Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Blaðsíða 4
Vikublað 11.–13. febrúar 20144 Fréttir
Á
bending um slæma með-
ferð á hundum barst Mat-
vælastofnun þann 6. febrúar
og varðaði ábendingin sögu-
sagnir um að tveir hundar
hefðu verið skildir eftir bundnir ofan
í baðkari yfir helgi. Annar átti að hafa
hengst í ólinni, en hinn einhvern veg-
inn hafa skrúfað frá eða brotið leiðslu
og drepist vegna bruna eða hita
frá heitu vatni,“ segir Þóra Jóhanna
Jónas dóttir, dýralæknir gæludýra og
dýravelferðar hjá Matvælastofnun.
Þóra segir að rannsókn málsins
sé í gangi en getur ekki gefið upplýs-
ingar um hvernig henni miðar eða
hvenær henni lýkur, enda þarf að
kanna málið frá hinum ýmsu hlið-
um. Stofnunin hefur víðtækar heim-
ildir til þess að kanna mál sem þessi
og getur meðal annars óskað eftir því
að fram fari krufning á dýrunum leiki
grunur á að þau hafi drepist með sak-
næmum hætti.
Hófu strax rannsókn
„Í þessu tilfelli hóf starfsmaður Mat-
vælastofnunar strax og ábending
kom að kanna hvort sögusagnirnar
væru á rökum reistar. Enn er verið
að rannsaka málið,“ segir Þóra.
„Þegar Matvælastofnun berast
ábendingar um illa meðferð á dýr-
um er eins fljótt og auðið er kann-
að hvort grunur um illa meðferð sé á
rökum reistur. Alvarleg mál er varða
velferð dýra eru ávallt forgangsverk-
efni. Þegar brot liggja fyrir í hinum
ýmsu málum er eftir atvikum beitt
þvingunarúrræðum, stjórnvalds-
sektum eða málin kærð til lögreglu.
Við stórfellt eða ítrekað brot er hægt
að svipta aðila með dómi heimild
til að hafa dýr í umsjá sinni,“ segir
Þóra.
Í blokkaríbúð
Samkvæmt heimildum DV átti at-
vikið að hafa átt sér stað í blokkar-
íbúð í Reykjavík. Eigandinn mun
hafa brugðið sér frá yfir helgi og skil-
ið dýrin eftir tjóðruð. Upplýsingar
DV benda til þess að ábendingin
sem Matvælastofnun fékk sé að
hluta til á rökum reist, en ekki öllu
leyti. Ekki var hægt að fá það stað-
fest frá Matvælastofnun hvort rann-
sóknin benti til þess að hundarnir
hefðu báðir drepist vegna vanbún-
aðar þar sem rannsókn er ekki lokið.
371 ábending
Árið 2013 bárust Matvælastofnun
tæplega fjögur hundruð kvartanir
vegna illrar meðferðar á dýrum.
Stærstur hluti þessara kvartana var
vegna meðferðar á búfé, eða 215,
og 156 vegna gæludýra, alls 371
ábending. Brugðist var við öllum
ábendingunum.
Stofnunin hefur hvatt almenn-
ing til að hafa augun hjá sér og vera
meðvitaður um velferð dýra. Hægt
er að senda ábendingar í gegnum
heimasíðu stofnunarinnar. Ný lög
sem tóku gildi um áramót og varða
velferð dýra og búfjárhald kveða
á um hert eftirlit. Með þeim getur
Matvælastofnun til dæmis fyrir-
varalaust og til bráðabirgða svipt
umráðamann dýra heimild til þess
að hafa eða sjá um dýr þar til úr-
bætur hafa verið gerðar eða dómur
fallið vegna illrar meðferðar. Vegna
stórfelldra brota er hægt að svipta
fólk með dómi heimild til að hafa
dýr í sinni umsjá, versla með þau
eða sýsla. Sama gildir ef ljóst þykir
að aðili hafi ekki getu til að annast
dýr. Þeir sem dæmdir eru fyrir van-
rækslu eða illa meðferð geta fengið
sekt eða hlotið árs fangelsisdóm.
DV hefur gert ítrekaðar tilraunir
til þess að ná sambandi við eiganda
dýranna en árangurs. n
Stal hnökkum
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu stöðvaði aðfaranótt mánu-
dags fimm ökumenn grunaða
um akstur undir áhrifum fíkni-
efna. Tveir þeirra voru stöðvaðir
í Kópavogi og hinir þrír í austur-
borg Reykjavíkur, fyrsti laust eftir
miðnætti og sá síðasti klukkan
hálf fimm.
Þá var lögreglu tilkynnt um
innbrot laust fyrir klukkan hálf
fjögur, sömu nótt, í verslun í
austurborg, en þar eru meðal
annars seldar vörur tengdar
hestamennsku. Óprúttinn að-
ili spennti upp hurð og stal
nokkrum hnökkum.
Hraðakstur
Google
Svo virðist sem myndavélabíll
Google Maps hafi brotið regl-
ur um hámarkshraða við Laugar
síðasta sumar þegar teknar voru
myndir fyrir Street View-hluta
síðunnar. 641.is, fréttavefur um
málefni Þingeyjarsýslu, greinir
frá þessu og birtir meðfylgjandi
mynd. Af henni má sjá að Google-
bíllinn hefur ekið á 69 kílómetra
hraða þótt hámarkshraðinn sé 50
kílómetrar á klukkustund eins og
sést á götumerkingu.
371 ábending Alls barst 371 ábending um
illa meðferð dýra til MAST í fyrra. Það er
aukning frá fyrra ári, en stofnunin biður fólk
að fylgjast vel með velferð dýra.
Kanna hvort hundar
hafi drepist í baðkeri
n Matvælastofnun rannsakar málið n 371 ábending um illa meðferð á dýrum á einu ári
Aleinir Hundarnir
voru samkvæmt
ábendingunni skildir
einir eftir í reiðileysi í
baðkeri í blokkaríbúð
í Reykjavík. Myndin er
úr safni og tengist efni
fréttarinnar ekki beint.
Mynd Getty IMAGes
Ásta sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
„Alvarleg mál
er varða velferð
dýra eru ávallt forgangs-
verkefni.
Ekki fara
í sjósund
Sjósund verður ekki ekki ráð-
legt í Nauthólsvík dagana 11.
til 14. febrúar. Þetta er vegna
viðhalds á dælustöðinni við
Faxaskjól. Dæla þarf skólpi um
yfirfallsrás við dælustöðina í
Skeljanesi og því verður mikil
hætta á því að saurgerlameng-
un verði yfir viðmiðunarmörk-
um á meðan viðgerðin stendur
yfir. Heilbrigðiseftirlit Reykja-
víkur ráðleggur sjósundsfólki
því að fara ekki í sund í sjónum
við Ylströndina í Nauthólsvík
og Fossvogi þessa daga.
Icesave gæti lamað sjóðinn
Sex árum síðar er Icesave-deilan enn í fullum gangi
H
ollenski seðlabankinn (DNB)
og breski innistæðusjóðurinn
(FSCS) hafa stefnt Trygginga-
sjóði innistæðueigenda og
fjárfesta á Íslandi fyrir Héraðs-
dóm Reykjavíkur vegna Icesave-inni-
stæðna. Þess er krafist að Trygginga-
sjóðnum íslenska verði gert að greiða,
eða staðfest verði að honum hafi borið
að greiða að fullu lágmarkstryggingu –
allt að 20.887 evrum fyrir hvern inni-
stæðueiganda, auk vaxta og kostnaðar.
Ýtrustu kröfur þessara aðila á hendur
TIF nema um 1000 milljörðum króna
– eitt þúsund milljörðum króna. Nái
kröfur þeirra fram að ganga er ljóst
að TIF verði gert erfitt fyrir að sinna
þeirri frumskyldu sinni að tryggja inn-
stæður á Íslandi til framtíðar og seg-
ir Karl Axelsson hæstaréttarlögmað-
ur, sem fer með málið, að ljóst sé að
það myndi lama sjóðinn ef svo færi.
Tryggingasjóður bauð DNB og FSCS
útgreiðslu fjármuna í samræmi við lög
og samkvæmt því sem efni stóðu til, en
því var hafnað. Tryggingasjóður hefur
yfir að ráða um 18,2 milljörðum króna
sem boðnir hafa verið DNB og FSCS í
réttum hlutföllum við kröfur hvors að-
ila gegn framsali krafna. Það eru þeir
fjármunir sem voru til staðar í sjóðn-
um við fall Landsbankans og er þeim
haldið aðgreindum frá öðru fé sjóðs-
ins. Ljóst er að mikið ber í milli auk
þess sem sjóðurinn segir kröfur bank-
anna tveggja fyrndar. Bæði DNB og
FSCE greiddu skjólstæðingum sínum
út fjármuni að eigin frumkvæði og án
samþykkis tryggingasjóðs.
Frestur til að skila greinargerðum
vegna málsins er til loka mars og þá
tekur við aðalmeðferð. Ætla má að
málið verði ekki afgreitt endan lega
fyrir íslenskum dómstólum, þar sem
því verður örugglega skotið til Hæsta-
réttar hvernig sem fer, fyrr en á næsta
ári. Icesave-málinu er því enn ekki
lokið, tæpum sex árum eftir hrun.
Í fyrra kvað EFTA-dómstóllinn upp
þann úrskurð að íslenska ríkið bæri
ekki ábyrgð á greiðslum úr sjóðnum
vegna Icesave. n
astasigrun@dv.is
Mikið ber í milli Sjóðurinn býður 18,2
milljarða, en bankarnir vilja 1.000 milljarða.
Með breyttu hugarfari getur þú
öðlast það líf sem þú óskar þér.
NLP er notað af fólki um allan heim sem hefur
náð frábærum árangri í lífinu.
NLP er öflugasta sjálfsstyrking sem völ er á.
Námskeið í NLP tækni verður haldið
21.-23. febrúar og 28. feb. - 2. mars