Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Blaðsíða 26
Vikublað 11.–13. febrúar 201426 Lífsstíll Bolli sem hlýjar höndum Margir fá sér heita drykki þegar þeim er kalt en með þessum sniðuga bolla þá hitnar manni ekki bara að innan við kaffi eða te drykkjuna heldur hitar hann hendurnar líka. Bollinn heitir Toastymug og hendurnar passa fullkomlega utan um hann. Boll- inn er handgerður af leirlista- mönnum í litla bænum Montelu- po sem er nærri Flórens á Ítalíu. Hægt er að fá hann í tveimur litum, hvítu og grænu. Meðal annars er hægt að kaupa bollann á síðunni sabrinafossi.com. Nýttu plássið Er lítið pláss á baðherberginu þínu? Þá er um að gera að nýta allt það pláss sem er í boði. Eins og sýnt er á meðfylgjandi mynd þá getur verið afar sniðug lausn að nýta líka skáphurðina á bað- herbergisskápnum til þess að geyma dót í. Með því að festa á hurðina tvö lítil mál þá myndast pláss fyrir tannbursta, tannkrem, hárbursta eða annað smálegt. Það sparar ekki bara plássið held- ur sparar líka tíma við að leita að hlutunum. 16 atriði sem benda til þess að þú sért A-manneskja H ún er bara svo mikil A- manneskja.“ Við notum það í samræð- um og upp á síðkastið virðist það vera í tísku. Flest höfum við einhverja hugmynd um hvað felst í því en fæst okkar geta skilgreint það nákvæmlega. Nú hafa blaðamenn Huffington Post sett saman lista yfir kosti og galla þeirra sem tilheyra hin- um margumrædda „A-flokki“. Sálfræðihugtakið „A-týpa“ kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1950 þegar hjartasérfræðingurinn Meyer Friedman rannsakaði tengsl hjarta- sjúkdóma og persónuleika. Fried- man komst að því að þeir einstak- lingar sem líklegastir eru til að fá hjartasjúkdóma eru einnig þeir sem, að hans mati, voru kappgjarnir, óþol- inmóðir og stressaðir. Hugtakið vakti ekki athygli að ráði fyrr en árið 1974 þegar metsölubók Friedman, Type A Behavior And Your Heart, kom út. Í viðtali við Huffington Post útskýrir sálfræðingurinn John Schaubroeck að „A-týpa“ sé sam- nefnari yfir ákveðna persónueigin- leika frekar en stimpill eða aðgrein- ing frá „B-týpu“. „Það er ekki eins og einhver sé aðeins A-manneskja og annar einungis B-manneskja en lík- ur eru á að þú sért meira á A-rófinu ef þú ert framtaksmaður, óþreyjufull- ur og atorkumikill einstaklingur sem ergist auðveldlega ef hindranir verða á framvindu verkefna.“ Merki þess að þú sért örlítil (eða mikil) A-týpa: 1 Þér finnst eins og þú sért að deyja inni í þér þegar þú þarft að bíða í röð A-manneskjur pirra sig á öllu sem hægir á þeim – og það er fátt verra í þeirra huga en langar og hægfara raðir. „A-týpur eru einstaklingar sem vilja koma hlutun- um í verk og ergjast auðveldlega þegar eitthvað stendur fyrir því að þeir nái markmiðum sínum,“ segir Schaubroeck. 2 Þér hefur verið lýst sem full-komnunarsinna, vinnualka og einstaklingi sem skarar fram úr Hegðun A-týpa minnir um margt á hegðun framtakssamra fullkomn- unarsinna og vinnualka sem allt eru lýsingar á þeim sem ætla sér langt. 3 Þú nagar neglur eða gnístir tönnum A-týpur eru líklegri til að tileinka sér stresstengda hegðun eins og að naga neglur, gnísta tönn- um og sýna eirðarleysi. Þessi einkenni ná alla leið aftur í rannsókn Friedman sem tók eftir því að þeir þátt- takendur sem höfðu fengið hjartaáfall voru líklegir til að þrýsta nögl- um sínum ofan í stóla sína. Slíkt tók Friedman sem merki um uppnám. 4 Þú þolir ekki að eyða tíma til einskis Fastur í umferðinni? Of löng bið á heilsugæslunni? Öll óþarfa bið pirrar þig óstjórnlega og það er fátt sem fer jafn mikið í taugarnar á þér og þegar tími fer til spillis. 5 Þú ert afar samviskusamur Þú verður stressaðri og kvíðnari en aðrir en það er bara af því að þér stendur ekki á sama. Þér finnst mikil vægt að vera með hlutina á hreinu í einu og öllu og vilt ganga úr skugga um að öll verk klárist. Þú manst eftir afmælisdögum allra, pantar kökur og blóm og passar upp á allir skemmti sér vel í veislunni. 6 Þú ert dálítill heimsenda-sinni Þú getur ekki annað en haft áhyggjur af framtíðinni og dval- ið við verstu mögulegu útkomuna af öllum vandamálum. 7 Þú tekur fram í fyrir fólki Þú gerir þetta óvart og vilt vel en þér finnst afskaplega erfitt að bíða með að koma meiningu þinni á framfæri. 8 Þú átt erfitt með að sofna á kvöldin A-týpur eiga til að dvelja við vonbrigði og áhyggjur sem getur orðið til þess að þær eiga erfitt með að sofna á kvöldin. Ef þú ert A-manneskja eru líkur á að vand- ræðalegt atvik eða misgáfulegar samræður verði til þess að heili þinn spili atburðinn aftur og aftur þegar þú leggur höfuðið á koddann um kvöldið. 9 Fólk á erfitt með að halda í við þig – hvort sem það er í samræðum eða í göngutúrnum Samkvæmt Schaubroeck eru A- týpur skilgreindar vegna atorku og kappgirni sinnar. Þær elska að fara hratt um og láta hlutina ganga hratt og örugglega. Niðurstaðan verður því oftar en ekki sú að þær eru að flýta sér. 10 Þú eyðir meiri kröftum í vinnuna en sambandið A-manneskjur eru gjarnar á að einbeita sér að mælanlegum afrekum eins og einkunnum eða launahækkunum. Þótt ástarsambandið sé þér mikilvægt áttu auðvelt með að gleyma þér í vinnunni eða skólanum – á kostnað alls annars í lífi þínu. 11 Afslöppun getur verið erfið Fyrir A-týpu, sem er drifin áfram af tímamörkum og settum takmörkum, getur frí hljómað eins og eitthvað ónáttúrulegt – enda er tíminn peningar. Til að komast í raunverulega afslappað skap gætir þú þurft að líta á afslöppun sem markmið í sjálfri sér. Þá munt þú örugglega leggja þig allan fram um að hvíla þig. 12 Þú hefur ekki umburðarlyndi gagnvart vanhæfni A-týpum var upphaflega lýst sem reiðum og fjandsamlegum einstaklingum en sálfræðingar hafa lengi deilt um hvort fjandsemi sé hluti af jöfnunni, ef marka má Schaubroeck. En allir eru sammála um að A-týpur séu kappsamir einstaklingar sem vinna hörðum höndum að markmiðum sínum sem gæti þýtt að þeir eiga erfiðara með að sætta sig við þá sem standa í þeirra vegi eða þá sem búa ekki yfir sama drifkrafti. 13 Þú værir týndur án tossa-listans Schaubroeck segir A-manneskjur þrífast á markmiðum og á því að skipurleggja og plana. Þess vegna eru tossalistar þeirra bestu vinir. Þú elskar að strika yfir vel unnin verk. 14 Þú flýtir þér að öllu í vinnunni A-týpur vilja að allt sé unnið í gær þegar kemur að vinnunni. Þessir einstaklingar eru afar viðkvæmir fyrir tímanum og besta leiðin til að fara í taugarnar á þeim er að vinna lúshægt. Ef þú vilt heilla A-týpu skaltu vinna á sama hraða og hún. 15 Þú ert næmur fyrir stress Brautryðjendarannsókn Fried- man skilgreindi A-týpur sem stress- aða einstaklinga. Svona stressaðir einstaklingar eru líklegri til að hafa of háan blóðþrýsting og eru í meiri áhættu þegar kemur að hjartasjúk- dómum. 16 Þú lætur hlutina ganga Þrátt fyrir marga neikvæða eiginleika í fari A-týpa eru þetta einstaklingar sem ná markmiðum sínum. Margir vinnuveitendur vilja A-manneskj- ur í vinnu til sín af því að þeir vita sem er að þeim er treystandi til að koma hlutunum í verk, samkvæmt Schaubroeck. Ertu að drepast úr samviskusemi? Konur þurfa meiri svefn Samkvæmt nýrri rannsókn þurfa konur meiri svefn en karlar. Rann- sóknin var gerð á vegum The Duke University í Norður-Karó- línu í Bandaríkjunum og leiddi í ljós að heili kvenna þarf meiri tíma til að jafna sig eftir annríki dagsins en heili karla. Rannsókn- ir sýndu að þær konur sem sváfu ekki nóg voru frekar þunglyndar og fundu fyrir skapsveiflum. Karl- menn sem fengu samsvarandi langan svefn fundu hins vegar ekki fyrir þessum einkennum. Konurnar þurftu að meðaltali að hvíla sig meira til þess að upplifa ekki þessi einkenni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.