Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Blaðsíða 8
8 Fréttir 1. júlí 2013 Mánudagur 30 prósenta raunlækkun fasteignaverðs frá 2008 F réttir af fasteignamarkaðinum á Íslandi hafa verið nokkuð já- kvæðar síðustu tvö árin. Færri vita að nú hefur staðið yfir eitt lengsta lækkunartímabil á fasteignamarkaðinum í manna minnum. Þannig hefur raunlækkun verið um 30 prósent frá því að fast- eignabólan byrjaði að springa í upp- hafi árs 2008. Hefur þetta skeið því staðið yfir í bráðum sex ár. Til saman- burðar var um 20 prósenta lækkun á íbúðaverði hérlendis á árunum 1988 til 1996 eða á átta ára tímabili. Þá varð nokkur niðursveifla á árunum 2001 til 2003 en hún var skammvinn í samanburði við hin tvö tímabilin. Raunhækkun íbúðaverðs síðustu 12 mánuði nemur 1,4 prósentum.   Fasteignaverð hefur hins vegar verið að hækka frá því að botninum var náð í upphafi árs 2010. Raun- hækkun fasteignaverðs á þeim tíma nemur hins vegar einungis fimm prósentum sem er langt því frá að standa undir vaxtakostnaði en raun- vextir á íbúðalánum á þessu tímabili hafa verið frá 2,2 prósentum upp í nærri tíu prósent af almennum íbúðalánum. Er þá miðað við að frá upphafi árs 2010 til dagsins í dag hafi verðbólga að meðaltali verið um fimm prósent. Lægstu vextir af óverð- tryggðum íbúðalánum hafa verið 6,75 prósent og hæstu vextir á verð- tryggðum lánum eru í dag 4,7 pró- sent. Ólíkt fyrri lækkunum „Samdráttarskeiðið núna er ólíkt því sem kom fram árið 1988 þegar þorsk- stofninn hrundi. Þá ríkti langvar- andi stöðnun á fasteignamarkaði, verðið lækkað ekki að nafnvirði held- ur lækkaði hægt og sígandi á löng- um tíma að raunvirði samhliða verð- bólgu,“ segir dr. Ásgeir Jónsson, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, í sam- tali við DV. Líkt og áður kom fram nam raunlækkun á íbúðaverði um 20 prósentum á árunum 1988 til 1996. Til samanburðar hefur raunlækk- un hérlendis verið um 30 prósent frá upphafi árs 2008. Þó hafi verið viss fasteignabóla á árunum 1986 til 1988 þar sem nýtt húsnæðiskerfi var opnað, mikil þensla var í hagkerfinu og svo var 1986 einmitt skattlausa árið. „ Eftir 1988 kom hins vegar efnahagslegs stöðnun í um fimm ár. Samdrátturinn í kjölfar bankahrunsins hefur hins vegar ver- ið mun meiri en áður hefur þekkst,“ segir Ásgeir. Þannig hafi landsfram- leiðsla dregist saman um tíu prósent á árunum 2009 og 2010 á sama tíma og kaupmáttur fólks hafi dregist saman um allt að 30 prósent. Þá hafi vissu- lega verið offramboð á fasteignum á árunum 2007 og 2008 en alls ekki jafn mikið og flestir haldi. Áframhaldandi hækkun á næstunni Ásgeir segist ekki sjá fram á annað en að fasteignaverð muni hækka á næst- unni. Því til stuðnings segir hann að lítið hafi verið byggt frá því að sam- dráttur hófst á fasteignamarkaði í upphafi árs 2008. Þá sé Ísland ung þjóð og mikið sé af yngra fólki hér- lendis sem þurfi að kaupa sér fast- eignir á komandi árum. Vanda- málið nú sé þó að fasteignaverð sé undir byggingarkostnaði. Á meðan ástandið sé þannig komist byggingar- iðnaðurinn ekki af stað. Því hljóti fólksfjölgun að þrýsta fasteignaverði upp fyrir byggingarkostnað og Ásgeir spáir því að það muni gerast á næst- unni. Íslensk heimili eyði að jafnaði um fimmtungi af ráðstöfunartekjum sínum í íbúðarhúsnæði. Það hlutfall muni haldast áfram mjög svipað en fólk gæti þurft að sætta sig við færri fermetra auk þess sem mun fleiri muni leigja á næstu árum þar sem fólk muni kaupa sér fasteignir síðar á ævinni en verið hefur.  Leiguverð hafi raunar hækkað töluverð á síðustu tveimur árum sem sýni vel þann eftirspurnarþrýsting sem nú  sé farinn að skapast. Þessi þrýstingur muni brátt fara að leita út á eignarmarkaðinn og hækka fast- eignaverð.  Það hafi þó verið ákveðið vanda- mál í alþjóðlegu samhengi hversu há íbúðalán fólk hafi verið að taka á undanförnum árum. Stór hluti fólks í hinum vestræna heimi býr nú í gríðar- lega skuldsettu húsnæði og er jafnvel með neikvætt eigið fé. Íbúðalánasjóð- ur kom inn á það í umsögn sinni um tíu þrepa aðgerðaáætlun ríkisstjórn- arinnar að fasteignaverð hafi að jafn- aði hækkað meira en verðtryggð lán til lengri tíma og muni gera það áfram að óbreyttu til lengri tíma litið. Þarf að útkljá óvissu um lánamál Varðandi óvissuþætti tekur Ásgeir undir það að ný ríkisstjórn verði að vinna hratt við að klára boðaða tíu þrepa aðgerðaáætlun sem grípa á til vegna skuldavanda heimila. Nauðsynlegt sé að fyrir liggi endan- leg niðurstaða um þessa áætlun um næstu áramót. Eitt af því sem þar er boðað er að fara í flata niðurfærslu á verðtryggðum íbúðalánum lands- manna. Margir umsagnaraðilar hafa gagnrýnt þá tillögu – bæði Seðla- bankinn og Samtök atvinnulífsins, og nú síðast Efnahags- og framfarastofn- unin (OECD) í gær. Segir OECD mun árangursríkara að takmarka aðgerðir við þau heimili sem eigi í vanda.    Frosti Sigurjónsson, rekstrar- hagfræðingur og þingmaður Fram- sóknarflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið á þriðjudaginn að gagnrýnin á tillögurnar byggði á misskilningi því ekki stæði til að greiða út neina fjárhæð. Heldur einungis að lækka höfuðstól lána. Ásgeir segir að slíkt myndi þó ekki koma í veg fyrir að fólk gæti þá tekið ný lán til að fjármagna einkaneyslu eða einfaldlega selt húsnæði sitt og þannig fá útgreidda þá fjármuni sem boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar muni skila. n n Ein lengsta niðursveiflan í sögunni n 20 prósenta raunlækkun 1988 til 1996 Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar annas@dv.is „Samdrátturinn í kjölfar banka- hrunsins hefur hins vegar verið mun meiri áður hefur þekkst. Mörgum þótti sem Davíð Oddsson, þá verandi Seðlabankastjóri, væri full svartsýnn í apríl 2008 þegar hann tilkynnti spá bankans um allt að 30 prósenta raunlækkun fasteignaverðs til loka árs 2010. Kom þetta fram í ritinu Peningamál, sem bankinn gefur út, á þeim tíma. Á næstu mánuðum á eftir ítrekaði Davíð þessa spá og sagði Seðlabankann jafnvel hafa verið of varkáran varðandi 30 prósenta lækkun. Þessi spá hefur ræst og gott betur því 30 prósenta raunlækkun hefur verið á fasteignaverði á Íslandi frá upphafi árs 2008 til dagsins í dag. Seðlabankinn spáði rétt Öðruvísi samdráttur nú en áður Dr. Ásgeir Jónsson, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að sú 30 prósenta raunlækkun sem orðið hefur á fasteigna- markaðinum nú sé töluvert ólík fyrri samdráttarskeiðum á þessum markaði. Þannig hafi 20 prósenta raunlækkun frá 1988 til 1996 átt orsök sína í samdrætti í þorskveiðum en ekki vegna lækkunar íbúðaverðs í kjölfar fasteignabólu. Spáðu 30 prósenta raunlækkun Margir töldu að spá Seðlabankans sem kynnt var í apríl 2008 um allt að 30 pró- senta raunlækkun fasteignaverðs til loka árs 2010 væri heldur svartsýn. Annað hefur komið á daginn. 30 prósenta lækkunin hefur hins vegar varað yfir helmingi lengra tímabil en Seðlabankinn spáði. „Gert er ráð fyrir að húsnæðisverð lækki um um það bil 30 prósent að raunvirði á spátímabilinu [til loka árs 2010]. Gangi það eftir mun hækkun íbúðaverðs umfram almennt verðlag undanfarin fimm ár ganga að mestu leyti til baka. Verðið yrði eftir sem áður ekki lágt í sögulegu samhengi. Gríðarleg óvissa er um þessa þróun, meðal annars vegna þess að hún kann að hafa umtalsverð áhrif á útlánagetu fjármálakerfisins. Ekki er því hægt að útiloka enn meiri samdrátt á fasteignamarkaði.“ Úr PeningaMÁluM Seðlabanka ÍSlandS, aPrÍl 2008.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.