Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Blaðsíða 8
Vikublað 11.–13. febrúar 20148 Fréttir Hjördís Svan bíður dóms í Danmörku n Ákærð fyrir mannrán eftir harða forræðisdeilu n Börnin hjá ömmu n Segja velferð barnanna borgið E ftir að Hjördís Svan Aðal- heiðardóttir var ákærð fyrir mannrán, sótt hingað til lands af dönskum lögreglu- mönnum sem fluttu hana nauðuga til Danmerkur og færð fyr- ir dómara sem setti hana í mánað- arlangt farbann, gáfu lögmenn hennar út yfirlýsingu um helgina þar sem fram kemur að hún verði hugsanlega laus allra mála í næsta mánuði. Harðvítug deila Hjördís Svan hefur staðið í ára- langri forræðisdeilu við barnsföður sinn, Kim Gram Laursen, en þau eiga þrjár dætur saman, fæddar árið 2004, 2006 og 2007. Forræðisdeilan hófst árið 2010 og hefur verið harðvítug. Eftir skiln- aðinn kom Hjördís til Íslands með börnin en var það óheimilt sam- kvæmt Haag-samningnum, þar sem forræðið var sameiginlegt og dvalarstaður stúlknanna var í Dan- mörku þar sem forræðismálið var upphaflega dómtekið. Síðan hefur málið farið ítrekað fyrir dóm bæði hér á landi og í Dan- mörku. Segja góðar líkur á sýknu Hjördís hefur staðfastlega sakað barnsföður sinn um að beita dætur þeirra harðræði og ofbeldi. Í yfirlýsingunni sem Hreinn Loftsson og Kristín Ólafsdóttir, lög- menn Hjördísar á Íslandi, sendu frá sér um helgina segir að lögmað- ur hennar í Danmörku, Thomas Berg, meti það sem svo að hún verði hugsanlega komin aftur til Íslands áður en farbannið fellur úr gildi. Þar segir: „Telur hann góðar líkur á sýknu þar sem Hjördísi Svan hafi ekki aðeins verið rétt heldur skylt á grundvelli nauðvarnar, að forða börnunum úr þeim aðstæðum sem þau bjuggu við. Mun þess verða krafist að nýleg gögn er varða meint harðræði verði tekin til umfjöllun- ar ekkert síður en kæra föður um brottnám barnanna.“ Flúði til Íslands Það var í ágúst sem Hjördís fór með börnin frá Danmörku. Hún hélt þá til Noregs þar sem hún fór huldu höfði í nokkrar vikur, áður en hún flaug með einkaþotu með börnin til Íslands, líkt og fram hefur komið, en í fylgd með Hjördísi var velgjörðar- maður frá Íslandi og Þóra Tómas- dóttir, þáverandi ritstjóri á Nýju Lífi sem skrifaði grein um flóttann. Flutt nauðug til Danmerkur Síðastliðinn miðvikudag var Hjördís handtekin og flutt nauðug til Dan- merkur í fylgd danskra lögreglu- þjóna sem komu hingað til lands að sækja hana. Á fimmtudag var hún færð fyrir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Harðvítug barátta fyrir börnunum 2002 Hjördís og Kim kynntust í Horsens í Danmörku. 2005 Hjördís og Kim fluttu til Bretlands. 2006 Hjördís og Kim fluttu til Íslands. 2009 Hjördís og Kim fluttu aftur til Dan- merkur. 2010 Hjördís og Kim skildu. 2010 Hjördís kom með dæturnar til Íslands. Hjördís og Kim voru með sameiginlegt forræði og börnin með lög- heimili í Danmörku. Hjördís fór aftur út með börnin nokkrum vikum seinna að ráði forstöðumanns Barnaverndarstofu. 2011 Héraðsdómur Austurlands kvað á um að Kim væri heimilt að láta sækja börnin til Hjördísar hefði hún ekki komið þeim til Danmerkur inn- an sex vikna. Hæstiréttur staðfesti dóminn. 2012 Hjördís áfrýjaði til Vestri Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu Vestri Lands- réttar í janúar. 2013 Vestri Landsréttur tók málið fyrir og Kim fékk fullt forræði til bráðabirgða. 2010 Málið fór fyrir dóm í Kolding í september. Hjördís fór með börnin til Íslands áður en dómur féll. Dönsk yfirvöld fóru fram á að börnin yrðu tekin af móður sinni og send aftur til Danmerkur á grundvelli Haag-samningsins. 2011 Í Danmörku tók Héraðsdómur Kolding málið upp að nýju. Niðurstaðan var sameiginlegt forræði en lögheimili barnanna var hjá Kim. 2012 Í febrúar fór Hjördís með börnin til Íslands. Í júlí voru börnin tekin af Hjördísi með aðfarargerð við grátur og gnístarn tanna, þar sem sýslumaður naut liðsinnis lögreglustjórans á höfuðborgar- svæðinu, víkingasveitarinnar og fjölda einkennisklæddra lögreglumanna. Barnaverndaryfirvöld vistuðu börnin hjá vandalausum þar til þau voru flutt í fylgd lögreglu til Danmerkur. 2013 Innaríkisráðuneytið gagnrýndi vinnubrögð sýslumannsembættanna á fyrri stigum málsins. Í bréfi ráðuneytisins segir að vafi hafi leikið á gildi heimildar til að taka börnin sumarið 2012. Lögmaður Hjördísar vildi kyrrsetja börnin á grundvelli þriggja tilkynninga og vottorði frá dönsku sjúkra- húsi á meðan væri hvort þau hefðu mátt þola harðræði. Framkvæmdin var kærð til Mannréttindadómstóls Evrópu. 2012 Í ágúst var nýtt mál tekið fyrir í Héraðs- dómi Kolding. Dómur féll í september þar sem Kim fékk fullt forræði yfir dætrunum. Niðurstöðunni var áfrýjað til Vestri Landsréttar í október. 2013Í ágúst fór Hjördís huldu höfði með börnin hjá íslenskum presti í Noregi. Hún flúði síðan með einkaþotu til Íslands með börnin í september. Þar fóru þau í skóla. 2013 Í byrjun október barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu handtökuskipun á hendur Hjördísi. Hún var sett í farbann á meðan dómstólar fjölluðu um málið. Í desember komst Héraðsdómur Reykja- víkur að þeirri niðurstöðu að skilyrði væru til staðar til að Hjördís yrði flutt til Dan- merkur og afhent dönskum yfirvöldum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.