Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Blaðsíða 14
14 Fréttir Vikublað 11.–13. febrúar 2014 F rystitogurum hefur fækkað gríðarlega hratt hér á landi, á sama tíma og landvinnsla með ferskan fisk sækir í sig veðrið. Margir útgerðar­ manna hafa kvartað undan veiði­ gjaldi ríkisstjórnarinnar og segja það leggjast með mjög ósanngjörn­ um hætti á útgerðir. Útgerðarfélag­ ið Brim hf. tilkynnti í síðustu viku að öllum 40 skipverjum á frystitogar­ anum Brimnesi RE hefði verið sagt upp. Í tilkynningu frá félaginu segir að rekstrargrundvöllur frystitogara hafi breyst mikið á undanförnum árum og að með gríðarlegri hækkun á veiðigjöldum hafi rekstrar­ grundvöllur slíkra skipa brostið að mati félagsins. Í samtali við DV seg­ ir Guðmundur Kristjánsson, fram­ kvæmdastjóri Brims, að veiðigjaldið leggist með mjög ósanngjörnum hætti á rekstrareiningar. Enginn vill hlusta „Veiðigjald er ekki bara veiði­ gjald, það leggst mjög misjafnlega á rekstrar einingar. Brimnesið er ein rekstrareining í fyrirtækinu og þarf að borga mjög há veiðigjöld. Það er vegna þess að skipið veiðir verð­ litlar tegundir sem eru frystar úti á sjó og eru með mjög háan þorsk­ ígildisstuðul. Ef ég væri með ísfiskara sem veiddi mjög verðlitla tegund og landaði inn í hús hjá mér, þá þyrfti ég að borga mjög lág veiðigjöld,“ segir Guðmundur og bætir við. „All­ ir þessir bullukollar hér á Íslandi eru alltaf að snúa út úr. Við erum að segja þetta nákvæmlega eins og er en það vill enginn hlusta. Við höfum talað um þetta í eitt og hálft ár en það skilja þetta fáir,“ segir Guðmundur. Gaf ríkisstjórninni hálft ár Blaðamaður og ljósmyndari DV fóru í sérstaka skoðunarferð um frysti­ togarann Skálaberg með Guðmundi þegar skipið kom til Reykjavíkur í maí síðastliðnum. Líkti blaðamaðurinn skipinu við hótel, svo góður væri að­ búnaður sjómanna um borð. Guð­ mundur lét þá hafa eftir sér að það væri ákvörðun samfélagsins að stúta frystitogurum og að þá þýddi lítið að biðja um hærri laun fyrir kennara þegar ekkert væri að hafa til skipt­ anna. „Þú mátt ekki minnka kök­ una. Þú verður að leyfa okkur að baka kökuna. Það sem menn eru að gera núna er að banna okkur að baka kökuna. Þannig að það verður engin kaka og ekkert til skiptanna,“ sagði Guðmundur um veiðigjaldið. Jafn­ framt gaf hann nýrri ríkisstjórn hálft ár til þess að afnema veiðigjaldið. Rúmlega hálfu ári eftir þessi um­ mæli höfðu engar breytingar orðið á gjaldinu og Skálaberg var selt úr landi. Brim keypti hlut í grænlensku útgerðinni Arctic Prime Fisheries og seldi því svo frystitogarann. Skipið verður því gert út frá Grænlandi, líkt og Brimnes, með íslenskri og græn­ lenskri áhöfn. Markaður fyrir aflann „Rekstrarumhverfi þessara skipa hef­ ur orðið mjög erfitt á síðustu mánuð­ um og veiðigjöldin eru kornið sem fyllir mælinn,“ segir Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur hjá LÍÚ. Verð sjófrystra afurða hefur lækkað um fjórtán prósent á síðustu tveimur árum, en Sveinn segir að það sé ekki eina orsök þeirrar þróunar sem orðið hefur hjá útgerðum landsins. „Það er markaður fyrir afla þessara skipa og þau sækja einnig afla sem önnur geta ekki í úthöfum. Margt spilar inn í þetta og ekki hægt að kenna markaðinum að­ eins um. Sala á ferskum fiski hefur sótt í sig veðrið á síðustu árum, því er ekki að leyna, og það verða alltaf sveiflur í eftirspurn. Þessi skipaflokk­ ur er í ákveðinni endurskoðun, skip­ verjarnir eru þeir tekjuhæstu í sjávar­ útvegi og þarna hverfa mjög mikivæg störf,“ segir Sveinn og bætir því við að það komi á óvart hversu hratt þessi staða hefur þróast frá því að sérstök­ um veiðigjöldum var komið á. Margir missa vinnuna Í þessari samantekt DV á breyting­ um á frystitogaraflota landsins að undanförnu sést að á annað hund­ rað sjómenn hafa misst vinnu sína og ekki er útilokað að þeir verði enn fleiri. Flest þeirra skipa sem seld hafa verið eða til stendur að hætta rekstri á, hafa verið gerð út frá höfuðborgarsvæðinu. Á Sauðár­ króki hefur togarinn Örvar SK­2 ver­ ið seldur úr landi en til stendur að auka vinnslu í landi. Þar verða til fleiri störf en þau sem tapast, en þau eru þó heldur lægra launuð og skila því minni skatttekjum. Markaðurinn spilar hér vissu­ lega stóran þátt, því aukning hef­ ur orðið í útflutningi á ferskum fiski samhliða lækkun á verði sjófrystra afurða. Eftirspurnin er síður en svo að hverfa, en útgerðarmenn sem hafa sett mikinn pening í útgerð frystitogara eru skiljanlega ósáttir við að veiðigjaldið bætist ofan á þær breytingar sem hafa orðið á mark­ aði. Þeir þurfa nú að haga seglum eftir vindi, líkt og gengur og gerist í viðskiptum almennt, á meðan þeir bíða áfram eftir því hvað stjórnvöld munu gera. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar­ innar er lögð áhersla á að sérstaka veiðigjaldið taki mið af afkomu einstakra útgerða. Starfshópur um breytingar á fiskveiðistjórnunar­ kerfinu mun á næstunni skila af sér tillögum og er vonast til að hægt verði að leggja fram frumvörp byggð á þeim á þessu þingi. n Frystitogararnir hverfa n Hagfræðingur LÍÚ segir lækkandi verð ekki hafa svo mikil áhrif n Togarar seldir til Rússlands og Grænlands Þór HF-4: 40 misstu vinnu Seldur til Rússlands Stálskip tilkynnti í lok janúar að allur kvóti útgerðarinnar hefði verið seldur og togarinn Þór hefði verið seldur til Rússlands. Fjörtíu sjómenn misstu þar vinnuna en eigendur Stálskipa höfðu upphaflega sagt þeim upp í vor og sögðu ástæðuna vera veiðigjaldið. Hafnar- fjarðarbær skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart sölunni á kvótanum og hvort að hún hafi virkjað forkaupsrétt sveitarfélagsins. Venus HF-519: Elsti togari HB Granda Seldur til Grænlands HB Grandi tilkynnti seint á síðasta ári að Venus hefði verið seldur til Grænlands, en togarinn var sá elsti í eigu félagsins. Ekki var tilkynnt um uppsagnir sjó- manna, en fyrirtækið gerir út þrjá aðra frystitogara og breytti þeim fjórða, Helgu Maríu, í ísfiskiskip. Örvar SK-2: 30 manns sagt upp Seldur til Rússlands FISK Seafood tilkynnti í lok desember að frystitogarinn Örvar SK-2 yrði seldur úr landi eftir að viðunandi kauptilboð barst. Stefnt er að því að skipið verði afhent nýjum eigendum nú í febrúar, en 30 manns misstu vinnu við söluna á skipinu. Í tilkynningu frá fyrirtækinu vegna sölunnar var greint frá þeim áætlunum fyrirtækisins að draga úr vægi frystingar og vinnslu úti á sjó, en efla í staðinn vinnslu í landi, sem býður upp á fjölbreyttari framleiðslu og betri nýtingu alls hráefnis. Freri RE-73: Veiðigjald og lán ástæða sölu Óseldur Útgerðarfélagið Ögurvík sagði öllum sjómönnum upp í nóvember árið 2012, en þeir voru um sjötíu samtals. Fimmtíu þeirra fengu endurráðningu og því töpuðust tuttugu störf. Kvótinn á frystitogaranum Frera var fluttur yfir á togarann Vigra og sagði Hjörtur Gíslason stjórnarformaður að nauðsynlegt hefði verið að fara í þessar aðgerðir en auk þess var Freri settur á sölu. Hjörtur sagði við DV að ástæðan væri stökkbreytt lán og 200 milljóna króna veiðigjald sem lagt hefði verið á fyrirtækið. Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Um borð í Skálabergi Guðmundur Kristjánsson í Brimi hf. gaf ríkisstjórninni sex mánuði til að breyta veiðigjaldinu. Ekkert hefur breyst og Guðmundur sá þann kost vænstan að selja Skálaberg til Grænlands. Mynd SiGtRyGGUR ARi Óánægðir sjómenn Frá mótmælum sjómanna á Austurvelli sumarið 2012, þar sem sérstökum veiðigjöldum var mótmælt. Mynd EyþÓR ÁRnASon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.