Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 1. júlí 2013 Mánudagur
H
ann þyrfti að vera inni á
einhverri stofnun, hann
hættir ekkert. Þetta er
mjög veikur maður sem
á alls ekki að ganga laus,“
segir heimildarmaður DV um níð-
inginn Jóhannes Pál Sigurðsson,
áður Jóhann Sigurðsson. Heim-
ildarmaðurinn, sem ekki vill koma
fram undir nafni frekar en aðr-
ir sem DV hefur rætt við og þekkja
til Jóhannesar, segir hann þurfa
að vera undir ströngu eftirliti þar
sem hann sé hættulegur umhverfi
sínu. Jóhannes losnaði úr fang-
elsi árið 2011. Þá var hann á skil-
orði og mátti ekki drekka en mörg
brotanna hefur hann framið undir
áhrifum áfengis. Skilorðið rann út í
apríl síðastliðnum.
Í ljósi brotasögu Jóhannesar, vitn-
isburðar þeirra sem til hans þekkja
og alvarleika og eðlis brotanna er
ekki fráleitt að ætla að þar fari einn
skæðasti níðingur landsins.
Í gæsluvarðhaldi
Jóhannes breytti nafni sínu eftir að
hafa afplánað dóm vegna fyrri brota
og þegar lögregla hafði afskipti af
honum um miðjan júní vegna þess
húsbrots var honum sleppt aftur
stuttu seinna. Hann gaf upp nýtt
nafn sitt en ekki liggur fyrir af hverju
fyrri brotasaga hans kom ekki upp
þegar hann gaf upp nafn sitt. Hon-
um var í kjölfarið sleppt og braust
þá inn á annað heimili þar sem
hann er grunaður um að hafa brot-
ið kynferðislega gegn ungri konu á
baðherbergi í íbúð hennar. Nánari
eftirgrennslan lögreglu leiddi í ljós
að líklega hefði hann farið inn á
fjögur heimili þessa sömu nótt. Í
tveimur tilfellum er hann talinn
hafa haft í frammi kynferðislega til-
burði, í öðru tilvikinu gagnvart ung-
lingsstúlku og hinu gagnvart ungri
konu. Brotin sem um ræðir áttu sér
stað í Þingholtunum í Reykjavík og
í Kópavogi. „Hann er í gæsluvarð-
haldi á grundvelli almannahags-
muna þannig að við teljum hann
hættulegan,“ segir Friðrik Smári
Björgvinsson yfirlögregluþjónn að-
spurður hvort lögregla telji stafa
ógn af Jóhannesi. Friðrik Smári gat
ekki svarað fyrir það hvers vegna Jó-
hannesi var sleppt eftir að lögregla
hafði fyrst afskipti af honum þetta
kvöld. Hann segir að þegar nánar
hafi verið að gáð þá hafi komið upp
fyrri brotasaga Jóhannesar. „Ég veit
ekki hvernig þeir báru sig að á vett-
vangi þetta kvöld en þegar þeir fara
að grennslast nánar um þetta kem-
ur þetta í ljós,“ segir hann en fyrst
um sinn var talið að Jóhannes hefði
ráfað inn á tiltekið heimili í ölæði
og því ekki höfð frekari afskipti af
honum.
Brýst inn og brýtur gegn íbúum
Töluvert hefur verið fjallað um Jó-
hannes og langan brotaferil hans
undanfarið. Brotasaga hans er
orðin löng og nær aftur til ársins
2003. Nánast öll eiga brotin það
sameiginlegt að hann hefur brotist
inn á heimili og brotið kynferð-
islega gegn börnum eða öðrum
íbúum. Þegar Jóhannes fremur
brotin er hann mikið ölvaður og
lýsti dóttir hans því í viðtali við DV
2008 að hann breyttist í ófreskju
þegar hann drykki. Dóttir hans hef-
ur lokað á öll samskipti við hann og
breytt föðurnafni sínu en sjálf á hún
barn. Í fyrrnefndu viðtali sagði hún
einnig frá því að hugsanlega hefði
faðir hennar brotið gegn henni
þegar hún var sex ára. „Kannski er
ég búin að bæla minninguna niður,“
segir hún í viðtalinu. „Þegar ég
var sex ára gömul þá átti hann að
vera passa mig. Ég man eftir því að
hann fór út um nóttina og ég sofn-
aði,“ sagði hún í viðtalinu og sagð-
ist hafa rumskað þegar hann kom
aftur inn í herbergið til hennar síðar
um nóttina en muni svo ekki meir.
„Ég man bara að daginn eftir lá
hann kviknakinn við hliðina á mér
með rommflösku í annarri hendi og
ælufötuna í hinni,“ sagði hún í við-
talinu árið 2008 og tók fram að ætt-
ingjar hennar hefðu alltaf staðið í
þeirri trú að hann hefði misnotað
hana þessa nótt. „Ég beið bara eftir
því að þetta endurtæki sig,“ sagði
hún í samtali við Vísi eftir að fjall-
að var um nýjustu brot Jóhannesar
og bætti við: „Það er ekkert hægt að
hjálpa svona mönnum.“
Óvíst hvernig hefði farið
Brot Jóhannesar eða Jóhanns eru
fólskuleg. Í tveimur tilvikum er ekki
vitað hvernig farið hefði ef hann
hefði ekki verið stöðvaður. Í eitt
skipti kom faðir að honum með
barn hans í fanginu. Jóhannes var
fyrir utan heimili feðginanna þar
sem hann hafði brotist inn og tek-
ið barnið úr rúminu. Faðir vaknaði
sem betur fer og náði barninu af
honum í tæka tíð. Í seinna skiptið
níddist hans á fimm ára stúlkubarni
sem lá upp í rúmi við hlið ömmu
sinnar. Amman náði að reka hann
út þegar hún vaknaði við óp barna-
barns síns sem bað manninn um að
hætta. Brotasaga Jóhanns hófst árið
2003 þegar hann réðst á unga konu
á salerni veitingahúss, lamdi höfði
hennar ítrekað við vegg, reif niður
um hana buxur og nærbuxur og
káfaði á kynfærum hennar. Jóhann
hlaut níu mánaða dóm fyrir brotið.
Sagði honum að hætta
Næsta ár á eftir, árið 2004, braust
hann inn í hús á Seyðisfirði og nam
á brott með sér fjögurra ára stúlku
sem svaf í rúminu sínu. Eins og
áður sagði kom faðir stúlkunnar að
Jóhannesi með stúlkuna í fanginu
fyrir utan húsið og kom henni til
bjargar. Ekki er vitað hvað hann
ætlaðist fyrir með stúlkuna en fyrir
þetta hlaut hann tveggja ára fang-
elsisdóm. Árið 2008 braust hann
svo inn í íbúð í Reykjavík þar sem
amma lá sofandi uppi í rúmi með
fimm ára gömlu barnabarni sínu.
Amman vaknaði upp við það að
maðurinn lá með höfuðið milli
fóta stúlkunnar og sleikti kynfæri
hennar. Hann hafði þá fært stúlk-
una úr buxunum. Stúlkan reyndi
að segja Jóhannesi að hætta en
þegar amman vaknaði náði hún
eins og áður sagði að reka hann út
og hringdi því næst í lögreglu sem
handtók manninn. Hann komst
inn í íbúðina með því að brjóta upp
stormjárn og skríða inn um glugga
en fyrr um kvöldið hafði hann setið
að drykkju ásamt bróður sínum.
Maðurinn hlaut fyrir þetta fjögurra
ára fangelsisdóm.
Visst öryggi
Nú situr Jóhannes í gæsluvarðhaldi
í á grundvelli almannahagsmuna.
Þeir sem DV hefur rætt við og
þekkja til hans segjast vera ánægð-
ir með það. „Þegar ég vissi að hann
var laus síðast þá reyndi ég að
grennslast fyrir um hann en fann
ekkert um hann og fannst óþægi-
legt að vita að hann gengi laus. Það
var ekki fyrr en ég las fréttirnar um
að hann hefði skipt um nafn sem ég
skildi af hverju ég fann ekkert um
hann,“ segir aðstandandi eins fórn-
arlamba Jóhannesar og bætir við:
„Það veitir manni visst öryggi að
vita að hann er inni.“ n
„Á alls ekki að
ganga laus“
n Jóhannes Páll brýst inn og brýtur kynferðislega gegn börnum og öðrum íbúum
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
„Þegar ég vissi
að hann var laus
síðast þá reyndi ég að
grennslast fyrir um hann
en fann ekkert um hann
og fannst óþægilegt að
vita að hann gengi laus.
Féll ofan
af þaki
Átta ára drengur féll niður af
þaki skóla í Hafnarfirði á laugar-
dagskvöld. Fallið var töluvert
hátt eða um átta metrar. Dreng-
urinn slasaðist illa að sögn
slökkviliðsmanna. Hann var
fluttur á slysadeild Landspítal-
ans. Aðgerð var gerð á drengn-
um á sunnudag sem heppn-
aðist vel. Honum er þó haldið
sofandi í öndunarvél og er líðan
hans sögð stöðug þrátt fyrir að
meiðslin séu alvarleg. Talið er
að hann muni ná sér að fullu.
Sofnaði
undir stýri
Rétt fyrir klukkan níu á laugar-
dagsmorgun var bifreið ekið út
af Reykjanesbraut.
Bifreiðin valt og hlaut öku-
maðurinn áverka á höfði og öxl
að sögn lögreglunnar. Tækjabíll
slökkviliðs var fenginn á vett-
vang til að losa ökumann úr bíln-
um og var hann svo fluttur með
sjúkrabifreið á slysadeild. Hann
mun hafa sofnað við aksturinn,
en var með öryggisbeltin spennt
sem er jafnvel talið hafa orðið
honum til bjargar.
Hringdi stöðugt
í Neyðarlínuna
Um klukkan fjögur aðfaranótt
laugardags þurftu lögreglu-
menn í Kópavogi að fara að
heimili manns sem hringdi
stöðugt í Neyðarlínuna. Á end-
anum fór það svo að lögreglu-
mennirnir tóku bæði farsíma og
heimasíma af manninum. Hann
brást illa við þessu og hugnað-
ist ekki þessi afskipti lögreglu.
Hann veittist að lögreglumönn-
um með hníf og þurfti að nota
varnarúða til þess að yfirbuga
manninn, að því er fram kemur í
tilkynningu lögreglunnar. Mað-
urinn var því næst fluttur á lög-
reglustöðina við Hverfisgötu þar
sem hann var vistaður í fanga-
geymslu og var hann yfirheyrður
seinna um daginn þegar runnið
hafði af honum.