Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2013, Side 14
Sandkorn
B
jarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, náði í
einni sjónhendingu að snúa
töpuðu spili sér í hag. Yfirlýs
ingar hans í sjónvarpsþættin
um Forystusætinu þar sem hann
lýsti þeim möguleika að hann segði
af sér hefðu undir öllum venjulegum
kringumstæðum markað endalok
ferils hans. Leiðtogi sem viðurkennir
veikleika fellur venjulega. En þarna
fór málið allt öðruvísi. Samúðarbylgja
reis með formanninum og svo virtist
sem taflið snérist honum í hag.
Lærdómurinn er sá að það er eftir
spurn eftir einlægni í stjórnmálum.
Fjölmargir íslenskir stjórnmálamenn
hafa komist upp með að bera fram
tóma þvælu og slá ryki í augu fólks.
Bjarni er einn af þeim sem virst hef
ur vera í afneitun hvað varðar fortíð
sína og flokksins. En þarna sló hann
nýjan tón.
Í sjónvarpsþættinum kom hann
fram sem einlægur og opinskár. Hann
lýsti því að líklega hefði Sjálfstæðis
flokknum ekki tekist að gera upp for
tíð sína. Með því réttir hann Davíð
Oddssyni, fyrrverandi formanni
flokksins, einn á lúðurinn. Skyndi
lega var kominn nýr og sannur tónn.
Bjarni kom fram sem boðberi frjáls
lyndis og lýsti yfir stríði gegn aftur
haldi. Hann viðurkenndi syndir
flokksins og með því kastaði hann aft
ursætisformanninum út. Veikleikinn
varð styrkur hans.
Eins og ítarlega hefur verið fjallað
um í DV á Bjarni að baki þyrnum
stráða fortíð í viðskiptum. Þar hefur
gengið á ýmsu og margt mistekist.
Með því að ræða þau mál af sömu
einlægni og yfirvegun og kom fram í
umræddum sjónvarpsþætti þarf sú
fortíð ekki að verða fótakefli. Menn
hafa nefnt Ólaf Thors, einn farsælasta
formann Sjálfstæðisflokksins, sem
dæmi um leiðtoga sem fór í gegn
um gjaldþrot og erfiðleika og lifði af í
pólitísku tilliti.
Með þeirri niðurstöðu Bjarna að
sitja áfram sem formaður er björn
inn ekki endilega unninn. Tapi Sjálf
stæðisflokkurinn stórt í kosningun
um mun afsagnar hans verða krafist.
Flokkurinn er jafnklofinn og hann var
fyrir viku þótt tekist hafi í bili að berja
í brestina. Hanna Birna Kristjáns
dóttir varaformaður stendur enn á
hliðarlínunni og bíður þess að Bjarni
verði flautaður út af. En hún hefur lýst
yfir stuðningi við hann fram yfir kjör
dag. Það er skiljanleg afstaða hennar.
Áhættan af því að taka við flokknum í
núverandi stöðu var ekki áhættunnar
virði fyrir varaformanninn.
Tækifæri Bjarna er að halda ein
lægninni áfram og öðlast þannig trú
kjósenda. En það er jafnframt ljóst
að ef Sjálfstæðisflokkurinn endar
með fylgi undir 30 prósentum er tími
Bjarna sem stjórnmálaleiðtogi á þrot
um. Þá mun spurningin snúast um
hvort sé mikilvægara flokkurinn eða
formaðurinn.
Saltvondir
Bjarnamenn
n Hanna Birna Kristjáns
dóttir fór illa út úr til
raunum stuðningsmanna
hennar til að koma Bjarna
Benediktssyni úr formanns
stólnum. Pétur Árni Jóns
son, útgefandi Viðskipta
blaðsins og fyrrverandi
kosningastjóri Hönnu
Birnu, er sagður hafa kallað
eftir könnuninni sem sýndi
bága stöðu Bjarna. Stuðn
ingsmenn Bjarna eru salt
vondir í garð útgefandans
og eru dæmi um uppsagnir
Sjálfstæðismanna á áskrift
að Viðskiptablaðinu.
Vantar mótleik
n Stóra spurningin nú er
hvort Framsóknarflokkn
um muni fatast flugið nú
þegar Bjarni
Benediktsson
fær mikla
samúð frá
Sjálfstæð
ismönn
um, bæði
heima og
heiman. Fáheyrð einlægni
Bjarna þar sem hann lýsti
mögulegri afsögn sinni
hitti marga beint í hjarta
stað. Þá hefur formaður
inn lýst tillögum Fram
sóknarflokks sem rugli.
Spunameistarar Sigmundar
Davíðs Gunnlaugs sonar leita
nú ákaft að mótleik.
Dýravinur
n Ólína Þorvarðardóttir,
þingmaður Samfylkingar,
barðist hetjulega gegn
geldingu ódeyfðra grísa í
atvinnuveganefnd. Í stjórn
arfrumvarpi, sem flutt var
af atvinnuvegaráðherra,
var gert ráð fyrir því að
sett yrði inn sérstök laga
heimild til þess að gelda
vikugamla grísi án deyf
ingar. Tekist var á um þetta
í nefndinni og hafði hún
sitt í gegn. Ólínu er málið
skylt – enda virkur meðlim
ur í hundabjörgunarsveit
Landsbjargar og annáluð
hestakona.
Ósigur Ólínu
n Þótt Ólína Þorvarðardóttir
þingmaður sé dýravinur
hinn mesti og láti mann
úð ráða af
stöðu sinni á
manngæsk
an ekki alltaf
við. Ólína er
einn harð
asti and
stæðingur
þess hluta útgerðarmanna
sem standa hvað mest
an vörð um kvótakerfið.
Þeir fá enga miskunn hjá
dýravininum. Reyndar er
ósigur Ólínu nær algjör
því kvótafrumvarpinu var
slátrað eins og svo mörgu
öðru.
Við eigum
sama óvininn
Við höfum fengið
nokkra góða þorska
Erla Bolladóttir vill sættast við bróður sinn. – DV Eva María Hilmarsdóttir veiddi 43 kílóa þorsk. – DV
Tækifæri Bjarna„Skyndilega
var kominn
nýr og sannur tónn
Á
uppgangsárunum svokölluðu
beindist öll umræða um kon
ur og stöðu þeirra að frama
og framgangi kvenna í efstu
lögum samfélagsins. Hausatalning
varð aðalmálið. Hvað margar konur
komust í sveitarstjórnir eða á þing,
hvað margar urðu ráðherrar, „stjór
ar“ af ýmsu tagi eða komust í stjórn
ir og ráð. Allt þetta skiptir vissulega
máli og mikilvægt að konur komi að
mótun og stjórnun samfélagsins. En
líf, kjör og staða venjulegra kvenna
kom lítt við sögu – hvað þá fátækt
margra þeirra. Kynbundinn launa
munur, sem virðist viðvarandi og
er auðvitað óþolandi, var þó oft á
til umræðu en fátt virðist til ráða.
Meira segja tapast stundum það
sem áunnist hefur í þeim málum, án
sýnilegra skýringa.
Það er staðreynd að konur sem
hópur bera minna úr býtum er karl
menn sem hópur og eru talsvert
fátækari. Þessi staðreynd er oftar
en ekki falin inni í meðaltölum og
hvorki dregin fram í dagsljósið né
haldið á lofti. Samkvæmt landslög
um ber að kyngreina, bæði í öflun
allra upplýsinga og kynningu þeirra.
Á þessu er mikil brotalöm. Allt frá
sjálfri upplýsingaöfluninni, en þó
sérstaklega í kynningu og notkun
upplýsinga. Ef umræddum lögum,
16. grein jafnréttislaga, væri fylgt
kæmi eflaust ýmislegt fróðlegt í ljós.
n Hvað bera ófaglærðar konur
úr býtum miðað við ófaglærða karla?
n Hvernig raðast konur í launa
flokka hjá því opinbera miðað við
karla?
n Hvernig er nám hefðbundinna
kvennastétta metið til launa miðað
við jafnlangt nám hefðbundinna
karlastétta?
n Hvað margar konur eru á ör
orkubótum og hvað margir karlar?
n Hvað margar konur hafa engar
tekjur umfram grunnlífeyri frá
Tryggingastofnun ríkisins og hvað
margir karlar?
n Hvað vinna konur – og karlar –
mikla ólaunaða vinnu á heimilum?
n Hver er staða einstæðra for
eldra, sem eru enn að stærstum
hluta konur?
n Hver er eignastaða kvenna,
bæði í fyrirtækjum, húsnæði og
annarri einkaneyslu?
n Hvað er miklu fé varið til at
vinnuuppbyggingar fyrir konur?
n Hvernig er staða aldraðra
kvenna, erlendra kvenna, kvenna á
örorkubótum, hversu háar lífeyris
greiðslur fá þær o.s.frv?
Þetta eru aðeins nokkur dæmi, en
í stuttu máli; hver er staða íslenskra
kvenna? Þar er margt á huldu eða að
upplýsingar liggja ónotaðar. Upplýs
ingar sem gætu gagnast konum sem
tæki í baráttunni fyrir betri kjörum,
jafnrétti og mannréttindum. Hag
stofan, Tryggingastofnun ríkisins
og fleiri stofnanir búa auðvitað yfir
miklu magni upplýsinga sem hægt
er að greina og nota meira en gert
er. Upplýsingar og þekking er undir
staða réttra aðgerða, góðra ákvarð
ana og skilvirkari skiptingu fjár.
Kyngreindar upplýsingar eru þar
lykilatriði og koma báðum kynjum
til góða. Þó konum betur, þar sem
alltof oft er miðað við aðstæður
karla og hvað þeim kemur best og
látið í veðri vaka að það gagnist öll
um. Nægir að nefna þegar fé er veitt
til atvinnuuppbyggingar. Sjaldnast
fylgir það fréttum af slíkum fjár
veitingum að þær gagnist fyrst og
fremst körlum, þó sú sé oftast raun
in. Með öfugum formerkjum má
segja slíkt hið sama þegar dregið
er saman í rekstri hins opinbera.
Niðurskurður í þjónustu bitnar oftar
en ekki meir á konum en körlum og
það með tvennum hætti. Þær missa
störf og aukin ólaunuð vinna kemur
í þeirra hlut.
Kynbundin hagstjórn er enn á til
raunastigi hér á landi, en vert er að
gefa gaum að því hverju það verk
efni er að skila. Kynbundin hagstjórn
felst í því, í stórum dráttum, að
greina hvað áhrif fjárveitingar hafi
á hvort kynið um sig og nota þær
upplýsingar m.a. við gerð fjárlaga
og fjárhagsáætlana. Víða erlendis er
verið að innleiða þessa aðferð, sér
staklega við gerð fjárhagsáætlana
sveitarfélaga og hefur gefið góða
raun. Í Austurríki hefur kynbundin
hagstjórn verið innleidd að fullu.
Yfir maður fjárlagagerðar hjá fjár
málaráðuneytinu þar í landi hélt er
indi á Kvennaráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna 2012 sem vakti mikla
athygli. Hann lýsti árangri og aðferð
um og var ekki í vafa um að fjárlög
Austurríkis væru betri, skilvirkari og
hnitmiðaðri en áður. Hann kynnti
þessar aðferðir einnig á Íslandi og
gæti austurríska aðferðin verið gott
veganesti á þeirri leið að innleiða
kynbundna hagstjórn hér á landi.
Kyngreindar upplýsingar og notk
un þeirra er ein af forsendum þess
að íslenskt samfélag verði það jafn
réttissamfélag sem stefnt er að, eða
eins og segir í aðfararorðum stjórn
arskrárfrumvarpsins, sem nú liggur
óbætt hjá Garði: „Við sem byggjum
Ísland viljum skapa réttlátt samfélag
þar sem allir sitja við sama borð.“
Höfundur skipar 1. sæti í Reykja-
vík suður fyrir Lýðræðisvaktina.
Fátækt kvenna
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is)
Sölu og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
14 15. apríl 2013 Mánudagur
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is
Kjallari
Þórhildur
Þorleifsdóttir
„Kynbundin
hagstjórn er
enn á tilraunastigi
hér á landi
MynD: PReSSPHotoS