Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Blaðsíða 14
14 Sport 1. júlí 2013 Mánudagur
Silverstone sveik engan
Mourinho sekur um skattsvik?
n Mark Webber sýndi tennurnar í æsilegasta Formúlu 1-kappakstri tímabilsins
n Spænsk skattyfirvöld með fleiri en Messi undir smásjánni
V
art hefur verið um annað
talað þessa vikuna en þá
ákvörðun Marks Webber,
öku manns Red Bull, að yfir-
gefa liðið og hætta keppni í Formúlu
1 að tímabilinu loknu. Kappinn hefur
þegar skráð sig á mála hjá Porsche.
Fjölmargir hafa harðlega gagnrýnt
Webber fyrir að lýsa þessu yfir með
litlum fyrirvara en hann þaggaði nið-
ur í flestum eim röddum með frá-
bærum akstri á heimavelli á Silver-
stone um helgina þar sem hann náði
öðru sætinu meðan kollegi hans,
heimsmeistarinn Sebastien Vettel,
féll úr leik. Árangur Webbers fær-
ir Red Bull liðinu enn meira forskot
á toppi bílasmiða en 48 stig skilja að
Red Bull og Mercedes í efstu sætun-
um.
Það var þó Nico Rosberg hjá
Mercedes sem tók efsta sætið og 25
stigin sem það gefur en lokasprettur-
inn var æsilegur því aðeins 0,7 sek-
úndur skildu að hann og þá þrjá öku-
menn sem á eftir komu; Webber,
Fernando Alonso og Lewis Hamilton.
Örlítið heppni einhvers þeirra hefði
vel getað breytt stöðunni á lokametr-
unum en Webber sérstaklega andaði
ofan í hálsmál Rosbergs alla síðustu
hringina en rúm sekúnda skildi þá að
þegar þrír hringir voru eftir.
Það var Hamilton sem veðbankar
spáðu sigri á Silverstone-brautinni í
Bretlandi enda ók hann eins og engill
í undankeppninni og var á ráspól við
upphaf keppninnar í gær.
Bretlandskeppnin markar
mið punkt keppnistímabilsins í
Formúlunni og nóg eftir ennþá
en heimsmeistarinn Vettel er enn
langefstur þrátt fyrir að falla úr leik
þessa helgina. Hann hefur 23 stiga
forskot á Fernando Alonso í öðru
sætinu en þar á eftir koma þeir Kimi
Räikkönen og Lewis Hamilton. n
A
f því berast fregnir frá
Spáni að fleiri stjörnur
knattspyrnunnar en
Lionel Messi séu undir
smásjá skattyfirvalda þar
í landi og eitt allra stærsta nafnið
sem nefnt hefur verið er nafn
portúgalska þjálfarans Jose Mour-
inho sem nú stýrir Chelsea.
Ef satt reynist mun Mourinho
þurfa að koma fyrir rétt á Spáni
eins og Leo Messi en mikla athygli
vakti fyrir skömmu þegar upp úr
dúrnum kom að Argentínumaður-
inn knái var grunaður um milljarða
króna skattsvik. Hann mun mæta
aftur fyrir rétt í næsta mánuði vegna
málsins sem hefur þegar sett blett á
orðspor hans en Messi hefur löng-
um vakið athygli fyrir að láta frægð-
ina lönd og leið og njóta lífsins mest
og best í faðmi fjölskyldunnar.
Engin hefur komið staðfesting
frá skattyfirvöldum varðandi Mo-
urinho en dagblaðið Sport telur
sig hafa mjög áreiðanlegar heim-
ildir fyrir því að fjármál hans þyki
gruggug og sérstaklega sé verið
að rannsaka fjármuni sem þjálf-
arinn portúgalski geymi í skatta-
skjólum. Ýmsir hafa þó orðið til að
draga þessar fréttir blaðsins í efa og
benda á að Sport sé óopinbert dag-
blað Barcelona og varpi slíkri frétt
fram aðeins til að draga fjöður yfir
meint skattsvik Leo Messi.
Reyndar er pressan veruleg á
þá ríkulega launuðu knattspyrnu-
menn sem spilað hafa eða spila á
Spáni eða í Portúgal sökum þess að
bágur fjárhagur beggja þjóða hef-
ur kallað á mun ítarlegri rannsókn
á skattaskilum stóreignamanna
en hingað til hefur verið raunin.
Vandamálið er stórt og mikið og
það segir töluvert að fjármálaráð-
herra Portúgal hafi hvatt íþróttafólk
þess lands sérstaklega til að koma
hreint fram varðandi tekjur sínar í
síðasta mánuði. n
H
lutirnir virðast ekki ætla að
ganga upp hjá ungstirninu
Rory McIlroy. Þessi skæð-
asti kylfingur heims sem
fyrir aðeins ári var næsta
ósigrandi í golfinu hefur alls ekki
fundið sig á þessu ári og liðin helgi
var engin undantekning. Hann spil-
aði af meðalmennsku á stærsta móti
sem haldið er árlega á Írlandi og náði
ekki gegnum niðurskurðinn eftir
föstudaginn. Sem fyrr tók hann reiði
sína út á golfkylfum sínum.
Stórtap mótshaldara
Opna írska golfmótið er langstærsti
árlegi viðburðurinn í þessi golf-
óða landi þar sem golfvellir eru
hvað flestir miðað við höfðatölu á
byggðu bóli. Mótið er nógu stórt og
virt til að það sæki yfirleitt alltaf þeir
írsku eða norðurírsku kylfingar sem
hafa gert það gott utan landstein-
anna og sú varð líka raunin nú. Til
leiks skráðu sig risanöfn á borð við
Rory McIlroy, Padraig Harrington,
Paul McGinley, Darren Clarke og
Graeme McDowell. Með öðrum
orðum; allir frægustu kylfingar
landsins og mótshaldarar gerðu
sérstakar ráðstafanir af því tilefni.
Byggðar voru mun fleiri áhorfenda-
stúkur en áður og aðgengi almenn-
ings bætt til muna og til þess eytt
fimmtán milljónum króna auka-
lega. Víst sóttu mun fleiri mótið á
fimmtudag og föstudag en eftir að
stórstjörnurnar féllu hver af annarri
úr leik hafa stúkurnar verið tóm-
legar og rólegt að gera hjá söluaðil-
um. Stórtap er í kortunum.
McIlroy úti að aka
Burtséð frá fjárhag írska golfsam-
bandsins beinist áhugi manna þó
mest að Rory McIlroy sem er víðs-
fjarri þeim McIlroy sem kveikti í
kylfingum alls staðar í heiminum
með stórkostlegri frammistöðu aft-
ur og aftur á síðasta ári. McIlroy
náði aðeins að spila á 74 höggum
fyrsta hringinn og á pari vallarins í
Maynooth á föstudag og það dugði
ekki til. Er þetta í þriðja skipti í röð
sem McIlroy kemst ekki gegnum
niðurskurð á evrópsku mótaröðinni
og ekki hefur gengi hans í Bandaríkj-
unum verið betra.
Hvað gerir Nike
Til að bæta gráu ofan á svart var McIl-
roy ekki að fara ýkja vel með Nike-
kylfurnar sínar. Vakti mikla athygli
þegar hann kengbeygði dræverinn
sinn eftir eitt dapurt upphafshögg
sitt en slíkt þykir ekki til fyrirmynd-
ar. Hann braut að minnsta kosti ekki
kylfuna í þetta skiptið eins og hann
gerði á Opna bandaríska meistara-
mótinu fyrir skömmu þegar hann
hjó járnakylfu sinni ítrekað í jörðina
í bræði. Slíkt getur ekki farið vel í for-
ráðamenn Nike sem um áramótin
gerðu við hann tugmilljarða samn-
ing um að nota kylfur þeirra og fatn-
að en ýmsir spekingar, þar á meðal
Nick Faldo, hafa sett samasemmerki
milli þess að Rory hóf að nota Nike
og verra gengis hans á mótum. Það
getur heldur ekki verið góð auglýs-
ing. n
n Stórtap á Opna írska golfmótinu n Stjörnur heimamanna duttu allar úr leik
Fall ekki fararheill
fyrir Rory McIlroy
Albert Örn Eyþórsson
blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is
Casillas fyrir-
gefur Mourinho
Mikla athygli vakti þegar Jose
Mourinho ákvað að nota ekki Iker
Casillas sem aðalmarkvörð Real
Madrid í vetur eftir að sá síðar-
nefndi náði sér að fullu af meiðsl-
um. Hart var deilt á Mourinho
fyrir að geyma landsliðsmark-
vörðinn sjálfan á bekknum og
Casillas sjálfur lét ýmis miður
falleg orð falla í fjölmiðlum líka.
En hann hefur nú séð að sér og
segir eðlilegt að hann hafi ekki átt
greiða leið í aðalliðið enda hafi
arftakinn, Diego Lopez, staðið sig
afar vel milli stanganna hjá Real í
fjarveru Casillas. Fjarveran breytti
engu varðandi landsliðssætið
en Casillas er áfram markvörður
númer eitt hjá spænska lands-
liðinu og verður áfram að því er
Vicente del Bosque hefur sagt.
Endar hjá
Bayern
Hinn eiturskemmtilegi Franck
Ribéry hyggst enda feril sinn hjá
Bayern München en hann skrifaði
undir nýjan fjögurra ára samn-
ing við liðið í síðustu viku og varð
þar með fyrsti leikmaðurinn til
að framlengja eftir að nýr þjálfari,
Pep Guardiola, tók við stjórnar-
taumum. Þýskir miðlar telja þetta
líka til marks um að þýska deildin
sé orðin hærra skrifuð en áður
enda raunin undanfarin ár verið
að heimsklassa leikmenn á borð
við Ribery hafa oftar en ekki skrif-
að undir mun vænlegri samninga
hjá stórliðum á borð við United
eða Real Madrid. En Ribery unir
hag sínum vel í München og sér
enga ástæðu til að eltast við hærri
laun annars staðar. Sem er gott út
af fyrir sig.
Vill Bale áfram
í Englandi
Glenn Hoddle, fyrrverandi stór-
stjarna Tottenham, telur að
ungstirnið Gareth Bale eigi að vera
um kyrrt í Englandi og, ákveði
hann að skipta um lið, að velja þá
Manchester City eða Manchester
United í stað þess að skrifa undir
hjá stórliðum á meginlandinu.
Hoddle segir Bale enn ungan og
óreyndan þrátt fyrir allt og næg-
ur tími sé seinna meir til að prófa
sig á Spáni eða Ítalíu. Þrátt fyrir
fjölda fyrirspurna stórliða er lítið
að frétta af Bale en hann hefur lýst
yfir vilja til að fara frá Tottenham
en fátt bendir til að samkomulag
um slíkt sé að nást. Það yrði mikil
lyftistöng fyrir Tottenham nái liðið
að hanga á stjörnunni.
Ekki staðfest Hvort
skattamál Mourhino
séu í rannsókn er ekki á
hreinu.
Tapsár McIlroy tók
reiðina út á golfkylfun-
um sínum.
Formúla 1 hálfnuð
Mark Webber sýndi
góða takta á Silver-
stone.