Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Blaðsíða 16
Sandkorn
T
iltekin tímaskeið geta verið
of flókin, fólk getur verið of
skilningssljótt vegna þver-
sagnakenndrar sögulegrar og
menningarlegrar reynslu, til að
rödd skynseminnar geti öðlast hljóm-
grunn,“ sagði bandaríski rithöfundurinn
Susan Sontag í grein um franska heim-
spekinginn Simone Weil í bandaríska
tímaritinu The New Yorker árið 1963.
Kannski má með sanni yfirfæra þessi
orð Sontag með einhverjum hætti á flest
samfélög heimsins á hverjum tíma fyrir
sig og að þar af leiðandi séu þau merk-
ingarsnauð eða banal. En orðin eiga án
vafa betur við um ákveðin tímaskeið
í sögu einstakra samfélaga en önnur.
Þegar ég las þau fannst mér þau eiga
sérstaklega vel við um þann samfé-
lagslega veruleika sem við Íslendingar
búum við í dag í kjölfar þeirra efnahags-
legu og pólitísku breytinga og hamfara
sem átt hafa sér stað á landinu síðast-
liðna tvö áratugi.
Ástæðan fyrir því að ég tengi þessi
orð Sontag við samtíma okkar er sú að
það er svo margt ótrúlega pervertískt
við þróun mála á vettvangi stjórnmál-
anna á Íslandi frá hruninu árið 2008.
Eftir að sú tilraun Sjálfstæðisflokksins
að byggja hér upp samfélag reist á ný-
frjálshyggju varð að engu í hruninu árið
2008 var flokknum ýtt út úr ríkisstjórn
í búsáhaldabyltingunni og síðar hafn-
að í kosningunum árið 2009. Við tók
önnur ríkisstjórn flokka sem eru vinstra
megin við hann. Þeir flokkar reyndu að
keyra í gegn ýmsar róttækar samfélags-
breytingar, eins og lögfestingu nýrrar
stjórnarskrár, auðlegðarskatt og hækk-
uð veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki lands-
ins sem halda utan um eina dýrmætu-
stu auðlind Íslendinga, fiskveiðikvótann
sem sagður er þjóðareign. Samhliða
því hefur farið fram uppgjör við hrunið
innan stofnana samfélagsins, eins og
sérstaks saksóknara, með tilheyrandi
fjárútlátum. Þrátt fyrir þessar tilraun-
ir síðustu ríkisstjórnar til að stoppa í
götin á regluverki samfélagsins og gera
upp við fortíðina þá var flokkunum sem
mynduðu stjórnina hafnað með afger-
andi hætti í síðustu kosningum og ný
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks tók við völdum.
Á fyrstu mánuðum nýrrar ríkisstjórn-
ar er ljóst að hún ætlar sér að endur-
skoða margar af þeim róttæku breyting-
um sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar
og Vinstri grænna keyrði í gegn, eða ætl-
aði að keyra í gegn. Ríkisstjórnin vinnur
eins og hún ætli sér að afmá allt það sem
síðasta ríkisstjórn gerði, spóla til baka
um rúm fjögur ár og láta eins og ríkis-
stjórnartíð Vinstri grænna og Samfylk-
ingarinnar hafi aldrei átt sér stað. Burt
með lögin um veiðigjöldin, burt með
viðræðurnar um aðildina að Evrópu-
sambandinu, burt með hluta rammaá-
ætlunar um vernd og nýtingu náttúru-
svæða, burt með friðlýsingu Þjórsárvera,
burt með auðlegðarskattinn, burt með
nýja stjórnarskrá, burt með breytingar á
fyrirkomulagi við skipun stjórnar RÚV
og sjálfsagt líka: Burt með embætti sér-
staks saksóknara. Með hverri vikunni
sem líður bætist við þær breytingar sem
ríkisstjórnin ætlar að gera á ákvörðun-
um fyrri ríkisstjórnar. Á sama tíma á
að endurstilla samfélagið með tilheyr-
andi breytingum í anda þess sem var
fyrir hrunið, tilheyrandi skattalækkanir,
niðurskurður fjárveitinga til opinberra
aðila og tilraunir til að auka hagvöxt.
Reyna á að halda áfram með frjáls-
hyggjutilraunina sem mistókst svo herfi-
lega í stjórnartíð Davíðs Oddssonar á ár-
unum 1991 til 2008 – Davíð var auðvitað
ekki forsætisráðherra öll árin en lungann
úr tímabilinu og stýrði samt miklu þegar
hann var það ekki. Með öðrum orðum:
Hrunið átti sér sjálfsagt ekki stað.
Þessi söguskoðun nýrrar ríkisstjórn-
ar kom glögglega fram í stefnuræðu
forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar, nú í júní, þar sem
hann talaði ekkert um íslenska efna-
hagshrunið en þeim mun meira um
„sjálfstæðisbaráttuna“ og aðgerðir Ís-
lands til að bregðast við heimskrepp-
unni miklu á fjórða áratug síðustu ald-
ar. Hrunið á Wall Street var Sigmundi
Davíð ofar í huga en bankahrunið á Ís-
landi árið 2008 og ástæður þess. Þrátt
fyrir þessa sérstæðu söguskoðun sína,
þar sem forsætisráðherrann, kaus að
tala um löngu liðna tíð en ekki þann ný-
liðna sögulega atburð sem er enn mesti
áhrifavaldurinn á Íslandi samtímans –
hrunið 2008 – tönnlaðist ráðherrann á
því að Íslendingar ættu að horfa til fram-
tíðar: „En til að geta nýtt tækifæri Ís-
lands á morgun verðum við að hugsa til
framtíðar í dag“; „Horfum til framtíðar.“
Þeir tveir stjórnmálaflokkar sem
sátu lengst af í ríkisstjórn á árunum fyrir
hrunið 2008 – flokkarnir sem deildu
og drottnuðu yfir landsins gæðum um
langt árabil, flokkarnir sem einkavæddu
ríkisbankana til vildarvina flokkanna,
flokkarnir sem lögðu með öðrum
orðum grunn að því samfélagi sem
hrundi haustið 2008 – vilja ekki að þær
breytingar sem síðasta ríkisstjórn reyndi
að ráðast í til að bregðast við hruninu og
fyrirbyggja annað hrun, standi áfram. Á
sama tíma benda þeir landsmönnum á
að horfa ekki til fortíðar heldur til fram-
tíðar: Burt með hrunið. Ekki það að
hrunið sé skemmtiefni; það var og er
óþægilegur atburður en við sem þjóð
hljótum að vilja reyna að læra af eigin
sögu frekar en að afneita henni.
Þessi staða er meira en lítið „þver-
sagnakennd“ svo vitnað sé aftur til orða
Sontag. Mér er skapi næst að halda að
þjóðin sé enn bara í sjokki síðan 2008 og
að ryk hrunsins sé enn ekki sest. Þegar
tveir aðilar sem hvað mesta ábyrgð
bera á einhverjum óþægilegum at-
burði reyna eftir fremsta megni að láta
fólk gleyma þessum atburði og ábyrgð
þeirra á honum og gera svo sitt besta til
að reyna að afmá þær breytingar sem
voru gerðar til að bregðast við slæmum
afleiðingum þessa atburðar. Þannig
er staðan hjá Sjálfstæðisflokknum og
Framsóknarflokknum í dag eftir að ís-
lenska þjóðin gaf þeim aftur umboð til
að stýra landinu eftir nokkurra ára hlé.
Flokkarnir eru verðlaunaðir fyrir ábyrgð
sína á hruninu og þeir þakka fyrir sig
með því að boða afturhvarf til fortíðar
og predika minnisleysi. Niðurstaðan
af þessari þróun er því sjálfsagt sú að
hvorki flokkarnir tveir né stór hluti ís-
lensku þjóðarinnar, sem ákvað að kjósa
þessa flokka í vor, hafi lært neitt af ís-
lenska efnahagshruninu. Flokkarnir
eru aftur á núllpunkti með autt borð
fyrir framan sig og ríkan vilja til áfram-
haldandi frjálshyggju- og auðvæðingar
á altari fárra.
Draumur Davíðs
n Innan Sjálfstæðisflokksins
er umtalað að Davíð Oddsson,
ritstjóri Morgunblaðsins,
hafi látið í ljósi skýran vilja
til þess að verða skipaður
formaður bankaráðs Seðla-
bankans. Þar með fengi Dav-
íð vald yfir Má Guðmundssyni
seðlabankastjóra sem kom
inn á vængjum Jóhönnu Sig-
urðardóttur forsætisráðherra
sem á sínum tíma henti
Davíð út úr Seðlabankanum.
Forystumenn Sjálfstæðis-
flokksins munu vera hugsi
vegna kröfu Davíðs.
Sigmundur skrifar
n Sigmundur Ernir Rúnars-
son, fyrrverandi alþingis-
maður, er ekki á flæðiskeri
staddur þótt þingsæti hans
hafi gufað upp í hruni Sam-
fylkingar. Sigmundur er
þekktur sem ljóðskáld en
hefur einnig skrifað ævisögu
Guðna Ágústssonar og lífs-
reynslusöguna Barn að ei-
lífu. Í sumar hefur Sigmund-
ur setið við skriftir og er með
fjórar bækur í takinu. Þá
er nokkuð ljóst að hann er
hvergi hættur í stjórnmálum
þótt hlé hafi orðið á í bili.
Vigdís stuðar
n Vigdís Hauksdóttir kemur
sterk inn sem formaður Fjár-
laganefndar. Hún mætti á
Beina línu
DV í síðustu
viku og
upplýsti að
Framsóknar-
flokkurinn
hygðist taka á
listamanna-
laununum með þeim hætti
að reka gamla liðið frá jöt-
unni en styrkja unga og
upprennandi listamenn. Þá
vísaði hún til þess að makar
áhrifamanna í Samfylk-
ingunni hefðu fengið styrki.
Þetta hleypti illu blóði í
Katrínu Júlíusdóttur, fyrrver-
andi ráðherra, en eiginmað-
ur hennar, Bjarni Bjarnason,
hefur árum saman feng-
ið styrki vegna skrifa sinna.
Foredæmdi Katrín ummæli
Vigdísar á Alþingi.
Arftaka leitað
n Þessa dagana er leitað log-
andi ljósi að arftaka Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur sem
leiðtogi borgarstjórnarflokks
Sjálfstæðisflokksins. Þótt
Júlíus Vífill Ingvarsson, vara-
maður hennar, þyki sumpart
frambærilegur eru efasemdir
uppi um að hann skori hátt í
slagnum við Jón Gnarr í kom-
andi kosning-
um. Þorbjörg
Helga Vigfús-
dóttir nýtur
nokkurs
stuðnings og
þykir fram-
bærileg. Þá
er nafn Ólafs Stephensen, rit-
stjóra Fréttablaðsins, nefnt
sem og þingmaðurinn Guð-
laugur Þór Þórðarson sem er
áhrifalítill á þingi. Slagurinn
hefst fyrir alvöru í haust.
Auðvitað er
þetta erfitt
Ég brýst meðvitað og reglu-
lega úr þægindahringnum
Illugi Gunnarsson látinn svara fyrir niðurskurðinn til LÍN. – DV.is Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður segir það nauðsynlegt. – DV
Burt með þetta hrun„Horfum til
framtíðar
Þ
að er ekki hægt að segja annað
en að viðhorf æðsta stjórnanda
menntamála á Íslandi til
háskóla nema sé grátlegt. Illugi
Gunnarsson menntamálaráðherra
hefur meðal annars réttlætt boðaðan
niðurskurð hjá Lánastofnun íslenskra
námsmanna með þeim rökum að allir
þeir sem taki háskólanám sitt af alvöru
geti staðið undir auknum kröfum.
En til stendur að hækka námshlutfall
úr 18 einingum í 22 til að eiga rétt á
námsláni.
Samkvæmt þessari skilgreiningu
ráðherra hef ég tekið háskólanám mitt
of alvarlega til að eiga rétt á náms-
láni. Þar sem ég hef hagað mínu námi
þannig að á síðustu önninni af sex í
BS-námi mínu er ég bara í einum kúrs
ásamt því að skrifa ritgerð. Það gera 18
einingar. Mér er því með nýjum regluð
refsað fyrir að hafa unnið mér í haginn
til að geta einbeitt mér að lokaverkefn-
inu. Ég tók námið of alvarlega.
Núna stend ég frammi fyrir því að
þurfa taka auka áfanga bara til þess
eins að geta séð fyrir fjölskyldu minni,
hætta í námi eða verða mér úti um
hlutastarf sem hentar námi og fjöl-
skyldulífi. Það er langt frá því að vera
sjálfsagt.
Það er augljóst mál að þessar nýju
reglur setja námsmönnum allt of
þröngar skorður og bitna langsam-
lega verst á fjölskyldufólki sem er í
námi eða þeim sem hafa ekki tök á því
að vera í fullu námi vegna þess að að-
stæður leyfa það ekki. Hefur þetta fólk
þá ekki lengur rétt til háskólanáms á
Íslandi? Því þessi breyting er ekkert
annað en aðför að þeim rétti.
Fyrir utan þessi vanhugsuðu niður-
skurðaráform þarf að hugsa lána-
kerfi námsmanna upp á nýtt. Kerfið
er byggt upp með þeim hætti að það
hvetur til meiri skuldasöfnunar með-
an á námi stendur en þörf krefur. Af
hverju geta nemendur ekki haft meira
en 750.000 krónur í tekjur á ári án þess
að lán, sem eru sorglega lág, skerð-
ist? Af hverju er nemum ekki gefið
tækifæri til þess að afla sér tekna til að
minnka skuldasöfnun og draga þannig
úr útlánum LÍN og sinni eigin skulda-
söfnun? Óskiljanlegt að mínu mati því
enginn heilvita maður leggur það á sig
að standast þrjá, bráðum fjóra, áfanga
í háskóla til þess eins að fá lán sem
hann þarf svo að greiða til baka með
vöxtum.
Lausnin er ekki að veikja stöðu ís-
lenskra námsmanna enn frekar heldur
að endurskoða lánakerfið eins og það
leggur sig til að auðvelda þeim lífið og
lækka um leið útgjöld LÍN.
Ég trúi ekki öðru en að ráðherra
skoði þessi áform sín því engin úttekt
virðist hafa verið gerð á því hvaða áhrif
þetta kann að hafa. Fyrir mig, mann
sem tekur nám sitt of alvarlega, eru
þau mikil.
Leiðari
Ingi Freyr
Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon
Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og
vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
16 1. júlí 2013 Mánudagur
„Samkvæmt þessari
skilgreiningu ráð-
herra hef ég tekið háskóla-
nám mitt of alvarlega til að
eiga rétt á námsláni
Kjallari
Ásgeir Jónsson
blaðamaður og nemi skrifar
Tók námið of alvarlega