Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Blaðsíða 6
Vikublað 11.–13. febrúar 20146 Fréttir
Með lyfja-
kokteil í
blóðinu
Ökumaður á þrítugsaldri var tek
inn úr umferð um helgina eftir
að lögreglumenn á Suðurnesjum
höfðu stöðvað för hans. Ökumað
urinn viðurkenndi að hafa neytt
kannabis en hann sinnti í fyrstu
ekki stöðvunarmerkjum lögreglu.
Ók hann því nokkurn spöl áður
en hann stöðvaði bifreið sína.
Lögreglumennirnir færðu öku
manninn á lögreglustöð þar sem
sýnatökur staðfestu kannabis
neyslu hans en þá kom einnig
í ljós að hann hafði neytt am
fetamíns auk þess sem sýnatökur
sýndu ópíumefni í blóði hans.
Þá voru fimm ökumenn kærð
ir fyrir of hraðan akstur. Sá sem
hraðast ók mældist á 135 kíló
metra hraða á Garðskagavegi þar
sem hámarkshraði er 90 kíló
metrar á klukkustund. Hinir fjórir
mældust einnig vel yfir hundrað
kílómetra hraða.
Eltu ökuníðing
Lögreglumenn staddir á
Reykjanesbraut við Kúagerði
reyndu aðfaranótt mánudags að
stöðva bifreið sem tilkynnt hafði
verið um frá Suðurnesjum. Öku
maður bifreiðarinnar sinnti ekki
stöðvunarmerkjum lögreglu og
hófst eftirför þar sem viðkomandi
ökumaður hafði að engu umferð
arlög, sinnti ekki fyrirmælum lög
reglu, ók mjög hratt auk þess sem
hann ók móti umferð.
Ökumaðurinn var stöðvaður
á Vesturlandsvegi við Álafoss
kvosina og er hann grunaður um
akstur undir áhrifum fíkniefna.
Hann var fluttur á slysadeild til
skoðunar og blóðsýnatöku en
síðan í vistaður í fangageymslu
fyrir rannsókn málsins.
F
leiri en einn kennari við Há
skóla Íslands vitna í vafasöm
fræðitímarit á listum sínum
yfir eigin rannsóknir. Um er
að ræða tímarit sem hafa
verið lýst sem ræningjum fræði
samfélagsins (e. predatory publ
ishing). Fræðiritin eru oft og tíð
um ekki ritrýnd og er raunar helsta
skilyrðið til að láta birta grein hjá
slíku tímariti að viðkomandi fræði
maður borgi tilsett gjald. Dæmi
eru um að slík gervifræðirit segi
fræðimenn vera ritstjóra ritsins án
þeirra vitneskju. Eitt virtasta tímarit
Bretlands um háskólamál, Times
Higher Education, hefur fjallað um
slík tímarit. Í grein um slík mál frá
árinu 2012 kemur fram að fyrirtæk
ið Centre for Promoting Ideas gefi
meðal annars upp heimilisfang
í New York sem ekki sé til. Í þeirri
grein er því raunar haldið fram að
fyrirtækið sé helber svikamylla. Í
það minnsta tveir prófessorar við
Háskóla Íslands nefna á ferilskrá
sinni grein eftir sjálfan sig sem hef
ur birst í tímaritum á vegum fyrir
tækisins.
Sagt að senda pening til
Bangladess
Jeffrey Beall, dósent við Háskólann
í Colorado, hefur haldið úti lista
yfir vafasöm fræðirit frá árinu 2008.
Samkvæmt skilgreiningu hans þarf
tímarit að nýta sér birtingu fræði
greina í gróðaskyni til að flokk
ast sem vafasamt. Það þýðir í raun
að slík tímarit reyna að hámarka
hagnað sinn með því að taka við
greinum með nánast engri rýni.
Slík rit þrífast fyrst og fremst á því
að í mörgum háskólum sé fremur
litið til fjölda fræðigreina fremur
en gæða. „Ég get sagt þér að Cent
er for Promoting Ideas er meðal
verstu „rándýra“ fræðimannasam
félagsins. Margir fræðimenn nota
útgáfur sem þessar til að fegra fer
ilskrá sína,“ skrifar Beall í tölvupósti
til blaðamanns DV. Í grein Times
Higher Education segir frá heim
spekingnum Stephen Blamey sem
frétti fyrst af Centre for Promoting
Ideas þegar tilvonandi fórnarlamb
svikamyllunnar hafði samband við
hann þar sem hann væri titlaður
meðal ritstjóra tímaritsins. Sá hafði
samband þar sem honum hafði
þótt grunsamlegt að honum var
sagt að borga tvö hundruð dollara
inn á bankareikning í Bangladess.
„Þetta er ekkert scam“
Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent
við viðskiptafræðideild Háskóla Ís
lands, er einn þeirra íslensku fræði
manna sem hefur birt fræðigrein
ar í tímaritum á vegum Centre for
Promoting Ideas. Á innri síðu hans
á vef Háskóla Íslands má finna þrjár
greinar í undirflokknum „ritrýndar
fræðigreinar“ sem hafa verið birtar
í tímaritinu International Journal of
Business and Social Science sem er
tímarit Centre for Promoting Ideas.
„Þetta er engin svikamylla,“ segir
Þórhallur í samtali við DV. Hann
bendir á að fyrirtækið sé ekki svika
mylla þar sem greinarnar séu gefn
ar út. „Útgáfufélög sem gefa sig út
fyrir að vera með útgáfu og svo
senda menn inn einhvern papp
ír og borga jafnvel eitthvað gjald
og svo kemur ekkert út. Það á alls
ekki við um þetta. Ég á raunveru
legt eintak af þessu tímariti. Það er
allt annar hlutur hvernig er staðið
að ritrýninni,“ segir Þórhallur Örn.
Kröfuminni ritrýni
Í samtali við DV gaf Þórhallur
sterklega í skyn að lítil ritrýni sé
hjá viðkomandi tímariti. „Það er
til fjöldinn allur af tímaritum sem
hafa bara misgóða umgjörð, það
er engin spurning. Stundum er rit
rýnin mjög hörð, stundum er hún
bara kröfuminni. Það hefur ekkert
með svindl eða „scam“ að gera. Þá
gildir það bara að það eru þarna
tímaritin og það er hægt að nálgast
þau. Mín reynsla er ekki að þetta
sé „dúbíus“. Það liggur alveg fyrir
að þetta er ekki fyrirbæri sem er
að gefa út tímarit sem eru á hæsta
„leveli“,“ segir hann.
Bónusgreiðslur fyrir birtingu
Halldór Jónsson, sviðsstjóri vís
inda og nýsköpunarsviðs, segir í
samtali við DV að svikamyllur sem
þessar hafi færst mikið í aukana eft
ir að svokölluðum „openaccess“
tímaritum fór að fjölga. Slík tímarit
ganga út á það að höfundur en
ekki lesandi borgar fyrir birtingu
greinarinnar. Halldór segir að slík
tímarit þurfi ekki vera svikamyllur
þótt þau auðveldi vissulega svika
hröppum vinnuna. Halldór segir
að í Háskóla Íslands sé bónuskerfi
til hvetja kennara til að birta grein
ar. Það þýðir að kennari getur búist
við launabónus fyrir hverja birta
grein. Halldór bendir þó á að kerf
ið sé byggt þannig að greiðslurnar
séu hærri því virtara sem tímaritið
sé. n
Fræðimenn falla
fyrir svikamyllu
Kennarar fá bónusa fyrir birtingu fræðigreina
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
„Það liggur alveg
fyrir að þetta er
ekki fyrirbæri sem er að
gefa út tímarit sem eru á
hæsta „leveli“.
Bónusgreiðslur fyrir fræðigreinar Þórhall-
ur Örn Guðlaugsson, dósent við viðskiptafræði-
deild Háskóla Íslands, er einn þeirra íslensku
fræðimanna sem hafa birt fræðigreinar í tímarit-
um á vegum Centre for Promoting Ideas.
Blaðamenn DV tilnefndir
Kristjana, Jón Bjarki og Jóhann Páll eru tilnefnd til blaðamannaverðlaunanna
B
laðamenn DV, þau Kristjana
Guðbrandsdóttir, Jón Bjarki
Magnússon og Jóhann Páll
Jóhannsson eru tilnefnd til
blaðamannaverðlauna Blaða
mannafélags Íslands árið 2013. Krist
jana, sem er umsjónarmaður helg
arblaðs DV, er tilnefnd í flokknum
viðtal ársins fyrir viðtal sitt við Gunnar
Smára Egilsson. Þeir Jón Bjarki og Jó
hann Páll eru tilnefndir til verðlauna
fyrir rannsóknarblaðamennsku fyrir
umfjöllun sína um hælisleitendur og
réttindi þeirra. Blaðamannaverðlaun
in eru veitt í fjórum flokkum. Verð
launin verða veitt laugardaginn 15.
febrúar samhliða verðlaunum fyrir
blaðaljósmyndun.
Þeir Jón Bjarki og Jóhann Páll eru
tilnefndir í flokki rannsóknarblaða
mennsku, en dómnefnd segir það vera
fyrir upplýsandi og athyglis verða um
fjöllun um hælisleitendur og fyrir að
fylgja því m.a. vel eftir hvort mögulega
hafi verið brotið á réttindum einstak
linga í hópi þeirra.
Í rökstuðningi dómnefndar fyrir
viðtal Kristjönu segir að viðtalið hafi
verið upplýsandi og vel skrifað. Þar
gefi Gunnar Smári afar fróð
lega innsýn inn í heim fjöl
miðla og ákvarðanir sem
þar eru teknar auk þess
að kryfja sjálfan sig og
reynslu sína til mergjar.
Þetta er annað árið í röð
sem Kristjana er til
nefnd en í fyrra
var hún tilnefnd
fyrir umfjöllun
sína um ein
hverfu, ýmsar
birtingarmyndir hennar og vandamál
við greiningu, ekki síst hjá stúlkum. Þá
var Ingi Freyr Vilhjálmsson, fréttastjóri
DV, einnig tilnefndur fyrir umfjöllun
um fiskveiðar Íslendinga við Afríku
og ýmis skrif um viðskipti og uppgjör
í kjölfar hrunsins. n
astasigrun@dv.is
Tilnefnd Kristjana er tilnefnd fyrir viðtal ársins, en þeir
Jón Bjarki og Jóhann Páll fyrir rannsóknarblaðamennsku.