Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Blaðsíða 24
Vikublað 11.–13. febrúar 201424 Neytendur „Þjónarnir virtust í það minnsta ekki hafa tíma til að biðjast afsökunar á langri bið. Matur: Hraði: Austurlandahraðlestin Lækjargötu 8, 101 Reykjavík Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Gagnrýni Hraðlestin af sporinu A usturlandahraðlestin í Lækjar götu stendur ekki undir nafni. Á þriðjudaginn mátti ég bíða í 40 mínútur eft- ir Thali hádegistilboði. Ég hef ver- ið viðskiptavinur veitingastaðarins í allnokkurn tíma enda er matur- inn þar undantekningarlaust góður. Thali er stolt staðarins, samkvæmt heimasíðunni, og inniheldur tvo kjúklingarétti, einn grænmetisrétt, hrísgrjón naan-brauð, jógúrtsósu, sætt mangó-chutney og einhvers konar brauðflögur. Ég ráðlegg ölum að prófa þennan rétt. Þessa daganna býður Nova við- skiptavinum sínum upp á 2 fyrir 1 á staðnum. Á þriðjudaginn, í það minnsta, virtist staðurinn ekki undir það búinn. Þá var neðri hæðin nokk- uð þétt setin. Nokkur borð voru þó laus þegar undirritaður mætti við annan mann en öll lausu borðin voru skítug. Ég veitti því athygli þegar ég kom að flestir sátu við auð borð – og biðu eftir matnum. Afgreiðslan úr eldhúsinu gekk afar hægt og þjónarn- ir tveir höfðu ekki undan. Nokkrar mínútur liðu á milli þess sem bjallan í eldhúsinu hringdi (og réttur var tilbúinn), þó á að giska 70 prósent viðskiptavina staðarins panti sama réttinn. Vera kann að hver og einn réttur sé eldaður sjálfstætt, sem út af fyrir sig gæti verið einhvers kon- ar gæðastimpill, en í hádegi er ekki boðlegt að vera látinn bíða í 40 mín- útur – jafnvel þótt maturinn sé frá- bær. Ég sá einn viðskiptavin kvarta yfir langri bið og heyrði, beggja vegna við mig, fólk hneykslast á biðinni. Augljóst var að fleira starfsfólk hefði þurft að standa vaktina. Þjónarnir virtust í það minnsta ekki hafa tíma til að biðjast afsökunar á langri bið – þegar maturinn loksins barst; hvorki okkur né þann sem ég heyrði að hafði kvartað. Thali kostar um 1.895 krónur og viðskiptavinir Nova, sem fá 2 fyrir 1, geta því gert vel við sig fyrir tiltölu- lega lítinn pening. En þeir ættu ekki að reyna það milli klukkan 12 og 13. Þá gengur hraðlestin á við gamlan sporvagn. n Fjörutíu mínútna bið í hádeginu Vörumerki Verslun Verð Bílstóll Britax baby safe Ólavía og Ólíver 49.990 kr. Ullarteppi Janus Babyull Ullarkistan 6.990 kr. Rimlarúm Hensvik IKEA 16.950 kr. Dýna í rimlarúm Vyssa Skönt IKEA 6.900 kr. Leiga á vöggu Ólavía og Ólíver 6.900 kr. Dýna – fylgir ekki vöggunni Ólavía og Ólíver 5.990 kr. Vöggusæng Ringsted Royal Rúmfatalagerinn 11.950 kr. Sængurföt x 3 Rúmfatalagerinn 1.995 kr. stk. Lök x 5 Rúmfatalagerinn 895 kr. stk. Gúmmídúkur Ólafía og Ólíver 1.290 kr. Taubleiur Vandring IKEA 795 kr. 2 stk. Bleiur Pampers new baby Hagkaup 749 kr. 25 stk. Samfellur 6–8 stk. LINDEX 1.995 kr. 2 stk. Sokkabuxur eða leggings 3–4 stk. LINDEX 1.195 kr. stk. Síðerma bolir eða peysur 6–8 stk. Hagkaup 2.499 kr. stk. Ein eða tvær þykkari peysur. Kría jakki 66°Norður 6.500 kr. stk. Náttgallar 3–4 stk. Polarn O. Pyret 5.990 kr. stk. Sokkar, helst ull. Nokkur pör. Janus Baby ullarsokkar Ullarkistan 1.690 kr. 2 pör Prjónasett Heimagerð eða handprjónuð Bland.is 6.000 kr. Heilgalli Janus Babyull Ullarkistan 6.490 kr. Húfa Lindex Lindex 795 kr. Húfa Janus Babyull Ullarkistan 2.390 kr. Barnavagn Emmaljunga Varðan 219.990 kr. Kerrupoki Trille Móðurást 19.990 kr. Fyrsta barn kostar 500 þúsund krónur O ft er sagt að ekkert breyti lífi fólks eins mikið og að eignast barn. Undirbún- ingurinn undir það er því oft mikill og flestir foreldrar vilja barninu sínu aðeins það besta. Þegar barnið kemur í heiminn þarf allt að vera tilbúið sem það þarf á að halda en skiptar skoðanir eru á því hvað þetta „allt“ sé. Heilbrigðis- stofnun Suðurlands birtir á heima- síðu sinni lista yfir það sem þarf að eiga fyrir barnið en ef allt er keypt nýtt á honum kostar pakkinn yfir 400 þúsund krónum. DV tók saman af handahófi verð á þeim hlutum sem birtir eru á listanum, sumt er ódýrt en annað dýrara og samkvæmt þeim útreikningum kostar það 426.039 krónur að eignast barn. Dýrasti staki hluturinn á listanum er barnavagn en ódýrasta týpa af Emmaljunga- barnavögnum kostar 219.990 krónur í Vörðunni. Hægt er að fá miklu dýr- ari vagna en líka ódýrari, jafnvel þótt keyptir séu nýir vagnar. Hjá langflestum samanstendur undirbúningur fyrir barneignir bæði af innkaupum og því að fá lánað enda löng hefð fyrir því að barnaföt séu látin ganga milli fjölskyldumeð- lima og systkina, sérstaklega þar sem börn stækka svo hratt fyrstu mánuðina og árin að engin leið er fyrir þau að slíta fötunum sínum, hvað þá áður en þau læra að skríða og ganga. Líflegur endursölumarkaður er fyrir notað barnadót á internetinu, bæði á sölusíðum á Facebook og á vefnum bland.is en þar er oft hægt að gera góð kaup. Oft eru líka ódýr- ari vefverslanir þar sem borgar sig að kaupa, jafnvel þótt það þurfi að borga sendingarkostnað hingað heim, tolla og afgreiðslugjöld. Og þó að sumt sé betra að hafa tilbúið þegar barnið kemur í heim- inn er ágætt að miða við að það sé keypt sem er ljóst að barnið komi til með að þurfa, láta hitt bíða þangað til þörfin er ljós og skjótast þá í búð. Það er nefnilega hægt að kaupa hluti eftir að barnið er fætt. Hér á eftir er listinn frá Heilbrigðis stofnun Suðurlands ásamt verðdæmum úr ýmsum versl- unum sem selja barnavörur. n Getur hæglega kostað meira, en flestir blanda saman notuðu og nýju Auður Alfífa Ketilsdóttir fifa@dv.is Listi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands: Ungbörn þurfa ekki: Verslanir með barnavörur hætta ekki starfsemi daginn sem nýtt barn kemur í heiminn. Þess vegna er algjör óþarfi fyrir verðandi foreldra að kaupa „allt“ áður en barnið fæðist. Margt af því sem reynt er að selja verðandi for- eldrum er algjör óþarfi. Rándýrt þroskaleikfang getur fallið í skugg- ann af tómri gosflösku þó dæmi séu um að rándýrar skjálfandi kindur geti líka bjargað geðheilsu fjölskyldunnar. Hér á eftir er listi af vörum sem ungbörn þurfa ekki á að halda. Hann er ekki tæmandi. 1 Þurrkuhitara Fæst börn hafa vit á að kvarta undan köldum klútum, ef þau gera það er hins vegar alveg hægt að hita þá í lófanum í smá stund. 2 Skó Börn læra ekki að ganga fyrr en um eins árs aldur svo fram að þeim tíma eru skór bara gerðir til þess að detta af fótunum og týnast. 3 Barnabað Það eru skiptar skoðanir um notkunargildi barnabaðsins en flestar íbúðir koma með annaðhvort sturtu eða baði auk þess sem vaskar reynast prýðilegustu ungbarnaböð. Annars má líka nota vaskafat eða skúringafötu. 4 Typpahattar Typpahattar eru litlir pappahattar gerðir til að setja á typpið á drengjum á meðan verið er að skipta á þeim, svona af því að þeir hafa tilhneigingu til að pissa einmitt þá. Ef það gerist hins vegar flýgur hatturinn af svo gamla góða taubleiuráðið virkar best. 5 Bleiudallur Sérstök rusla-fata fyrir bleiur er í flestum tilfellum óþörf því heimilið er nú þegar með ruslafötu. Fæstir vilja geyma margra daga safn af notuðum bleium. 6 Skiptiborð Það er hægt að nota hvaða kommóðu sem er sem skiptiborð og óþarfi að kaupa það sérstaklega. Þá má líka kaupa skiptimottu sem hægt er að leggja hvar sem er. 7 Stærra hús Margir virðast gleyma því að ungbörn taka mjög lítið pláss og því er algjör óþarfi að rjúka til í flutninga og fram- kvæmdir. Þegar barnið eldist er líklegt að raun- verulegar þarfir fjölskyldunnar séu orðnar skýrari og hægt að huga að breytingum. 8 Barnamatvinnsluvél Sérstakar matvinnsluvélar fyrir börn eru óþarfi. Hefðbundn- ar matvinnsluvélar virka bæði fyrir barnamat og fullorðins. 9 Skiptitaska Vissulega þarf einhverja tösku undir bleiur og skiptidót en ef hún kemur úr búð sem selur barnavörur eru allar líkur á að hún sé miklu dýrari en sambærilegar töskur sem ekki eru ætlaðar börnum. 10 Pelahitari Eins og með önnur eldhústæki þarf ekki að kaupa sérstakt pelahitunar- tæki, eldhúsið er líklega nú þegar fullt af þeim. 11 Lífsmarkamónitor Tæki sem nema öndun og hjart- slátt í ungbörnum hafa bæði gerst sek um að gefa frá sér merki í tíma og ótíma jafnvel þó allt sé í lagi og líka veita falskt öryggi. Tæki með snúrum skapa slysahættu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.