Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Side 10
Vikublað 28.–30. janúar 201410 Fréttir N íu, tveir karlar og sjö konur, hafa verið ákærð fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lög- reglu þegar þau mótmæltu vegagerð í Gálgahrauni þann 21. október síðastliðinn. Tugir manns voru handteknir í hrauninu og færðir í einangrun, en einungis hluti hóps- ins var ákærður. Ákærurnar verða teknar fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag, þriðjudag. Ellilífeyrisþegar eru á meðal hinna ákærðu. DV hefur rætt við alla úr hópnum og ber þeim saman um að með ákærunum sýni íslensk yfirvöld aukna hörku gagnvart friðsömum mótmælendum. Fern náttúruverndarsamtök, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suð- vesturlands og Hraunavinir höfðuðu sameiginlega dómsmál í vor til þess að fá skorið úr um lögmæti fyrirhug- aðrar framkvæmdar við lagningu nýs Álftanesvegar um þvert Gálga- hraun. Töldu mótmælendur að bíða ætti niðurstöðu dómstóla áður en framkvæmdum væri haldið áfram. Þessu var Vegagerðin ósammála en í tilkynningu hennar vegna málsins sagði meðal annars: „Meginregla ís- lensks réttarfars er að höfðun dóms- máls frestar ekki framkvæmdum.“ Aðgerðir lögreglu voru viðamiklar en Álftanesveginum var meðal annars lokað á meðan sérstök aðgerðarsveit lögreglunnar – um fjörutíu lögreglu- menn – handtók mótmælendur og færði þá í fangageymslur lögreglu. „Umfangið á þessu máli er að verða rosalega mikið miðað við þær litlu sakir sem bornar eru á þetta fólk,“ segir Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lögmaður Hraunavina, í samtali við DV. Friðsamleg mótmæli Mótmæli Hraunavina voru friðsam- leg og fólust að mestu leyti í því að sitja í hrauninu og færa sig ekki úr stað þrátt fyrir fyrirskipanir lögreglu. Lögreglan vísaði til þess að fólk- ið væri að trufla framkvæmdir inni á vinnusvæði en mótmælendur bentu á að lögreglan hefði skilgreint mörk vinnusvæðisins eftir á. Þannig hafi borðar sem áttu að skilgreina vinnu- svæðið verið færðir til af lögreglu- mönnum og inn á svæðið þar sem mótmælendur sátu. Þetta vakti meðal annars spurn- ingar um hlutverk lögreglu og hvort henni væri í sjálfsvald sett að skil- greina og færa til mörk vinnusvæð- is í þjónustu við verktaka. Það vakti einnig mikla athygli þegar Ómar Ragnarsson var handtekinn. „Ég stend á rétti mínum og beygi mig fyrir valdinu,“ sagði Ómar þegar hann var borinn í burtu af lögreglumönn- um. Hann er ekki á meðal þeirra sem ákærðir eru nú. Stjórnarskrárvarinn réttur „Samkvæmt stjórnarskrá eigum við rétt á því á að mótmæla með frið- samlegum hætti. Það er ekki hægt að taka þennan rétt af okkur og rík- isvaldið verður að virða það,“ seg- ir Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lögmaður Hraunavina, í samtali við DV. Hún bætir því við að þessi réttur sé einnig varinn af mannréttinda- sáttmála Evrópu. „Þannig að þetta er auðvitað mikið prinsippmál.“ Hún segir fésektir liggja við hinum meintu brotum en vararefsing geti mögulega verið fangelsisvist „Hvað getur lögreglan gengið langt í því að gefa fólki fyrirmæli?“ spyr Ragnhildur Elfa og tekur fram að lögreglu beri að gæta meðalhófs þegar henni sé falið svo mikið vald. „Að ganga svo langt að ákæra fólk af jafn litlu tilefni er auðvitað kapítuli út af fyrir sig.“ Hún segir að dómari eigi eftir að taka afstöðu til málsins og því sé erfitt að segja til um hvað gerist næst. „Það er ákæruvaldsins að sanna að þetta fólk hafi óhlýðnast fyrirmæl- um lögreglu þannig að það reynir á það fyrir dómi.“ Fyrrverandi ráðherra handtekinn Fjölmargir þeirra sem tóku þátt í mót- mælunum voru á miðjum aldri eða eldri og neituðu flestir að færa sig um set þegar lögregla krafðist þess. Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is 1 3 4 5 7 8 Viðamiklar aðgerðir Um fjörutíu lögreglumenn komu á vett- vang og hand- tóku velflesta mótmælendur. n Níu ákærð vegna mótmæla í Gálgahrauni n Stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla, segir lögmaður Þau eru óvinir ríkisins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.