Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2014, Page 38
Vikublað 28.–30. janúar 201438 Fólk Af sem áður var Það eru aldeilis breyttir tímar hjá fréttakonunni Helgu Arnar- dóttur sem nú er í fæðingar- orlofi. „Jæja ætli sé ekki fokið í flest. Mín komin með mann- brodda til að geta viðrað barnið í hálku-úthverfinu og móðirin ekki orðin 35 ára!! Það er af sem áður var þegar tiplað var á hæla- skóm upp og niður Skólavörðu- stíginn!! (Á nóttunni),“ skrifaði hún undir mynd af mannbrodd- unum sem hún birti á Face- book-síðu sinni um helgina. Sindri Sindrason las fréttir fyrir foreldra sína í útskornum kassa sem barn Æ tli ég sé ekki fyrsti vara- maður á lista eða svo,“ segir fjölmiðlamaður- inn Sindri Sindrason sem kemur sterkur inn sem fréttalesari Stöðvar 2 en flestir þekkja Sindra úr magasínþáttunum Íslandi í dag og Heimsókn. „Ætli ástæðan fyrir því að maður hefur verið í þessu starfi í tæp tíu ár sé ekki sú hversu fjölbreytt það er. Þetta er það skemmtilega við að vinna hjá 365; maður fær að prófa svo margt. Ég er í Heimsókn, Ís- landi í dag og fréttum og svo horfi ég stundum á „pródúsentinn“ og hugsa með mér að ég væri til í að prófa það starf líka,“ segir Sindri sem nýtur þess að lesa fréttir fyrir landsmenn. „Þetta hefur verið á stefnu- skránni lengi. Þegar ég var lítill lét ég mömmu og pabba horfa á mig á meðan ég las úr útskornum kassa á meðan fréttirnar voru í gangi. Ég get því alveg sagt að þetta hafi verið á markmiðalistanum mínum yfir það sem ég ætlaði að gera áður en ég yrði 35 ára. Ég las svo fréttirnar í fyrsta skiptið einmitt á afmælisdeginum mínum, sem var núna í júlí,“ segir Sindri hlæjandi og bætir við að við- brögðin hafi verið mjög góð. „Ég hef bara fengið góð viðbrögð en ég var búinn að æfa mig á sínum tíma en þær æfingar voru teknar með hjálp textavarpsins.“ Sindri segir það tvennt ólíkt að stjórna lífsstílsþætti eins og Íslandi í dag og að lesa fréttir. „Ég tala nú ekki um Heimsókn en þar á allt að vera „spontant“. Ég kynni mér við- mælendur en svo reyni ég bara að gleyma myndavélinni,“ segir hann og bætir við að hann hafi fyrst lesið fréttir í sjónvarpi árið 2005. „Þá las ég morgunfréttirnar og var því með smá æfingu en ég viðurkenni samt að ég mæti tveimur tímum fyrr til að undirbúa mig. Þá er ég búinn að vera á vakt yfir daginn, fer heim í sturtu, tek mig til, geri mig fínan og mæti svo og les alla innganga yfir, helst 100 sinnum. Maður þarf að setja sig í ákveðið hlutverk og vera alvarlegri en gengur og gerist þótt það fari svo- lítið eftir fréttinni. Það væri kannski skrítið að vera of alvarlegur að segja frá sætum pöndum,“ segir Sindri og bætir við að Logi, Edda og Thelma séu hans fyrirmyndir í lestrinum. „Þau eru náttúrlega toppurinn, ég leita mikið til þeirra og fæ frá þeim athugasemdir út í eitt.“ Þrátt fyrir að starfsvalið hafi ekki komið foreldrum hans eða maka á óvart segir Sindri þau vera hans hörðustu gagnrýnendur. „Þetta fólk lætur mig vita ef þeim finnst eitt- hvað mega betur fara, bæði í lestri og öllu öðru sem ég geri. Þá fæ ég sím- tal um leið,“ segir hann og bætir við að hann hafi fengið mestu gagnrýn- ina fyrir bindisvalið í upphafi ferils- ins. „Ég er svo íhaldssamur í klæða- vali og var með bindi sem þóttu of breið fyrir svo lágvaxinn mann sem rétt nær 170. Ætli það hafi ekki ver- ið mesta gagnrýnin sem ég hef feng- ið. Og auðvitað fékk ég mér mjórri bindi,“ segir Sindri og hlær. n Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Þegar ég var lítill lét ég mömmu og pabba horfa á mig á meðan ég las úr útskorn- um kassa á meðan frétt- irnar voru í gangi. Æskudraumur Sindri var ungur farinn að æfa sig að lesa fréttirnar fyrir foreldra sína. Elskar að lesa fréttirnar Ósátt við kaffi- auglýsingu Baráttukonan Hildur Lilliendahl Viggósdóttir furðar sig á nýrri auglýsingu frá kaffiframleiðand- anum Gevalia sem sýnd eru í sjónvarpinu um þessar mundir. „Það eru GEVALIA-auglýs- ingar í sjónvarpinu, kona og karl að smalltalka. Í einni segir konan að kaffi sé næsteftirsóttasta sölu- vara heims. Nú, hver er ætli sé sú eftirsóttasta? spyr karlinn. Ekki sú sem þú heldur, svara kon- an með svona kynlífsþrunginni stríðnislegri daðursrödd. Hvað er hún að tala um? Vændiskon- ur? Er það svona sexí spennó úlalla fæ smá í hann fyrirbæri?“ Jamie til Íslands Heimildir DV herma að tökulið á vegum stjörnukokksins Jamie Oliver sé statt hér á landi. Hópurinn kom samkvæmt heimildum til landsins seinni partinn á mánudag og er hér í þeim tilgangi að finna hent- uga tökustaði fyrir stjörnukokk- inn. Mun hann ætla að kynna sér íslenska matargerð og kynna sér einhverja íslenska veitinga- staði – meðal annars úti á landi. Ekki er þó vitað hvenær von er á Jamie til landsins. Dönsuðu fyrir indverska sendiherrann Haldið upp á þjóðhátíðardag Indlands S jónvarpskonan, dans- kennarinn og sirkuslista- maðurinn Margrét Erla Maack fór á kostum er hún dansaði fyrir indverska sendiherrann um helgina ásamt danshópnum Parvati. Á sunnu- daginn var einn af þremur þjóð- hátíðardögum landsins og í tilefni af því sló indverska sendiráðið á Íslandi upp veislu á Hilton Hot- el. Margrét stjórnaði til dæmis Bollywod-dansi í veislunni en hún starfar einmitt sem danskennari í Kramhúsinu þar sem hún kenn- ir meðal annars Bollywood-dansa auk þess sem hún aðstoðaði við skipulagningu veislunnar. Dans- hópurinn Parvati heitir eftir ind- versku frjósemisgyðjunni en í hon- um eru, ásamt Margréti, tíu konur sem allar æfa Bollywood-dans í Kramhúsinu. Þá stýrði vinkona Margrétar, Brynja Huld Óskarsdótt- ir, boðinu og skrifar hún á Face- book-síðu sína að viðtökurnar hafi verið góðar. „Okkur Margréti var boðið ásamt helstu höfðingjum landsins. Ég stýrði boðinu og skemmtiatriðum á Hilton Hotel og Margrét stjórn- aði Bollywood-dansi. Indverska sendiherranum fannst við snilld og gaf okkur blóm í stíl við indverska fánann,“ skrifar hún á Facebook. Margrét hefur haft í nógu að snú- ast undanfarið en hún er nú dóm- ari og spurningahöfundur í spurn- ingaþættinum Gettu betur auk þess sem hún starfar sem danskennari í Kramhúsinu og er sirkuslistamaður hjá Sirkus Íslands. n Parvati Danshópurinn lék listir sínar í veislu indverska sendiráðsins á sunnudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.