Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Qupperneq 26
Vikublað 28.–30. janúar 201426 Lífsstíll Lífsspursmál að leita uppi krabbameinið HPV-veiran getur valdið krabbameini í kynfærum karla, við endaþarm og í hálsi Á Íslandi greinast á hverju ári ríflega 200 karlar með blöðruhálskirtilkrabbamein og eykst áhættan með aldrin- um. Engin skipulögð skimun er af hálfu ríkisins gegn þessum sjúk- dómi en mikil umræða hefur engu að síður verið um forvarnir og árvekni. Teitur Guðmundsson, læknir hjá Heilsuvernd, segir að víða sé mælt með skoðun á tveggja til þriggja ára fresti frá 45 ára aldri á forsendum einstaklingsmiðaðra forvarna. „Þá er farið yfir einkenni, blöðruháls- kirtillinn þreifaður, blóðprufa tekin, fræðsla veitt og áhættumat gert.“ Krabbameinsfélag Íslands hefur með átakinu Mottumars vakið athygli á krabbameinum karla og aukið vitund og virkni til forvarna. Áhættan á að fá krabbamein eykst með aldrinum. Algengasta mein karla er blöðruhálskirtil- krabbamein en eistnakrabbamein er sjaldgæfara og frekar bundið við þá sem yngri eru. Karlar eru líklegri til að fá hjarta- og æðasjúkdóma en konur og eru oft yngri þegar þeir greinast. HPV-veiran, sem smitast við kynmök og eykur áhættu á leg- hálskrabbameini hjá konum, get- ur valdið krabbameini á kynfærum karla og í kringum endaþarm og auk þess í hálsi vegna munnmaka. Karlmenn eru ekki sérstaklega boð- aðir í krabbameinsleit og er það á ábyrgð hvers og eins að láta fylgjast með heilsu sinni. Krabbamein í kringum endaþarm Hjarta- og æðasjúkdómar eru al- gengustu sjúkdómarnir sem Ís- lendingar glíma við en karlar sem fá slíka sjúkdóma eru almennt yngri en konurnar. Bæði kynin eru í svip- aðri áhættu með tilliti til ristil- og lungnakrabbameins eftir því sem árin færast yfir. Konur hafa í áratugi verið boðað- ar í krabbameinseftirlit í tengslum við legháls- og brjóstakrabbamein. Meirihluti þess fólks sem stundar kynlíf smitast af HPV-veirunni ein- hvern tímann á lífsleiðinni og flest- ir læknast af sjálfu sér án meðferð- ar. Veiran getur hins vegar valdið frumubreytingum í leghálsi kvenna sem geta leitt til leghálskrabbameins ef ekkert er að gert. „Það eru margir undirflokkar af veirunni, rúmlega eitt hundrað, og þær sem eru skæðastar og taldar valda leghálskrabbameini geta líka valdið meini hjá körlum svo sem í kringum endaþarm eða á getnað- arlim sem þó er frekar sjaldgæft.“ Þá geta munnmök valdið krabba- meini í hálsi hjá báðum kynjum vegna veirunnar sem þó er einnig sjaldgæft. Farið er að bólusetja stúlkur frá 12 ára aldri gegn veirunni en lítið talað um að bólusetja drengi þar sem aðaláherslan hefur verið á að hefta útbreiðslu og áhættu á leg- hálskrabbameini. Skimað fyrir ristilkrabbameini Mælt er með að allir karlar og kon- ur 50 ára og eldri fari í skoðun vegna ristilkrabbameins. Þeir sem eru með áhættuþætti eins og ættarsögu ættu að fara 40 ára. Teitur segir að þetta sé eina krabbameinið sem allir séu sammála um að skima eigi fyrir hjá karlmönnum. „Það greinast um 150 einstak- lingar á ári hér á landi með ristil- krabbamein og deyja um 50 árlega af völdum þessa sjúkdóms. Lífslík- urnar aukast eftir því sem krabba- meinið finnst fyrr og því er mikil- vægt að skima.“ Einkenni eins og blóð í hægðum, verkir, slappleiki og þyngdartap geta verið einkenni um langt genginn sjúkdóm. Ristil- krabbamein veldur í upphafi engum einkennum og er það lengi að vaxa en með því að skima fyrir því, finna það snemma og meðhöndla við- komandi er hægt að koma í veg fyrir að það verði stærra vandamál. „Þess vegna er óskiljanlegt með öllu að ekki sé skimað fyrir því á Íslandi.“ Veikindi og vandamál karla „Karlar lenda frekar í slysum en kon- ur þannig að vinnuslys eða veik- indi sem tengjast vinnuaðstæðum eða í frítíma eru miklu algengari hjá þeim. Það tengist áreiðanlega vinnu- umhverfi þeirra, vinnunni sjálfri að hluta og kannski áhættusæknari hegðun karla. Þarna er mikilvægt að hlúa vel að fræðslu, vinnuvernd og slysavörnum.“ Teitur segir að gott sé að fylgja al- mennum leiðbeiningum um eftirlit með heilsufari bæði karla og kvenna. „Skynsamlegt er að láta mæla blóð- þrýstinginn einu sinni á ári og fylgj- ast með blóðsykri og kólesteróli reglubundið en þetta eru áhættu- þættir hvað varðar hjarta- og æða- sjúkdóma. Þá ætti engum að detta í huga að reykja en þeir sem gera það ættu þó að láta fylgjast með lungna- starfseminni og byrjandi lungna- teppueinkennum sem finnast fyrst í slíkri mælingu. Mikilvægt er að athuga hjartað líka með línuriti eða jafnvel þrekprófi. Auk þessa ætti að meta áhættu fyrir krabbameini og framkvæma þær skoðanir sem mögulegar eru í forvarnarskyni. Ekki má gleyma að meta andlega heilsu sem vitað er að hefur gífurleg áhrif á alla líkamsstarfsemi og líðan. Það er best að gera þetta skipu- lega, reglubundið, samkvæmt klínískum leiðbeiningum og aldri og áhættu viðkomandi,“ segir Teitur en Heilsuvernd hefur sérhæft sig í hvers konar heilsufarsskoðunum og býð- ur meðal annars upp á svokallaða Karlaheilsuskoðun þar sem þessi at- riði eru sameinuð. n Svava Jónsdóttir Fylgjast vel með „Skynsamlegt er að láta mæla blóðþrýstinginn einu sinni á ári og fylgjast með blóðsykri og kó­ lesteróli reglubundið en þetta eru áhættuþættir hvað varðar hjarta­ og æðasjúkdóma,“ segir Teitur. Mynd Sigtryggur Ari „Lífslíkurnar aukast eftir því sem krabbameinið finnst fyrr og því er mikilvægt að skima. Símanotkun slæm fyrir svefninn Snjallsímar hafa meiri áhrif en tölvur og sjónvörp Þ að ættu ekki að vera nýjar fréttir að snjallsímanotkun rétt fyrir svefninn sé ekki góð fyrir heilsuna. Ný rann- sókn sem birtist í tímaritinu Org- anizational Behavior and Human Decision Processes sýnir einmitt fram á að mikil notkun snjallsíma fyrir svefninn gerir það að verkum að fólk verður þreyttara á morgn- ana og hefur þar af leiðandi minni einbeitingu í vinnunni. Rannsóknin var í tveimur hlut- um. Annars vegar voru 82 háttsettir einstaklingar í stjórnunarstöðum látnir svara ýmsum spurningum á hverjum degi í tvær vikur. Spurn- ingarnar sneru að snjallsímanotk- un þeirra í vinnunni, hversu vel og lengi þeir svæfu hverja nótt sem og hvernig þeim gengi í vinnunni. Spurningum um svefn og snjall- símanotkun var deilt út klukkan 6 á morgnana en vinnutengdum spurningum klukkan 16 á daginn en niðurstöður könnunarinnar voru þær að snjallsímanotkun eftir klukkan níu á kvöldin var í samræmi við minnkaðan svefn þátttakenda, minnkaður svefn í samræmi við þreytu morguninn eftir og þreyta á morgnana í sam- ræmi við frammistöðu og líðan í vinnunni. Hins vegar var 161 einstakling- ur í hinum ýmsu störfum spurð- ur sömu spurninga og fyrrnefndi hópurinn auk þess sem einnig var spurt út í notkun annarra raf- tækja á borð við sjónvörp, borð- og fartölvur og spjaldtölvur til að sjá hvort þau hafi einnig áhrif á svefn og morgunþreytu. Niðurstöðurn- ar voru þær sömu og í fyrri hlutan- um, en í ljós kom einnig að snjall- símanotkun hefur talsvert meiri áhrif á svefn en til dæmis tölvu- notkun og sjónvarpsáhorf. n Nettengdir eldhúsbekkir Í eldhúsi framtíðarinnar munu eldhúsbekkir breytast í helluborð með einum snertitakka og ís- skápar spila tónlist. Heimilistækjarisinn Whirlpool kynnti vörulínuna „eldhús 2020“ í Las Vegas á dögunum. Ljóst er að tæknin mun blanda sér mun meira í eldamennskuna en nýja eldhúsið er að sjálfsögðu bein- tengt internetinu. Því mun ekk- ert verða því til fyrirstöðu að lesa uppskrift af Pinterest af skjá á eld- húsbekknum í nánustu framtíð. Nýja tæknivædda eldhúsið kemur í sölu árið 2020 eða eftir sex ár. Náttúruleg förðun á Sundance Ólíkt því sem sést hefur á hinum fjölmörgu verðlaunahátíðum upp á síðkastið var náttúruleg förðun eitt af því sem var helst áberandi á Sundance- kvikmyndahátíðinni sem fram fór á dögunum. Áherslan var á fallega og glans- andi húð, létta, náttúrulega kinna- liti og ljósa augnmálningu en slík förðun sást á stjörnum á borð við Gwyneth Paltrow, Rachel McAd- ams, Anne Hathaway og Christinu Hendricks. Náttúrulegri förðun má ná fram með ýmsum aðferð- um. Í staðinn fyrir dramatískar augabrúnir má til dæmis setja ljósan „highlighter“ undir auga- brúnirnar til að gefa þeim lyftingu og gera þær meira áberandi og gott er að leggja áherslu á ljósa kinnaliti í bleikum og ferskjulit- um tónum en sleppa sólarpúðri og mikilli skyggingu. Með því að gera náttúrulega og fallega húð að aðalatriði er líka hægt að leggja minni áherslu á dramatíska augn- förðun og dökka varaliti. Hefur slæm áhrif Mikil snjall­ símanotkun hefur slæm áhrif á svefn og morgunþreytu. Engir svitablettir Margir kannast við óþolandi svitabletti sem myndast und- ir höndunum. Sérstaklega getur það verið leiðinlegt þegar mað- ur klæðist fötum í lit því þá geta blettirnir sést vel. Nú er farið að framleiða eins konar svitainnlegg sem henta vel til þess að hafa undir höndunum. Innleggin eru fest á flíkina þannig að svitinn fer ekki í flíkina sjálfa og eins smitast ekki af svitalyktareyðinum yfir í flíkina. Í raun er ekki nauðsyn- legt að kaupa þess konar innlegg heldur er hægt að klippa til stærri innlegg og nota undir hendurnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.