Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Blaðsíða 33
Menning Sjónvarp 33Vikublað 11.–13. febrúar 2014 Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Þriðjudagur 11. febrúar 05.55 Vetrarólympíuleikar – Brekkuat á skíðum B 07.30 Vetrarólympíuleikar – Skíðaskotfimi Sýnt frá 10 km eltigöngu kvenna í skíðaskotfimi. 09.00 Vetrarólympíuleikar – Brekkuat á skíðum B 10.10 Vetrarólympíuleikar – Sprettganga B 11.00 Vetrarólympíuleikar – Sprettganga Saga sprett- göngu á Ólympíuleikum. 11.50 Vetrarólympíuleikar – Sprettganga B 13.55 Vetrarólympíuleikar – Snjóbretti Saga snjó- bretta á Ólympíuleikum. 14.55 Vetrarólympíuleikar – Snjóbretti B 16.25 Ástareldur (Sturm der Liebe) 17.15 Táknmálsfréttir 17.25 Vetrarólympíuleikar – Snjóbretti B 18.45 Fisk í dag 888 e 19.00 Fréttir 19.25 Veðurfréttir 19.30 Íþróttir 19.40 Kastljós 20.00 Söngvakeppnin 2014 - lögin í úrslitum (1:3) 20.10 Pönk á Patró Pönk á Patró er tónlistarhátið sem haldin hefur verið í Sjóræningja- húsinu á Patreksfirði. 888 20.40 Castle (6:23) 21.25 Djöflaeyjan Þáttur um leiklist, kvikmyndir, mynd- list og hönnun. 888 22.00 Tíufréttir 22.10 Veðurfréttir 22.15 Íþróttir (2:8) 22.25 Whitechapel 8.3 (6:6) (Whitechapel III) Í Whitechapel-hverfinu í London rannsakar lög- reglan morðmál sem gæti átt rætur sínar langt aftur í fortíðinni. Leikstjóri er SJ Clarkson og meðal leikenda eru Rupert Penry-Jones, Philip Davis, Steve Pem- berton og Claire Rushbrook. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 23.10 Taggart – Illt í efni (Taggart) Nýútskrifaður læknir finnst myrtur í skemmu eftir að hafa verið pyntaður. Eftirmenn Taggarts, rannsóknarlög- reglumennirnir Jackie Reid og Robbie Ross eru fengin til að komast til botns í málinu. Meðal leikenda eru Alex Norton, Blythe Duff og John Michie. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 23.55 Kastljós 00.20 Fréttir e 00.30 Íþróttir (2:8) 00.40 Næturvarp (13) (Ýmsir listamenn) 06.30 Dagskrárlok Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 ÍNN 08:55 Ólympíuleikarnir - B Bein útsending frá Ólympíuleikunum í Sochi. 22:00 Ólympíuleikarnir - Samantekt 22:35 Þýsku mörkin Farið yfir mörkin og helstu úrslit í þýska handboltanum. 22:35 Þýsku mörkin Farið yfir mörkin og helstu úrslit í þýska handboltanum. 23:05 Ólympíuleikarnir - Ís- hokkí kvenna (Þýskaland - Svíþjóð) 06:50 Ólympíuleikarnir - Alpa- greinar (Brun kvenna) B 09:55 Premier League 2013/14 (Swansea - Cardiff) 11:35 Premier League 2013/14 (Norwich - Man. City) 13:15 Premier League 2013/14 (Southampton - Stoke) 14:55 Ensku mörkin - neðri deild 15:25 Enska B-deildin (Derby - QPR) 17:05 Messan 18:25 Premier League World 18:55 Ensku mörkin - úrvalsd. 19:50 Premier League 2013/14 (WBA - Chelsea) B 21:55 Premier League 2013/14 (Cardiff - Aston Villa) 23:35 Premier League 2013/14 (Hull - Southampton) 20:00 Hrafnaþing 21:00 Stjórnarráðið 21:30 Skuggaráðuneytið 17:55 Strákarnir 18:20 Friends (7:24) 18:45 Seinfeld (9:22) 19:10 Modern Family 19:35 Two and a Half Men (16:22) 20:00 Grey's Anatomy (22:24) 20:45 Hannað fyrir Ísland (5:7) 21:30 Veggfóður (12:20) 22:10 Nikolaj og Julie (16:22) 23:05 Anna Pihl (6:10) 23:50 Cold Feet 5 (5:6) 00:40 The Fixer (1:6) 01:30 Hannað fyrir Ísland (5:7) 02:15 Veggfóður (12:20) 03:00 Nikolaj og Julie (16:22) 11:30 Just Go With It 13:25 Submarine 15:05 The Bucket List 16:45 Just Go With It 18:40 Submarine 20:20 The Bucket List 22:00 Ted 23:45 Never Let me Go 01:30 The Burrowers 03:10 Ted 16:45 Junior Masterchef Australia (6:22) 17:30 Baby Daddy (5:10) 17:50 The Carrie Diaries (12:13) 18:35 American Dad 19:00 Extreme Makeover: Home Edition (16:26) 19:45 Hart of Dixie (22:22) 20:30 Pretty Little Liars (23:24) 21:15 Þriðjudagskvöld með Frikka Dór 21:45 Nikita (23:23) 22:25 Justified (10:13) 23:10 Revolution (10:20) 23:55 Arrow (12:23) 00:40 Sleepy Hollow (12:13) 01:20 Extreme Makeover: Home Edition (16:26) 02:05 Hart of Dixie (22:22) 02:50 Pretty Little Liars (23:24) 03:35 Þriðjudagskvöld með Frikka Dór 04:05 Nikita (23:23) 04:50 Justified (10:13) 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Cheers (3:26) 08:25 Dr. Phil 09:05 Pepsi MAX tónlist 16:55 Got to Dance (5:20) 17:45 Dr. Phil 18:25 Top Chef (10:15) 19:10 Cheers (4:26) 19:35 Sean Saves the World (5:18) Gamanþættir með Sean Heyes úr Will & Grace í aðalhlutverki. 20:00 The Millers (5:13) Bandarísk gamanþáttaröð um Nathan, nýfráskilinn sjónvarpsfréttamann sem lendir í því að móðir hans flytur inn til hans, honum til mikillar óhamingju. Aðalhlutverk er í höndum Will Arnett. Í hverfinu býr hræðileg norn sem hefur skelft íbúana í áratugi. Í þessum hrekkjavökuþætti komumst við að hinu sanna um hina skelfilegu galdrakerlingu. 20:25 Parenthood (6:15) Banda- rískir þættir um Braverman fjölskylduna í frábærum þáttum um lífið, tilveruna og fjölskylduna. 21:10 The Good Wife (1:22) 22:00 Elementary (6:22) Sher- lock Holmes og Dr. Watson leysa flókin sakamál í New York borg nútímans. Síð- ustu þáttaröð lauk með því að unnusta Sherlocks, Irine Adler var engin önnur en Moriarty prófessor. Ráðist er inn á heimili yfirmanns í lögreglunni og skömmu síðar eru hermenn drepnir. Holmes virðist sjá tengsl milli atburðanna. 22:50 The Bridge (6:13) 7,7 Spennandi þættir byggðir á dönsku þáttunum Brúin sem naut mikilla vinsælda. Lík finnst á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna og áður en varir hrannast fórnarlömbin upp. 23:30 Scandal (4:22) Við höldum áfram að fylgjast með Oliviu og félögum í Scandal. Fyrsta þáttaröðin sló í gegn meðal áskrifenda en hægt var að nálgast hana í heilu lagi í SkjáFrelsi. Olivia heldur áfram að redda ólíklegasta fólki úr ótrú- legum aðstæðum í skugga spillingarstjórnmálanna í Washington. 00:15 Elementary (6:22) Sher- lock Holmes og Dr. Watson leysa flókin sakamál í New York borg nútímans. Síð- ustu þáttaröð lauk með því að unnusta Sherlocks, Irine Adler var engin önnur en Moriarty prófessor. Ráðist er inn á heimili yfirmanns í lögreglunni og skömmu síðar eru hermenn drepnir. Holmes virðist sjá tengsl milli atburðanna. 01:05 Pepsi MAX tónlist 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:05 Malcolm In the Middle 08:30 Ellen (137:170) 09:10 Bold and the Beautiful 09:30 Doctors (117:175) 10:15 Wonder Years (18:23) 10:40 The Middle (12:24) 11:05 White Collar (8:16) 11:50 Flipping Out (4:10) 12:35 Nágrannar 13:00 The X-Factor (17:27) 13:40 In Treatment (11:28) 14:10 Sjáðu 14:35 Lois and Clark (17:22) 15:20 Scooby-Doo! Leynifélagið 15:45 Ozzy & Drix 16:05 Tommi og Jenni 16:30 Ellen (138:170) 17:10 Bold and the Beautiful 17:32 Nágrannar 17:57 Simpson-fjölskyldan 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:11 Veður 19:20 Um land allt Reykhólar og Reykhólasveit. 19:45 New Girl (12:23) 20:10 Geggjaðar græjur Skemmtilegur þáttur þar sem fjallað er um nýjustu græjur og afrek á sviði vísinda. 20:25 The Big Bang Theory (12:24) Sjöunda þáttaröðin um félagana Leonard og Sheldon. 20:45 The Mentalist 8,6 (9:22) Sjötta þáttaröðin um Patrick Jane sem er sjálf- stætt starfandi ráðgjafa rannsóknarlögreglunnar í Kaliforníu. 21:30 Rake (3:13) Frábærir þættir með Greg Kinnear í aðalhlutverki og fjalla um lögfræðinginn Keegan Deane. 22:15 Girls 7,5 (6:12) Þriðja gaman- þáttaröðin um vinkvenna- hóp á þrítugsaldri sem búa í draumaborginni New York. 22:45 Bones (15:24)Áttunda þáttaröðin af þessum stór- skemmtilegu þáttum. 23:30 Daily Show: Global Edition 23:55 2 Broke Girls (24:24) Önnur þáttaröðin af þessum hressilegum gamanþáttum um stöllurnar Max og Caroline. 00:20 The Face (5:8) Glæný og skemmtileg þáttaröð þar sem ungar og efnilegar stúlkur keppast um að verða næsta ofurfyrirsæta. 01:05 Lærkevej (8:12) Skemmti- leg, dönsk þáttaröð með blöndu af gamni og alvöru. 01:50 Touch (10:14) Önnur þáttaröðin með Kiefer Sutherland í hlutverki föður sem reynir að ná tengslum við fatlaðan son sinn. 02:35 Breaking Bad (3:8) 03:20 Breaking Bad (4:8) 04:05 Burn Notice (2:18) 04:50 The Mentalist (9:22) 05:35 The Big Bang Theory 05:55 Fréttir og Ísland í dag e RÚV Íþróttir 14.50 Vetrarólympíuleikar – Skíðaskotfimi 16.15 Vetrarólympíuleikar – Baksleði 18.30 Vetrarólympíuleikar – Brekkuat á skíðum 19.45 Vetrarólympíuleikar – Sprettganga 21.45 Vetrarólympíuleikar – Snjóbretti SkjárGolf 06:00 Eurosport 2 12:00 Eurosport 2 18:00 Eurosport 2 00:00 Eurosport 2 Tökur hefjast í júní Tom Hiddleston í nýrri mynd E nski leikarinn Tom Hiddle- ston mun fara með aðalhlut- verkið í væntanlegri mynd Bens Wheatley sem nefnist High Rise. Myndin byggir á samnefndri skáldsögu eftir J.G. Ball- ard sem kom út árið 1975 og hlaut góðar viðtökur. Bókin fjallar um íbúa glæsilegs háhýsis sem inniheldur öll helstu þægindi og nauðsynjar nú- tímans; sundlaugar, skóla og mat- vöruverslun. En á meðan íbúarnir hafa allt til alls í byggingunni sem þeir búa í, einangrast þeir meira og meira frá umheiminum og skapa um leið sitt eigið, lokaða samfélag innan veggja háhýsisins. Til hefur staðið að gera High Rise í nokkur ár en hún verið föst í fram- leiðsluferlinu um langt skeið. Í fyrra var það svo tilkynnt að Ben Wheatley hefði verið fenginn til að leikstýra myndinni, en hann leikstýrði meðal annars myndinni Kill List sem kom út árið 2011. Wheatley tilkynnti svo á Twitter-síðu sinni í vikunni að Hiddleston hefði verið ráðinn í að- alhlutverkið, en Hiddleston er helst þekktur fyrir túlkun sína á Loka Laufeyjarsyni í The Avengers, Thor og Thor: The Dark World. Tökur á High Rise hefjast í júní næstkom- andi og er myndin væntanleg í kvik- myndahús árið 2015. n horn@dv.is Tom Hiddleston Leikarinn mun fara með aðalhlutverkið í þessari væntanlegu mynd. Þ að var gaman í Borgarleik- húsinu þegar leikhópurinn Óskabörn ógæfunnar frum- sýndu Bláskjá, nýtt leikrit Tyrfings Tyrfingssonar, um síðustu helgi. Gaman vegna þess að þessi ungi og upprennandi höfund- ur hefur skrifað nýtt íslenskt leikrit sem er sérstakt að því leyti að það er óvægin ádeila á íslenskt samfé- lag og pólitískan veruleika en þó í dulargervi. Tyrfingur er sannarlega ný rödd í íslenskri leikritun, hann hikar ekki við að skrifa kjaftforan leiktexta sem er bæði hugmynda- ríkur og oft brjálæðislega fyndinn í tilsvörum. Þar að auki vinnur hann með efnivið sem á lítið skylt við hefð- bundið leikhús, hann þorir að láta vaða og teyma okkur inn í fjölbreytta afkima mannlífsins þar sem annar- leikinn og hið afkáralega er allsráð- andi. Tyrfingur sækir hugmyndina í vin- sæla barnasögu um drenginn Bláskjá, bláeyga yfirstéttarbarnið sem rænt er af „vondum“ sígaun- um og látið dúsa í dimmum helli við illt atlæti. Tyrfingur tekur meginefni sögunnar, kynþátta- og stéttaand- stæðurnar sem í henni birtast og snýr þeim á haus, lætur Bláskjá, sem hér heitir Eiríkur, loka sígaunasystkinin Ellu og Valter niðri í djúpum kjallara sem staðsettur er í Kópavogi, líklega langt undir Hamraborginni. Bláskjár er hér ungur blár sjálfstæðisdrengur á uppleið, arftaki föðurins, greifans sem er nýlátinn en systkinin sem áður voru fórnarlömb föðurins verða nú fórnarlömb hans. Úrvinnsla Tyrf- ings á efni sögunnar hefur margar pólitískar vísanir sem ná langt út fyrir bæjarmálapólitíkina í Kópavogi en hún verður samt að táknheimi fyrir ádeiluna sem felst í verkinu. Við undirleik þjóðsöngsins Leikrit Tyrfings fer fram á útfarar- degi þessa föður, sem er meira en venjulegur faðir, hann er nefnilega landsfaðir, já eða kirkjufaðir þess vegna sem verður að komast á spjöld sögunnar, þótt hann hafi misnot- að vald sitt. Spurningin sem verður svo áleitin í verkinu fjallar um valdið og handhafa þess, um andvara- leysi og vanmátt þeirra sem gætu flutt sig upp úr dýflissu kjallarans ef þeir bara nenntu að hugsa og fram- kvæma í kjölfarið. Með þessum við- snúningi á valdahlutföllum barna- sögunnar tekst höfundinum að deila á þjóðfélagsástand og hugarfar sem ekki aðeins Íslendingar, heldur fjöl- margar aðrar þjóðir ættu að kann- ast við sem afleiðingu af efnahags- og bankahruni undanfarinna ára og blindgötu óhefts kapítalisma og frjálshyggju. Fólk kýs yfir sig sömu landsfeðurna og rændu það, ekki aðeins aleigunni, heldur sjálfs- virðingunni líka. Verk Tyrfings sýnir okkur oft umbúðalaust hvernig al- menningur lætur valdhafana taka sig í rassgatið hvað eftir annað og það jafnvel við undirleik þjóðsöngsins. Vignir Rafn Valþórsson leikstýr- ir verki Tyrfings og hefur ásamt Brynju Björnsdóttur, höfundi sviðs- myndar og búninga, tekist að skapa geggjaðan og skemmtilegan heim á leiksviðinu, stundum þó á kostnað textans sem fyrir bragðið varð ekki eins beittur. Margra hæða hátt bak- tjaldið gaf til kynna margumrædda „Hamraborgina“ og djúpan kjall- arann þar sem systkinin dvelja gegn vilja sínum en geta ekki annað. En kjallarinn er ekki bara dvalarstað- ur systkinanna, heldur líka einhvers konar skemmtistaður þar sem þau reyna að drepa tímann, sem þó varla nær til þeirra niður í dýpið. Nýtingin á sviðsturni Litla sviðsins, efstu svöl- um og bakstigum var vel til fund- in og undirstrikaði enn frekar lífið á botninum. Og lífið á botninum er það sem sýningin snýst um, hvernig systkinin sem fulltrúar hinna valda- lausu, þreyja þorrann með því að sviðsetja sjálfa sig með afþreyingar- leikjum, grímuleikjum sem afhjúpa grimmd, spillingu og illsku. En allt er þetta gert með galsafenginni grótesku í allri sviðsetningunni, jafnt í lýsingu, beitingu tónlistar, grímum og leikgervum. Leikhús fáránleikans Það er mikill þróttur og fjör í leiknum sem einkennist í heild sinni af ólík- indalátum í ætt við leikhús fárán- leikans. Hjörtur Jóhann Jónsson fór hreinlega á kostum í hlutverki samkynhneigða bróðurins Valters, sýndi okkur margar hliðar í túlkun sinni, beitti fyrir sig ýmiss konar leik- tækni og studdist við útlit og leik- gervi sem gerðu persónu hans bæði brjóstumkennanlega og fyndna. Bæði hann og Arndís Hrönn Egils- dóttir í hlutverki systurinnar Ellu unnu skemmtilega með meinfyndin tilsvör höfundarins, réttar tímasetn- ingar og þagnir. Arndís Hrönn hefur afar sterka sviðsnærveru og þokka- fulla raddbeitingu og tókst sérlega vel að koma alvarlegri þönkum í skáldskap Tyrfings til skila og minna okkur á að þrátt fyrir galsann býr annað og meira undir öllu verkinu. Arnmundur Ernst B. Björnsson lék unglinginn Eirík, þann sem gagnrýn- islaust ætlar sér að feta í fótspor föð- urins. Arnmundi tókst ekki fullkom- lega að mynda nægilega sterka og ógnvekjandi andstæðu við systkinin en sótti í sig veðrið einkum í átaka- senum við systkinin. Bláskjár Tyrfings Tyrfingssonar býður upp á margs konar túlkunar- leiðir og sviðsetningu. Óskabörnum ógæfunnar hefur tekist bærilega að koma marglaga efniviðnum á svið og leikhópurinn getur unað glaður við sitt. n Galsafengin og frumleg ádeila Bláskjár Höfundur: Tyrfingur Tyrfingsson Leikstjórn: Vignir Rafn Valþórsson Leikarar: Arndís H. Egilsdóttir, Hjörtur J. Jónsson, Arnmundur Ernst B. Björnsson Sýnt í Borgarleikhúsinu Hlín Agnarsdóttir ritstjorn@dv.is Dómur „Sýningin er bráðskemmileg á köflum. Bráðskemmtileg Fyllilega þess virði að hljóta eftirtekt og athygli ekki síst vegna frumlegra efnistaka höfundar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.