Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Page 20
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 20 Umræða Vikublað 28.–30. janúar 2014 Hún er pabbi minn Þetta er skemmtilegt Þetta er svolítið áreiti Ég hótaði ekki Bubba Hannes Óli Ágústsson ræðir um pabba sinn sem er transkona. – DV Orri Páll Dýrason er með mótorhjóladellu. – DV Margrét Edda Gnarr er áreitt á Facebook. – DVHelga Ingadóttir segir enga hótun felast í bréfi sínu til Bubba Morthens. – DV Reynir Traustason rt@dv.is Leiðari Sú ákvörðun stjórnar Ríkis­ útvarpsins að ráða Magnús Geir Þórðarson ber yfirbragð fag­ mennsku. Magnús Geir hefur sem leikhússtjóri á Akureyri og í Reykjavík sannað að hann er yfir­ burðamaður. Engu skal spáð um það hvernig honum tekst það stóra verkefni að endurreisa Ríkisút­ varpið eftir niðurlægingartímabil sem staðið hefur í tíð fráfarandi út­ varpsstjóra. Verkefnið er gríðarlegt. Hlut­ verk Magnúsar Geirs er fyrst og fremst að koma á aga í fjármálum stofnunarinnar sem hefur verið í ógöngum árum saman. Þar verður að taka til hendinni svo um munar. Eðlilegt er að stjórnvöld noti tæki­ færið og taki Ríkisútvarpið af aug­ lýsingamarkaði. Stofnunin hefur gengið einkar hart fram í þeim efn­ um og gjarnan verið á gráu svæði. Þar nægir að nefna auglýsingar á sterkum bjór sem eru bannaðar og frjálsir fjölmiðlar hafa fengið dóma fyrir. Þjóðarútvarpinu hefur hik­ laust verið beitt á grösugar lend­ ur áfengissala. Sterki bjórinn hef­ ur verið auglýstur sem léttöl til að fara á svig við lögin. Fyrrverandi útvarpsstjóri, sem hraktist á brott í lok síðasta árs, varði þessa framgöngu. Magnús Geir þarf að skilgreina hlutverk Ríkisútvarpsins upp á nýtt. Það getur ekki verið hlutverk þess að selja fólki aðgang og hygla einstök­ um vörutegundum til að tryggja sér hlustun og áhorf. Rás 2 er æp­ andi dæmi um slíkt markaðshórerí. Vildarvinir úr verslunargeiranum koma að vöru sinni með þeim hætti að hún er margnefnd sem verðlaun til hlustenda. Skýr mörk milli dag­ skrárefnis og auglýsinga hafa horf­ ið. Gráa svæðið þar sem auglýsend­ ur og dagskrárgerðarmenn fallast í faðma hefur sífellt orðið stærra. Það má auðvitað benda á að út­ varp og sjónvarp á frjálsa markaðn­ um er í einhverjum tilvikum komið langtum lengra í að selja umfjöllun. Það afsakar þó ekki að fjölmiðill í almannaþágu taki eina vöru fram yfir aðra í dagskrárumfjöllun sinni vegna þess að peningar eru í boði. Á sama tíma er þessi stofn­ un ofan í vasa hvers landsmanns. Lögbundin nauðungaráskrift er að Ríkisútvarpinu sem þar að auki le­ yfir sér að selja vildarvinum um­ fjöllun. Að undanskilinni Rás 1 hefur Ríkisútvarpið sinnt illa menn­ ingarhlutverki sínu. Þar ber þó að nefna að Rás 2 hefur sinnt vel um­ fjöllun um íslenska tónlist á milli þess að eldvatni og glerperlum hefur verið ausið út til hlustenda undir sí­ bylju vörumerkjanna. Sjónvarpið er útbíað í ódýrum lausnum. Á laugar­ dagskvöldum er þjóðinni boðið upp á að horfa á fjárhættuspil þar sem milljónum er sturtað niður um göt. Innihaldsleysið hefur tröllriðið öllu. Sápan er allt umlykjandi með allri sinni froðu. Umfram allt hefur stofnun­ in verið í grimmri samkeppni við einkastöðvar og hegðað sér sam­ kvæmt því. Fjárausturinn hef­ ur enda verið takmarkalaus með þeim þekktu afleiðingum að reglu­ bundið hefur orðið uppnám í rekstrinum þegar til uppsagna og niðurskurðar hefur komið. Stjórn Ríkisútvarpsins var einróma um að ráða Magnús Geir sem útvarps­ stjóra. Hann kemur því inn í starf­ ið með traust bakland. Hans bíður það stóra verkefni að skapa stofn­ uninni á ný virðingu þjóðar. Það gerist með því að endurhugsa dag­ skrárgerð og tryggja að stofnun­ in skilji eftir sig menningararf til komandi kynslóða. Undanfarin ár niðurlægingar eru farin í súginn en vonandi hefst endurreisnin. Magn­ ús Geir fær nú sviðið. n Niðurlæging og endurreisn Bubbi viðkvæmur Söngvaskáldið Bubbi Morthens gengur fram með umdeildum hætti sem dómari í þættinum Ís­ land got Talent. Það bar dálít­ inn keim af auglýsingamennsku þegar Bubbi ákvað að lýsa því yfir í Fréttablaðinu að einn kepp­ enda hefði haft í hótunum við hann. Söngkonan G. Helga Inga- dóttir hafði sent Bubba póst þar sem hún lýsti sárindum vegna framkomu Bubba í undankeppn­ inni þar sem hún fékk aðeins að syngja stutta stund áður en henni var hent út. Kvaðst hún myndu birta bréfið opinberlega. Bubbi, sem er þrátt fyrir harðan skráp viðkvæmur, fór í viðtal og veitt­ ist að konunni með því að lýsa því að hún hefði hótað honum. Engin merki eru í bréfinu um aðra hótun en að segja söguna. Bíllaus Jafet Jafet Ólafsson, fyrrverandi verð­ bréfamiðlari, hefur um árabil verið áberandi í íslensku viðskiptalífi. Hrunið lék hann illa eins og marga aðra og hann varð gjaldþrota. Í að­ draganda gjald­ þrotsins færði hann þrjá bíla af sínu nafni yfir til eignarhaldsfélaga. Þessu vildi skiptastjóri ekki una og lögsótti. Hæstiréttur komst að þeirri niður­ stöðu að þarna hefði verið um gjafagjörning að ræða og bílarnir þrír fóru inn í þrotabúið. Ábyrgð Árna Páls Árni Páll Árnason, formaður Sam­ fylkingar, hefur gengið hart fram í gagnrýni á Frosta Sigurjónsson, formann efna­ hags­ og við­ skiptanefndar, vegna 50 milljarða frítekjumarks bankaskattsins sem sparar MP banka umtals­ verða peninga. Árni Páll hefur uppskorið nokkra aðdáun vegna beittrar gagnrýni. Margir eru þó hugsi vegna þess að hann skrifaði sjálfur undir álitið og átti fulla að­ ild að ákvörðuninni. Hann var því dáður í korter. Sendiherra í slag Stuðningsmenn Margrétar Friðriks- dóttur, skólameistara í Kópavogi, fara nú hamförum til að tryggja henni sigur í baráttunni um efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins þar sem Ármann Kr. Ólafsson bæjar­ stjóri er fyrir á fleti. Á meðal þeirra áköfustu er sendiherrann Júlíus Hafstein sem áður studdi Gunnar I. Birgisson með ráð­ um og dáð. Hermt er að Júlíus, sem starfar á Íslandi, telji nauðsyn­ legt að Margrét fái bæjar stjórastólinn. Hann er sagður vera einn öflug­ asti stuðningsmaður Margrétar í slagnum ásamt Gunnari, fyrr­ verandi leiðtoga. „Skýr mörk milli dagskrárefnis og auglýsinga hafa horfið. Gerðu eins og Nixon, Frosti! F rosti Sigurjónsson er einn af 63 alþingismönnum Ís­ lands, einn af þeim fulltrú­ um sem þjóðin kaus inn á þing í kosningum síðastliðið vor. Hann er einnig formaður einn­ ar mikilvægustu nefndar Alþingis, efnahags­ og viðskiptanefndar. Margsaga Fyrir skömmu þurfti að taka ákvörðun í stjórnkerfinu um það sem kallað er „skuldafrímark vegna bankaskatts.“ Og upp kom talan 50 milljarðar. Enginn veit hins vegar hvernig þessi tala kom upp nema Frosti Sigurjónsson. Hann hefur hins vegar gefið út margar útgáfur af því hvernig þetta gerðist – verið margsaga, eins og sagt er. En það er bara til ein rétt útgáfa og því hljóta hinar að vera rangar, tilbúningur. „Þessu skaut bara upp í hausinn á mér þarna,“ er haft eftir Frosta í við­ tali á Vísi. Og þegar margar mismunandi útgáfur eru sagðar í fjölmiðlum um eitthvert mál er því verið að flytja landsmönnum tilbúning, hluti sem eru ekki sannleikanum samkvæm­ ir. Einnig er hægt að nota sagnorðið að ljúga um þetta. Í áðurnefndu viðtali á Vísi viðurkennir Frosti að hafa farið með rangt mál. Það er nefnilega þannig að sannleikurinn er ekki teygjanlegt hugtak! Ljótt að ljúga Það er ekki fallegt að segja ósatt og hlýtur að vera grafalvarlegt þegar maður á borð við Frosta Sigurjóns­ son gerir sig sekan um slíkt. Ekki eykur það traust á Alþingi, sem hrapaði niður úr öllu valdi í kjölfar hruns íslenska efnahagskerfisins á haustdögum 2008. Þetta er að mínu mati mál fyrir stjórnskipunar­ og eftirlitsnefnd Alþingis að taka upp. Það gengur einfaldlega ekki að menn kom­ ist upp með það að vera margsaga um ákvarðanir sem teknar eru inn­ an stjórnkerfisins, sem virðast vera teknar af einhverju handahófi. Slík­ ar ákvarðanir eru á ensku kallaðar „arbitrary politics“ (handahófs­ stjórnmál) og eru einkenni á lönd­ um sem yfirleitt hafa ekki lýðræði sem stjórnarform. Ófagmannleg stjórnsýsla Almenningur hlýtur að eiga þá eðli­ legu kröfu að ákvarðanir séu teknar á faglegan hátt og að það séu t.d. til rituð gögn um það hvernig ákvarð­ anirnar eru teknar. Annað er slök og ófagmannleg stjórnsýsla. Mér skilst t.d. að það sé ekki til stafur á prenti um þessa ákvörðun. Í starfslýsingu nefndarinnar seg­ ir hins vegar: „Nefndin skal einnig hafa frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grundvelli þess eftir­ litshlutverks sem Alþingi hefur gagnvart framkvæmdarvaldinu.“ Nú er Frosti ekki ráðherra, heldur almennur þingmaður og nefndarformaður. Að sjálfsögðu væri eðlilegt að í þessari klausu hér að ofan væru einnig almennir þing­ menn, formenn nefnda o.s.frv. Allir, sem koma að ákvarðanatöku með einhverjum hætti, ættu að falla undir eftirlitshlutverk nefndarinn­ ar, ekki bara ráðherrar. Úr þessu þarf að bæta að mínu mati. Nixon fór – en Frosti? Richard M. Nixon, forseti Banda­ ríkjanna, sagði þjóð sinni ósatt í kjölfar Watergate­málsins árið 1974 og borgaði fyrir með embætti sínu, fyrstur forseta Bandaríkjanna. Í Danmörku sagði dómsmálaráð­ herra landsins af sér í desember síðastliðnum fyrir að segja danska þinginu ósatt. Hér á Íslandi hins vegar er Frosti mærður af forsætis­ ráðherra og samflokksmanni sín­ um og sagður vera „… óvenjulegur þingmaður“, og „… hann hugsi upphátt í viðtölum!“ Hér er kom­ in alveg splunkuný aðferðafræði í fréttaviðtölum! Það sem Frosti ætti að gera er þetta: Að biðja þjóðina fyrirgefn­ ingar, sýna iðrun og segja af sér. Það er einfaldlega mjög slæmt mál að fulltrúar þjóðarinnar á þingi geri sig seka um ósannindi og á slíku verður að taka. Þetta er spurning um pólitíska ábyrgð og traust á Al­ þingi. n Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Höfundur er MA í stjórnmálafræði. Kjallari „Það er nefnilega þannig að sann- leikurinn er ekki teygjan- legt hugtak!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.