Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2013, Side 12
T ilfellum alvarlegs lungna- sjúkdóms sem leggst á fólk í Suðvesturríkjum Banda- ríkjanna hefur fjölgað á ógn- vænlegum hraða á undan- förnum árum. Rúmlega 22.400 tilfelli sjúkdómsins voru greind í Banda- ríkjunum árið 2011, flest í Suðvest- urríkjunum, og hafði þeim þá fjölgað tífalt frá árinu 1998. Sjúkdómurinn sem um ræðir kallast í daglegu tali dalaveiki (e. valley fever) en lækn- isfræðilegt heiti hans er þekjumygla (e. coccidiodomycosis). Myglugró í jarðveginum valda sjúkdómnum en hann getur valdið erfiðum sýkingum í lungum fólks og í vissum tilfellum einnig lagst á heilann. Þar sem sjúk- dómurinn er ólæknanlegur hafa sér- fræðingar miklar áhyggjur af þessum fjölda nýrra tilfella. Þögull faraldur Breska ríkisútvarpið, BBC, fjallaði um málið á dögunum og í umfjöllun þess var meðal annars rætt við íbúa Avenal, fimmtán þúsund manna bæjar í San Joaquin-dalnum í Kali- forníu. Avenal er í raun miðpunkt- ur þessa þögla faraldurs og hafa fjölmargir íbúar orðið fyrir barðinu á sjúkdómnum. Þrátt fyrir þá stað- reynd að tveir af hverjum þremur sem fá sjúkdóminn finna ekki fyr- ir einkennum – og að hann er ekki smitandi – látast 160 manns að jafn- aði á hverju ári þegar sjúkdómurinn leggst á heilann. Maria Eugenia Pena lést fyrir sex árum, þá 39 ára, úr sjúk- dómnum. Hún var þunguð þegar hún lést. Vaknar upp kvalin Tom Geoghegan, fréttamaður BBC, heimsótti bæinn fyrir skemmstu og ræddi meðal annars við son henn- ar, Osvaldo Contreras, um móður hans og ástandið í bænum. Fleiri íbú- ar voru einnig teknir tali. Contrer- as, sem rekur kaffihús í bænum, seg- ist hugsa um móður sína á hverjum degi og ekki geta flúið þá tilhugsun að hann verði mögulega næstur þegar hann fær höfuðverk. „Þegar það er vindasamt úti ertu meðvitaðri um sjúkdóminn. Maður reynir að anda í gegnum nefið og passa sig á að anda ekki að sér ryki,“ segir Enrique Jim- enez viðskiptavinur kaffihússins. Avenal er á miklu landbúnaðarsvæði og steikjandi sumarhitinn þar getur verið allt að því óbærilegur. Jimenez starfaði lengi við landbúnað ásamt föður sínum. Hann segir að þeir hafi reynt að fara varlega og verið með klút fyrir vitum sínum. Þetta dugði ekki til fyrir föður hans því því hann greindist með sjúkdóminn ekki alls fyrir löngu. Maria Garcia er starfsmaður á Subway í bænum og hún er ein þeirra sem þjást af sjúkdómnum. „Ég vakna stundum upp sárkvalin,“ segir Maria og líkir einkennunum við að vera með mjög slæmt tilfelli af flensu. Hún greindist með sjúkdóminn fyrir tíu árum og þegar vindasamt er úti finn- ur hún fyrir einkennum hans. Vita ekki ástæðuna „Þetta er eitt það óhugnanlegasta sem ég hef lent í,“ segir hin sautján ára Marivi McGee en hún hefur fengið að kynnast skuggahliðum sjúkdómsins. Fyrstu einkenni voru brjóstverkir en sjúkdómurinn fór síðan í heilann þar sem hann olli miklum höfuðverkjum, svima og yfir liðum. Þar sem Marivi var ung og hraust þegar hún fékk sjúkdóminn tókst henni að vinna bug á honum. Ástæðan fyrir því að sjúkdómur- inn leggst svo þungt á íbúa Avenal er ekki að fullu kunn. Mikið rót á jarðveginum vegna landfyllingar skammt frá bænum er þó talið hafa sitt að segja. Þau börn sem greinast með sjúk- dóminn fá meðferð á barnaspítala, Children‘s Hospital Central Cali- fornia, sem er um 150 kílómetra frá bænum. Aðeins fjögur tilfelli voru greind á sjúkrahúsinu árið 2001 en þau voru 61 árið 2012. „Það veit í raun enginn af hverju þessum tilfellum hefur fjölgað svona mikið,“ segir Dr. James McCarty, læknir á spítalanum. „Það gæti verið vegna þess að fleira fólk býr á svæðinu en áður og auk- inn fjöldi þeirra sem eru ekki ónæm- ir,“ segir McCarty. Hann segir að flestir þurfi ekki læknisaðstoð vegna sjúkdómsins og líkaminn sjái um að losna við hann sjálfur. Þriðjungur þeirra sem smitist fái þó flensuein- kenni mjög reglulega. Einn af hverj- um tuttugu sem fái sjúkdóminn fái lungnabólgu og í einu af hverjum hundrað tilfellum dreifist sýkingin í bein, heila eða húðina og það geti verið lífshættulegt. Fólk sem smitast losnar aldrei við sjúkdóminn, hann leggst í dvala og getur skotið upp kollinum aftur. Sýklalyf virka ekki á alla sjúklinga og margir sem smit- ast þurfa að vera á lyfjum allt sitt líf með tilheyrandi kostnaði. Af ókunnri ástæðu eru þeldökkir og fólk af asísk- um uppruna í meiri hættu á að finna fyrir einkennum sjúkdómsins en aðrir kynþættir. Í nágrenni bæjarins standa tvö fangelsi þar sem samtals átta þúsund fangar eru í afplánun. Yfir 40 fangar hafa látist af völdum sjúkdómsins á undanförnum sjö árum og í síðasta mánuði úrskurðaði dómari að 2.600 fangar í áhættuhópi skildu færðir í annað fangelsi þar sem hættan á smiti er minni. Óvíst með lækningu Dalaveiki leggst ekki eingöngu á fólk í Suðvesturríkjum Bandaríkjanna. Sjúk dómurinn var fyrst greindur árið 1893 þegar argentínskur her- maður varð fórnarlamb hans. Sama ár greindist sjúkdómurinn fyrst í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur hann reglulega skotið upp kollin- um. Þegar stór jarðskjálfti reið yfir í Los Angeles árið 1994 fjölgaði tilfell- um sjúkdómsins verulega. Á síðustu tuttugu árum hefur sjúkdómurinn greinst víðar í Bandaríkjunum og á svæðum þar sem sjúkdómurinn var áður óþekktur. John Galgiani hefur rannsakað sjúkdóminn í yfir 30 ár. Hann áætl- ar að líkurnar á að smitast á svæðum þar sem sjúkdómurinn er algeng- ur séu um þrjú prósent og líkurn- ar á að veikjast séu um eitt prósent. Þegar hann er spurður um mögu- legar ástæður þessarar aukningar til- fella er fátt um ákveðin svör. Möguleg ástæða sé fólksfjölgun, breytt veður- far, betri greining hjá læknum. Hann efast um að framkvæmdir í nágrenni Avenal eigi sinn þátt. Bendir hann á að sjúkdómurinn virðist geta lagst á alla – ekki endilega einstaklinga sem starfa á svæðum þar sem hættan ætti að vera mest. Galgiani segir að lítið sé hægt að gera til að forðast sjúk- dóminn. Lyfjafyrirtæki hafa reynt að þróa bóluefni gegn sjúkdómnum en óvíst er hvort tilraunir með þau lyf muni skila tilætluðum árangri. Skort hefur fjármagn og þátttakendur til að taka þátt í prófunum. Ólíkt föngunum hafa íbúar Avenal ekki tækifæri til að flytja á kostnað yfir valda. „Ef þeir eru að flytja fang- ana burt,“ segir Osvaldo Contreras, „þá velti ég því fyrir mér hvort mér sé hollt að búa hérna.“ n 12 Fréttir 22. júlí 2013 Mánudagur n Myglugró í jarðvegi eru sökudólgurinn n Getur verið lífshættulegur Dularfullur sjúkdómur leggst á þúsundir íbúa Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Ég vakna stundum upp sárkvalin Eyðimörk Það eru myglugró í jarðvegi sem valda sjúkdómnum. Þegar ryk þyrlast upp dreifast gróin og er fólk algjörlega varnarlaust. Kjöraðstæður fyrir gróin eru tiltölulega þurr og heit svæði. Mynd REutERs Missti móður sína Enrique Jimenez missti móður sína úr sjúkdómnum. Hann segist óttast að verða næsta fórnarlamb sjúkdómsins. Óhugnanlegt Marici McGee segir það hafa verið óhugnanlega reynslu að fá sjúk- dóminn. Sýkingin barst í heilann en henni tókst þó að jafna sig. Skorað á stjórnvöld í Sádí-Arabíu Vefsíðan Avaaz.com hefur stofnað til undirskriftasöfnunar þar sem skorað er á yfirvöld í Sádí-Arabíu að leysa hina norsku Marte Dalelv úr haldi. Dalelv var síðast liðinn þriðjudag dæmd í sextán mánaða fangelsi fyrir að stunda kynlíf utan hjónabands, bera ljúgvitni og neyta áfengis eftir að hún leitaði til lögreglunnar í Dubaí í kjölfar nauðgunar. Dalelv kærði vinnu- félaga sinn fyrir nauðgun og var í kjölfarið sagt upp af vinnuveitend- um sínum, en hún hefur starfað í Katar síðan 2011 og var í vinnu- ferð í Dubaí þegar nauðgunin átti sér stað. Málið hefur vakið mikla athygli víðs vegar um heim, en norsk yfir völd hafa fordæmt dóminn og staðið í ströngu við að koma Dalelv til hjálpar. Hún hefur verið boðuð á fund með ríkissaksóknara í Dubaí, en hvorki Dalelv né lög- maður segjast vita tilefni fundar- ins. Fundurinn fer fram í dag. Jarðskjálfti á Nýja-Sjálandi Jarðskjálfti skók Wellington, höf- uðborg Nýja-Sjálands í gær- morgun. Jarðskjálftinn, sem átti sér stað klukkan 05:09 að íslensk- um tíma, var 6,5 á Richter og olli töluverðum skemmdum, meðal annars á þinghúsinu í Wellington. Ekki hefur verið tilkynnt um nein alvarleg slys eða mannföll. Skjálft- inn stóð yfir í eina mínútu og náði yfir 57 kílómetra langt svæði eft- ir ströndinni suður með höfuð- borginni. Sérfræðingar telja þó ekki hættu á tsunami-bylgju. Yfir fjórtán þúsund jarðskjálft- ar eiga sér stað á Nýja-Sjálandi ár hvert, en þar af eru yfirleitt ekki fleiri en 20 skjálftar meira en 5 á Richter. Landið er staðsett á hin- um svokallaða „Eldhring“ (e. Ring of Fire) en þar eru jarðskjálftar og eldgos algeng. Í febrúar 2011 varð jarðskjálfti nálægt Christchurch. Sá var 6,3 á Richter og kostaði 185 manns lífið. Banna ofbeldis­ fullt klám Bresk yfirvöld hafa í hyggju að leggja bann við klámi sem sýn- ir nauðganir og ofbeldisfullt kynlíf. Sé það liður í baráttu yfirvalda við hina svokölluðu „klámvæðingu“ og aðgerð- um til að vernda börn gagn- vart skaðlegum myndum á internetinu. Klámmyndbönd sem sýna ofbeldisfullar athafnir og nauðganir hafa verið bannað- ar í Skotlandi frá árinu 2008 en nú stendur til að útvíkka lög- gjöfina og gera slíkt ólöglegt í Bretlandi öllu. Yfirvöld þar í landi hafa verið undir miklum þrýstingi frá samtökum á borð við Rape Crisis South London, sem berjast gegn því að nauðg- anir og ofbeldisfullt kynlíf séu sýnd í jákvæðu ljósi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.