Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2013, Blaðsíða 10
10 Fréttir 15. apríl 2013 Mánudagur Harmleikurinn á Hátindi n Biðu björgunarsveitarmanna í þrjá tíma í ískulda og hvassviðri á Esjunni n Reyndu að gera allt rétt n Lögregla hefur ekki enn lokið rannsókn á slysinu L ögreglurannsókn á því þegar Birna Steingrímsdóttir hrap- aði til bana á Hátindi í byrj- un febrúar stendur enn yfir. Þórður Marelsson fararstjóri segir að erfiðar hugsanir og mikil sorg hafi sótt á hann síðan slysið varð. Hann segir að enginn hafi varað hann við að veður gæti orðið mjög slæmt þennan dag og enginn hafi latt hann til fararinnar. Fram- kvæmdastjóri Landsbjargar segir að björgunarmenn hafi unnið við gífurlega erfiðar aðstæður og að- gerðin hafi tekið verulega á björg- unarmenn og þá sem tóku þátt í henni. „Það er erfitt að útskýra hvernig manni líður akkúrat við þessar aðstæður. Þetta er verkefni sem maður þarf að takast á við. Maður reynir að halda á sér hita á með- an maður bíður, og sinna þeim verk efnum sem þarf að vinna. Hlú að þeim slasaða og vera í sam- bandi við björgunarmenn. Eftir á fyllist maður mikilli sorg og það sækja að manni alls konar hugsan- ir,“ segir Þórður Marelsson, farar- stjóri og einn eigenda fyrirtækisins Fjallavina. Þórður var fararstjóri í örlagaríkri ferð sunnudaginn 3. ferbrúar síðastliðinn þegar hann ásamt tveimur öðrum fararstjórum leiddi hóp af göngufólki upp á Há- tind í Esju. Í þessari ferð fórst einn úr hópnum, Birna Steingrímsdóttir. Frá því að slysið varð og þang- að til fyrstu björgunarmenn komu á staðinn liðu um þrjár klukku- stundir. Á meðan beið Þórður ásamt tveimur öðrum yfir líki Birnu í hvössum vindi, ofankomu og grimmdarfrosti. Á meðan mín- úturnar siluðust áfram reyndu þeir að berja sér til hita og ganga um. Þegar þeir komust niður af fjallinu var þeim orðið mjög kalt. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hefur ekki enn lokið rann- sókn á banaslysinu á Hátindi. Að sögn Björgvins Björgvinssonar að- stoðarlögreglustjóra verður mál- ið, að rannsókn lokinni, sent til ákærusviðs embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar verður tekin ákvörðun um framhald þess. Lögregla rannsakar öll slys og mannslát sem eiga sér stað utan sjúkrastofnana. Í tilviki sem þessu er meðal annars til rann- sóknar hvort slysið megi rekja til saknæmrar háttsemi. Til að fá úr því skorið hefur lögregla yfirheyrt göngumenn, fararstjóra og björg- unarsveitarmenn. Fjöllin flottu Fyrirtækið Fjallavinir var stofnað árið 2011, var tilgangurinn, eins og nafnið gefur til kynna, að skipu- leggja og selja fjallaferðir. Um síð- ustu áramót var starfsemi fyrir- tækisins skipt niður í nokkur ólík verkefni. Eitt þeirra er kallað Fjöllin flottu. Á verkefnaskránni voru nokk- ur erfið og krefjandi fjöll. Fyrsta mál á dagskrá var að ganga á Hátind í Esju sem er 907 metra hár tind- ur á hryggnum á milli Grafar dals og Þverárdals. Þórður Marelsson segir að rúmlega 20 manns taki þátt í verk efninu Fjöllin flottu. „Átta- tíu prósent af hópnum eru vant fólk – fólk sem hefur gengið saman í á annað ár. Birna var í þeim hópi. Nokkrir eru búnir að ganga saman og ferðast enn lengur. Þessu fólki fannst veðrið í lagi þennan sunnu- dag og vildi því ganga á tindinn. Örfáir voru nýir í hópnum og höfðu þeir eldri og reyndari eftirlit með þeim.“ Aðstæður kannaðar Helgina áður en hópurinn átti að ganga á Hátind fór Þórður ásamt tveimur öðrum í könnunarleiðang- ur til að kanna aðstæður í fjallinu. „Síðustu helgina í janúar ætluð- um við að fara með hópinn upp en frestuðum þeirri ferð vegna veðurs. Helgina þar á eftir, fyrstu helgina í febrúar, var svo ákveðið að fara og þá voru aðstæður í fjallinu mun betri en þegar við gengum á Hátind tveimur vikum áður. Á miðvikudegi var haft samband við alla göngu- menn og þeim sagt að auk góðs klæðnaðar yrðu þeir að hafa með sér brodda, ísaxir, skíðagleraugu eða allan þann búnað sem þarf í erfiðar vetrarferðir.“ Engar viðvaranir „Á sunnudagsmorgni er ákveðið að leggja af stað skömmu fyrir birtingu og allt leit vel út. Veðrið var gott. Ég hafði tekið spána um morgun- inn og mat það svo veðrið myndi haldast þokkalegt fram eftir degi.“ Þórður segir að enginn hafi varað hann við að það gæti verið hættu- legt að fara á tindinn þennan dag og enginn hafi latt hann til farar- innar. Enginn í hópnum hafi viljað snúa við eftir að lagt var af stað utan tvær konur sem hættu við í upphafi ferðar vegna lasleika. Á milli klukkan tólf og eitt var hópurinn kominn á Hátind og þar staldrað við um stund enda kalt í veðri, hvasst og lítils háttar ofan- koma. Hópurinn hélt niður af fjall- inu og gekk þokkalega, lögð hafði verið lína ofarlega í fjallinu sem menn studdu sig við á leiðinni niður. Birna var fyrir miðjum hóp en efst í línunni var Þórður. Enginn veit hvað gerðist en Birnu virð- ist hafa skrikað fótur, og hún rann Jóhanna Margrét Einarsdóttir blaðamaður skrifar johanna@dv.is Birna Steingrímsdóttir Fædd 31. júlí 1954 Dáin 3. febrúar 2013 Beið hjá Birnu í þrjá tíma Þórður Marelsson, fararstjóri Fjallavina, beið hjá Birnu Steingrímsdóttur í þrjá tíma á Hátindi í febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.