Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Síða 27
B laðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson er reynslubolti í bransanum. Hann starfar nú á Vísi og það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að á rit- stjórninni starfar einnig dóttir hans, Nanna Elísa Snædal Jakobsdóttir, ný- græðingur í blaðamennsku. Feðgin- in segjast bæði kunna vel við að starfa saman. „Það eru endalausir fyrirlestrar,“ segir Jakob Bjarnar og hlær og viður- kennir að vera örlátur á ráð til dóttur sinnar. Besta ráðið segir hann hafa verið það að hræðast ekki að spyrja spurninga, sama hversu heimsku- legar þær kunni að virðast. „Það eru margir sem eru hrædd- ir við að spyrja og halda að þeir komi heimskulega út. Það er enn heimsku- legra. Það er mikilvægt að vera óhræddur við að spyrja spurninga.“ „Það er gott að hafa kunnuglegt andlit,“ segir Nanna um samstarfið. Nanna er stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík og stundar nám í lögfræði í Háskóla Íslands. Hún er því í sumarstarfi á ritstjórn Frétta- blaðsins og segist líka vel við blaða- mennskuna. „Blaðamennskan er mjög skemmtilegt og lifandi starf. Þó að maður sitji fyrir framan tölvu allan daginn þá er svo mikið að gerast í hausnum á manni. Þar sem ég er ný- græðingur hefur pabbi kennt mér á heim blaðamennskunnar og gefið mér mörg góð ráð. Til að mynda að láta ekki mínar persónulegu skoðan- ir hafa áhrif á fréttaskrifin. Ég las líka mastersritgerð sem hann gaf út fyrir stuttu, Í slagsmálum við þjóðina. Þar koma fram mjög margar áhugaverðar pælingar um blaða- mennsku.“ n kristjana@dv.is Fólk 27Mánudagur 1. júlí 2013 Feðgin saman á fréttastofunni R okkgoðið Nick Cave sló í gegn á tónlistarhátíðinni All Tomor- rows Parties sem haldin var í Keflavík um helgina. Hann kom fram ásamt hljómsveit sinni The Bad Seeds, og tók marga af sínum frægustu smellum – má þar nefna Red Right Hand, Stagger Lee og Jubilee Street. Tónleikarnir voru að sögn gesta stórkostleg upplifun. Kristinn Þeyr Magnúss, tökumaður á RÚV, segir á Facebook-síðu tónlistarsérfræðings- ins Arnars Eggerts Thoroddsen: „Al- gjörlega stórkostlegt. Fyrir einhvern sem hefur fílað hann mjög lengi og séð hann nokkrum sinnum þá var þetta topp stöff.“ Og tónlistargúrúinn Ingi Tandri Traustason bætir við: „Þetta var eiginlega bara fáránlegt. Warren Ell- is fór á þvílíkum kostum, grýtandi fið- lubogum um allt og tók að sjálfsögðu einnig í gítarinn. Hinn goðumlíki Nick Cave gjörsamlega átti salinn. Annað lagið „Jubilee Street“ var að mínu mati toppurinn á allra bestu tónleikum sem ég hef séð.“ Tónleikarnir gengu þó ekki áfallalaust fyrir sig. Nick Cave féll af sviðinu í öðru lagi tónleikanna en birtist þó aftur skömmu síðar á sviðinu og hélt áfram líkt og ekkert hefði í skorist. Söngvarinn þurfti þó að leita aðhlynningar á slysadeild eftir tónleikana en reyndist ekki alvarlega meiddur þó hann hafi verið með töluvert mar.n Stórkostlegir tónleikar Nicks Cave n Féll og slasaði sig en kláraði samt n Jakob Bjarnar gefur dóttur sinni góð ráð Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Sló í gegn Nick Cave sló í gegn á tónleikunum sem gengu þó ekki áfallalaust fyrir sig. Hann féll af sviðinu í öðru lagi tónleikanna en lét það ekki slá sig út af laginu. Myndir PreSSPhotoS rokkgoðið Áhorfendur voru ánægðir með tón- leika rokkgoðsins. Þingmaðurinn mætti Þingmaðurinn Óttarr Proppé missir ekki af góðum tónleik- um og var að sjálfsögðu mættur á hátíðina ásamt félaga sínum. Fjör Útvarpsmaðurinn Óli Palli og Grím- ur Atlason voru hressir á tónleikunum ásamt vini sínum. Allir í stuði Söng- konan Heiða í Hellvar var á tónleikunum ásamt fríðu föruneyti. Björt Ólafsdóttir giftir sig í sumar Þingkona Bjartrar framtíðar, Björt Ólafsdóttir, giftir sig í sumar. Unnustinn heitir Birgir Viðarsson. Björt er alin upp á Torfastöðum og starfaði þar sem meðferðarfull- trúi en foreldrar hennar reka þar meðferðarheimili. Seinna hélt hún áfram á sömu braut, varð stuðn- ingsfulltrúi og verkefnastjóri á geðdeildum Landspítala Háskóla- sjúkrahúss. Áður en Björt bauð sig fram til Alþingis starfaði hún í tvö ár sem formaður Geðhjálpar. Birgir starfar hjá Gogoyoko. Logi Geirsson minnir á ástina Íþrótta- og athafnamaðurinn Logi Geirsson bendir fólki á sýna ást- vinum að þeir séu elskaðir áður en þeir falla frá. Á Facebook-síðu sinni skrifar hann hjartnæma orðsendingu: „Eftir mikið af frétt- um að undanförnu af sviplegum andlátum í samfélaginu langar mig til að benda fólki á þá pælingu að leyfa fólki að lesa minningar- greinina sína lifandi. Það sem ég er að meina er að hrósa fólki og segja við það hversu vænt ykkur þykir um það og jafnvel deila og minnast góðra minninga og hlæja saman áður en það verður of seint. Það er alltof oft sem við gleymum okkur í amstri dagsins í dag og gleymum líðandi stund. Taktu upp símann eða sendu mail á þá sem þér þykir vænt um og elskar og láttu við- komandi vita. Ég get lofað þér því að það er fátt í þessum heimi sem gleður fólk meira.“ Útför Jóns stóra í byrjun júlí Þann 3. júlí næstkomandi verður haldin útför Jóns Hilmars Hall- grímssonar sem lést langt fyrir ald- ur fram, eða aðeins 34 ára að aldri. Jón var umdeildur meðal annars vegna tengsla sinna við undirheim- ana enda hafði hann rætt opinskátt um eiturlyfjaneyslu, steranotkun og handrukkanir. Jón komst reglu- lega í fréttirnar á síðustu árum og fjölmargir fylgdust með honum á Facebook-síðu hans. Jakob Bjarnar og nanna Nanna segir gott að hafa kunn- uglegt andlit á fréttastofunni og Jakob Bjarnar, faðir hennar, er örlátur á ráð til hennar um heim blaðamennskunnar. Mynd PreSSPhotoS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.