Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Side 43
Helgarblað 14.–17. mars 2014 Fréttir 15 FALLEGT FYRIR FERMINGARBARNIÐ – GEFÐU GJÖF SEM ERFIST Á MILLI KYNSLÓÐA Veradesign.is | Veradesign by Guðbjartur og Íris | s:663-6969 | Garðatorgi 7 | Garðabæ Sölustaðir: ICELANDAIR Saga Shop, Meba Kringlunni, Meba Rhodium kringlunni og Smáralind, GÞ skartgripir Bankastræti, Kastanía, Gullauga Ísafirði, Georg V. Hannah Reykjanesbæ, Karl R. Guðmundsson Selfoss, Raven Laugavegi, Dýrfinna Torfa Akranesi og JB Akureyri. Góð förðunarráð fyrir fermingardaginn L ítið er meira. Fermingar­ stúlkur eiga ekki að vera mikið málaðar. Ekki mála þig þannig þú sjáir eftir því seinna meir. Það er miklu snyrtilegra að vera náttúrulega farð­ aður ef fermingarstúlkan vill vera förðuð á annað borð. Hér eru nokk­ ur góð ráð fyrir stóra daginn: Notið brúnan maskara, sérstak­ lega þær sem eru ljóshærðar og með ljós augnhár. Svartur maskari getur virkað of dökkur á augnhárunum. Litað dagkrem. Það er betra að nota litað dagkrem en farða. Það er léttara og skilur síður eftir sig óheppileg litaskil. Ef ætlunin er að vera í hvítu að ofan á fermingardaginn þá getur verið gott að vera búin að fara í föt­ in áður en förðun fer fram. Annars gæti farið farið í fötin. Ef nota á brúnkukrem þá er gott ráð að bera það á með bómullar­ skífu. Þannig er komið í veg fyrir að brúnkukremið setjist á hendur eða neglur. Berið það á daginn fyrir og munið að bera á eyrun og hálsinn líka. Ljósir augnskuggar eru málið fyrir fermingardömur. Hægt er að kaupa augnskuggapallettur með leiðbeiningum um hvernig bera eigi augnskuggann á. Það getur verið fallegt að nota gloss með örlitlum lit í á ferm­ ingardaginn. Varalitur er kannski aðeins of mikið fyrir suma og svo má líka setja örlítið af glossi á kinnarnar og nota það þannig sem kinnalit líka. n ritstjorn@dv.is Náttúruleg förðun er málið á fermingardaginn Létt förðun Ljós augnskuggi og lítill farði er málið. Hvað táknar fermingin? Athöfnin er mjög táknræn en flestir siðir tengdir fermingunni hafa einhverja þýðingu innan kristinnar trúar. Til dæmis táknar hinn hvíti fermingar­ kyrtill hreinleika en ástæða þess að hann er síður niður á hæla er sú að hann á að minna á skírnarkjólinn og þannig mynda tengingu á milli skírnar og fermingar, en fermingin er einmitt staðfesting á skírninni. Fermingarkyrtillinn var inn­ leiddur á Íslandi fyrir rúmum fimmtíu árum, þrátt fyrir að fermingar hafi verið stundaðar talsvert lengur. En oblátan? Fleira við athöfnina er mjög táknrænt. Að neyta oblátunn­ ar undir lok altarisgöngunnar er til að mynda tilvísun í síð­ ustu kvöldmáltíð Jesú Krists. Þá víkur námið og trúin tek­ ur við þegar brauðs og víns er neytt, en það eru tákn fyrir lík­ ama og blóð Jesú Krists. Jesús er þá meðtekinn og trúin með og fermingarbarnið ákveður að hafa Jesú sem leiðtoga lífs síns. Hvað merkir fermingin? Upphaflega var fermingin ekki aðgreind frá skírninni sem vígsla inn í hinn kristna söfn­ uð. Á 12. öld var fermingin svo aðgreind frá skírninni sem sérstakt sakramenti. Altaris­ gangan táknar veginn til sjálf­ stæðis en fermingin er einmitt tákn um að fermingarbarnið sé að slíta barnsskónum. Þessi félagslegi atburður táknar það að barnið sé tekið í fullorðinna tölu í hinum kristna söfnuði og að það sé hæft til að ganga inn í leyndardóm sakramentisins og verða gildur samfélagsþegn á eigin forsendum. Hvaðan er athöfnin sprottin? Hin lúterska ferming á rætur að rekja til „confirmatio“­ athafnarinnar hjá kaþólsku kirkjunni. Sú athöfn er ein­ göngu framkvæmd af biskup­ um og, líkt og nafnið gefur til kynna, merkir að skírn ferm­ ingarbarnsins sé staðfest og aðild þess að hinni kristnu trú með. Fermingin þýðir í raun að fermingarbarnið tekur trú á eilíft líf fram yfir trú á dauð­ ann og fellst um leið á réttmæti kristinna gilda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.