Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Blaðsíða 17
Ég er fyrst og fremst
vísindamaður
Vorum samferða í
gegnum lífið
Prísa mig sælan
fyrir að vera á lífi
Jónína Ben hættir með ristilskoðun eftir meintar árásir landlæknis. – DV.isBjartmar Guðlaugsson sýnir í minningu besta vinar síns. – DVSvavar Halldórsson fékk hjartaáfall 37 ára. – DV
Hvað viljum við?
Spurningin
„Mjög vel, náttúran og stemn-
ingin er frábær.“
Mia Bajunen
31 árs verkfræðingur
„Elska það!“
Georg Chan
49 ára sjómaður
„Mjög vel, en ég hef samt ekki
farið út fyrir Reykjavík. Fólkið er
mjög vingjarnlegt.“
Lukas Mueller 22 ára rafvirki
„Yndislegt, ég hef aldrei sé annað
eins landslag.“
Janice Wong
56 ára grafískur listamaður
„Ísland er einn af uppáhaldsstöð-
unum mínum í heiminum.“
Miriam Salomon
49 ára listamaður
How do you like
Iceland?
1 Komast langt með frekju og yfirgangi
Sigurður Kjartan Hálfdánarson smá-
bátasjómaður er ósáttur við stækkun
báta sem geta stundað strandveiðar.
2 Fékk nýja flík frítt Ánægður viðskiptavinur Icewear vildi
koma á framfæri þökkum fyrir frábæra
þjónustu hjá fyrirtækinu.
3 „Hann kennir henni um að hafa eyðilagt líf sitt“
Charles Saatchi, eiginmaður Nigellu
Lawson, neitar að biðjast afsökunar
á því að hafa tekið hana kverkataki á
veitingastað í London fyrir skemmstu.
4 „Ef eitthvað var þá var fólk fullmikið að passa sig“
Svavar Halldórsson segir að starfsfólk
RÚV hafi jafnvel passað sig svo mikið
að það bitnaði á framboði Þóru.
5 „Á yfirborðinu virkar hann kannski þvermóðskufullur og
sjálfhverfur“
Svona lýsir samstarfsmaður Kristjáni
Loftssyni í nærmynd í helgarblaði DV.
6 Tugþúsundir öryrkja fá engar hækkanir
Aldraðir og öryrkjar sem hafa minna
en 250.000 krónur í bætur á mánuði fá
litlar eða engar hækkanir samkvæmt
frumvarpi Eyglóar Harðardóttur.
Mest lesið á DV.is
F
rumskylda stjórnmálamanna er
að fylgja sannfæringu sinni. Engu
að síður hljóta allir þeir sem
starfa í stjórnmálum að hlusta
eftir því hver skoðun fólks er á hinum
og þessum málum. Þótt kosningar á
fjögurra ára fresti veiti nokkra leiðsögn
um það í hvaða átt við viljum stefna,
eru þær ekki mjög nákvæmar um
einstök mál.
Þegar vinna við aðalskipulag
Reykjavíkur stóð yfir reyndum við að
meta það í hvernig borg fólk myndi
vilja búa árið 2030, sem er lokaár
skipulagsins. Haldnir voru samráðs-
fundir með borgarbúum, skoðana-
kannanir voru gerðar og nú þegar
skipulagið fer í auglýsingu geta allir
gert athugasemdir. Eftir sem áður
erum það við stjórnmálamennirnir
sem berum ábyrgð á skipulaginu og
okkur ber skylda til að reyna að skipu-
leggja borg sem verður eftirsóknarvert
að búa í, er heilnæm, falleg, skemmti-
leg og gefur öllum borgurunum frelsi
til að haga lífi sínu eins og þeir helst
vilja.
Það var þess vegna mjög ánægju-
legt að fá í hendurnar viðamikla
nýja könnun um hug okkar borgar-
búa til framtíðarskipulags borgarinn-
ar. 1.421 Reykvíkingur var spurður 37
spurninga. Niðurstöðurnar voru mjög
áhugaverðar.
Bílaumferðin
Þegar fólk var spurt: „Hver er helsti
ókosturinn við þitt hverfi að þínu
mati?“ svöruðu flestir eða 33%: „Bíla-
umferð“. Þetta kemur vel heim og
saman við eldri kannanir sem hafa
sýnt vaxandi áhyggjur borgarbúa af
mikilli bílaumferð. Í ljósi þessa svars
er líka áhugavert að ýmsir eru enn að
berjast fyrir því að hið opinbera eyði
tugum milljarða í mjög vitlausar gatna-
framkvæmdir í Reykjavík sem miða
eingöngu að því að auka bílaumferð.
Borgarbúar sjálfir vilja hins vegar
frekar að peningunum sé eytt í betri
almenningssamgöngur og göngu- og
hjólastíga. Þeir skilja að þannig fáum
við líflegri borg, öruggari borg, minni
mengun og betra heilsufar almenn-
ings. Vitanlega gefur þetta ríkisvaldinu
ekki afsökun til að hlunnfara Reykja-
vík þegar kemur að úthlutun vegafjár
eins og gert hefur verið undanfarin
ár. En gatnaframkvæmdir eiga ekki
að miða að því að hraða og auka
bílaumferð, heldur að draga úr nei-
kvæðum áhrifum hennar á mannlíf-
ið í borginni. Þannig getur til dæmis
stokkur á Miklubrautinni fært íbúum
Hlíðahverfis aukin lífsgæði en mislæg
gatnamót við Skeiðarvog eru ógn við
lífsgæðin í Vogahverfi. Sömuleiðis er
sjálfsögð krafa að ríkið standi jafn mik-
inn straum af gatnagerð fyrir gangandi,
hjólandi og strætó eins og fyrir bíla. En
þannig hefur það ekki verið.
Hæð í húsi
Önnur mjög áhugaverð niðurstaða
fékkst þegar spurt var: „Hvers konar
húsnæði vantar helst í borginni?“
71% svaraði að helst vantaði hæðir
eða íbúðir í einhvers konar fjölbýlis-
húsum. Af þeim völdu flestir eða
þriðjungur: „Hæðir í 2–3 hæða fjöl-
býlishúsum“. Næst flestir, 18%, sögðu:
„Íbúðir í tví- eða þríbýli“ og einu
prósentustigi færra sögðu: „ Íbúðir
í stærri fjölbýlishúsum“. 3% sögðu
„Penthouse íbúðir“. Samtals 71%.
Þetta er í hróplegu ósamræmi við
kröfur þeirra sem vilja að Reykjavík
keppi helst sem mest við sum ná-
grannasveitarfélögin um að bjóða
ódýrt sérbýli í úthverfi. Reykjavík er
ákaflega vel sett með úthverfin sín,
sem ég fullyrði að séu bestu úthverfi
heimi. Þeir sem vilja gott sérbýli í út-
hverfi, eiga ótrúlega marga góða kosti
í Reykjavík. Þeim er enginn greiði
gerður með því að byggja ný slík
hverfi utan við núverandi byggð. Það
eykur á umferðarvanda og gerir t.d.
Grafarvog að gegnumaksturshverfi.
Þeir borgarbúar sem kjósa hins vegar
að búa vestarlega í borginni, á hæð
eða í íbúð eiga hins vegar færri góða
kosti. Við þurftum svo sem ekki þessa
könnun til að sjá það. Fermetraverð
er ekki síðri mælikvarði á þessa eftir-
spurn.
Aðalskipulag okkar
Vinna við Aðalskipulag Reykjavíkur til
2030 hófst árið 2006. Þá voru línurnar
strax lagðar og eftir þeim hefur verið
unnið síðan, lengst af undir forystu
sjálfstæðismanna en alltaf í góðri sátt
allra flokka. Það er mjög ánægjulegt
að sjá nú könnun eftir könnun sem
staðfestir að þessar meginlínur eru í
takti við óskir borgarbúa um fram-
tíðina. Áhersla á þéttingu byggðar,
með aukinni þjónustu inni í hverfun-
um, styttri vegalengdum og þar með
minni bílaumferð er jafn afgerandi
meðal borgarbúa sjálfra og í þeirri
tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur
sem nú liggur fyrir.
Vinur kvaddur Hermann Gunnarsson var jarðsunginn á föstudaginn að viðstöddu fjölmenni í Hallgrímskirkju. Á meðal þeirra sem fram komu var söngvarinn Ragnar Bjarnason,
sem söng My Way fyrir vin sinn. Undir lék Jónas Þórir. Mynd Sigtryggur Ari.Myndin
Kjallari
Gísli Marteinn
Baldursson
Umræða 17Mánudagur 1. júlí 2013
„Þetta er í hróplegu
ósamræmi við kröfur
þeirra sem vilja að Reykja-
vík keppi helst sem mest
við sum nágrannasveitar-
félögin um að bjóða ódýrt
sérbýli í úthverfi