Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Blaðsíða 2
Vikublað 11.–13. febrúar 20142 Fréttir
350 milljóna
kostnaður
Borgarráð samþykkti á fimmtu
dag að endurgera og gera við
bætur við lóðir sex grunnskóla og
eins leikskóla á þessu ári. Kostn
aður við þetta er áætlaður 350
milljónir króna.
Í tilkynningu frá Reykjavíkur
borg kemur fram að boðnar
verði út framkvæmdir við endur
gerð lóða við Árbæjarskóla,
Breiðholtsskóla, Breiðagerðis
skóla, Fossvogsskóla, Öldusels
skóla og leikskólans Stakkaborgar.
Stefnt er að því að framkvæmd
um verði lokið fyrir upphaf næsta
skólaárs, eða í ágúst.
Stöngin seld á 25 þúsund
krónur í Þingvallavatni
n Orkuveitan leigir út vinsæl veiðisvæði n Bjarni Júlíusson óttast markaðsvæðingu silungsvatna
É
g óttast, sem veiðimaður,
Íslendingur og fjölskyldu
maður að þetta sé fyrsta
skrefið í vondri þróun fyrir
hinn íslenska veiðimann,“
segir Bjarni Júlíusson, formaður
Stangveiðifélags Reykjavíkur,
SVFR, í samtali við DV. Orkuveit
an hefur leigt út veiðirétt í landi
Nesjavalla við Þingvallavatn.
Leigu takinn, ION hótel, hyggst
selja veiðileyfi til eins dags á allt að
25 þúsund krónum á stöngina. Það
gerir þennan hluta Þingvallavatns
að langdýrustu silungsveiði í vatni
sem fyrirfinnst á Íslandi.
Veiðikortið, sem kostað hefur
6.900 krónur, hefur veitt takmarka
lausan aðgang að hluta þess svæðis
sem nú hefur verið leigt út – auk 35
annarra vatnasvæða um allt land
í heilt veiðitímabil. Stakur dagur í
maí kostar í ár 25 þúsund krónur,
syðst í Þingvallavatni. Hækkun
in er tæplega fjórföld, nemur 362
prósentum.
Bjarni óttast, eins og raunar þrír
aðrir viðmælendur blaðsins, sem
gjörþekkja til innan stangveiðinn
ar, að þetta kunni að verða fyrsta
skrefið í átt að gjörbreyttu um
hverfi stangveiðimanna á Íslandi.
Hann bendir á að venjulegir ís
lenskir launamenn geti ekki leng
ur veitt lax í ám á Íslandi, sökum
mikilla verðhækkana á umliðnum
árum, og silungsveiði í straum
vatni sé orðin allt of dýr. Hann er
hræddur um að nú sé komið að
markaðsvæðingu vatnaveiðinnar.
Þrjú tilboð bárust
Elín Smáradóttir, lögfræðingur
Orkuveitunnar, segir í samtali
við DV að í kjölfar fyrirspurna frá
nokkrum aðilum á undanförnum
árum hafi verið ákveðið að fara
í útboð á svæðinu. Um er að
ræða Þorsteinsvík og Ölfusvatns
vík, syðst í Þingvallavatni; afar
gjöful svæði þar sem margir stór
ir urriðar koma ár hvert að landi.
Elín segir að auglýst hafi verið í
Morgunblaðinu og að þrjú tilboð
hafi borist.
Samið var við ION hótel en
eigendur þess eru Sigurlaug
Sverris dóttir og Halldór Hafsteins
son auk Davíðs Mássonar. Þau eru
einnig leigutakar Þverár og Kjarrár
í Borgarfirði. Tilboðið hljóðaði upp
á 1.850.000 krónur og var hæst,
samkvæmt upplýsingum Orku
veitunnar. Önnur tilboð áttu Guð
mundur Atli Ásgeirsson og félag
í eigu Helga Guðbrandssonar, en
þeir leigja saman Laugardalsá í
Ísafjarðardjúpi, við þriðja mann.
Orkuveita Reykjavíkur er
fyrirtæki í eigu Reykjavíkur
borgar, Akraneskaupstaðar og
fleiri sveitarfélaga. Spurð hvort
það skjóti skökku við að fyrirtæki
í almenningseigu stuðli að því að
veiðileyfi í Þingvallavatni hækki
margfalt, svarar Elín því til að veiði
á umræddum svæðum hafi í fyrra
sumar verið stjórnlaus. Mikið hafi
verið um að menn hafi veitt í heim
ildarleysi í Þorsteinsvík en Ölfus
vatnsvík hafi verið hluti af veiði
kortinu. Umgengni við svæðið hafi
verið afar slæm og margar kvartan
ir hafi borist frá sumarhúsaeigend
um, sem leigi lóðir af Orkuveitunni
á svæðinu. Nauðsynlegt hafi verið
að koma böndum á ástandið.
Bara veitt á flugu
Elín segir að til að sporna við mik
illi veiði á stóra urriðastofninum
í vatninu hafi verið settar kvaðir
í samninginn. Sleppa beri urriða
umfram 60 sentímetra og aðeins
megi hirða tvo fiska á dag á hverja
stöng. Stangafjöldi hafi verið tak
markaður verulega; veiða megi á
sex stangir samanlagt. Á veiðivefn
um flugur.is er vitnað í svar leigu
takans, Sigurlaugar Sverrisdóttur,
við fyrirspurn. Haft er eftir henni
að stangafjöldi verði takmarkaður
við fjórar stangir samanlagt; tvær í
Ölfusvatnsvík og tvær í Þorsteins
vík. „Við [munum] leggja áherslu á
að öllum urriða sé sleppt – aðeins
verði notuð fluga og að ekki sé verið
að veiða utan veiðitíma. Við mun
um ráða veiðiverði til þess að fylgj
ast með svæðinu.“
DV hefur heimildir úr mörgum
áttum fyrir því að í kjölfar þess að
veiðieftirlit var hert í þjóðgarðin
um við vatnið hafi menn sem veiði
Pakkaferðir ION
400–500 þúsund
Á spjallsvæði veidi.is hefur verið birtur
tölvupóstur frá erlendum veiðimanni
sem fékk sendar upplýsingar um
pakkaferð frá ION hótel. Samkvæmt
því hyggst hótelið selja pakkaferðir
til veiðimanna, þar sem innifalið er
flug, matur og áfengi, ferðir til og frá
Keflavík, gisting, veiðileyfi í vatninu,
leiðsögumaður á veiðisvæði, svo
eitthvað sé nefnt. Verð fyrir fjögurra
nátta ferð kostar á bilinu 400–500
þúsund króna.
Þingvallavatn
Ungengni var slæm
í Ölfusvatnsvík í
fyrrasumar.
Óttast fordæmið Bjarni Júlíusson ásamt eiginkonu sinni, Þórdísi Klöru Bridde, við
veiðar í Norðurá. Bjarni óttast að um sé að ræða fyrsta skrefið í átt að markaðsvæðingu
silungsveiðivatna.
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
„Ef þetta er það
sem koma skal, þá
guð hjálpi okkur.
Verulegt
fjártjón eftir
lyfjastuld
Óprúttinn aðili fór inn í mann
lausa íbúð í Reykjanesbæ síðdeg
is síðastliðinn föstudag og hafði
á brott með sér öryggisskáp, sem
húsráðandi geymdi lyf sín í. Hús
ráðandinn greindi lögreglunni
á Suðurnesjum frá því að hann
hefði skotist út í búð, sem er í
næsta húsi og skilið íbúðina eftir
ólæsta á meðan. Þegar hann kom
til baka, að tíu mínútum liðnum,
sá hann að fataskápur í forstofu
stóð opinn og öryggisskápurinn
var horfinn. Lögreglan greinir frá
því að í skápnum hafi verið tals
vert magn lyfja. Þar á meðal voru
sterk verkjalyf enda hafði hús
ráðandi nýlega sótt nýjan lyfja
skammt í apótek og sett í skáp
inn. Fjárhagslegt tjón hans var
því umtalsvert.
Milljónum króna
fátækari eftir
líkamsárásina
Rúmlega þrítugur karlmaður hef
ur verið dæmdur í níu mánaða
fangelsi fyrir líkamsárás þann 24.
nóvember 2012. Árásin átti sér
stað í heimahúsi í Garðabæ en
maðurinn var ákærður fyrir að
ráðast á mann og veita honum
hnefahögg í andlitið. Skömmu
síðar sló hann manninn í höf
uðið með glerflösku, með þeim
afleiðingum að flaskan brotnaði.
Fórnarlambið kinnbeinsbrotn
aði, hlaut skurð á höfði og er með
varanlegan dofa í vinstri kinn
eftir árásina. Síðar þessa sömu
nótt réðst maðurinn að tveim
ur lögregluþjónum og reyndi að
skalla annan þeirra og kýla hinn í
andlitið. Maðurinn neitaði sök og
bar við minnisleysi vegna ölvun
ar. Auk þess að sæta níu mánaða
óskilorðsbundnu fangelsi var
maðurinn dæmdur til að greiða
fórnarlambi sínu tæplega 900 þús
und krónur í skaðabætur og verj
anda sínum 376 þúsund krónur.