Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Qupperneq 21
Umræða 21Vikublað 28.–30. janúar 2014
Ljótar gallabuxur eru
alltaf mistök
Hann er einn besti
söngvari landsins
Þetta var unaður, eins og að
vera kominn heim
Helgi Ómarsson ljósmyndari ræðir um karlatískuna. – DV Ásgeir Orri Ásgeirsson, í StopWaitGo, um Sverri Bergmann sem syngur Eurovision-lag eftir teymið.Einar Ágúst Víðisson var ánægður með að hafa stigið aftur á svið með Skítamóral. – Fréttablaðið
Af landráðamönnum
Ó
trúlega margir í hópi ein-
dregnustu andstæðinga
alls þess, sem evrópskt er,
telja við hæfi að saka þá,
sem ekki eru sömu skoðun-
ar, um föðurlandssvik. Kalla alla
þá bæði hátt og í hljóði föður-
landssvikara og þjóðníðinga, sem
ekki eru þeim sammála. Öllu ljót-
ari ásakanir er ekki hægt að bera
fram en að viðmælandinn sé föð-
urlandssvikari og þjóðníðingur.
Drýgi glæpi gegn landi sínu og þjóð
og vilji samlöndum sínum ekkert
nema illt. Enda eru þung viðurlög
í íslenskri löggjöf gegn þeim, sem
slíka glæpi fremja – þ.á.m. margra
ára fangelsisvist. Slíkir glæpamenn
fremja ekki afbrot sín gegn
einhverjum einstakling-
um, ekki einu sinni gagn-
vart hópum einstaklinga –
heldur gagnvart allri þjóð
sinni, ungum sem göml-
um, fæddum sem ófædd-
um.
Ótal glæpamenn á
götunum
Nú er það svo sam-
kvæmt síðustu skoðana-
könnunum um Evrópu-
mál að rúmlega þrír af
hverjum tíu Íslendingum
vilja tengjast ESB – þó
enn liggi enginn aðildar-
samningur fyrir. Meira en
sex af hverjum tíu vilja að
samningaviðræðum verði lokið og
niðurstaðan síðan lögð fyrir þjóð-
ina. Alla þessa einstaklinga segja
þeir, sem harðastir eru í andstöð-
unni, vera landráðamenn, þjóðníð-
inga og föðurlandssvikara. Hvernig
skyldi þeim, sem þessarar skoðun-
ar eru, líða á sinni daglegu vegferð
þegar þrír af hverjum tíu vegfar-
endum sem þeir mæta – jafnvel sex
af hverjum tíu – séu að þeirra áliti
sannir að sök fyrir landráð, þjóðar-
níð og föðurlandssvik? Milli þrír og
sex af hverjum þeim tíu sem þeir
mæta á förnum vegi ættu að sitja
fangelsaðir fyrir slíka glæpi? Til allr-
ar lukku hafa þeir, sem eru þessar-
ar skoðunar, ekki fengið nein völd í
hendur til þess að framfylgja þess-
um ófrávíkjanlega dómi sínum um
föðurlandssvik og landráð – þó slíkt
og þvílíkt hafi nú svo sem átt sér
stað í heimssögunni og geti kom-
ið fyrir aftur. Á meðan svo er ekki
ætti vegfarendum ekki að fækka svo
neinu nemur. En mikið hlýtur að
vera erfitt að þurfa að búa í samfé-
lagi með öllum þessum glæpalýð;
föður landssvikurum, landráða-
mönnum og þjóðníðingum; sem
ekki er hægt að þverfóta fyrir í dag-
legri umgengni í lífinu. Hversu
kvaldir hljóta þolendurnir ekki að
vera á sálinni?!
Tilgangslaust að rökræða
Í grein í DV í liðinni viku vill Kristinn
Snæland, sem hefur verið málkunn-
ugur mér, eiga við mig orðastað um
Evrópumál. Hann ávarpar mig og
þá, sem kunna að vera mér sam-
mála, með því að kalla mig og þá
orðrétt: „Landráðamenn, þjóðníð-
inga og föðurlandssvikara“. Hvernig
myndir þú, lesandi góður, bregðast
við ef einhver vildi eiga við þig orða-
stað jafnframt því að segja við þig
að hann teldi þig bera slíkar sakir
með réttu? Að hvert eitt orð sem frá
þér kæmi væri mælt af munni land-
ráðamanns, þjóðníðings og föður-
landssvikara? Teldir þú líklegt að
einhver þau orð, sem þú létir falla,
myndu gagnast í rökræðum undir
slíkum formerkjum? Nú veit ég ekki
þinn hug, lesandi góður, en mér
þykir með öllu tilgangslaust að eiga
orðastað við þá sem álíta mig vera
glæpamann af þessu tagi – hvað þá
að fara að hefja einhverjar rökræður
undir slíkum formerkjum. Til hvers
að reyna slíkt sem er fyrir fram alger-
lega tilgangslaust? Þykir meira að
segja umhugsunarvert, að DV skuli
að því er virðist vilja hafa milligöngu
um að efna til slíkra samskipta á síð-
um sínum. Ég vík þá heldur úr vegi,
óska viðkomandi betri líðanar – ekki
mun af veita - jafnframt því sem ég
vona, að þeir, sem slíkar skoðanir
hafa á glæpsamlegu eðli þeirra, sem
ekki eru þeim sammála, muni aldrei
fá þau völd í hendur að geta látið
athafnir fylgja orðum. n
„Öllu ljótari ásak-
anir er ekki
hægt að bera fram en
að við mælandinn sé
föðurlands svikari og
þjóðníðingur.
Sighvatur Björgvinsson
Fyrrverandi ráðherra
Kjallari
Mest lesið
á DV.is
1 Gerðu húsleitir hjá íslenskri konu sem er
nafngreind í minnisblaði. Lög-
regla gerði tvisvar húsleit hjá konu sem
sögð var vera ástkona Tonys Omos.
18.063 hafa lesið
2 Ísland hagar sér eins og dæmigert smáríki
Í helgarblaði DV var rætt við Kötlu
Kjartansdóttur og Kristinn Schram sem
hafa rannsakað samfélög norðurslóða
síðustu ár.
15.639 hafa lesið
3 Hvað finnst þér um ráðn-ingu nýs útvarpsstjóra?
Lesendur DV sögðu skoðun sína á
ráðningu nýs útvarpsstjóra. Flestir voru
ánægðir með Magnús Geir Þórðarson.
Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér
að neðan.
13.638 hafa lesið
4 Patrekur krefur Val um vangoldin laun Patrekur
Jóhannesson hefur höfðað mál á hendur
fyrrverandi vinnuveitendum sínum í
Val. Patrekur telur sig eiga inni nokkurra
mánaða launagreiðslur vegna starfsloka
sinna hjá félaginu.
7.896 hafa lesið
5 Brynja Mist enn ófundin Lögreglan á Selfossi lýsir enn
eftir hinni sextán ára Brynju Mist
Snorradóttur sem strauk frá vistheimili
að Hamarskoti í Flóa þann 15. janúar
síðastliðinn ásamt vinkonu sinni.
8.527 hafa lesið
Myndin Sjúkraflutningamenn á þingpöllum Sjúkraflutningamenn söfnuðust á þingpalla til þess að hlýða á umræður um stöðu sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu á mánudag. Áður en þær umræður hófust, þá hlýddu þeir drykklanga stund á umræður um leka á trúðanargögnum um hælisleitendur. Mynd SigTryggur Ari
Könnun
72,7%14,1%
13,3%
n Já
n Nei
n Hef enga skoðun
Ertu sátt/ur við nýja
útvarpsstjórann?