Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Blaðsíða 15
Tíð þjálfaraskipTi mikið áhyggjuefni Sport 15 A llra síðustu árin hefur það færst í vöxt meðal knattspyrnufélaga í Evrópu að ráða til starfa sérstaka menn sem gjarnan eru titl- aðir yfirmenn knattspyrnumála, tæknilegir stjórar eða sérstakir ráð- gjafar. Þessi tískubylgja náði reynd- ar ekki til Englands lengi vel en það hefur gjörbreyst og nú finnast slíkir menn meðal allra stórliðanna að heita. Hvort þessi þróun hefur haft í för með sér að hending ræður hvort þjálfarar endast lengur en tvö eða þrjú tímabil er nokkuð sem mikið er rætt þessa dagana. Þessi umræða tók kipp í kjölfar þess að Alex Ferguson hætti þjálfun Manchester United eftir áratuga veru í stjórastólnum. Nú þegar sá mæti maður er horfinn á braut er í raun að- eins einn þjálfari í allri ensku úrvals- deildinni sem státar af því að hafa enst í starfi lengur en fimm mínútur. Það er Arsene Wenger hjá Arsenal sem hefur staðið vaktina þar í tæp sautján ár. Annars staðar er reynslan þó á hinn veginn. Þjálfarar fá aðeins tvö til þrjú tímabil til að gera góða hluti áður en þeir halda annað vegna góðs árangurs eða fá sparkið þegar markmið stjórna nást ekki. Merkileg- ast þykir að hvorki reynsla né fyrri ár- angur virðist hafa mikið að segja. Eitt ár að meðaltali Að David Moyes undanskildum, sem þjálfaði Everton um margra ára skeið, og Arsene Wenger er leitun að öðrum þjálfurum í efri deildum Englands sem hafa haldið starfi sínu lengur en tvö, þrjú ár að meðaltali. Reyndar þarf að fara alla leið niður í ensku þriðju deildina til að finna þjálfara sem hefur verið á einum og sama staðnum lengur en í fimm ár. Það er Paul Tisdale, þjálfari Exeter, og þjálfari Carlisle í annarri deild er langt kominn í fimm árin sem þjálfari þar. Enska knattspyrnusambandið hélt ráðstefnu í vor þar sem þetta mál var rætt enda þykir mörgum miður að skyndilausnir ráði í boltan- um þar í landi. Meðal þess sem fram kom á þeirri ráðstefnu var að í ensku fyrstu deildinni er meðalstarfstími allra þjálfaranna rétt rúmlega eitt ár. Þannig má segja að þjálfarar nútím- ans verði að skila árangri strax á sínu fyrsta starfsári ellegar búa sig und- ir að þiggja atvinnuleysis bætur fljót- lega. Starfsöryggið ekkert Þessi skýlausa krafa um árangur og það ekki seinna en í gær er að valda straumhvörfum í enska boltanum, sagði í ályktun sem knattspyrnu- sambandið sendi frá sér að fundin- um loknum og það ekki í jákvæðri merkingu. Bæði er starfsöryggið ekkert hjá þjálfurum og ekki þykir heldur gott fyrir leikmenn liðs að fá nýja stjóra með reglulega millibili og breyta um stíl og leik og æfingar í hvert einasta sinn. Og dæmin eru mörg afar dapurleg. Það hefur til að mynda varla verið upplífgandi fyrir leikmenn Úlfanna að æfa und- ir stjórn fimm mismunandi þjálf- ara á aðeins sautján mánuðum. Sömu sögu er að segja af Blackburn sem hafði fimm stjóra á síðasta tímabili. Þar af tvo stjóra sem ent- ust varla tvo mánuði hvor um sig. Örlítið betri er staðan hjá Leicester City sem hefur eingöngu þurft að skipta um þjálfara sautján sinnum síðustu átta árin. Southampton hef- ur skipt fimmtán sinnum um sinn þjálfara frá árinu 2005. Svona má lengi telja og tíð skipti á þjálfurum engan veginn bundin við smærri lið í neðri deildum. Starfsöryggið er ekki meira hjá stórliðunum heldur. Liverpool, Tottenham, Manchester City og Chelsea hafa skipt svo ört um þjálfara hin síðari ár að farsa- kennt þykir. Komið til að vera En þetta vandamál, ef vandamál skyldi kalla, er ekki einskorðað við England. Sama þróun á sér stað alls staðar, líka hér á Íslandi, enda krafa allra eigenda og stjórna sú að sigra, sigra og sigra og það strax. Fáir þjálf- arar fá nægan tíma til að byggja upp eða skipuleggja lið eftir sínu höfði enda tekur slíkt lengri tíma en eitt einasta tímabil eða skemur nema eitthvað stórkostlegt komi til. Kom enda á daginn á fyrrnefndri ráð- stefnu knattspyrnusambandsins að ýmsir þar töldu þessa þróun vera hluta af því hversu einhæfur enski boltinn er orðinn þar sem sömu fimm til sex félagsliðin enda í sömu eða svipuðu sætunum á toppnum ár eftir ár. Sem getur vart verið já- kvætt. n Mánudagur 1. júlí 2013 Vörn besta sóknin n Tölfræði Álfukeppninnar í Brasilíu nokkuð merkileg Þ ótt leikmönnum landsliðs Spánar sé fjölmargt til lista lagt og þar sé sannarlega valinn maður í hverju rúmi þá verður að teljast æði merkilegt að þrír bestu leikmenn liðsins á nýliðinni Álfukeppni í knattspyrnu séu allir varnarmenn. Afar nákvæm tölfræði er tekin saman um hvern einasta leikmann sem þar keppti og hverjum og ein- um leikmanni gefin einkunn með tilliti til ýmissa þátta. Þeirri töl- fræði svo rennt í gegnum sérstaka stærðfræðiformúlu sem jafnframt tekur tillit til hversu sterkur and- stæðingurinn er hverju sinni. Að því loknu fá leikmenn einkunn. Og athyglisvert er að þrír efstu menn heims- og Evrópumeistara Spánar reyndust vera þrír varnar- menn eftir að riðlakeppninni lauk. Efstur á blaði var Jordi Alba með 9,57 í meðaleinkunn en rétt á eftir honum voru þeir Sergio Ramos og Gerard Pique. Þetta er sérstakt fyrir margar sakir. Í fyrsta lagi hefur það hing- að til ekki verið vörnin sem stað- ið hefur sig framar vonum síðustu árin og gert Spánverja að meistur- um þó varnarmenn leiki vitaskuld stórt hlutverk. Það hafa verið ban- eitraðir sóknarmenn liðsins og umfram allt stórkostlegir leik- stjórnendur og miðjumenn á borð við Xavi og Iniesta sem fengið hafa bestu einkunnir liðsins eftir stór- keppnir síðustu ára. Eftir riðlakeppnina í Bras- ilíu náði Iniesta hæst fjórða besta árangrinum innan liðsins og þeim áttunda yfir alla leikmenn og Xavi áttundi innan liðsins og númer 21 meðal allra leikmanna. Fjarri því slæmur árangur en þessi leik- menn voru báðir meðal fimm bestu manna allra liða á bæði HM og EM. Knattspyrnuspekingar hjá ESPN voru á einu máli um að þessi tölfræði væri merki um að ný kyn- slóð væri að taka yfir hjá Spánverj- um og þótt frábær varnarleikur sé ekki síðri hluti leiks en sóknin þá vinnur lið ekki leiki þannig. Menn geta verið sammála því eða ósammála en í öllu falli athyglis vert í aðdraganda Heimsmeistarakeppninnar næsta sumar að vægi þeirra sem best hafa staðið sig undanfarin ár hjá Spáni sé að minnka til muna. n Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is Þunglyndur Arshavin heldur heim Andrei Arshavin opnar sig um dvöl sína hjá Arsenal í viðtali við rússneskt dagblað en hann hefur gert samning við sitt gamla félag, Zenit Petersburg, á ný en samn- ingur hans við Arsenal rann sitt skeið í vor. Í viðtalinu kemur fram að Arshavin hafi verið nálægt því að detta í alvarlegt þunglyndi vegna fárra tækifæra sem hann fékk með liði Arsenal en Rússinn lék aðeins í 80 mínútur í allan vet- ur. Hann verður líklegast að telj- ast vera allra verstu kaup Arsene Wenger en Arshavin var dýrasti leikmaður sem Arsenal hafði keypt fyrir fjórum árum þegar Wenger fékk hann til liðsins. Hann stóð sig vel fyrstu leiktíðina en síðan hefur tækifærunum fækkað jafnt og þétt. Isco elskar Barcelona Ungstirnið Isco, sem Real Madrid keypti nýlega frá Malaga, er af mörgum talinn hafa allt til að bera til að verða sönn stórstjarna fyrr en síðar. Isco hefur ekki unnið sér inn vinsældastig hjá sínu nýja liði en í nýlegu viðtali sagðist hann kalla hundinn sinn Messi sökum þess að Messi væri algjörlega einstakur knattspyrnumaður. Áður hafði Isco á Twitter-síðu sinni ítrekað látið í ljósi aðdáun á Börs- ungum og leikmönnum þeirra og það þykir miður gott að dásama erkifjendur hjá Real Madrid. Iniesta bjargar Albacete Andres Iniesta hóf knattspyrnu- feril sinn sem ungur strákur í unglingaliði Albacete áður en njósnarar Barcelona komu auga á hæfileika hans þegar strák- urinn var tólf ára. Þó langt sé um liðið ber Iniesta miklar taugar til fæðingarbæjar síns og félags- liðsins og hefur nú tvívegis á skömmum tíma pungað út tölu- verðum fjárhæðum úr eigin vasa til að bjarga liði Albacete sem glímir við mikla fjárhagserfið- leika. Nýlega lét hann 40 millj- ónir úr hendi rakna til að hægt væri að greiða útistandandi laun leikmanna liðsins og fyrir tveim- ur árum setti hann 200 milljónir króna í reksturinn. Það er þó ekki bara af góðsemi sem hann dælir peningum í liðið heldur er hann stærsti hluthafi þess. n Meðal starfstími eitt ár í 1.deildinni n Fimm stjórar á einu tímabili hjá Wolves Jordi Alba Er besti leikmaður Spánar í Álfu- keppninni í Brasilíu samkvæmt tölfræði. Tveir góðir Eru tveir af örfáum knattspyrnu- stjórum í enska boltan- um sem hafa verið lengi við stjórnvölinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.