Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Síða 18
Vikublað 28.–30. janúar 201418 Fréttir N okkrir af valdamestu þjóð- höfðingjum hins vestræna heims hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að vera við- staddir opnunarhátíð Vetr- arólympíuleikanna í Sochi í Rúss- landi, sem hefjast 7. febrúar. Flestir gera það til að mótmæla mannréttindabrotum á minnihluta- hópum í landinu en mannréttindi samkynhneigðra hafa verið fótum troðin í landinu, svo vægt sé til orða tekið. Umdeild lög voru samþykkt í Rússlandi í janúar í fyrra þar sem bann var sett við að „samkynhneigð- um áróðri“ væri haldið að börnum. Samkynhneigð pör hafa verið sektuð fyrir að kyssast eða haldast í hendur á opinberum vettvangi. Þá eru gleði- göngur samkynhneigðra víða bann- aðar í Moskvu og víðar í Rússlandi. Fólk hvatt til að sniðganga Skemmst er að minnast meðferðar hins opinbera á meðlimum hljóm- sveitarinnar Pussy Riot. Meðlimir hljómsveitarinnar, sem fangelsaðir voru í fyrra, hafa hvatt fólk til að sniðganga leikana enda sé um að ræða gæluverkefni Vladimírs Pútín. Rússar hafa lagt gríðarlegt fjármagn í leikana, sem verða dýrustu vetrar- ólympíuleikar sögunnar. Vestræn- ir fréttaskýrendur tala um að Pútín vilji með fjáraustrinum freista þess að bæta ímynd landsins – sem það sannarlega má við. Eins og áður segir hafa nokkrir ráðamenn og þjóðarleiðtogar gef- ið frat í leikana og ætla ekki að fara. Leiðtogarnir eru þó misfrakkir í af- stöðu sinni. Sumir segja berum orð- um að í því felist pólitísk yfirlýsing af þeirra hálfu, og fordæma þau brot sem Rússar fremja á minni- hlutahópum, á meðan aðrir hafa hljótt um sig eða segjast einfaldlega ekki vilja fara, eða jafnvel ekki kom- ast til Sochi. n Þessir ætla ekki á Ólympíuleikana n Vestrænir ráðamenn segja nei við mannréttindabrotum og ætla ekki til Sochi Baldur Guðmundsson baldur@dv.is n Tveir íslenskir ráðherrar fara til Sochi; þau Illugi Gunnarsson mennta- málaráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. DV spurði á vef sínum, DV.is, lesendur hvort íslenskir ráðherrar ættu að sniðganga Vetrar- ólympíuleikana. Ríflega 83 prósent svarenda vildu að íslenskir ráðherra héldu sig heima á meðan tæplega 17 prósent vildu að þeir færu út. Íslenskir ráðherrar fara út Fæstir vilja að íslenskir ráðherrar sæki heim Sochi Já 82,8% Nei 17,2% Barack Obama Staða: Forseti „Hvað varðar Ólympíuleikana og frammistöðu í þíþróttum þá drögum við ekki fólk í dilka eftir kynhneigð,“ hefur Obama látið hafa eftir sér. Leikarnir í Sochi verða þeir fyrstu sem Bandaríkjaforseti, forsetafrú eða varaforseti Bandaríkjanna heimsækja ekki frá árinu 2000. Lena A. Liljeroth Staða: Íþróttamálaráðherra Liljeroth hefur látið hafa eftir sér að of mörg viðvörunarljós hafi kviknað. Þau lúti að umhverfismálum, peningum og sérstaklega mannréttindum. „Ég ætla ekki að fara á opnunarhátíðina og það er pólitísk yfirlýs- ing,“ er haft eftir ráðherranum í sænskum fjölmiðlum. David Cameron Staða: Forsætisráðherra Cameron ætlar ekki á leikana en segist heldur trúa á að ræða málefni en sniðganga viðburði sem þessa. Mannréttindabrot séu ekki ástæða þess að hann fari ekki. „Við sendum Clöru Balding [samkynhneigð sjónvarpskona, innsk. blm.] til að segja frá leikunum og ég tel að það séu býsna skýr skilaboð,“ segir Cameron. Elio Di Rupo Staða: Forsætisráðherra Hvorki flæmski né belgíski forsætisráðherr- ann ætla á Ólympíuleikana. „Við ætluðum aldrei að fara,“ sagði Di Rupo. Utanríkisráð- herrann ætlar heldur ekki en þau hafna því öll að þau séu að taka þátt í einhvers konar uppreisn. „Ég er á því að íþróttir og pólitík eigi að vera aðskilin.“ Benjam. Netanyahu Staða: Forsætisráðherra Þrátt fyrir góðan vinskap Netanyahu og Pútíns Rússlandsforseta, hefur forsætis- ráðherrann ákveðið að sækja ekki leikana. Leiðtoginn hefur ekki tjáð sig um ástæðu þess en skrifstofa hans sendi frá sér yfir- lýsingu þess efnis að boð Rússa hefði verið móttekið en að það verði ekki þegið. Stephen Harper Staða: Forsætisráðherra Um svipað leyti og Hvíta húsið greindi frá því að Obama færi ekki til Rússlands kom svipuð yfirlýsing frá Kanada. „Hann fer vanalega ekki á vetrarólympíuleika og á því verður engin breyting núna,“ stóð í tölvupósti frá talsmanni ráðherrans. Ekki kom fram að um pólitíska yfirlýsingu væri að ræða. Joachim Gauck Staða: Forseti Þýska stórblaðið Der Spiegel greindi frá því að ákvörðun Gauck um að fara ekki til Rússlands væri sprottin af pólitískum rótum. Hann væri með þessu að mótmæla mannréttindabrotum Rússa og framgöngu stjórnvalda gegn pólitískum andstæðing- um. Viviane Reding Staða: Framkvæmdastjóri dómsmála og mannréttinda í ESB „Ég ætla sannarlega ekki til Sochi á meðan komið er fram við minnihlutahópa á þann hátt sem lögin í landinu kveða á um.“ Hún hefur gengið hart fram í afstöðu sinni til rússneskra yfirvalda og hefur ítrekað bent á það sem miður fer í Rússlandi. Francois Hollande Staða: Forseti Hollande, sem hefur átt í vandamálum í einkalífinu af áður óþekktri stærðargráðu ætlar ekki til Sochi. Það var kunngjört um miðjan desember og jafnframt að engir franskir ráðamenn færu. Hollande hefur ekki gefið skýringu á fjarveru sinni í eigin persónu. Paavo Arhinmaki Staða: Íþróttamálaráðherra Arhinmaki hefur sagt að stjórnmálamenn ættu ekki að fara í opinbera heimsókn til Rússlands. Hann ætli ekki að fara og að það megi túlka sem yfirlýsingu gegn heftingu tjáningarfrelsis og öðrum mannréttinda- brotum í garð landsmanna. Hann fer hins vegar á eigin vegum og styður sitt fólk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.