Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Qupperneq 19
Vikublað 28.–30. janúar 2014 Skrýtið 19
Nokkur atriði um
tunglið
n Hefur áhrif á svefn n Fjarlægist jörðina hægt n Sólarhringurinn 29 dagar
E
r ást í tunglinu?“ spurði
tónlistarmaðurinn Geiri
Sæm í samnefndu lagi
sem kom út á sam-
nefndri plötu árið 1988.
Mannfólkið hefur ávallt verið
forvitið um þennan eina fylgi-
hnött jarðarinnar sem er talinn
hafa myndast fyrir 4,5 millj-
örðum ára þegar hnöttur á
stærð við Mars rakst á jörðina
skömmu eftir myndun sólkerf-
isins. Um hann hafa verið rit-
uð fjölmörg rit og hafa nokkrir
gerst svo djarfir að stíga fæti á
tunglið. Í þessari umfjöllun er
að finna nokkrar skemmtilegar
staðreyndir um tunglið.
birgir@dv.is
tunglið hefur áhrif á svefn Gamlar þjóðsögur herma að fullt tungl hafi áhrif á skap fólks,
frjósemi og ástalíf. Í fyrra birti þó líffræðingurinn Christian Cajochen rannsókn sem sýnir fram á að fólk sefur betur
við kvartilaskipti tunglsins þegar það er á milli jarðar og sólar. Lengst af hefur þetta verið kallað nýtt tungl. Sam-
kvæmt rannsókn Cajochen tekur hins vegar fimm mínútum lengur að festa svefn þegar tunglið er fullt.
Bara sex mánuði akandi Ef sá möguleiki væri
fyrir hendi þá tæki tæplega sex mánuði að aka til tunglsins á 95
kílómetra hraða á klukkustund. Geimfarinn Fred Hoyle var sá fyrsti til
að benda á að ef maður myndi aka bíl beint upp í loftið á 95 kílómetra
hraða þá tæki aðeins um það bil klukkustund að komast út í geim.
Tunglið er að meðaltali 348 þúsund kílómetra frá jörðu, mesta fjar-
lægðin er 405 þúsund kílómetrar en minnsta 363 þúsund kílómetrar.
42 ár 42 ár eru liðin síðan maður
gekk síðast á tunglinu. Apollo 17 var síðasta
geimfarið sem flutti menn til tunglsins en
alls höfðu 12 manns gengið á tunglinu þegar
Bandaríkjamenn létu af þessum mönnuðu
ferðum sínum til tunglsins.
29 og hálfan dag Sólar-
hringurinn á tunglinu varir í 29 og hálfan dag
að jafnaði. Með öðrum orðum, ef þú stæðir
á yfirborði tunglsins tæki það 29 og hálfan
dag fyrir sólina að ná heilum hring.
Fjarlægist á hraða vaxtar naglar
Tunglið fjarlægist jörðina um 3,78 sentímetra á
hverju ári. Það fjarlægist á sama hraða og það
tekur neglur að vaxa. Á Vísindavef Háskóla
Íslands kemur fram að sjávarfallakraftar
valda núningi á snúningi jarðar sem dreg-
ur úr hverfiþunga og hreyfiorku hennar.
Orkan færist yfir á tunglið sem veldur
því að það fjarlægist jörðina. Fyrir
vikið lengist dagurinn á jörðinni um 15
míkrósekúndurr á ári en á Vísindavef
Háskóla Íslands kemur fram að tekið
sé tillit til þess í tímaútreikningum með
því að bæta annað slagið við hlaupsek-
úndu. Þar kemur einnig fram að að sólar-
hringurinn var mun skemmri áður fyrr og
tunglið nær jörðinni. Rannsóknir sýna að fyrir
um 600 milljónum ára var sólarhringurinn um
22 klukkustundir, og 400 sólarhringar á árinu. Það
er ekki hægt að láta staðar numið við þessar vangaveltur
hér, því í fjarlægri framtíð verða sjávarfallakraftarnir búnir að hægja
svo á snúningi jarðar að sólarhringurinn verður jafnlangur tungl-
mánuðinum, að því er fram kemur á Vísindavef Háskóla Íslands.
Farsímarnir öflugri Farsímar í dag eru öflugri en
tölvurnar sem voru notaðar til að stýra leiðangri Apollo 11-tungl-
farsins árið 1969.
Á leið burt Tunglið
fjarlægist okkur um
tæplega fjóra sentí-
metra ári.
Myndir ShutterStock