Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Page 3
Fréttir 3
Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu,
jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær.
Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri
hversdagsins.
Vikublað 28.–30. janúar 2014
„Ég er ekki mikill skapmaður“
n Magnús Geir Þórðarson mun stýra RÚV n Mun leggja áherslu á menningu n Spennandi verkefni framundan n Erfitt að kveðja leikhúsið
strúktúr, hér er frábær starfshópur,
spennandi verkefni framundan
og stór hópur fastagesta. Ef það
er einhvern tímann gott að taka
við leikhúsi þá er gott að taka við
þessu húsi með öllu því góða fólki
sem hér er.“
Það sem af er degi hefur Magnús
Geir verið á fullu í leikhúsinu að
sinna hefðbundnum verkum þar.
„Við erum með frumsýningu á
föstudaginn og það er í mörg horn
að líta þar. Þannig að ég hef verið
á hlaupum,“ segir Magnús Geir
sem segir það sérstaka tilhugs
un að kveðja leikhúsið. „Fyrst og
fremst af því að ég er svo heppinn
að starfa með einstöku fólki. Þetta
er samheldinn vinnustaður og ég
finn fyrir stuðningi, væntumþykju
og hlýju héðan úr leikhúsinu.
Margir hafa sagt að þeim þyki leitt
að ég sé að fara og mér þykir vænt
um það. Hér er gaman og okkur
hefur gengið feikilega vel og feng
ið mikinn meðbyr. Það er skrýtið
að hverfa frá því.
Hins vegar held ég að það sé
engum hollt að festast á sama
stað. Þá er hætt við að það skapist
kyrrstaða sem er ekki góð í listum.
Þess vegna held ég að það sé ágætt
að fara frá núna. En ég lít svo á að
þetta sé tímabundið. Ég er ungur
og geri mér vonir um að ég eigi aft
urkvæmt seinna. Ég lít ekki svo á
að ég sé að kveðja leikhúsið fyrir
fullt og allt.“
Lærdómsrík mistök
Ástríða Magnúsar Geirs fyrir leik
húsinu hefur verið óþrjótandi, en
hann hefur verið virkur í leikhús
lífinu allt frá barnæsku og átt far
sælum ferli að fagna. Undir hans
stjórn var aðsóknarmet í Borgar
leikhúsið slegið og sala áskriftar
korta margfaldaðist. Áður leik
stýrði hann Leikfélagi Akureyrar
og naut þar sömu velgengni.
Aðspurður hvort hann hafi
aldrei stigið feilspor segir hann að
jú, hann hafi vissulega gert það.
„Ég hef gert ýmislegt á minni ævi
og verið svo heppinn að flest hef
ur gengið vel. Starfið í leikhús
inu, bæði í Borgarleikhúsinu og
sömuleiðis í Leikfélagi Akureyrar,
hefur verið ævintýri líkast.
En þegar ég var ungur að árum
var ég leikhússtjóri Leikfélags Ís
lands. Það gekk mjög vel framan af
en svo hallaði undan fæti síðustu
misserin. Það voru erfiðir tím
ar og reksturinn gekk á endanum
ekki eins vel og við vonuðumst til.
Þannig að ég hef líka mætt mót
læti. Það var mjög lærdómsríkt og
ég bjó að þeirri reynslu þegar ég
menntaði mig frekar og kom inn
í stóru leikhúsin. Það er ágætt að
reka sig á, því maður lærir af því.
Svo er það líka þannig að þótt
allt gangi vel, eins og þegar okkur
gekk vel í Borgarleikhúsinu út frá
öllum mælikvörðum, þá hef ég
stundum setið frumsýningar og
hugsað með mér að ég hefði viljað
ná að taka eitthvað lengra eða gera
það betur. Það er partur af listinni
að þora að taka áhættu og festast
ekki í örygginu.“
Mistökin eru fleiri. „Ég hef ör
ugglega tekið húfuna af einhverri
stelpu í Melaskóla þegar ég var
lítill og framið einhverjar syndir.
Heilt yfir hef samt ég verið svo
heppinn að vera umvafinn góðu
fólki sem ég hef notið þess að
vinna með. Ég reyni að vera sann
gjarn þannig að yfirleitt tekst að
sigla málum þannig að allir séu
sáttir og ánægðir. Ég er ekki mik
ill skapmaður og vill frekar ná sem
bestri niðurstöðu fyrir alla aðila.
Það er mitt markmið. Þannig vil ég
lifa lífinu.“
Áhersla á menningu
Undanfarin þrjú ár hefur Magnús
Geir setið í stjórn RÚV. Að öðru
leyti hefur hann aldrei starfað við
fjölmiðla, ólíkt fráfarandi útvarps
stjóra sem hafði víðtæka reynslu af
fjölmiðlum áður en hann tók við
stjórn Ríkisútvarpsins. „Ég hef nær
alla mína starfsævi unnið í menn
ingarlífi og leikhúsi, enda hef ég
verið með leikhúsbakteríuna frá
því að ég var lítill drengur.
Síðustu ár hef ég setið í stjórn
RÚV og kynnst rekstrinum það
an. En ég hef aldrei starfað við fjöl
miðla og það bíður mín að fá að
kynnast starfinu á gólfinu,“ seg
ir Magnús Geir sem segir það þó
ólíklegt að landsmenn muni sjá
hann á skjánum að lesa fréttir, líkt
og forveri hans gerði um tíma.
Aðspurður hvort ekki sé hætt
við því að hann muni leggja meiri
áherslu á menningarhlutverk RÚV
en fréttirnar svarar hann því til að
RÚV hafi fjölþættu hlutverki að
gegna: „Menningarhlutverkið er
eitt mikilvægasta hlutverkið en
ekki mikilvægara en fréttamennsk
an eða krufning á samfélagsmál
um. Keppikeflið er að ná fram
réttri blöndu, en sannarlega mun
ég sýna því mikinn áhuga á að hlúa
að menningunni og leggja áherslu
á að RÚV taki þátt í menningarlífi
landsins.“
Í fjarbúð
Að hans mati eru margir þættir
mikilvægir í fari útvarpsstjóra til
að hann getið orðið góður leiðtogi.
„Útvarpsstjóri þarf, eins og allir
stjórnendur í fyrirtækjum af þessu
tagi, að geta séð stóru myndina,
hafa skýra framtíðarsýn og geta
fylkt fólki að baki sér. Í tilfelli RÚV
þarf útvarpsstjóri einnig að geta
skapað sátt á meðal þjóðarinnar.
Ég vona að það takist að hlusta á
hvað þjóðin vill og í sameiningu
leiða Ríkisútvarpið þangað.“
Að eigin sögn er hæfileikinn
til að vinna með fólki hans helsti
kostur. „Ég nýt þess að vinna með
fólki og skapa hópanda. Ég hef
engan áhuga á að draga vagninn
einn. Ég vil hafa fólk í kringum mig
sem hefur skoðanir á því sem við
erum að gera. Og ég reyni að nálg
ast viðfangsefnin með jákvæðum
huga.“
Hann er líka vinnuþjarkur sem
vann myrkranna á milli í leikhús
inu á unglingsárunum og hafði
ekki tíma til að halda upp á þrí
tugsafmælið vegna anna. „Það er
rétt,“ segir hann hlæjandi. „En ég
er að reyna að spyrna við þessu.
Af því að nú á ég lítinn dreng og
stóra fjölskyldu, en sonurinn Árni
Gunnar er að verða eins árs. Syst
kini hans eru þrjú, þau Arna Ýr,
16 ára, Andrea Björk, 14 ára, og
Stefán, 10 ára. Þannig að ég reyni
að halda eftir tíma til þess að njóta
samvista við þau.“
Staða hans er hins vegar óvenju
leg að því leyti að hann heldur tvö
heimili, annars vegar hér fyrir
sunnan og annað fyrir norðan, þar
sem fjölskyldan er, en konan hans,
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, stýrir
menningarhúsinu Hofi. „Það get
ur verið flókið að vera í fjarbúð út
af flugsamgöngum, en það gengur
samt ótrúlega vel.“
Magnús Geir var einmitt að
fljúga norður síðastliðinn föstu
dag þegar það vakti eftirtekt að
hann sat við hlið menntamála
ráðherrans. Illugi hefur sagt að
það hafi verið hrein tilviljun og
„það er rétt,“ segir Magnús Geir.
Faglegur stjórnandi
Magnús Geir var skipaður af Sjálf
stæðisflokknum í stjórn RÚV á sín
um tíma en hann segir af og frá að
ráðningin hafi verið pólitísk. „Ég
hef aldrei starfað í pólitík og hef
aldrei í mínum störfum komið ná
lægt pólitík eða verið sakaður um
slíkt. Ég hef skoðanir á þjóðmál
um fyrir sjálfan mig og fylgist með
bæði þjóðmálum og alþjóðamál
um. En ég hef ekki starfað í póli
tík og hef ekki áhuga á að starfa í
pólitík. Svo er og svo verður,“ segir
hann ákveðinn.
Aðspurður hvort hann sé flokks
bundinn segist hann ekki vita það,
hann hafi einhvern tímann kosið í
prófkjöri en það sé orðið langt síð
an. Svo langt að hann muni ekki
hvenær það var.
Þannig að pólitískar skoðanir
munu ekki hafa áhrif á störf hans?
„Nei. Ég er faglegur stjórnandi
og hef starfað sem síkur og kem
þannig inn í Ríkisútvarpið. Með þá
reynslu og ekkert annað.“
Þá hefur komið fram, meðal
annars í bréfi sem hann sendi
starfsfólki Borgarleikhússins,
eftir að hann sendi inn umsókn
um stöðuna, að hann hefði ver
ið hvattur til þess. Aðspurður hver
hvatti hann til þess segir hann að
það hafi verið fjöldi fólks úr öllum
áttum, „og mikið til innan úr RÚV.
Mér þótti vænt um það.
En á endanum var það mín
ákvörðun að sækja um þetta starf.
Þú tekur þá ákvörðun sjálfur út frá
því sem þú telur skynsamlegt og
skemmtilegt.
Það heillaði mig hvað RÚV er
mikilvæg stofnun sem þjóðinni
þykir vænt um. Ég tel að tækifæri
séu til þess að byggja RÚV upp á ný
og er sannfærður um að hægt sé að
skapa meiri sátt um Ríkisútvarpið.
Það verður mitt verkefni,“ segir
hann að lokum. n
„Það voru
erfiðir tímar
og reksturinn gekk
á endanum ekki
eins vel og við
vonuðumst til
n Magnús Geir er Reykvíkingur að uppruna,
fæddur 1973 og lauk stúdentsprófi frá MR.
n Hann nam leikstjórn við The Bristol Old
Vic Theatre School, meistaranámi í leik-
húsfræðum frá The University of Wales
og MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík
árið 2005.
n Hann hefur verið afkastamikill leikstjóri
og leikstýrt fjölda leiksýninga.
n Hann var leikhússtjóri Leikfélags
Akureyrar frá árinu 2004 þar til hann tók
við stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins
árið 2008.
n Staða útvarpsstjóra var auglýst í des-
ember í kjölfar þess að Páll Magnússon
lét af störfum. Alls bárust 39 umsóknir
um stöðuna.
n Ellefu umsækjendur sem best þóttu
uppfylla hæfniskröfur voru boðaðir í
viðtal. Sex voru boðaðir í framhaldsviðtal
og fjórir í áframhaldandi viðtal til að
kynna hugmyndir sínar um framtíðarsýn
og hlutverk Ríkisútvarpsins.
n Stjórn RÚV ákvað einróma að ráða
Magnús Geir.
Hver er maðurinn?