Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2013, Blaðsíða 22
22 Menning 1. júlí 2013 Mánudagur Styrkir búa ekki til listaverk n Breytingar á úthlutun listamannalauna þurfa ekki að vera slæmar F ranska tónskáldið Olivier Messi- aen samdi eitt sitt frægasta verk – Kvartett um endalok tímans – þegar hann var í haldi í fanga- búðum nasista í Görlits árið 1940. Þar hitti hann selló-, fiðlu- og klarí- nettuleikara, sjálfur spilaði hann á píanó. Kvartettinn var frumfluttur að viðstöddum föngum og fangavörðum. Verkið er talið eitt af meistaraverkum tónlistar tuttugustu aldarinnar. Velgengni og ríkidæmi Þegar listasaga síðustu alda er skoðuð sést að lítið samhengi er milli gæða listaverka og lífsgæða listamannanna sjálfra. Sumir njóta velgengni og ríki- dæmis – Andy Warhol lifði hátt og seldi ótrúlegan fjölda verka á sínum ferli – meðan aðrir búa við sára fátækt: Vincent van Gogh skar af sér eyrað og seldi aðeins eitt verk á ævinni – til bróður síns. Það er heldur ekki langt síðan lífs- stíll bóhemsins; listamannsins sem lifði fyrir utan hinar óskráðu samfé- lagsreglur, þótti heillandi. Listamenn á borð við Dag Sigurðarson, Stein Stein- ar og Alfreð Flóka gáfu góðborgara- samfélaginu langt nef og vöktu bæði hneykslan og aðdáun fyrir vikið. Í dag er búið að stofnanavæða bó- heminn. Sígarettunni hefur verið skipt út fyrir snjallsíma. Krumpuð ritblokk- in horfin og fartölva komin í staðin. Sjaldan hafa lífsgæði listamanna á Ís- landi verið jafn mikil og nú. Umdeildur gjörningur Dæmi um þetta er gjörningur sem ný- útskrifuð listakona úr Listaháskóla Ís- lands ákvað að framkvæma á dögun- um. Hún lýsti því yfir í fjölmiðlum að hún ætlaði að lifa heilan mánuð án peninga. Um tveimur vikum seinna fór hún í sjálfskipað fjölmiðlabann því yfirlýsingar hennar um hve mikinn mat hún hefði fundið í gámum vöktu óþægilega athygli og gátu, að hennar mati skaðað fátækt fólk sem á sitt lifi- brauð undir gámamat. Gjörningurinn endaði svo snögg- lega þegar hún ákvað að borga sig í sund á Akureyri og fara út að borða með kærustunni. Íslenskir listamenn þurfa að minnsta kosti ekki að svelta. Breytingar á listamannalaunum Vigdís Hauksdóttir, þingkona Fram- sóknarflokksins, mælti fyrir ákveðnum breytingum á úthlutun listamanna- launa á beinni línu hér á DV fyrir helgi. Hún vitnaði í stefnu Framsóknar- flokksins um að í stað listamanna- launa í núverandi mynd ætti að velja og styrkja unga efnilega listamenn. Ekki hefur staðið á viðbrögðum frá íslenskum listamönnum – þeir hafa sagst vera skelfingu lostnir, hræddir og reiðir – og lítið hefur verið gert úr persónu Vigdísar (þrátt fyrir að hún sé í raun bara að vitna í stefnu eigin flokks). Óttumst ekki breytingar Það er eðlilegt að óttast breytingar en breytingar þurfa ekki alltaf að vera slæmar. Listamannalaun í núverandi mynd er nútímauppfinning. Það var góð og gild list búin til hér á landi áður en þetta kerfi var búið til og það verð- ur góð list búin til jafnvel þótt kerfið yrði lagt niður. Listamannalaun í nú- verandi mynd eru ekki endanleg lausn á því hvernig styðja á við bakið á list- sköpun í samfélaginu. Íslenskir listamenn ættu því að anda með nefinu. Styrkir geta aukið lífsgæði listamanna meðan þeir vinna að sinni list. En styrkir geta aldrei búið til listaverk. Uppsprettu listarinnar er ekki að finna í fjárlagafrumvarpi ríkis- ins heldur á þeim óræða stað þar sem andagiftin verður til. n simonb@dv.is Þ etta er spennandi verkefni. Það þekkja nánast allir tón- listina úr Carmen, sama hvort þeir eru óperuunnendur eða ekki. Tónlistin er hrífandi og ástæðan fyrir hinum miklu vinsæld- um verksins,“ segir Stefán Baldursson óperustjóri. Óperan Carmen er eftir tónskáldið Georges Bizet. Hún verður frum- sýnd um miðjan október. Hljóm- sveitarstjóri verður Guðmundur Óli Gunnarsson, leikstjóri Jamie Hayes og leikmyndahöfundur Will Bowen en tveir þeir síðastnefndu voru ábyrgir fyrir hinni geysivinsælu og verðlaunuðu sýningu Íslensku óper- unnar á La Bohème fyrir rúmu ári. Björn Bergsteinn Guðmundsson lýs- ir sýninguna og búningahönnuður er Helga I. Stefánsdóttir. Tímabær uppfærsla „Carmen hefur ekki verið sýnd hér- lendis í næstum þrjá áratugi. Það hafa verið tónleikauppfærslur á verkinu á vegum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og svo var poppuð sýning sem hét Carmen Negra og studdist við tón- listina. En þetta er í fyrsta sinn í tæp 30 ár sem óperan verður sviðsett.“ Þarna vísar Stefán Baldursson í uppfærslu Þórhildar Þorleifsdóttur á Carmen í Íslensku óperunni þar sem Sigríður Elva Magnúsdóttir söng aðal- hlutverkið. Carmen hafði nokkrum árum áður verið verið sett upp í Þjóð- leikhúsinu þar sem Sigríður Elva fór einnig með titilhlutverkið. Nú er það Hanna Dóra Sturludóttir sem leik- ur Carmen á frumsýningunni en Sesselja Kristjánsdóttir mun leysa hana af á nokkrum sýningum. „Carmen verður frumsýnd í október og það hafa verið ákveðn- ar sex sýningar. Við verðum að hafa takmarkaðan sýningarfjölda – á sex sýningum eru um 7.000–8.000 manns búnir að sjá sýninguna sem verður bara að teljast nokkuð gott. En við höfum möguleika á aukasýn- ingunum. Það komu 12.000 manns á Töfraflautuna, opnunarsýninguna í Hörpu, svo áhuginn er fyrir hendi.“ Erfiður rekstur Þetta rekstrarform vekur áhuga blaðamanns. Þegar Íslenska óperan var í Gamla bíói var salurinn sagður svo lítill að hver sýning gæti aldrei staðið undir sér. Sýningarkostnaður væri einfaldlega of mikill. Nú er óper- an komin í stærsta sal á Íslandi en þá þarf að takmarka sýningarfjöldann vegna kostnaðar. Hvernig stendur á því? „Gamla bíó var auðvitað vonlaust rekstrardæmi. Þó það væri uppselt þurfti alltaf að borga nokkur hundruð Ein þEkktasta ópEra sögunnar Tónlist Símon Birgisson simonb@dv.is Íslensku óperan setur upp Carmen eftir Georges Bizet í haust. Stefán Baldursson óperustjóri segir ástæðuna fyrir vinsældum verksins hina hrífandi tónlist. Hann útskýrir af hverju Íslenska óperan glímir enn við rekstrarerfiðleika þrátt fyrir að vera flutt í Hörpu. Atli rannsakar krúttin Atli Bollason tónlistarmaður hefur fengið styrk til að skrifa ansi óvenjulega bók. Bókin ber vinnu- heitið: Hvað er svona krúttlegt við krútt?: Um sögu, fagurfræði og pólitík krúttkynslóðarinnar, tengsl hennar við erlendar hreyfingar og áhrif hennar á ímynd Íslands á al- þjóðavettvangi. Atli sótti um styrk- inn úr starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna og hlaut þriggja mánaða úthlutun. Hann hefur áður vakið athygli fyrir skrif sín og gagnrýni um hina svoköll- uðu krúttkynslóð til dæmis í grein- inni: Eru krúttin dauð? sem hann skrifaði í Lesbók Morgunblaðsins árið 2007 og svo aftur í greininni Af tilvist, dauða og pólitík, sem hann skrifaði í sama blað ári síðar. Þjóðleg gildi á Siglufirði Þjóðlagahátíð á Siglufirði verður haldin í 14 sinn dagana 3.–7. júlí. Í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar segir að boðið verði upp á 20 tónleika þar sem fram munu koma fjölmargir innlendir og erlendir tónlistarmenn. Sam- hliða tónleikadagskránni verða haldin fjölbreytt námskeið í tónlist og handverki auk þess að rekin er Þjóðlagaakademía, sem er nám- skeið á háskólastigi opið almenn- ingi. Meðal þeirra námskeiða sem boðið er upp á er námskeið um gríska tónlist, tvísöng, salsadans og námskeið hjá Óttari Guð- mundssyni um geðveiki í íslensk- um fornsögum. Hátíðin er sögð vera lítil en metnaðarfull og með stórt hjarta. Á hátíðinni eru í heiðri höfð þjóðleg gildi og er markmið hennar að kynna og varðveita ís- lenska og erlenda þjóðlagahefð. Olivier Messiean Samdi sitt frægasta verk í fangabúðum nasista.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.