Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Blaðsíða 32
32 Menning Vikublað 11.–13. febrúar 2014
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Bíómynd
Inside Llewyn Davis
IMDb 7,8 RottenTomatoes 94% Metacritic 92
Leikstjórn og handrit: Joel og Ethan Coen
Aðalhlutverk: Oscar Isaac, Carey Mulligan
og Justin Timberlake
104 mínútur
F
yrir sumum, eins og mér, eru
fá tímabil sögunnar róman-
tískari en Greenwich Village í
upphafi 7. áratugarins, þegar
persónur úr sögum Kerouacks og
ljóðum Ginsbergs virtust ganga
þar um götur og ungur Dylan
spilaði á kaffihúsunum. Því er það
Coen-bræðrum til tekna hvað sýn
þeirra á tímabilið er raun lítið í
anda goðsagna þessara, þó hún
dreypi á þeim.
Söguhetjan Llewyn Davis
er þjóðlagasöngvari, mátulega
hæfileikaríkur en það eru margir
aðrir hér líka og samkeppnin er
hörð. Allt gengur á afturfótunum
jafnt fjárhagslega sem félagslega,
og varla annað að sjá en að Llewyn
eigi það skilið. Hann rífst við vel-
gjörðarmenn sína og barnar konu
vinar síns, í annað skiptið sem eitt-
hvað álíka á sér stað. Þetta er ekki
endilega fólk sem maður myndi
vilja þekkja, eða vera.
Það er klókt hjá Coen- bræðrum
að skipa hinn nánast óþekkta
Oscar Isaac í hlutverk söguhetj-
unnar sem óljóst er hvort muni
slá í gegn eða ekki, en hinn þekkt-
ari Justin Timberlake leikur vininn
sem allt leikur í lyndi hjá. Carey
Mulligan, sem virðist ein helsta
stjarna „arthouse“-mynda þessa
dagana, er konan sem stendur á
milli þeirra.
Eins og oft hjá Coen-bræðrum
hefur myndin í raun ekkert upphaf
og engan endi, við súmmum inn í
líf persónunnar og svo út aftur, án
þess að vita hvernig fer að lokum.
Sagan er lauslega byggð á ævisögu
Dave Van Ronk, þjóðlagasöngv-
ara sem gaf út plötur eins og
Inside Dave Van Ronk, hann hafði
mikil áhrif á en féll síðar í skugg-
ann af Dylan. Þeir sem þekkja til
tímabilsins geta haft gaman af að
reyna að giska á hvaða persóna á
að tákna hvern, svo sem hinn síðar
umboðsmann Dylan eða framleið-
andann John Hammond, og Dylan
sjálfur kemur fyrir, sem og útgáfur
af persónum Kerouacks.
Tónlistin er skemmtileg og
minnir á köflum á aðra tónlistar-
mynd þeirra bræðra, O Brother
Where Art Thou. Og samt finnst
manni að mynd sem vann gagn-
rýnendaverðlaun í Cannes hefði
getað gert ögn meira. Hún nær
ekki sömu hæðum og I‘m Not
There, skáldsögulegri mynd um
hin mörgu líf Dylan, en er ágætis
viðbót í safnið samt. n
Hin rómantíska 20. öld
Eltir drauma sína
í borg englanna
Davíð Þór lærir leiklist í Hollywood
D
avíð Þór Katrínarson er
20 ára Vesturbæingur
sem nú er staddur í „Borg
englanna“, Los Angeles í
Kaliforníu-fylki Bandaríkj-
anna. Davíð sækir leiklistarskólann
Stella Adler Academy of Acting and
Theatre sem er í Hollywood. „Sko,
það vildi þannig til að ég vakn-
aði einn daginn í svitabaði og það
rann upp fyrir mér að ég væri ekki
að gera neitt af viti við líf mitt. Hefð-
bundinn menntaskóli hentaði mér
alls ekki og mann rak hálfpartinn
bara áfram í afgreiðslustörfum og
hassvímu,“ segir Davíð hreint út í
samtali við blaðamann DV.
„Góður vinur minn var að fara
í leiklistarskóla hérna úti og mér
fannst það tilvalið að skella mér
líka þar sem ég hef alltaf haft áhuga
á leiklist og listum,“ segir Davíð en
vinurinn umræddi heitir Róbert
Gíslason og kemur úr leikarafjöl-
skyldu, sonur Eddu Björgvinsdóttur
og Gísla Rúnars Jónssonar.
Kennarar daðra
Stella Adler Academy of Acting
and Theatre var stofnaður af ein-
um merkasta leiklistarkennara síð-
ari tíma, Stellu Adler, eftir samstarf
hennar við rússneska leikhússtjór-
ann Constantin Stanislavski. Áður
en Adler byrjaði að kenna var hún
farsæl leikkona bæði í kvikmyndum
og á sviði. Margir af fremstu leikur-
um Hollywood lærðu hjá henni
en þar ber helst að nefna; Marlon
Brando, Benicio Del Toro, Robert
De Niro, Salma Hayek, Antonio
Banderas, Mark Ruffalo og Richard
Dreyfuss.
„Núna er leiklistin reyndar orðin
að ástríðu,“ segir Davíð. „Það að
sækja um í þennan skóla er besta
ákvörðun sem ég hef nokkurn tí-
mann tekið. Einvalalið kennara
er við skólann en margir þeirra
eru farsælir leikarar og allir þeirra
lærðu undir Stellu Adler á sínum
tíma. Í skólanum er mjög „homey“
stemning – mér var meira að segja
boðið í fámennt jólaboð á jóladag
af einum kennaranum, Óskarsverð-
launahafanum Milton Justice, þótt
það gæti reyndar verið að hann hafi
bara verið að reyna við mig enda al-
gjör „rjómi“, en það var einstaklega
notaleg kvöldstund.“
Kennt að vera mjúkur
„Í skólanum er mikið lagt upp úr því
að gera þig að betri leikara sem og
manneskju. Námið er mestmegnis
verklegt og manni er hent beint í
djúpu laugina, mikið unnið með
verk eftir gömlu meistarana svo
sem Shakespeare og Chekhov. Þetta
er klárlega skóli fyrir leikara sem
taka leiklistina alvarlega en þarna
er manni ekki bara kennt að vera
kynþokkafullur og harður heldur
líka alvöru og mjúkur.“
Davíð er ekki einungis virkur í
leiklistinni heldur hefur hann lengi
starfað við tónlist, nánar tiltekið
rapp. „Heima á Íslandi hef ég mik-
ið verið að stússast í tónlist, þá helst
rapp undir nafninu Sardu eða Svarti
Laxness (afsakið guðlastið) og hef
mikið verið að koma fram upp á
síðkastið á tónleikum með strák-
um úr Vesturbænum eins og Lord
Pusswhip og Vrong. Rétt áður en
ég kom út lagði ég lokahönd á mitt
fyrsta tónlistarmyndband við lagið
Finndu mig sem hægt er að finna á
Youtube.“ Á Íslandi lék Davíð í leik-
hópnum Ungleik sem frumflutti
tíu smáverk eftir ung leikskáld. Þá
keppti hann í Morfís með liði FB.
Ekki snefill af glamúr
Davíð segist afar ánægður með líf-
ið í Hollywood. Hann segir það vera
skemmtilegt en skrautlegt í senn.
„Þrátt fyrir hugmyndir margra um
Hollywood finnst varla snefill af
glamúr hérna. Til þess að finna hann
þarf maður að leita aðeins lengra
í úthverfin. Það kom mér á óvart
þegar ég kom fyrst hingað út. „Walk
of Fame“ ætti að heita „Walk of
Shame“ og „Hollywood Boulevard“
er svo sannarlega „The Boulevard
of Broken Dreams“. Hollywood er
skítug borg þrátt fyrir fögru pálma-
trén. Að því sögðu þá elska ég að
búa hérna. Þetta er svo sannarlega
ljúft líf og það er draumkennt að
labba fram hjá Hollywood-skiltinu
fræga á hverjum degi á leiðinni í
skólann. Ég elska óþrifnaðinn og
fals-glansinn. Þetta er eins konar
suðupottur af fólki alls staðar að úr
heiminum, flestir að elta drauma
sína svo maður á margt sameig-
inlegt með þeim sem maður hittir
hérna. Lífið hér gengur vissulega
aðeins hraðar fyrir sig en heima og
það getur verið ótrúlega mikið að
gera hjá manni stundum. Oft erum
við í skólanum í meira en tólf tíma
á dag til þess að klára öll verkefnin
sem okkur eru sett fyrir. Það getur
verið strembið, en hei – þetta er ná-
kvæmlega það sem ég skráði mig í
og óskaði mér.“
Stórir draumar
En hvert liggur leiðin fyrir þennan
unga leikara eftir námið? „Þegar ég
er búinn með skólann stefni ég á að
vinna eins mikið og ég mögulega get
í leiklist en eftir námið verður mað-
ur kominn með góða verkfæratösku
til að nota í bransanum sem getur
verið ansi miskunnarlaus. Eftir skól-
ann hef ég vinnuleyfi hér í hálft ár
sjálfkrafa og eftir það þarf maður að
fara í gegnum ferli til þess að fram-
lengja landvistarleyfið ef maður vill
vera lengur. Ég er ekki fullkomlega
viss um hvað ég geri eftir að sá tími
rennur út en það er bara ekki kom-
ið að því að taka ákvörðun um það.
Þó veit ég að ég ætla að halda áfram
í tónlist og ég er einnig með nokkur
handrit í smíðum.
Ég er með ýmsar hugmyndir um
hvað ég vill gera í framtíðinni og
stóra drauma líka en í augnablikinu
ætla ég að einbeita mér að því að
læra og njóta.“ n
Þórður Ingi Jónsson
thordur@dv.is
„Oft erum við í
skólanum í meira
en tólf tíma á dag.
Ekki snefill af glamúr Davíð
segist afar ánægður með lífið í
Hollywood en glamúrinn sé ekki
að finna nema grannt sé leitað.
„Þrátt fyrir hugmyndir margra um
Hollywood finnst varla snefill af
glamúr hérna.“