Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Page 40
Helgarblað 14.–17. mars 201412 Ferming Þ etta er mjög skemmtilegt og ég er allavega spennt,“ segir Matthea Lára Pedersen sem fermist í Dómkirkjunni 13. apríl næstkomandi. Hún er búin að vera í fermingarfræðslu í skólanum sínum undanfarið ár. Dórótea Jóhannsdóttir, vinkona hennar, mun hins vegar fermast borgarlega í Háskólabíói 6. apríl. „Ég trúi ekki á guð og fermist þess vegna ekki í kirkju,“ segir Dórótea. Halda veislurnar heima Þær ætla báðar að halda veislu í til- efni ferminganna. Misstórar þó. „Ég verð með mína hérna heima og hún verður alveg nokkuð stór, ég býð frekar mörgum býst ég við,“ segir Matthea. „Við erum ekki alveg búin að ákveða hvað við verðum með en allavega eitthvað gott en það er ekki alveg komið á hreint,“ segir hún brosandi. „Ég ætla að vera með eitthvað heima en bara svona fyrir nánustu ættingja,“ segir Dórótea. Fróðlegt og skemmtilegt Eins og áður sagði fermist Dórótea borgaralega. Bróðir Dóróteu, sem er tveimur árum eldri en hún, fermdist einnig borgaralega og heillaði það hana. „Ég ákvað að gera eins og hann. Þetta er mjög skemmtilegt og við erum búin að læra mikið. Við mætum einu sinni í viku og fáum fræðslu um ýmislegt. Það koma alltaf einhverjir gestir í tímana að fjalla um eitthvað. Núna síðast var til að mynda verið að tala um fordóma og síðan hefur ver- ið fjallað um skaðsemi eiturlyfja,“ segir hún. Matthea hefur líka haft gaman af sinni fermingarfræðslu. „Ég er búin að fræðast meira um guð og það er gaman. Við þurfum svo að mæta í visst margar messur,“ segir hún. Matthea fermist með nokkrum góðum vinkonum en þær ákváðu fyrir löngu að fermast sama dag. Ætla báðar að vera í kjól Fermingarklæðnaðurinn skiptir fermingarbörnin oft miklu máli og þær Matthea og Dórótea eru ekki undantekning þar á. Báðar ætla þær að vera í kjól í fermingunni. „Ég er búin að kaupa minn. Ég keypti hvít- an blúndukjól í Þýskalandi og jakka og fyllta skó við,“ segir Matthea. Dórótea er ekki búin að kaupa sín fermingarföt. „Ég ætla að vera í kjól og hælaskóm sem ég á eftir að kaupa,“ segir hún. Apple eða utanlandsferð Vinkonurnar hafa ákveðnar skoð- anir á því hvað þær langar að fá í fermingargjöf. „Mig langar mjög mikið í Macbook Pro eða Air,“ segir Matthea og bætir við: „En ég veit ekkert hvort ég fái þannig og svo langar mig líka í ferð með vinkonu minni til New York í ballettskóla.“ En Matthea æfir ballett. „Mig langar í iPhone 5s,“ segir Dórótea og finnst nokkuð líklegt að draumurinn rætist og hún fái draumasímann í fermingargjöf. Vinkonunum finnst ekki líklegt að margt breytist með ferm- ingunni, en samt. „Með því að fermast er ég að staðfesta skírnina mína og verð búin að læra meira um guð. En það kannski breytist ekkert mikið,“ segir Matthea hlæj- andi. n „Þetta er mjög skemmtilegt“ n Vinkonurnar Matthea og Dórótea fermast báðar í apríl n Önnur í kirkju en hin borgarlega Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is „Ég er búin að fræðast meira um guð og það er gaman. Vinkonur Þær Matthea og Dórótea eru báðar að fara fermast; önnur borgaralega – hin í kirkju. Mynd Sigtryggur Ari B orgaraleg ferming er valkostur fyrir þá sem ekki eru tilbúnir til þess að strengja trúarheit, en vilja halda upp á þetta tímabil í lífi sínu, eins og algengt er í fjölmörgum samfélögum,“ segir Siðmennt, félag siðrænna húman- ista á Íslandi. Í hinum ýmsu samfé- lögum ganga börn á fermingaraldri í gegnum manndómsvígslur þar sem þau takast á við ólík verkefni. Á Ís- landi velja flestir að fermast oftar en ekki í kirkju, en annar valkostur er borgaraleg ferming. Siðmennt hefur frá árinu 1989 haldið borgaralegar fermingar hér á landi og hefur sókn ungmenna í þær aukist ár frá ári. „Ungmenni sem fermast borgara- lega eru að styrkja þá ákvörðun sína að vera ábyrgir borgarar í lýðræðis- legu samfélagi,“ segir í upplýsingum frá Siðmennt um borgaralegar ferm- ingar. Allir geta tekið þátt í borgara- legri fermingu og í ár verða um 300 ungmenni sem fermast. Ungmenni sem vilja fermast borgaralega sækja fræðslunámskeið þar sem farið er yfir eitt og annað sem ungmenni þurfa að hafa með sér í farteskinu þegar þau takast á við lífið. Þar er fjallað meðal annars um siðfræði, gagnrýna hugsun, hvernig á að taka erfiðar ákvarðanir, mann- leg samskipti og mismunandi lífs- skoðanir, lífsstíl og tilfinningar. Mikið er lagt upp úr því að ungmennin taki þátt í rökræðum og myndi sér skoð- anir. Að vori er svo haldin athöfn þar sem fermingarbörnin láta ljós sitt skína og taka virkan þátt. Þá eru gest- ir beðnir um að halda erindi og ung- mennin fá svo viðurkenningarskjal fyrir þátttöku sína. n Læra um lífið og tilveruna Taka þátt í rökræðum og mynda sér skoðanir„Ungmenni sem fermast borgara- lega eru að styrkja þá ákvörðun sína að vera ábyrgir borgarar í lýð- ræðislegu samfélagi. Fjölgun Þeim fjölgar mikið ár frá ári sem vilja fermast hjá Siðmennt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.