Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Blaðsíða 12
Vikublað 11.–13. febrúar 201412 Fréttir „Óvissan er verst“ n Arnar Pálmi er með ógreindan sjúkdóm n Fór í ellefu svæfingar á átta mánuðum Þ að er alveg sama í hvaða hluta lífsins það er, óvissan er alltaf verst“ segir Hulda Valdís Önundardóttir móð- ir Arnars Pálma Eiríks sonar, tæplega tveggja og hálfs árs gam- als drengs sem glímt hefur við erfið og að hluta óútskýrð veikindi frá fæðingu. Arnar Pálmi fæddist þann 16. september 2011 á Landspítalan- um. Hann er sonur þeirra Valdísar og Eiríks Rúnars Elíassonar. Arnar fæddist rúmum sex vikum fyrir tímann. Feðgar á sitthvorum spítalanum „Arnar Pálmi fæddist í í öndunar- stoppi og lenti í tveimur öðrum öndunarstoppum meðan hann var á vökudeild. Lífsmörk hans voru óstöðug fyrstu tvo sólarhringana, annað lungað fylltist af vökva sem féll svo að lokum saman og var hann hafður í öndunarvél í rúman sólar- hring. Ofan á allt þetta fékk Arnar Pálmi svo gulu og við það léttist hann mjög mikið,“ segir Valdís. Á meðan á þessu öllu stóð var Ei- ríkur, faðir hans, einnig veikur og var lagður inn á Landspítalann í Foss- vogi og hafðu í einangrun vegna gruns um nóró-veiru en kom svo í ljós að þetta var mjög svæsin matar- eitrun. Eftir að hafa dvalist í Reykja- vík í rúmar fjórar vikur fékk litla fjöl- skyldan loks að fara heim þar sem Arnar var hafður undir ströngu eft- irliti lækna og ungbarnaeftirlits. Veikindin áttu þó eftir að versna. Heppni að honum blæddi ekki út „Mig grunaði alltaf að ekki væri allt með felldu,“ segir Valdís. „Drengur- inn var alltaf svo fölur og það gekk mjög illa að fá hann til þess að nær- ast. Við höfðum grun um að hann væri með járnskort. Við fórum með hann til læknis vegna þessa þegar hann var níu mánaða gamall. Lækn- irinn leit bara á okkur og sagði að lit- arhaftið væri ekki óeðlilegt þar sem að báðir foreldrarnir væru fölir, en þá var Eiríkur að glíma við járnskort og Valdís enn að glíma við blóðleysi eftir fæðingu Arnars Pálma,“ segir hún. Í október 2012, þá rúmlega eins árs gamall, fór að bera á blóði í hægðum hjá Arnari Pálma. „ Eftir ítrekaðar læknisheimsóknir og nokkrar rannsóknir fór hann í að- gerð í apríl síðastliðnum. Þar var hluti af ristli hans fjarlægður vegna góðkynja blóðæxlis sem að afbrigði- legar æðar mynduðu, s.s. æðaflækja. Botnlanginn var einnig fjarlægður. Um mjög sjaldgæfan sjúkdóm er að ræða, en æxlið var orðið það stórt að það stíflaði ristilinn, en talið er að eitt lítið prump hefði getað valdið því að það hefði sprungið með þeim afleiðingum að Arnari Pálma hefði blætt út á staðnum,“ segir hún. Sex dögum eftir aðgerð fóru þau austur en voru send með hraði í sjúkra- flugvél til baka tveim dögum síðar vegna mikilla innvortisblæðinga og þurfti hann blóðgjöf og var með óstöðug lífsmörk um tíma. Orsakir enn óþekktar Staðan hjá fjölskyldunni í dag er erfið. Enn blæðir hjá Arnari Pálma án nokkurra skýringa. Hafa þau farið í margar læknisferðir og rannsóknir til Reykjavíkur á síðasta ári og eiga eftir að fara fleiri ferðir. Arnar Pálmi fór í maga- og ristilspeglun í október sl. þar sem allt kom eðlilega út, sem og í æðaþræðingu sem fram- kvæmd var í nóvember sl. Enginn blæðingastaður hefur enn fundist og ekkert sem skýrir blóðmissinn. Læknarnir finna ekki orsökina. Val- dís segir að þeim finnst verst að að vita ekki hvers vegna blæðir, en hún segir læknana hafa gert sitt besta til að komast að því hvað hrjái hann. „Við erum þeim ótrúlega þakklát og þau hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur. Þau hafa bjargað lífi hans nokkrum sinnum. Auðvitað er erfitt og í raun hrikalegt að hann sé ekki enn kominn með greiningu á því hvað hrjái hann en þeir reyna sitt besta til að finna út úr þessu. Það er mjög erfitt að horfa upp á barnið sitt svona.“ Segir hún. Alltaf með verki Valdís segir son sinn lítið annað þekkja en að líða illa. Hann hafi lítið úthald og er með stöðuga verki. „Arnar Pálmi þreytist mjög fljótt, hefur lítið úthald og hefur oft og tíðum litla matarlyst. Hann er með verki alla daga og hann reynir að þola verkina með því að vera alltaf á hlaupum. Hann þolir illa álag og áreiti og fær hita mjög auðveldlega.“ Vegna veikindanna hefur hann ekki mátt fara í leikskóla en núna á að láta á það reyna í apríl eða maí, hvort hann þolir það, þar að segja ef hann kemst þá inn. En ónæm- iskerfið hjá honum er mjög veikt,“ segir Valdís. 11 svæfingar á 8 mánuðum Arnar Pálmi er seinn til tals, en ger- ir sig þó skiljanlegan með bending- um og annarri tjáningu. „Við vitum heldur ekki almennilega hvað veld- ur því,“ segir Valdís. „Hann er fyrir- buri og strákur og hefur farið í fjöl- margar svæfingar, bara á síðasta ári frá apríl og fram í desember fór hann í samtals 11 svæfingar. Það sést þó ekkert óeðlilegt í heilastarf- seminni sem betur fer, þrátt fyrir öndunarstoppin og allt annað og allar blóðprufur hafa komið eðli- lega út. Arnar Pálmi er hress og glaðlyndur drengur þrátt fyrir allt. Hann þekkir ekki hvað það er að vera fullkomlega heilbrigður,“ segir hún. Taka einn dag í einu Valdís og Eiríkur segjast taka einn dag í einu, það sé ekki annað hægt í þessari stöðu. „Þetta getur verið mjög erfitt, maður vildi svo gjarn- an geta taka þetta frá honum, en það er ekki hægt. Við leggjum þetta í hendur æðri máttar, maður get- ur bara verið til staðar og gert sitt besta,“ segir Valdís. Arnar Pálmi er ekki eina barn þeirra hjóna en þau eignuðust stelpu í desember 2012, Steinunni Unu, og er hún hress, kát og heil- brigð ung dama. Um þessar mund- ir búa þau heima hjá foreldrum Valdísar þar sem verið er að gera upp íbúðina þeirra sem þau leigja af foreldrum hennar. Eins og veik- indi Arnars Pálma séu ekki nóg, þá vildi svo sorglega til að móðir Val- dísar, sem hefur verið þeim ómet- anlegur stuðningur í öllu þessu ferli, greindist með krabbamein í lunga í enda september á síðasta ári og var það byrjað að dreifa sig í eitla og í bein. Það hefur því líka reynt á þau. Standa illa fjárhagslega Fjárhagslega hliðin hjá fjöl- skyldunni er erfið eins og gefur að skilja. Valdís hefur verið alveg frá vinnu og Eiríkur hefur þurft að minnka við sig vinnu. Tíð ferðalög Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Mæðginin Veikindi Arnars hafa verið erfið en þau eru enn óút- skýrð. Mynd SigTryggur Ari „Hann þekkir ekkert annað en að líða illa Spítalalíf Arnar Pálmi hefur þurft að dveljast mikið á spítala frá því hann fæddist. Enn hefur ekki fundist hvað amar að honum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.