Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Blaðsíða 28
Vikublað 11.–13. febrúar 201428 Lífsstíll Fjölbreyttar flíkur í ljósum litum B reska fyrirsætan, leik- og söngkonan Agyness Deyn hefur hannað sína fyrstu fatalínu. Línan ber heitið Title A og sækir innblástur í nú- tímann í klæðskeraiðn en hún mun innihalda allt frá nauðsyn- legum hversdagsfatnaði yfir í fínan kvöldklæðnað. Fatnaður línunn- ar mun kosta á bilinu 100 til 625 Bandaríkjadala, en það gera um 11 til 70 þúsunda íslenskra króna. Að sögn Deyn verður línan bæði fjölbreytt og skemmtileg. Þar má til dæmis finna mynstruð maxi-pils, líflega skyrtukjóla og stóra og víða blazer-jakka en línan verður öll í ljósum litum þó svo að fagurrauður nái að lauma sér inn í margar flíkur. Deyn hefur starfað sem fyrir- sæta um nokkurra ára skeið en sneri sér að fatahönnun árið 2010 þegar hún og yngri systir hennar, Emily, hönnuðu línu af stutterma- bolum og hlýrabolum fyrir jap- anska merkið Uniqlo. Tveimur árum síðar gerði hún svo samning við breska skófatamerkið Dr. Mart- ens og hóf að hanna fyrir fyrirtæk- ið, en í línu Deyn voru skór, fatn- aður og fylgihlutir. Alls hefur hún hannað þrjár línur fyrir fyrirtæk- ið en nýjasta lína hennar kemur í verslanir í vor. n horn@dv.is Agyness Deyn hannar sína fyrstu fatalínu Svona var tískan 1969 Tískan hefur breyst mikið frá árinu 1969 – eða hvað? Eins og sjá má á þessum myndum sem ljósmyndarinn Arthur Sharz tók fyrir Life-tímaritið af mennta- skólanemum árið 1969 þá má sjá smá líkindi með tískunni í dag. Skemmtilegt afturhvarf til gamals tíma. Klassískur, fágaður og glæsilegur stíll Kerry Washington kann að klæða sig B andaríska leikkonan Kerry Washington hefur vakið mikla athygli á rauða dregl- inum undanfarið en hún þykir einstaklega smekkleg í kjólavali og var til að mynda valin best klædda konan árið 2013 af tímaritinu Vanity Fair. „Snýst um að finna milliveginn“ Stíll Washington er glæsilegur, fág- aður og hátískulegur en margir af stærstu hönnuðum heims keppast nú við að hanna á hana kjóla fyr- ir hin ýmsu tækifæri. Leikkonan segist reyna að finna hinn gullna meðalveg í fatavali til að hafa stíl- inn einfaldan, klassískan og fal- legan. „Mér finnst best að finna jafn- vægi í fatnaði þar sem mér líður ekki eins og það sé of mikið af ein- hverjum einum hlut,“ sagði Was- hington um fataval sitt í samtali við tímaritið People á dögunum. „Það er að klæðast ekki eins og nunna og að klæðast heldur ekki eins og ég sé að taka þátt í sund- fatakeppni. Þetta snýst um að finna milliveginn.“ Í tísku á meðgöngunni Washington hefur sjaldan mis- stigið sig á rauða dreglinum og fær iðulega hrós frá helstu tískuspek- ingum fyrir kjólaval sitt á verð- launahátíðum og frumsýningum. Hún hefur vakið sérstaka athygli fyrir gott kjólaval á meðgöngu en Washington á von á sínu fyrsta barni í apríl og frumsýndi bumb- una með stolti í glæsilegum kjól frá Balenciaga á Golden Globe-verð- launahátíðinni í janúar. Síðan þá hefur hún sést víða í fallegum kjól- um sem sýna bumbuna vel en eru um leið klassískir og elegant. Tekur einnig áhættu Washington klæðist þó ekki ein- göngu hönnun stærstu merkjanna heldur hefur hún tekið áhættu í fata- vali með því að veðja oft á efnilega hönnuði á uppleið. Það gerði hún til dæmis á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2013 þegar hún klæddist falleg- um, bleikum kjól frá merkinu Miu Miu og hlaut mikið hrós fyrir. Þrátt fyrir að vera mikil smekk- kona á Washington þó ekki allan heiðurinn af fatavali sínu því hún vinnur náið með stílistanum Erin Walsh, sem meðal annars hefur unnið með stjörnum á borð við Maggie Gyllenhaal og Kristen Wiig. n Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is Pastel er málið Washington í fallegum kjól eftir Oscar de la Renta. Ólétt Washington vakti mikla athygli á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í þessum fallega kjól frá Balenciaga. Miu Miu Washington þótti taka áhættu með því að klæðast þessum kjól úr smiðju Miu Miu á Óskarsverðlaunahátíðinni 2013. Falleg Leikkonan í fallegum kjól frá Giles. Glæsileg í gulu Washington í hönnun Jason Wu. Agyness Deyn Fyrir- sætan hefur fengist við hönnun síðan árið 2010.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.