Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Blaðsíða 13
Fréttir 13Vikublað 11.–13. febrúar 2014
Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu,
jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær.
Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri
hversdagsins.
frá Neskaupstað þar sem fjölskyld-
an býr og á spítala í Reykjavík hafa
líka kostað sitt. Valdís hefur ekki
enn fengið allar ferðirnar frá síðasta
ári greiddar og ekki fengið neinar
umönnunargreiðslur frá Sjúkra-
tryggingunum. Hún er að bíða eft-
ir að fá foreldragreiðslur en til þess
þurfti hún að klára öll sín réttindi
bæði í vinnunni og hjá stéttarfé-
laginu áður. Réttindin kláruðust í
enda desember, en hún fékk enga
greiðslu í janúar og því hafa reikn-
ingar safnast upp.
Það var fjölskylduvinur sem
stofnaði styrktarreikning fyrir hönd
þeirra hjóna í þeirri von að með því
væri eitthvað hægt að létta undir
með þeim í veikindunum. Þeir
sem vilja leggja fjölskyldunni lið er
bent á söfnunarreikning: 1106-05-
400765 og kt.: 140983-3499. n
„Óvissan er verst“
n Arnar Pálmi er með ógreindan sjúkdóm n Fór í ellefu svæfingar á átta mánuðum
„Talið er að eitt lítið
prump hefði getað
valdið því að það hefði
getað sprungið með þeim
afleiðingum að Arnari
hefði blætt út á staðnum.
Á spítalanum
Arnar Pálmi á
spítalanum.
Nýfæddur Arnar hefur verið
veikur frá fæðingu en enn hefur
ekki fundist hvað amar að.
Systkinin
Arnar og litla
systir hans,
Steinunn Una.
Alltaf kvalinn Móðir Arnars
segir hann ekki þekkja neitt
annað en að vera alltaf kvalinn.
B
réfberum póstsins er refsað
fyrir eljusemi í starfi. Þetta
herma öruggar heimildir
DV. Þeir bréfberar, sem eru
fljótir að skila póstinum
inn um lúgur viðtakenda og klára
sín hverfi snemma, eru látnir vinna
aukalega án þess að fá meira borg-
að. En þeir, sem lengur eru að
vinna sömu vinnu og skila póstin-
um seinna, fá að fara heim um leið
og þeir eru búnir. Enginn græðir því
á því að leggja hart að sér, heldur er
hvatakerfið öfugsnúið: minni elja
þýðir minni vinna.
Nokkur óánægja er meðal
starfsmanna vegna þessa, sam-
kvæmt heimildum DV, en sumir
starfsmenn ganga einfaldlega á
lagið og taka sér mun meiri tíma
en þeir þurfa í flokkun og útburð.
„Maður nennir náttúrlega ekkert
að bera út meira en maður þarf,“
segir bréfberi sem vill síður láta
nafns síns getið og bætir við: „Leti
er orðin æðsta dyggð bréfberans.“
En hvers vegna er skipulagið
með þessum hætti? „Þetta snýst
allt um að koma póstinum til skila.
Ef það eru veikindi, þá fáum þá
sem búnir eru snemma með sín
hverfi til að klára hverfi þeirra
veiku. En við reynum að skipta
því á milli á sem sanngjarnastan
hátt,“ segir Brynjar Smári Rúnars-
son, fjölmiðlafulltrúi Póstsins.
Þessi orð hans ríma illa við lýs-
ingar heimildarmanna, sem
starfa daglega við bréfburð. Þeir
segja skiptinguna vera þannig,
að þeir fljótustu þurfi að vinna
alla aukavinnuna en hinir sleppi.
Bent á þetta ítrekar Brynjar fyrri
ummæli sín. „Við reynum skipta
þessu á sanngjarnan hátt.“ n
„Maður nennir
náttúrlega ekkert
að bera út meira en
maður þarf.
Baldur Eiríksson
baldure@dv.is
Eljusemi borgar sig ekki í póstinum
Pósturinn
refsar duglegum
Öfugir hvatar
Bréfberar græða
á drolli.