Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Page 6
6 Fréttir 22. júlí 2013 Mánudagur É g var smituð í rúmlega eitt ár án þess að vita það og geta tekið ábyrgð á því. Þetta er náttúru­ lega hættulegur smitsjúkdóm­ ur,“ segir 39 ára tveggja barna móðir sem greindist með lifrarbólgu C í febrúar árið 2011. Konunni var þrátt fyrir það ekki greint frá veik­ indum sínum fyrr en um haustið 2012 eða hátt í tveimur árum eftir að greiningin var gerð. Svo virðist sem að um mistök hafi verið að ræða og að farist hafi fyrir að koma upplýs­ ingum um veikindin til konunnar. Smitsjúkdómalæknir segir að gripið hafi verið til viðeigandi ráð­ stafana í kjölfarið. Mikilvægt sé að sjúklingar sem þjáist af lifrarbólgu fái læknisaðstoð sem og fræðslu um sjúkdóminn. Komst að veikindunum fyrir tilviljun Konan lagðist inn á móttökugeð­ deild fíknimeðferðar á Landspítal­ anum fyrir rúmur tveimur árum og gekkst þá undir ýmis konar prófan­ ir. „Ég lagðist þarna inn í febrúar árið 2011 og það voru tekin öll þessi próf en þegar það var gert var talað um að maður þyrfti ekki að bera sig eft­ ir niðurstöðunum, maður yrði lát­ inn vita. Þannig að ég var bara róleg, alveg þangað til ég byrja að veikjast og fer í aðrar rannsóknir sem eru tengdar gigtarsjúkdómi sem ég er með. Þá kemur þetta upp.“ Hún segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við heilbrigðis­ starfsmenn. „Ég var sjálf heilbrigðis­ starfsmaður. Ég veit hvaða skyldum maður hefur að gegna,“ segir kon­ an, sem kýs að koma ekki fram und­ ir nafni vegna fordóma í samfélaginu gagnvart lifrarbólgusjúklingum. „Það fylgir þessum sjúkdómi alveg rosa­ lega mikil skömm, og svona stimp­ ill. Ég hef rekist á veggi og höfnun og niðurlægingu, mér líður eins og ég eigi bara að skammast mín.“ Fær ekki meðferð strax Konan segir heimilislækni sinn hafa tjáð sér að honum hafi „láðst að opna póst“ með upplýsingum úr blóðprófunum hennar en ekki náð­ ist í hann við vinnslu fréttarinnar. „Þetta er bara þannig að maður fær einhverja greiningu og svo er maður bara sendur heim. En hvað er í fram­ haldinu af þessu? Hvað er gert næst? Hvað ber að varast?“ „Ég talaði við fólkið á Vogi og þeim brá rosalega og bentu mér á land­ lækni, að ég ætti að kæra þetta,“ segir konan og bætir við að til greina komi að leggja slíka kæru fram. Nú er málið hins vegar komið í farveg á spítalanum og vonast hún til að geta fengið meðferð við lifrarbólg­ unni sem allra fyrst. Henni hefur þó verið tjáð að til þess þurfi hún að hafa verið edrú í að minnsta kosti tvö ár. Ekki eina tilfellið „Auðvitað eiga sjúklingar að fá að vita niðurstöður rannsókna sem þeir eru látnir gangast undir. Það er alveg klárt,“ segir Magnús Gott­ freðsson, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, sem tekið hefur við máli konunnar. Hann vill ekki tjá sig sérstaklega um hennar mál en segir að almennt geti ýmsar ástæður legið að baki því að upp­ lýsingar skili sér ekki til sjúklinga, þetta sé langt í frá eina tilfellið. „Kerfið er byggt þannig upp að það er reynt að tryggja að upplýs­ ingarnar skili sér. En þetta er nátt­ úrulega gríðarlega mikið upplýs­ ingamagn og upplýsingaflæði svo stundum tekst það ekki og fyrir því geta verið ýmsar ástæður,“ segir Magnús og tekur dæmi um nokkr­ ar mögulegar ástæður. „Auðvitað getur það verið hand­ vömm í einhverjum tilvikum eða yfir­ sjón, það getur líka verið að það hafi einfaldlega ekki tekist að ná í viðkom­ andi. Þess eru einnig dæmi að fólki sé tjáð þetta en það kannist síðan ekki við það svo það eru margar mögu­ legar skýringar á þessu.“ Meðferðin hentar ekki öllum Þegar einstaklingar greinast með lifrarbólgu C er fyrst reynt að kort­ leggja hve langvinn sýkingin er en hluti sjúklinga nær bata af sjálfsdáð­ um. Fyrstu viðbrögð á spítalanum eru þau að bjóða sjúklingnum viðtal á göngudeild smitsjúkdóma þar sem starfa sérhæfðir hjúkrunarfræðingar og læknar. Þá eru einstakl ingar hafð­ ir í eftirliti og fylgst með stöðu mála, en meðferð stendur ekki til boða í öllum tilfellum. „Það er mjög stór hluti þeirra sem greinast með lifrarbólgu C sem ekki fer í meðferð og er í raun og veru í eftirliti um árabil án þess að gripið sé til meðferðar,“ segir Magn­ ús og bætir við: „Það er einfald­ lega vegna þess að meðferðin hef­ ur hingað til ekki skilað nægilega góðum árangri og hún hefur reynst mörgum sjúklingum býsna erfið. Ákvörðun um meðferð er því alltaf einstaklingsbundin og taka þarf tillit til mjög margra mismunandi þátta í heilsufari sjúklingsins.“ n Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is 80 prósent fá langvinna lifrarbólgu 1 Veiran sem veldur lifrarbólgu C greindist fyrst árið 1989 en hún smitast yfirleitt með blóðsmitun. 2 Aðalsmitleiðin er við notkun á óhreinum nálum og sprautum en þó getur smit orðið við samfarir. 3 Stór hluti þeirra, sem smitast af lifrarbólgu C, fá engin augljós einkenni sjúkdómsins en um það bil 80 prósent þeirra sem smitast fá viðvarandi lifrarbólgu og eru smitandi árum saman. 4 Hluti sjúklinga fær að endingu skorpulifur eða lifrar- krabbamein að 20–30 árum liðnum. 5 Flestir sem sýkjast af lifrarbólgu C fá langvinna sýk- ingu, sem ekki gengur yfir án meðferðar. Til er meðferð við sjúkdómnum sem dugar þó ekki í öllum tilfellum en hún tekur marga mánuði og eru aukaverkan- ir nokkuð algengar. „Auðvitað eiga sjúklingar að fá að vita niðurstöður rann- sókna sem þeir eru látnir gangast undir. Það er alveg klárt. n Vissi ekki af veikindunum í tæp tvö ár n Fékk ekki niðurstöður úr blóðprófum Ekki látin vita af lifrarbólgu Ýmsar ástæður Magnús Gottfreðsson læknir segir ýmsar ástæður geta valdið því að sjúk l ingi berist ekki niðurstöður úr rannsóknum. Smituð Fyrrum heilbrigð- isstarfsmaður smitaðist af lifrarbólgu C en var ekki greint frá sjúkdómnum fyrir mistök. Bílþjófur gripinn Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu aðfara­ nótt sunnudags. Tilkynnt var um innbrot í bifreiðar í einu hverfi borgarinnar og var grunaður þjóf­ ur gripinn glóðvolgur að störf­ um í einni bifreiðinni. Hann var handtekinn í kjölfarið og gistir nú fangageymslu. Þá voru að minnsta kosti þrír ökumenn grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Neikvæð þróun Íbúðalánasjóðs Uppgreiðslur Íbúðalánasjóðs í júní voru hærri en útlán sjóðsins og er þetta níundi mánuðurinn í röð sem það gerist. Samkvæmt mánaðarlegu yfirliti Íbúðalána­ sjóðs voru samtals 960 milljónir króna lánaðar til fasteignakaupa í júní, en þar af voru 710 milljónir vegna almennra lána. Uppgreiðsl­ ur viðskiptavina á lánum námu hins vegar 1,1 milljarði króna. FME gerir ekki athuga- semd Fjármálaeftirlitið gerir ekki athugasemd við úthlutun hluta­ bréfa til starfsmanna Landsbanka Íslands, en greint var frá því í vik­ unni að hlutabréfum að andvirði tæpra fimm milljarða króna verði úthlutað til starfsmanna Lands­ bankans eftir samningi sem gerð­ ur var á milli íslenska ríkisins og kröfuhafa bankans í lok árs 2009. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri eftirlitsins, segir úthlutunina ekki falla undir reglur um kaupauka og sé því ekki til skoðunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.