Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2014, Blaðsíða 16
Vikublað 11.–13. febrúar 201416 Fréttir Erlent
Á meðal „hryðjuverkamanna“
n Fólkið í Kasmír sem heimsbyggðin gleymdi n Blaðamaður DV var viðstaddur líkfylgd „hryðjuverkamanns“ n Grimmileg mannréttindabrot indverska hersins
M
aður var skotinn af öryggis-
sveitum um morguninn.
Ég var umkringdur þús-
undum manna, kvenna
og barna sem æddu niður
eftir moldarstíg í litlu þorpi um 7.000
kílómetra frá Reykjavík. Ég heyrði há-
væran grát kvenna á meðan karlmenn
hrópuðu: „Allahu Akbar!“ og „Azadi!“
eða „Guð er mikill!“ og „Frelsi!“ Ég
skildi ekki kringumstæður mínar,
hvert ég var kominn, eða hvers vegna
ég var yfirleitt staddur á þessum stað.
Þorpið var eins og aftan úr steinöld,
múrsteinshúsin gömul og lúin, mold-
arstígarnir þröngir og holóttir. Mér
fannst ég skynja sára angist í loftinu
öllu og hún rann saman við blóðrautt
sólarlagið í fjarska.
Ég átti erfitt með að átta mig á
því hvort reiðin sem birtist í andlit-
um hér og hvar í mannþrönginni
ætti eftir að brjótast fram í óeirðum.
„Engar áhyggjur, við erum með þér,
og allir hér eru ánægðir með það að
útlendingur sé viðstaddur til þess
að vitna um það sem er að gerast,“
sagði einn blaðamannanna sem var
með mér í för. Ég var staddur á lík-
fylgd „hryðjuverkamanns“ í þorpinu
Palhallan Pattan. Ég vissi það ekki þá
en maðurinn sem var drepinn um
morguninn var á aldur við mig, þrjátíu
ára, og tilheyrði LET, samtökum sem
skilgreind eru sem alþjóðleg hryðju-
verkasamtök með tengsl við al-Kaída.
Ferðin til Kasmír
Allt frá því Indlandi var skipti upp í
tvö sjálfstæð ríki – Pakistan og Ind-
land – árið 1947 hefur héraðið Kasmír
verið bitbein þessara landa. Stærstur
hluti landsvæðisins tilheyrir Indlandi
en Pakistan hefur frá upphafi véfengt
tilkall Indlands til héraðsins þar sem
stór meirihluti íbúanna er múslimar.
Uppskipting landsins byggði einmitt á
því að múslimahéruð skyldu tilheyra
Pakistan en hindúahéruð Indlandi.
Kjarnorkuríkin tvö hafa háð þrjú stríð
vegna Kasmír en fá landamæri í heim-
inum eru jafn víggirt og þau sem skera
Kasmír í tvennt sitthvorum megin
einskismannslands. Þótt lítið hafi far-
ið fyrir fréttaflutningi af ástandinu í
Kasmír á síðustu árum geisa þar enn
blóðug átök. Indverski herinn hefur
tangarhald á svæðinu en uppreisnar-
menn sem berjast fyrir frjálsu Kasmír
gera ítrekað árásir á hermenn og
hernaðarmannvirki.
Í upphafi sumars 2013 steig ég í
fyrsta skipti niður fæti í fjalla héraðinu
Kasmír í norðvestur hluta Indlands.
Fyrir því var engin sérstök ástæða önn-
ur en sú að hitinn niðri á flatlendinu
var kæfandi og mig hafði lengi langað
til þess að berja þetta svæði augum.
Rútuferðin frá höfuðborginni Nýju-
Delí tók 26 tíma, og á leiðinni fékk
maður smjörþefinn af þeim andstæð-
um sem fyrirfinnast í þessu fjölmenn-
asta (lýðræðis)ríki heims. Niðri á
flatlendinu runnu reykspúandi verk-
smiðjustrompar saman í samhang-
andi grátt mengunarský sem hvíldi
yfir borgunum líkt og heimsendir væri
löngu afstaðinn. Ásýnd lofts og lands-
lags breyttist hins vegar smám saman
því lengra upp í fjöllin sem við kom-
um. Vegurinn lá eftir þverhníptum
hengiflugum djúpra dala þar sem ein-
angruð fjallaþorp gáfu umhverfinu
fortíðarsvip.
Á stöku stað við vegkantinn mátti
sjá stærðarinnar skilti með myndum
af vígbúnum hermönnum og áletr-
unum eins og: „Við erum til staðar til
þess að vernda þig,“ eða „Hersveitir
okkar viðhalda friði.“ Ég furðaði mig
á skilaboðunum en hugsaði lítið um
þau fyrr en löngu seinna – þegar ég
stóð umkringdur ungum drengjum
sem voru að gera sig klára í að kasta
steinum í „hinar frelsandi hersveitir.“
Brotin loforð
Ferðalangar sem koma til Kasmír
dvelja flestir við Dal-vatnið sem í
túristabæklingum er kynnt sem:
„Demanturinn í kórónu Kasmír“. Ófá
ljóðskáldin hafa skrifað um vatnið,
vatnaliljur þess og lótusblóm, en það
eru þó húsbátarnir á vatninu sem
trekkja flesta að. Á meðan héruð Ind-
lands tilheyrðu breska heimsveldinu
voru sérstök lög í gildi í Kasmír sem
meinuðu útlendingum að eignast
fasteignir í héraðinu. Bretar fundu leið
fram hjá þessu og byggðu sér húsbáta
í öllum stærðum og gerðum – enda
höfðu þeir komist að því að ekkert í
lögunum bannaði þeim að eiga fast-
eignir á vatni. Húsbátarnir skipta í dag
hundruðum og fyllast af ferðamönn-
um hvaðanæva að úr heiminum yfir
sumartímann. Ég fékk inni í einum
slíkum og eyddi dögunum í að telja
vatnaliljur á meðan brotakenndur
ómur bænakalla úr nálægum mosk-
um teygði sig til himins.
Veruleikinn í miðborg Srinagar
var harla ólíkur ævintýraveröldinni
við Dal-vatnið. Við Rauða torgið [e.
Lal Chowk], þar sem fyrsti forseti Ind-
lands Jawaharlal Nehru stóð árið 1947
og lofaði Kasmír-búum að þeir myndu
sjálfir fá að ákvarða sína pólitísku
framtíð – „Það er ekki einungis lof-
orð til fólksins í Kasmír heldur líka til
alls heimsins“ – marseruðu indversk-
ir hermenn með sjálfvirka riffla og
báru þannig vitni um að loforð stjórn-
málamannsins hefði ekki verið efnt. Á
stefnulausu ráfi mínu um miðbæinn
sá ég sandpokavirki, byssuhreiður,
gaddavírssnúninga og brynvarða bíla
á strjáli. Ég mætti líka miðaldra manni
sem var ekki lengi að kynna sig sem
sjálflærðan sagnfræðing.
Hann vildi ekki að nafn hans yrði
birt í tengslum við umfjöllun um
Kasmír af ótta við að það gæti haft af-
leiðingar fyrir fjölskyldu hans: „Ég er
bara lítill maður í leit að smá brauði
og smjöri fyrir fjölskylduna mína. Ég
get ekki blandað mér opinberlega í
pólitíkina, en ég get hjálpað þér að sjá
veruleika Kasmír.“ Maðurinn sem við
skulum kalla Riyaz sagði að daginn
eftir yrði verkfall vegna þess að frægur
uppreisnarmaður hefði verið drepinn
þann dag nokkrum árum áður. Hann
bauðst til þess að fara með mér í gegn-
um gamla hluta borgarinnar á meðan
verkfallið stæði yfir. „Ég vil að þú sjáir
það sem raunverulega á sér stað.“ Við
mæltum okkur mót daginn eftir og ég
lofaði honum rúpíum fyrir brauðinu
og smjörinu.
„Gaza-svæðið“
Gamli hluti borgarinnar er af sumum
kallaður „Gaza-svæðið“ eftir sam-
nefndu svæði í Palestínu. Riyaz sagði
mér að ástæðan væri sú að þar kæmu
hinir svokölluðu „grjótkastarar“ [e.
stonethrowers] oftar en ekki saman
– drengir á aldrinum 10–15 ára sem
taka sig til á mótmælum og kasta
grjóti í indverska hermenn sem skjóta
gúmmíkúlum á móti. „Það gæti ýmis-
legt gerst í dag, vittu til, það brjótast
oft út óeirðir þegar það er verkfall,“
sagði Riyaz og ég var ekki frá því að
nema eitthvað hikandi í rödd þessa
annars agaða manns.
Þar sem við gengum eftir þröng-
um stígum gömlu borgarinnar, með
fram lokuðum verslunum og gam-
aldags múrsteinshúsum með viðar-
klæddum gluggakörmum, benti Riy-
az á veggi þar sem spreiað hafði verið:
„Gaza-strip“ og „Go India! Go back!“.
Hann sagði langflesta íbúa Kasmír
vilja indverska herinn burt, enda
væru hermenn sekir um fjölmarga
alvarlega glæpi og mannréttinda-
brot, en málið væri samt flóknara en
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
„Þetta eru 214 mis-
munandi mál,
nauðganir, aftökur, manns-
hvörf, og stundum eru fleiri
en einn grunaðir um aðild.
Þúsundir mótmæltu
Fjöldi fólks kom saman
í þorpinu og fylgdi
„hryðjuverkamanninum“
til grafar. Mynd Jón BJarKi
Móðir og sonur Mikil sorg greip um sig þegar fólk sá börurnar bornar um bæinn. Mynd Jón BJarKi