Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 1. júlí 2013 Mánudagur Villi Valli sestur í helgan stein n Leggur skærin frá sér eftir 63 ára starf R akarinn Vilberg Vilbergsson hefur lagt skærin á hilluna eftir 63 ára starf. Greint er frá þessu á vefnum Flateyri.is en þar kemur fram að Vilberg, eða Villi Valli eins og hann er jafnan kallaður, hafi klippt Vestfirðinga í 63 ár. Hann byrj­ aði 20. júní árið 1950 og er ævin lega mikið fjör hjá honum á rakarastof­ unni sem hann hefur rekið á Ísafirði. Félagi hans á rakarastofunni, Samúel J. Einarsson, mun halda rekstri stof­ unnar áfram. „Það er alltaf góð stemning hérna, skemmtilegir karlar sem koma og góðar sögur sagðar eins og vera ber á rakarastofu. En nú er mál að linni, nú ætla ég að snúa mér að einhverjum áhugamálum enda á ég nóg af þeim. Kannski að ég taki fram trönurnar og máli meira, svo er það tónlistin. Ég hef svo gaman af henni,“ segir Villi Valli í samtali við Flateyri.is en Villi er ekki bara rakari heldur einnig einn sá allra besti og virkasti tónlist­ armaður sem Vestfirðingar hafa átt. Hann hefur skemmt fólki með tónlist í rúmlega 70 ár en fyrst spil­ aði hann opinberlega á Sílaballi í samkomuhúsinu á Flateyri aðeins tólf ára gamall árið 1942. „Kannski að ég taki trönurnar fram í ellinni og máli eitthvað eða geri mér litlar styttur, ég hef smíðað litlar styttur úr járni enda lærði ég snemma að smíða úr járni í smiðj­ unni hjá pabba. Svo hef ég verið að leika mér með þetta smástyttu form í ýmsum útfærslum. Það verður nóg hjá mér að gera, ég þarf ekki að kvíða því,“ segir Villi Valli enn fremur í samtali við Flateyri.is. T veir unglingar eru hættir að æfa með sunddeild Íþrótta­ bandalags Reykjanesbæj­ ar vegna meints andlegs ofbeldis yfirþjálfara deildar­ innar, Anthony Douglas Kattan. „Hann gerði grín að henni. Beindi niðrandi orðum að henni fyrir fram­ an allan hópinn; hvað hún væri lítil, hvernig hún væri í vextinum og fleira,“ segir Guðrún Benediktsdótt­ ir, móðir annars þeirra unglinga sem um ræðir, 17 ára stúlku, sem áður var í ungmennalandsliðinu í sundi en þorir ekki lengur að mæta á æf­ ingar vegna meintra eineltistilburða þjálfarans. Hinn iðkandinn, strákur á svipuðum aldri, er byrjaður að æfa sund í Hafnarfirði. Honum fannst Anthony niðurlægja hann og fannst hann oft vera niðurbrotinn eftir æfingar. Að sögn móður hans var hann farinn að sýna andleg og lík­ amleg einkenni vanlíðunar. Talað fyrir daufum eyrum Anthony Douglas, sem er Nýsjálendingur, var ráðinn til starfa við sunddeild ÍRB, Íþróttabanda­ lag Reykjanesbæjar, árið 2010. Til að byrja með gekk allt vel, að sögn Guð­ rúnar, og leist henni vel á nýja þjálf­ arann. Fljótlega eftir að hann tók til starfa hafi hann hins vegar byrj­ að að níðast á dóttur hennar. Fyrst þegar stúlkan kvartaði yfir þjálfaran­ um við foreldra sína tók Guðrún því létt. „Enda er ekki hægt að ýta undir allt sem 15 ára barn segir og kvartar yfir,“ segir Guðrún. Í ágúst 2012 hætti stúlkan hins vegar að mæta á æf­ ingar, enda þoldi hún hegðun þjálf­ arans ekki lengur. Þá ákvað Guðrún, ásamt eiginmanni sínum, að kvarta undan þjálfaranum en þau töluðu fyrir daufum eyrum stjórnarinnar sem stóð með þjálfaranum. Sérstaklega komu viðbrögð for­ manns stjórnarinnar, Sigurbjargar Róbertsdóttur, Guðrúnu á óvart en hún stóð þétt við bakið á Anthony. „Við kærðum málið í október, sem eineltismál, til stjórnarinnar,“ segir Guðrún og bætir við að í upphafi hafi stjórnin reynt að stoppa kæruna, en að lokum sent hana áfram til Æsku­ lýðsvettvangsins, sem tók málið til umfjöllunar, og skilaði skýrslu sinni í maí síðastliðnum. Anthony ávíttur Í skýrslunni er Anthony ávíttur fyrir að hafa „farið út fyrir þann ramma sem honum er ætlað að vinna inn­ an er varða samskipti“. Hann noti orðalag eins og „horrible“, „erratic“ og „antisocial“ þegar hann ræði við iðkendur sem hann er ekki sáttur við. Þá segir einnig í skýrslunni að skorti á að Anthony „taki tillit til aldurs og þroska“ og hafi „ekki gætt þess að sýna viðhlítandi virðingu og kurteisi við X [stúlkuna, innsk. blm.] og þrjá aðra iðkendur.“ Í skýrslunni eru einnig gerðar athugasemdir við tölvupóst sem Anthony sendi for­ eldrum stúlkunnar, eftir að þeir lýstu óánægju sinni með eineltið. DV hef­ ur bréfið undir höndum, en í því er hann harðorður í garð foreldranna og fer ófögrum orðum um stúlkuna. Viðbrögðin gagnrýnd Skýrslan er skrifuð af ráðgjafahópi Æskulýðsvettvangsins, sem skipaður var þeim Kolbrúnu Baldursdóttur sálfræðingi, Margréti Árnýju Sigur­ steinsdóttur og Sigrúnu A. Þorsteins­ dóttur. Þær finna að viðbrögðum yfir stjórnar ÍRB og telja að hún hefði átt að grípa strax inn í er kvartanir bárust og skoða málið frá hlutlausu sjónarmiði. Í skýrslunni kemur fram að fleiri iðkendur hafi kvartað undan Anthony. Til dæmis er haft eftir móður stráks að hann „hafi brotnað vegna vanlíðunar á æfingum í maí 2012.“ „Ekki einelti“ Þegar blaðamaður hafði samband við Sigurbjörgu Róbertsdóttur, sem ásamt því að vera formaður téðrar stjórnar er skólastjóri Akurskóla í Reykjanesbæ, gerði hún lítið úr málinu og hvatti blaðamann ítrek­ að til að hætta við að fjalla um mál­ ið. „Þetta er ekki einelti,“ sagði hún meðal annars. Viðbrögðin eru í samræmi við reynslu Guðrúnar af samskiptum við Sigurbjörgu vegna málsins. Guð­ rún nefnir sem dæmi að eftir að skýr­ sla Æskulýðsvettvangsins kom út hafi hvorki hún, né aðrir stjórnarmeðlim­ ir, haft samband við þau fyrr en ellefu dögum síðar þegar faðir stúlkunnar sendi Sigurbjörgu bréf og benti henni á þá niðurstöðu skýrslunnar að þjálf­ arinn hefði brotið af sér. „Mér finnst ekki sæmandi að sunddeild með vottun sem fyrirmyndarfélag ætli að hunsa þá niðurstöðu,“ segir meðal annars í bréfinu. Í svari sínu við póst­ inum segir Sigurbjörg meðal annars: „Sæll Júlli. Það kemur fram á bls. 9 í skýrslunni að enginn ásetningur eða ætlun hafi legið að baki því sem mið­ ur fór.“ Þessi fullyrðing Sigur bjargar um inntak skýrsl unnar er röng. Í skýr­ slunni segir svo um meintan ásetn­ ing þjálfarans: „Hér er þó ekki verið að fullyrða að ásetningur eða ætlun A um slíkt liggi til grundvallar.“ „Nei nei nei,“ sagði Sigurbjörg aðspurð hvort stjórnin hygðist víkja Anthony frá störfum vegna málsins og bætti við: „Enda erum við með 30 aðra ánægða sundmenn og deild sem er í þvílíkum uppgangi. Við höf­ um fengið hrós frá UMFÍ fyrir fagleg störf og við erum ekkert að fara að reka þennan þjálfara. Við erum að ná geipilega góðum árangri og hann hefur ekki gert neitt af sér.“ Engin afsökunarbeiðni Guðrún segir dóttur sína vera með böggum hildar vegna málsins. Sjálf óttast hún að ferli dóttur sinnar sem afrekssundkonu sé lokið. „Við fengum ekki einu sinni afsökunar­ beiðni.“ n n Tveir iðkendur hættir n Alvarlegar athugasemdir gerðar í skýrslu Sundþjálfari ÍrB Sakaður um einelti Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is Anthony Douglas Kattan Í skýrslu eru gerðar athugasemdir við að Anthony hafi notað orð eins og „horrible“, „erratic“ og „antisocial“. „Við fengum ekki einu sinni afsök- unarbeiðni. „Þetta er ekki einelti Ekki einelti Sigurbjörg gefur lítið fyrir niðurstöður skýrslu Æskulýðsvettvangs- ins sem gerir alvarlegar athugasemdir við framkomu Anthony Douglas sundþjálfara gagnvart sundiðkendum. Lögbann á Vinnslustöðina Sýslumaðurinn í Vestmanna­ eyjum setti lögbann á aðalfund Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna­ eyjum skömmu fyrir upphaf hans á föstudag. Greint var frá þessu á vef Ríkisútvarpsins en þar kom fram að sýslumaðurinn hefði bannað eigendum 36 prósenta hlutafjár í útgerðinni, sem á tvö og hálft prósent í Vinnslustöðinni, að nýta atkvæðisrétt sinn á aðalfund­ inum. Lögbannið var sett að kröfu útgerðarinnar Stillu og tengdra aðila sem eru hluthafar í Vinnslu­ stöðinni en þessir aðilar hafa far­ ið fram á að rannsóknarmenn verði skipaðir til að rannsaka þætti varðandi ógildingu samruna Ufsabergs og Vinnslustöðvarinn­ ar í bókhaldi og ársreikningum Vinnslustöðvarinnar líkt og RÚV greindir frá á sunnudag. Landsdómur barns síns tíma „Þá er einlægast að breyta stjórnar skránni. Því það er gert ráð fyrir því í henni að lands dómur sé til,“ sagði Jón Steinar Gunn­ laugsson, fyrrverandi hæstaréttar­ dómari, í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins á sunnudag þegar hann var spurður hvort leggja eigi landsdóm niður eftir ályktun Evrópuþingsins um landsdóm. Jón Steinar sagði landsdóm vera barn síns tíma og þarf stjórnar­ skrárbreytingu að hans mati ef leggja á hann niður. MynD Af KEfLAViK.is Lýsi á Dalvík Vinnsla á kaldhreinsuðu lýsi úr norðlensku hráefni er hafin á Dalvík en að henni standa nýút­ skrifaðir sjávarútvegsfræðingar. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því að lýsið sé ætlað fyrir Evrópumarkað en áætlað er að framleiða lýsi úr átta tonnum af lifur á dag þegar framleiðslan verður komin á fullt. síðasta skiptið Hér er Ástvaldur Guð- mundsson úr Félagsbakaríinu, ævinlega kallaður Addi Félags, í stólnum hjá Villa í síðasta sinn. MynD fLATEyri.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.