Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Page 2
2 Fréttir 22. júlí 2013 Mánudagur
Í
síðustu viku var greint frá því að
samningar hefðu náðst um upp
byggingu sextán hæða hótelturns
sem ætlað er að rísa við Höfða
torg í Reykjavík. Um er að ræða 17
þúsund fermetra byggingu og er gert
ráð fyrir að þar verði 342 hótelher
bergi og þetta verði því stærsta hótel
landsins. Þriggja stjörnu að lágmarki
og fær nafnið Fosshótel Reykjavík.
Íslandsbanki mun að langmestu
leyti sjá um fjármögnun verkefnis
ins. Félagið Íslandshótel ehf. sem
Ólafur Torfason, hótelstjóri Grand
Hótels fer fyrir hópi sem mun sjá um
rekstur hótelsins. Var haft eftir hon
um í Morgunblaðinu í síðustu viku
að fjárfesting Íslandshótels myndi
nema um 500 milljónum króna í
þessu verkefni. Verktakafyrirtækið
Eykt mun sjá um byggingu hótels
ins en ætlað er að ljúka framkvæmd
um við það árið 2015. Höfðahótel
ehf. verður síðan eigandi húsnæðis
ins en áætlað er að heildarkostnað
ur við þessa fjárfestingu muni nema
um átta milljörðum króna en eigandi
Höfðahótels er félagið HTO ehf.
Eigandi Eyktar fékk
15 milljarða afskrifaða
Í upphafi árs var greint frá því að
Höfðatorg ehf. sem nú heitir HTO
ehf. hafi fengið alls 15 milljarða
króna afskrifaða af 23 milljarða króna
skuldum sínum hjá Íslandsbanka.
Félagið heldur utan um 19 hæða
turn við Höfðatorg. Íslandsbanki tók
yfir Höfðatorg í árslok 2011 í kjöl
farið á nauðasamningsferli. Vakti
það athygli þegar Pétur Guðmunds
son, eigandi Eyktar, sem hafði misst
Höfðatorg til Íslandsbanka fékk að
halda nærri þriðjungshlut í hinu
nýja félagi HTO ehf. sem nú ætlar sér
að fara í átta milljarða króna hótel
fjárfestingu. Pétur sat í stjórn Glitn
is fyrir bankahrunið en félög tengd
honum skulduðu Glitni 26 milljarða
króna við fall bankans. Þess skal þó
getið að HTO ehf., sem verður eig
andi nýja hótelsins, er nú í söluferli
hjá Íslandsbanka.
Félag hótelstjórans fékk
þrjá milljarða afskrifaða
Félög tengd Ólafi Torfasyni, sem
ætlar að sjá um rekstur Foss hótels
Reykjavík í hinum óbyggða 16 hæða
hótelturni við Höfðatorg, voru líka
stórtæk í lántökum fyrir banka
hrunið, líkt og félög Péturs í Eykt.
Þannig má nefna að Húseignarfé
lagið Sigtún 38 ehf. sem félag Ólafs
átti helming í fékk 2,8 milljarða
króna eftirgjöf af 6,1 milljarða króna
skuldum sínum við Íslandsbanka
árið 2011. Það félag heldur utan 14
hæða turn sem hýsir Grand Hótel.
Bygging turnsins hófst árið 2005 en
íbúar sem búa þar í nágrenninu voru
mjög óhressir með framkvæmdirnar
og töldu hæð hótelsins í engu sam
ræmi við íbúðabyggð á þessu svæði.
Minnst er á Húseignarfélagið Sigtún
38 ehf. í rannsóknarskýrslu Alþingis
en Exista sem nú heitir Klakki fer
með 40 prósenta hlut í fasteignafé
laginu en Kaupgarður hf. sem er í
eigu Ólafs fer með helmingshlut.
Kokhraustir þrátt fyrir afskriftir
Þó eignarhaldsfélag Ólafs hafi fengið
nærri þrjá milljarða króna afskrifaða
vegna Grand Hótel turnsins virðist
hann þó hvergi banginn í hótelupp
byggingu hérlendis. Þannig kom
fram í viðtali við hann og Davíð, son
hans sem er framkvæmdastjóri Ís
landshótela, í Morgunblaðinu í síð
ustu viku að fyrirtæki þeirra feðga
hefði nýverið gengið frá kaupsamn
ingi á lóð við hlið Grand Hótels, sem
oftast er nefnd Blómavalslóðin en sú
lóð var einmitt í eigu Eyktar, verk
takafyrirtækis Péturs.
Árið 2014 ætlar Íslandshótel að
opna Fosshótel á Fáskrúðsfirði en
um er að ræða Franska spítalann,
eitt helsta kennileiti Fáskrúðsfjarðar.
Þá á að stækka Fosshótel Vatnajökul,
opna 80 herbergja hótel á Hnappa
völlum í nafni Fosshótels en sú fjár
festing mun kosta 900 milljónir
króna og stækka Fosshótel á Húsavík
árið 2016.
Nýtt gullgrafaraæði
í hótelbransanum
Margir hafa lýst yfir áhyggjum sín
um af því að nýtt ævintýri sé hafið á
Íslandi, þar sem allir ætli að græða á
hótelbransanum, líkt og á loðdýra
ræktun og laxeldi hér áður fyrr sem
síðar breytist í gróðavon í formi
hlutabréfa og fasteignabrasks á tíma
góðærisins fyrir bankahrunið.
„Allir ætla að græða á hótel
byggingum og sjálfsagt munu margir
gera það, en það græða ekki all
ir þegar gert er út á lágt gengi og lág
laun. Bankarnir mega halda vel á
spöðum ef öll þessi hótellán eiga að
borgast til baka á réttum tíma. Ætli sé
ekki rétt að fara að huga að afskrifta
sjóði fyrir hótelfjárfestingar. Það eru
nefnilega alltaf þessir ófyrirsjáanlegu
forsendubrestir sem fara svo illa með
fjárfestingar á Íslandi,“ sagði Andri
Geir Arinbjarnarson, verkfræðingur
í pistli á bloggi sínu á Eyjunni nú fyr
ir helgi.
Íslandsbanki virðist þó ekki bang
inn þó forveri hans Glitnir hafi far
ið illa út úr lánum sínum til félaga
Péturs í Eykt og Ólafs, kenndan við
Grand Hótel sem veitt voru á tíma
góðærisins. Alls hefur Íslandsbanki
þurft að afskrifa að minnsta kosti 18
milljarða króna eftir bankahrunið
AfskriftAkóngAr byggjA
hótelturn við höfðAtorg
n Félag tengt Ólafi Torfasyni, hótelstjóra Grand Hótels fékk 3 milljarða afskrifaða
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar annas@dv.is
Höfðatorg ehf Nú HTO ehf fékk 15 milljarða afskrifaða hjá Íslandsbanka.
Allt á fullt þrátt fyrir
afskriftir Ólafur Torfason,
eigandi Íslandshótela hyggst
reka stærsta hótel landsins
við Höfðatorg sem að
mestu verður fjármagnað af
Íslandsbanka sem þurfti að
afskrifa nærri þrjá milljarða
króna hjá eignarhaldsfélagi
tengdu Ólafi.
Hvalkjöti skilað
Aðfaranótt sunnudags kom til
hafnar í Reykjavík fraktskip með
130 tonn af hvalkjöti sem ekki tókst
að koma á markað í Japan. 35 full
trúar frá Alþjóðadýraverndunar
sjóðnum sigldu til móts við skipið
og fylgdu því í höfn, en sjóðurinn
vill að hvalveiðum við Íslands
strendur verði hætt og vildi vekja
athygli á því að kjötið fari til spillis.
Skipið sem upprunalega átti að
flytja kjötið til Japans var stopp
að í Hamborg í Þýskalandi þar sem
athugasemd var gerð við skráningu
þess. Þegar flutningurinn hafði loks
verið samþykktur var það um sein
an því skipið var þegar farið úr höfn.
Í kjölfarið ákvað Samskip að taka
farminn ekki alla leið, heldur koma
með hann aftur til Íslands og hafa
nú ákveðið að hætta alfarið flutn
ingi á langreyðakjöti. Ekki er vitað
hvað verður um hvalkjötið sem bíð
ur nú uppskipunar í Sundahöfn.
Sameining HÍ
og HR hag-
stæðust
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há
skóla Íslands, segir að samein
ing Háskóla Íslands og Háskólans
í Reykjavík myndi skila mestum
sparnaði fyrir íslenska ríkið. Sam
eining minni háskóla við til dæmis
Háskóla Íslands myndi skili fag
legum ávinningi en fjárhagslegur
ávinningur yrði aftur á móti tak
markaður.
Í dag eru starfræktir sjö háskól
ar hér á landi og hefur staða þeirra
verið mikið í umræðunni undan
farin misseri. Illugi Gunnarsson,
menntamálaráðherra, hefur til
að mynda sagt að búast megi við
sameiningu einhverra háskóla
stofnana á næstu árum, helst á
fyrri hluta þessa kjörtímabils.
Nafnasam-
keppni um
varnargarða
Bæjarráð Bolungarvíkurkaupstað
ar efnir nú til nafnasamkeppni um
nafn á snjóflóðavarnargarðana tvo
í Traðarhyrnu. Byggingu varnar
garðanna lýkur senn, en þeir hafa
verið í byggingu síðan árið 2006 og
segir í tilkynningu bæjarráðs að þá
vanti nafn til að hægt sé að vígja
þá formlega.
Verðlaun verða veitt fyrir bestu
tillöguna, en sigurvegarinn hlýtur
Gullkort í íþróttahús og sundlaug
Bolungarvíkur að verðmæti 52.400
krónur. Hægt er að senda inn til
lögur til 26. júlí næstkomandi, en
nánari upplýsingar má finna á vef
síðu Bolungarvíkurkaupstaðar.