kröfu
á bankann vegna gjaldmiðlaskipta
samninga sem gerðir voru við Kaup
þing fyrir íslenska efnahagshrunið
2008. Heildarskuldir Kjalars námu
151 milljarði króna í lok árs 2010.
Þær eignir sem Arion banki fékk
upp í þessa 77 milljarða skuld námu
um 13,5 milljörðum króna. Um var
að ræða þriðjungseignarhlut í út
gerðarfélaginu HB Granda auk um
sex milljarða króna í formi skulda
bréfa og reiðufjár. Eftirstöðvarnar af
skuldunum voru ekki greiddar en á
móti kröfum Arion banka taldi Ólafur
sig eiga kröfu á hendur bankanum,
líkt og áður segir.
Ekki liggur hins vegar fyrir hvort
skuldir Eglu Invest B.V. hafi verið liður
í þessu uppgjöri Ólafs. Í það minnsta
er ekkert minnst á þetta skuldaupp
gjör í ársreikningi Eglu Invest B.V.
fyrir árið 2011. Skuldir Eglu Invest B.V.
við Arion gætu því staðið fyrir utan
skuldauppgjör Ólafs frá árinu 2011. n
6 Fréttir 15. apríl 2013 Mánudagur
Enn leitað að Önnu
n Saknað síðan á fimmtudagskvöld
U
mfangsmikil leit lögreglu og
björgunarsveita Landsbjargar
að Önnu Kristínu Ólafsdóttur
hélt áfram á sunnudag. Hennar
hefur verið saknað síðan á fimmtu
dagskvöld og hófst leit að henni á
föstudagsmorgun. Leitin, sem beinst
hefur að strandlengjunni í vestur
bæ Reykjavíkur, úti á Seltjarnarnesi
og á Álftanesi, hefur enn sem komið
er engan árangur borið. Margvíslegar
ábendingar frá almenningi hafa borist
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og
hafa verið kannaðar.
Allt að hundrað manns hafa kom
ið að leitinni í hvert skipti en á laugar
dag var leitað án árangurs í sjónum við
Ægissíðu á bátum frá björgunarsveit
Landsbjargar. Þá naut leitarsveitin að
stoðar kafara björgunarsveitanna, lög
reglu og slökkviliðs.
Leitin virðist beinast að strand
lengjunni því á sunnudagsmorgun var
siglt á leitarbátum meðfram henni. Þá
var á sunnudaginn notaður kafbátur
til leitar á hafsbotni og einnig var þyrla
notuð. Leitin hafði ekki borið árang
ur þegar DV fór í prentun en taka átti
stöðuna á sunnudagskvöld varðandi
framhaldið.
Anna Kristín er 47 ára, rúmlega 170
sentímetrar á hæð, grannvaxin og með
stutt hár. Hún er talin hafa verið í brún
um rúskinnsjakka, gallabuxum, svört
um stígvélum og með grátt hliðarveski
þegar hún sást síðast.
Þeir sem geta veitt einhverjar upp
lýsingar um ferðir Önnu Kristínar
eru beðnir að hafa samband við lög
regluna á höfuðborgarsvæðinu.
114 milljarða skuld
en sleppur við þrot
n Hollenskt félag Ólafs hélt utan um hlutabréf hans í Kaupþingi
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Himinháar skuldir í Hollandi Hollenskt
eignarhaldsfélag Ólafs Ólafssonar skuldar
tæpa 114 milljarða. Ólafur sætir ákæru í
Al-Thani málinu svokallaða og sést hér með
verjanda sínum, Ragnari Hall, við rekstur
málsins í héraðsdómi.
„Ólafur Ólafsson var næststærsti
hluthafi í Kaupþingi banka í
gegnum félög sín Eglu hf. og Kjal-
ar hf. frá því að Búnaðarbankinn
sameinaðist Kaupþingi. Nánar
tiltekið átti Ólafur Ólafsson yfir
90% af hlutafé Kjalars sem átti
svo 99,9% hlutafjár Eglu. Fram á
árið 2006 var Kaupþingshlutur
þessarar samstæðu í Eglu. Síðla
þess árs var eignarhluturinn
fluttur í dótturfélag í Hollandi,
Kjalar Invest BV, þar sem hann
var fram á sumar 2007. Í júní
2007 var leitað til Citibank til þess
að fjármagna Kaupþingshlutinn.
Það gekk eftir, hluturinn var
fluttur í annað hollenskt félag,
Eglu Invest BV, sem fékk lán frá
Citibank sem nam 60% af mark-
aðsvirði hlutabréfanna. Lánið var
með veði í þessum hlutabréfum
Kaupþings, sem voru eina eign
Eglu Invest, og veðkall var ef
markaðsvirði bréfanna félli niður
fyrir 70% af upphæð lánsins. Lán-
ið var að stórum hluta notað til
þess að greiða niður lán Kjalars
og Eglu við íslensku bankana,
sérstaklega við Landsbankann og
Kaupþing. Þessi lántaka var mjög
heppileg enda flutti hún fjár-
mögnun hlutafjár Kaupþings úr
bankanum sjálfum og til erlendra
og óskyldra aðila.“ Úr skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis.
„Þessi lántaka var
mjög heppileg
enda flutti hún fjármögn-
un hlutafjár Kaupþings úr
bankanum sjálfum.
Kaupþing lánar Kjalari 2008
Saknað Leitað hefur verið að Önnu
Kristínu síðan á föstudagsmorgun en síðast
spurðist til hennar á fimmtudagskvöld.
Íhugar að kjósa
ekki sjálfa sig
Erla Rut Káradóttir er á 14. sæti
á framboðslista hjá Pírötum í
Suðurkjördæmi en segist á Face
booksíðu sinni vera komin með
efasemdir um að kjósa flokkinn.
Ástæðan er umdeild grein Jóns
Þórs Ólafssonar, oddvita Pírata í
Reykjavík suður, um hlutverk og
stöðu kynjanna. Í samtali við DV
á sunnudag sagðist Erla Rut þó
alls ekki hafa útilokað að kjósa
flokkinn.
Í umræddri stöðuuppfærslu á
Facebook segist Erla hafa gengið
til liðs við Pírata áður en það lá
ljóst fyrir hverjir myndu leiða
framboðslistana. „Nú er svo kom
ið að oddviti flokksins í því kjör
dæmi sem ég kýs (Reykjavík suð
ur) gengur með skoðunum sínum
og tjáningu þvert á mín lífsviðhorf
og sannfæringu á margvíslegan
hátt,“ skrifar hún. „Því finnst mér
ólíklegt að samviska mín leyfi mér
að setja x við Þ á kjörseðlinum nú
í vor. Ég kýs ekki blindandi.“ Erla
segist þó styðja málstað Pírata
heils hugar.
Mikil umræða hefur skapast
um ummæli nokkurra Pírata
um jafnréttis og umhverfismál.
Hafa Píratar sent frá sér yfirlýs
ingu þar sem hvatt er til að fram
bjóðandinn Ingi Karl Sigríðarson
sé strikaður út vegna meiðandi
ummæla hans í garð femínistans
Hildar Lilliendahl Viggósdóttur.
Þá kom í ljós í gær að tveir af
frambjóðendum Pírata eru með
refsidóma á bakinu og var annar
þeirra dæmdur fyrir að slá konu
í andlitið. Í viðtali við DV sagði
Smári McCarthy, oddviti flokks
ins í Suðurkjördæmi, að Píratar
hafi ekki viljað „stunda persónu
njósnir“ þegar valið var á lista og
því bakgrunnur frambjóðenda
ekki kannaður sérstaklega.
Rúta fór út af
í slæmri færð
Loka þurfti Öxnadalsheiði á
sunnudag vegna slæmrar færð
ar og kafaldsbyljar sem varð til
þess að rúta fór út af og strætis
vagn sem gengur milli Reykja
víkur og Akureyrar sat fastur.
Blessunarlega slasaðist enginn
rútufarþeganna í ógöngunum.