Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2013, Blaðsíða 17
Neytendur 17Mánudagur 15. apríl 2013
Algengt verð 243,8 kr. 242,9 kr.
Algengt verð 243,5 kr. 242,7 kr.
Höfuðborgarsv. 243,4 kr. 242,6 kr.
Algengt verð 243,7 kr. 242,9 kr.
Algengt verð 245,9 kr. 242,9 kr.
Höfuðborgarsv. 243,5 kr. 242,7 kr.
Eldsneytisverð 14. apr.
Bensín Dísilolía
Gott viðmót
n Lofið fá starfsmenn Stöðvarinn
ar á Laugavegi en ánægður við
skiptavinur vildi koma ánægju
sinni á framfæri. „Ég kem iðulega
við á Stöðinni á morgnana á leið til
vinnu og fæ mér kaffi og
rúnstykki. Þar er mér
alltaf tekið með bros á
vör og góðu viðmóti.
Það skiptir ekki
máli hver af
greiðir mig. Þar
að auki er kaffið
á góðu verði,“
segir viðskipta
vinurinn.
Útilokaðir
n MMR fær lastið en eldriborgari
hafði samband við DV og benti
á aldursmismunun í skoðana
könnunum. „Þær ná til fólks á aldr
inum 18–67 ára svo það virðist sem
þeir haldi að við höfum ekki skoð
anir.“
Ólafur Þór Gylfason, fram
kvæmdastjóri MMR, segir að þar
séu daglega gerðar kannanir sem
ná yfir allan aldur. „Hins vegar, þar
sem spurningavagn okkar hefur
alltaf náð að minnsta kosti upp að
67 ára hópnum, þá höfum við oft
miðað birtingu niðurstaðna við
þann aldurshóp. Og þá eingöngu til
að viðhalda samanburði yfir tíma.“
Hann bendir á að efri aldursmörk
séu algeng hjá öllum rannsóknar
aðilum en MMR taki það hins
vegar skýrt fram. „Við tókum hins
vegar nýlega þá ákvörðun að breyta
þessu verklagi og á næstunni mun
um við uppfæra þær tölur sem við
birtum þannig að þær sýni einnig
niðurstöður fyrir þá sem eru yfir 67
ára aldri. Að öðru leyti
tek ég undir með
viðmælanda þínum,
fólk yfir 67 ára hef
ur vissulega skoð
anir sem skipta
miklu máli og við
könnum þær reglu
lega og tökum fullt tillit til
þeirra.“
Lof og last
Sendið lof eða last á neytendur@dv.is
Athugasemd
Fjallað var um lífrænar vörur í DV þann
10. apríl síðastliðinn þar sem teknar
voru saman upplýsingar um hvar megi
nálgast lífrænar vörur og veitingar. Við
vinnslu greinarinnar var stuðst við upp-
lýsingar af síðunni Náttúran.is og lífrænt
Íslandskort sem aðalkona síðunnar,
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, bjó til og
lét framleiða. Það skal hér með áréttað
að upplýsingar um verslanir og veitinga-
hús voru fengnar af Náttúran.is auk þess
sem merkin sem notuð voru eru hönnuð
og framleidd af Náttúran.is í samvinnu
við Green Map. Það er því Náttúran.is
sem á heiðurinn af þeirri vinnu að taka
saman þær upplýsingar sem stuðst var
við og merkin sem notuð voru.
N
ýir lágkolvetnakúrar koma
reglulega fram á sjónar
sviðið og eflaust kann
ast margir Íslendingar við
ýmsa slíka kúra sem hafa
notið vinsælda hér á landi á einum
eða öðrum tíma,“ segir næringar
fræðingurinn Ólafur G. Sæmunds
son spurður út í hvað honum finnst
um lágkolvetnamataræðiskúra.
Hann bætir við að vinsælasti kúrinn
í þessum anda sé án efa hinn eini
sanni Atkinskúr sem kom fyrst á
sjónarsviðið árið 1972 en sá kúr naut
mikilla vinsælda hér á landi á árun
um 2003 til 2004 með útkomu bókar
innar Þú getur grennst og breytt um
lífsstíl. Sú bók byggir á kenningum
Atkins.
Fullnægir ekki lágmarksþörf
líkamans
Ólafur segir að algeng skilgreining
á lágkolvetnamataræðiskúrum sé
að dagsneysla kolvetna sé á bilinu
20 grömm upp í 120 grömm. „Til að
setja þessar kolvetnaráðleggingar
í ákveðið samhengi við raunveru
lega neyslu og kolvetnaþörf má
nefna að miðað við um 2.000 hita
eininga neyslu á dag er meðalmað
ur að neyta um 250 gramma af kol
vetnum sem jafngilda um helmingi
orkunnar sem neytt er dag hvern.
Varðandi kolvetnaþörf þá er vert að
hafa í huga að skilgreind lágmarks
þörf líkamans fyrir kolvetni á dag
jafngildir um 130 grömmum. Þannig
að augljóst má vera að það að neyta
20 til 100 gramma á dag fullnægir á
engan hátt lágmarksþörf líkamans á
kolvetnum.“
Þeir sem mæla með kolvetna
snauðu mataræði halda því fram
að með því náist til dæmis lægri
blóðsykur, blóðþrýstingur og kól
esteról. Ólafur segir að þyngdar
tap sé að sjálfsögðu staðreynd á
slíkum kúrum en bendir á að það
sé vitað mál að þegar feitt fólk létt
ist, fólk sem þjáist til dæmis af há
þrýstingi og háu kólesteróli, þá leiði
það til lækkunar á þessum breytum.
„Þetta er fyrst og fremst tengt minni
orkuneyslu sem leiðir til þyngdar
taps.“
nær allt skammtímarannsóknir
Hvað varðar rannsóknir sem sýna
fram á að kolvetnasnauðir kúrar hafi
góð áhrif segir Ólafur að flestar rann
sóknir sem hafi verið gerðar séu nær
allar skammtímarannsóknir. „Þær
ná ekki yfir lengra tímabil en hálft ár
og lengst eitt ár og þess utan verður
að geta þess að þó fólk segist vera á
ákveðnum kúr þarf það ekki á þýða að
fólk sé í reynd að fylgja eftir því matar
æði sem það segist vera að fylgja eft
ir. Með öðrum orðum, fólk svindl
ar á kúrnum. Þessu til stuðnings má
nefna niðurstöður rannsóknar sem
stóð yfir í eitt ár sem birtust árið
2007 í læknatímaritinu Journal of the
American Medical Association. Þar
var hópi kvenna skipt niður á fjóra
mismunandi gerðir mataræðiskúra.
Þegar niðurstöður rannsóknarinn
ar eru skoðaðar kemur meðal annars
í ljós að mjög fáar kvennanna héldu
sig í reynd við þann kúr sem þær áttu
að fylgja. Þannig voru til dæmis þær
konur sem áttu að fylgja eftir Atk
insmataræðinu að neyta að meðal
tali um 140 gramma af kolvetnum á
dag í stað 50 gramma sem lagt hafði
verið upp með og konurnar á fitu
snauðasta kúrnum voru að fá um 30
prósent orku sinnar úr fitu í stað 10
prósenta. Niðurstöður eins og þær
sem birtast í niðurstöðum þessarar
rannsóknar sýna vel hve erfitt er að
fylgja eftir mataræði sem er langt frá
eðlilegum neysluháttum fólks og þá
hvort heldur lagt er upp með matar
æði sem er hlutfallslega afbrigðilega
hátt eða lágt í fitu.“ n
kolvetnasvelti
er ekki lausnin
n Næringarfræðingur segir lágkolvetnakúra gamla lummu
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Hvað er rétt og hvað er rangt?
n Ólafur svarar hér nokkrum fullyrðingum sem gjarnan eru settar fram
Fullyrðing: Fólk sem neytir kolvetnaríkrar fæðu er að öllu jöfnu feitara en fólk
sem neytir kolvetnasnauðrar fæðu.
svar: Rangt. Samkvæmt faraldsfræðilegum rannsóknum er líklegra að fólk sem neytir
kolvetnaríkrar fæðu sé léttara en fólk sem neytir kolvetnasnauðrar fæðu.
Fullyrðing: Fólk sem sleppir svo til alfarið úr kolvetnum, neytir 20–100 gramma á dag,
getur hámað í sig eins mikilli fitu og próteinum og það vill.
svar: Rangt. Ástæða þess að fólk léttist á lágkolvetnamegrunarkúrum tengist fyrst og
fremst fáum hitaeiningum sem neytt er og ástæða þess að fárra hitaeininga er neytt
tengist ekki síst þeirri staðreynd að mataræðið verður svo óspennandi þegar kolvetnun-
um er svo til úthýst. Sem dæmi má nefna að þeir sem fylgja eftir slíku mataræði neyðast
til að útiloka heilu fæðuflokkana svo til algjörlega, fæðuflokka eins og kornmeti, mjólkur-
afurðir (reyndar fyrir utan feita osta, rjóma og hreint skyr), ávexti sem og allar mögulegar
sætindavörur svo sem súkkulaði, sæta drykki og svo auðvitað alla áfenga drykki!
Fullyrðing: Einstaklingar þjóða sem neyta hlutfallslega kolvetnaríkrar fæðu eru öllu
jöfnu feitari en einstaklingar þjóða sem neyta kolvetnasnauðrar fæðu.
svar: Rangt. Þessi fullyrðing stenst engan veginn. Og augljósasta dæmið þar að lútandi
eru margar Asíuþjóðanna sem neyta mjög kolvetnaríkrar fæðu en þrátt fyrir það er tíðni
ofþyngdar/offitu þar lág. Ástæða ofþyngdar/offitu er að sjálfsögðu langoftast tengd
ofneyslu hitaeininga og þá skiptir litlu máli hvort þær hitaeiningar, sem ofaukið er, komi
úr fitu, kolvetnum, próteinum eða alkóhóli.
Fullyrðing: Að fylgja eftir mataræði sem er mjög ríkt af fitu leiðir ekki til þyngingar eða
ýtir undir þróun á krónískum sjúkdómum eins og kransæðasjúkdómum.
svar: Rangt. Auðvitað er þessi fullyrðing röng! Fita er orkuríkasta orkuefnið en í einu
grammi eru níu hitaeiningar á meðan fjórar hitaeiningar eru í einu grammi af kolvetnum
og próteinum. En vegna orkuauðgi fitu er mjög auðvelt að neyta mjög margra hitaein-
inga þegar fituríkrar fæðu er neytt. Og öllum ætti að vera ljóst að of mikil orkuneysla
leiðir til þyngdaraukningar og einn helsti áhrifaþáttur sjúkdóma eins og hjarta- og
æðasjúkdóma er aukin fitusöfnun í líkama og þá sérstaklega sú fita sem safnast saman í
kringum líffæri í kviðarholinu.
20 grömm í epli Ólafur G. Sæmundsson
sést hér með epli sem í eru rúm 20 grömm af
kolvetnum.
Kjörþyngd
Það getur
reynst erfitt
að komast í
og halda sér í
kjörþyngd.