Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Síða 28
Helgarblað 14.–17. mars 201428 Fólk Viðtal
Guðný Sigurðardóttir ætlar að hefja
minningaferð á meðan aðrir sofa sunnudaginn 21.
maí. Strax upp úr miðnætti ætlar hún að ganga af
stað frá Landspítalanum í Reykjavík að sundhöllinni
á Selfossi, þar sem hún ætlar að synda 286 ferðir, jafn
margar og vikurnar sem dóttursonur hennar, Vilhelm
Þór Guðmundsson, lifði – í lauginni þar sem hann
drukknaði. Hún segir frá slysinu, sorgarferlinu og
því hvernig hún lofaði Vilhelmi Þór heitnum að leita
gleðinnar á ný.
A
ð morgni dags hittum við
Guðnýju fyrir að heimili
hennar á Selfossi. Hún mæt-
ir okkur með bros á vör, rétt
nýkomin úr ræktinni og bið-
ur okkur að hafa sig afsakaða á meðan
hún hefur sig til. Á meðan við, blaða-
maður og ljósmyndari, bíðum skoð-
um við myndir af barnabörnunum
á veggjunum, innrömmuð handaför
og lesum ljóð sem móðir hans orti
við fráfallið og flutt var í jarðarförinni.
Það hangir nú uppi á vegg. Heimilið
er snyrtilegt og hvergi er óreiðu að sjá.
Þegar Guðný kemur fram bend-
ir hún á mynd sem tekin var kvöldið
fyrir slysið og er eina myndin sem
Guðný á af öllum barnabörnunum
saman. Fjölskyldan var öll saman-
komin hér í mat og þegar þau voru að
fara þá sagðist hún ætla að ná mynd
af þeim saman. „Vesenið á mér við
að ná henni. Ég bara varð að fá þessa
mynd.“
Við setjumst við eldhúsborðið
þar sem hún segir að hugmyndin
að minningaferðinni hafi orðið til í
fyrrasumar. Þá var hún búin að vera
mjög langt niðri allt frá fráfalli Vil-
helms Þórs. „Ég stundaði mína vinnu
en gerði lítið annað. Ég kom heim og
háttaði mig og var yfirleitt rúmliggj-
andi eftir klukkan fjögur á daginn.
Í júlí var ég í sumarfríi og einn
daginn gerðist eitthvað. Það var eins
og mér væri sparkað í útifötin og ég
fór út að ganga. Þá hafði ég ekki far-
ið í göngutúr frá fráfalli hans og var
nú ekki dugleg að hreyfa mig fyrir það
heldur. Það var örsjaldan sem mann-
inum mínum tókst að draga mig út í
göngutúr.
Þennan dag gekk ég fimm kíló-
metra og kom við í kirkjugarðinum.
Þar hét ég mér því að ef ég myndi
halda áfram að hreyfa mig þá skyldi
ég gera eitthvað gott úr því.
Við leiðið hans Vilhelms Þórs átti
ég gott spjall við sjálfa mig, almættið
en aðallega Vilhelm Þór. Ég gaf hon-
um loforð um að huga betur að heils-
unni og velja lífið. Lífið sem hann fékk
ekki að eiga með okkur. Ég lofaði að
hugsa vel um mig svo ég gæti orðið
amman sem ég vildi vera, svo ég gæti
verið glöð og varið tíma með barna-
börnunum, hoppað í pollum og á
trampólíni með þeim.“
Aftur í laugina
Daginn eftir fór Guðný aftur út að
ganga og alla næstu daga þar á eft-
ir. Með hverjum deginum óx henni
ásmegin og hún var staðföst í að vilja
ganga til góðs. Landssamtök foreldra
og forráðamanna sem hafa misst
börn fyrirvaralaust eru ung og Guð-
nýju langaði að gera eitthvað í nafni
þeirra og safna áheitum um leið. „Ég
fór alveg á flug og ætlaði mér jafnvel
að ganga hringinn. Vinkona mín dró
mig aftur niður á jörðina og úr varð
þessi ganga, þar sem ég fer öfuga leið
við hans hinstu för með sjúkrabíln-
um. Ég veit ekki af hverju ég ákvað
að ganga öfuga leið, ég veit að ég sný
hlutunum ekki við, en mér fannst það
táknrænt. Það er einhver heilun í því.
Sundið kom seinna. Ég hafði ekki
farið í sund frá því að slysið varð þegar
systir hans Vilhelms Þórs hringdi í
mig síðasta sumar og spurði hvort ég
væri til í að koma í s-u-n-d. Hún staf-
aði þetta svo litli bróðir hennar yrði
ekki fyrir vonbrigðum ef ég myndi
segja nei. Ég gat ekki neitað henni og
fór með þeim og móður þeirra í sund.
Þá ákvað ég að ef ég gæti kom-
ið mér einhvern tímann aftur ofan í
innilaugina þar sem hann drukkn-
aði myndi ég vilja synda í lauginni. Ég
var mjög illa synd og gat aðeins fleytt
mér á milli staða með því að halda
mig nærri bakkanum. Þannig að ég
réði mér einkasundkennara og lærði
að synda og nú er ég farin að synda í
lauginni.“
Hún viðurkennir reyndar að það
gangi frekar illa að ná tökunum á
skriðsundi og segir að hún ætli bara
að koma sér á milli bakka. „Mér er
alveg sama hvernig ég fer að því.“
Tilhlökkun í hópnum
Slysið varð hinn 21. maí 2011 en Vil-
helm Þór lést á Landspítalan um
sólar hring síðar. Sundferðin var
skipulögð með miklum fyrirvara og
mikil eftirvænting var í barnahópn-
um. Þetta var bjartur og fallegur dag-
ur og gleðin var við völd.
Til stóð að þær færu saman
systurnar, Guðný og systir hennar,
ásamt barnabörnum Guðnýjar
og yngstu dóttur hennar. Þennan
morgun vaknaði hún með svo háan
blóðþrýsting að hún treysti sér ekki
með. Rétt fyrir hádegi hringdi hún
í systur sína og lét hana vita af því
að hún kæmist ekki með og dóttir
hennar ekki heldur. „Við ætluðum
að fara þrjár með börnin en það kom
eitthvað í veg fyrir það,“ segir hún.
„Ég reyni að hugsa ekki um það hvort
þetta hefði farið öðruvísi ef ég hefði
verið með, enda get ég engu breytt.“
Þar sem Vilhelm Þór hafði verið
með slæman hósta lét hún móður
hans vita af því að hann gæti verið hjá
henni en hann hafði hlakkað svo til
sundferðarinnar að það hefði valdið
honum miklum vonbrigðum.
Klukkan tólf tók systir hennar
mynd af barnahópnum fyrir utan
heimili Vilhelms Þórs þegar þau voru
að leggja af stað. Á myndinni er gleðin
greinileg, hann stendur skælbrosandi
í stígvélunum sínum með sundgler-
augun á hausnum. Þremur korter um
síðar var hringt í Guðnýju og hún
kölluð á vettvang slyssins. „Þau voru
nýkomin ofan í laugina þegar þetta
gerðist. Systir mín náði að fara einu
sinni með honum í rennibrautina.“
Alltaf passasamur
Ekki er vitað fyrir víst hvað gerðist. Ör-
yggismyndavélarnar lágu uppi í hillu
og fóru ekki upp fyrr en í vikunni eft-
ir slysið. „Ég er ekki að segja að þær
hefðu komið í veg fyrir að þetta fór
svona en þær hefðu getað sýnt okk-
ur meira. Og kannski …“ segir hún og
hikar, „en það er ekki hægt að hugsa
um það.“
Hún telur að Vilhelm Þór hljóti að
hafa dottið og rekið höfuðið í bakk-
ann. Börnin voru úti í litla pottinum
með systur minni en skutust svo inn
í laugina. Þar máttu þau ekki vera
ein svo hún sendi dóttur sína á eftir
þeim. Þau sendu litla kút af stað til að
spyrja hvort það væri satt, hann fór
upp úr og tók kútana af sér á bakk-
anum. Seinna fannst hann á sund-
laugarbotninum. Þess vegna held ég
að hann hafi dottið.
Hann var passasamur að upplagi
og óð ekki í hvað sem var. Hann var
alltaf með handkúta og fór ekki einn
í stóru rennibrautina. Hann var ekki
gaur sem hefði hent sér í laugina. Jú,
hann var uppátækjasamur grallari en
kaldur var hann ekki. Það er til eftir-
minnileg mynd af honum sem var
tekin úti í Danmörku þar sem hann
var að spila krikket með hnéhlífar og
hjálm. Hann var alltaf mjög vel græj-
aður og fór ekki í heita pottinn okkar
án þess að hafa kúta. Þannig að það
hlýtur að vera að hann hafi runnið á
bakkanum og rotast.
Laugin var full af fólki, bæði börn-
um og fullorðnum, en enginn varð
var við neitt. Það leið örugglega ekki
langur tími frá því að hann drukknaði
og þar til hann fannst.“
Systir Guðnýjar kom hlaupandi
inn í innilaugina að leita að hon-
um en þá höfðu tveir unglingspiltar
fundið Vilhelm Þór. Hún hóf strax
lífgunartilraunir en þar sem þetta var
á laugardegi og veðrið var gott var
margt í lauginni og hjálpin barst fljótt.
Síðasti sólarhringurinn
Guðný var skráður nánasti aðstand-
andi systur sinnar og var kölluð strax
á vettvang þegar slysið varð. Þegar
hún kom að lá systir hennar fyr-
ir utan sundlaugina þar sem hjúkr-
unarfræðingur hlúði að henni. „Hún
var bara í áfalli og talaði ekki við mig.
Okkar samband hefur alltaf verið
mjög sterkt og hún var mjög tengd
þessum börnum.“
Inni var verið að gera lífgunar-
tilraunir á Vilhelmi Þór og því var
haldið áfram þar til sjúkrabíllinn
kom og sótti hann suður. Guðný fór
með lögreglunni á eftir sjúkrabíln-
um með móður hans. „Á spítalanum
var allt reynt til að bjarga honum en
það var of seint. Hann var kældur nið-
ur og settur í öndunarvél en súrefnis-
skorturinn var of mikill.“
Guðný gerði sér ekki grein fyrir því
í hvað stefndi heldur hélt hún stað-
fastlega í þá trú að allt færi á besta veg.
Fljótlega fann hún þó á dóttur sinni
að hún gerði sér grein fyrir því hvað
væri að gerast. „Við ræddum það ekki
en þetta var einhver tilfinning sem ég
fékk.
Um miðnætti náði hún að sofna
og ég sat hjá honum á meðan og
sagði honum sögu. Yfirleitt bað hann
mig um að segja sér sannar sögur og
ég sagði honum söguna af því þegar
hann fæddist, en ég var viðstödd
Lofaði
honum að
velja lífið
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is „Ég gaf honum lof-orð um að huga
betur að heilsunni og velja
lífið. Lífið sem hann fékk
ekki að eiga með okkur.