Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Page 59

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2014, Page 59
Helgarblað 14.–17. mars 2014 Menning Menningarverðlaun DV 43 É g er ótrúlega ánægð og stolt af þessu. Þetta er fyrsta tilnefningin mín og það er ekki ónýtt að vinna,“ segir Tinna Þorsteins- dóttir píanóleikari sem vann til Menningarverðlauna DV í flokki tónlistar. Tinna er stödd í Blá- fjöllum þegar blaðamaður heyr- ir í henni hljóðið, en þar sem fólk rennir sér niður snæviþakt- ar brekkurnar á skíðum vinnur hún að nýju píanóverkefni. „Þetta er leyniverkefni sem ég má ekki segja meira frá,“ segir Tinna dul. „Það skýrist betur á vormánuðum.“ Tinna Þorsteinsdóttir pí- anóleikari hefur á undanförn- um árum átt ríkan þátt í frum- sköpun á sviði nýrrar tónlistar en tónsmíðarnar sem hún hef- ur frumflutt skipta tugum. Auk þess hefur hún tekið þátt í gjörningum og sviðsverkum þar sem tónlistin og aðrar list- greinar renna saman. Hún hefur undanfarin ár einnig staðið fyr- ir tónleikaröðinni Jaðarber sem hefur verið mikilvægur vett- vangur fyrir nýja og tilrauna- kennda tónlist. Tinna segist vera með mörg járn í eldinum hverju sinni. „Ég er ein af þeim sem halda stanslaust áfram og því er margt og mikið í undirbún- ingi,“ segir Tinna. „Ég er að fara að frumflytja píanókonsert, með Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna, 23. mars eftir Eirík Árna Sigtryggsson. Svo er verkefni á Listahátíð í undirbúningi.“ Tinna er ánægð með að vera í föngulegum hópi þeirra sem unnu til Menningarverðlauna DV. „Þetta er enginn smá hópur til að samsama sig með,“ segir Tinna að lokum. ingolfur@dv.is Vinnur að leyniverkefni Vinnur að næstu skáldsögu S igríður Soffía Níelsdóttir á heiðurinn af verðlaunaverk- inu Eldar, danssýningu fyrir 3 tonn af flugeldum. Sigríð- ur Soffía notaði flugelda til danssmíða, þar sem hreyfing og blæ- brigði lita sköpuðu einstakt dansverk. Sviðið var Reykjavík og sýningin náði til meirihluta þjóðarinnar. „Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi, sem þetta hefur verið gert,“ segir Sigríður Soffía beðin um að lýsa ferl- inu. Hún vann í heilt ár að undirbún- ingi. Í október árinu á undan hófst stíft fundahald og í febrúar voru flug- eldarnir pantaðir og þá þurfti hún að vera búin að semja verkið. Flug- eldarnir voru sendir í gámum frá Kína. Þegar þeir voru teknir upp úr kössum þurfti að endurhanna verkið að hluta og hanna framkvæmdina. „Leyfisveitingar voru í gangi fram á síðustu stundu. Við fengum til dæm- is ekki að skjóta af Seðlabankanum,“ segir hún og blaðamaður spyr í gamni hvort brothættum efnahag hafi verið um að kenna. „Það er ekki víst,“ segir hún og hlær. Danssmíðarnar byggði Sigríður Soffía á náttúru Íslands. „Þó það hljómi eins og klisja þá er Ísland svo stór- fenglegt, það er svo margt í fari nátt- úrunnar sem mig langaði að ná fram í formum og litum. Ég vildi að fólk myndi ná að upplifða sögu og hverfa inn í töfraheim. Að byggja hreyfingar á ljósi er kóreógrafía í sínu tærasta formi.“ Ferill Sigríðar Soffíu hefur verið langur og fjölbreyttur. Hún byrjaði átta ára í fimleikum og varð seinna í fyrsta útskriftarárgangi dansbraut- ar Listaháskóla Íslands. Í dag starfar hún sem dansari, danshöfundur, söngvari, leikari og kemur að auglýs- ingagerð auk þess sem hún hefur rík- an áhuga á stuttmyndagerð. „Ég vinn í raun út frá öllu sem tengist hreyf- ingu. Dans senan er breytt og það er gerð krafa um fjölbreytileika. Það er ekki nóg að geta dansað.“ Fram undan er síðan eitt stærsta verkefni ferils hennar hingað til, byggt á ljóðum Davíðs Stefánssonar. „Ég var að gera samning við Þjóð- leikhúsið. Er að fara að gera stærsta verk ferils míns núna byggt á ljóðum Davíðs Stefánssonar. Verkið kallast Svartar fjaðrir eins og fyrsta ljóðabók hans. og verður sýnt á stóra sviði Þjóð- leikússins í maí 2015. Ég hef verið að greina ljóðin ljóðin niðrí hreyfingar, í þeim er ákveðinn taktur og hrynjandi sem mig langar að vinna með í hreyf- ingu.. Hildur Yeoman tiskuhönnuður mun hanna búningana en Jónas Sen og Valdimar Jóhannson munu sjá um tónlistina. Ég verð með rjómann af íslenskum dönsurum og leikurum í verkinu, 11 manns og 30 lifandi dúfur,“ segir hún og hlær en Sigríður Soffía setti upp sólóverk á kirkjulistahátíð á síðasta ári með lifandi dúfum. Ein þeirra settist á höfuð sendiherrafrú- ar og þótti atvikið kostulegt. „Það má segja að þetta verði flugeldasýning í dansi og ég hlakka mikið til að byrja. “ kristjana@dv.is Fékk ekki að skjóta af Seðlabankanum Danslist Tónlist B ygginguna einkennir mýkt og birta, uppljómun og víðsýni til allra átta sem hæfir mennta- setri. Sérstaða verksins er vönd- uð vinnubrögð og vel hugsuð fram- kvæmd þar sem hugað er að tengingu eldri og nýrri byggingarhluta. Há- skólinn á Akureyri er tilnefndur í ann- að sinn til menningarverðlauna DV en nú hefur verið lokið við fimmta og síðasta áfanga byggingarinnar og þyk- ir svo vel staðið að verki að ríkt tilefni er til.“ Þetta er rökstuðningur dóm- nefndar fyrir vali sínu á arkitektum Glámu Kím sem hafa um árabil unnið að hönnun Háskólans á Akureyri. Sigurður Halldórsson, arkitekt hjá Glámu Kím, segir aga hafa einkennt vinnubrögð teymisins. Enda þurfti hann til að standa af sér misjafnar tískusveiflur síðustu ára. „Á þessum átján árum hafa verið alls kyns stefn- ur og straumar ríkjandi. Við höfum því þurft að vera öguð til að halda þræði. Við erum dálítið stolt af því að hafa beitt okkur þessu harðræði og eftir á að hyggja höldum við að það hafi verið rétt að trúa og treysta því að heildarmyndin myndi falla saman.“ Háskólinn er byggður við og utan um eldri byggingar að Sólborg sem þjónaði upphaflega hlutverki dvalarheimilis og verkefnið er af- rakstur opinnar samkeppni sem haldin var árið 1996. „Okkur finnst byggingin virka vel sem ein heild. Nú er svo komið að margir sjá ekki landa- mærin sem við glímdum við í verkinu. Ég held að það hafi tekist af skynsemi að leysa það verkefni að tengja saman mjög ólíka áfanga. Við fáum fallegar athugasemdir og vitum til þess að þarna líður fólki vel.“ kristjana@dv.is Arkitektúr „Þurftum að vera öguð“ S ölvi Björn Sigurðsson hlaut Menningarverðlaun DV fyrir bækurnar; Stangveiðar á Ís- landi og Íslensk vatnabók. Í bókunum er fjallað um stangveiði í ám og vötnum á Íslandi frá öll- um hliðum, á öllum tímum og í öllum ám sem nöfnum tjáir að nefna. Í bókunum er að finna skemmtilegar veiðisögur, fróðleik og heimildir um allt sem lýtur að stangveiði. Verkið er fallega um- brotið og í tveimur bindum, hið fyrra helgað stangveiðunum sjálf- um en það síðara vötnum og ám. Sölvi Björn segir verkið hafa átt sér langan aðdraganda. „Ég var bú- inn að ganga með hugmyndina í kollinum einhverju áður en vinnsla við hana hófst árið 2010. Ég bar upp hugmyndina við útgefandann og honum leist vel á hugmyndina. Þó held að hvorugur hafi gert sér grein fyrir því hversu tímafrekt og viðamikið þetta verkefni yrði. Þegar ég hóf vinnsluna við verkefnið þá opnuðust svo margar gáttir. Við- fangsefnið ófst í sögu þjóðarinn- ar og öll aukasagan í kringum stangveiðina fannst mér svo áhuga- verð. Sölvi Björn á að baki verkin Síðustu dagar móður minnar, Gestakomur í Sauðlauksdal, Radíó Selfoss, Fljótandi heimur og Gleðileikurinn djöfullegi. Hann vinnur nú að sinni næstu skáldsögu og getur hugsað sér að hafa hana þríleik. „Nú er ég í mestu rólegheitum að forma hugmyndir og hefja vinnu við skriftir. Svo veit ég að seinna tekur brjálæðið við,“ segir hann og hlær. kristjana@dv.is Fræði K ærar þakkir fyrir mig og Mánastein,“ skrifar Sjón á Facebook-síðu sína og þakk- ar dómnefndinni fyrir að hann hafi hlotið Menningarverð- laun DV í flokki bókmennta. Mána- steini hefur verið afar vel tekið og hlaut Íslensku bókmenntaverð- launin 2013 og Bóksalaverðlaun- in 2013. Bókin kom út fyrir síðustu jól og hlaut fádæma góða dóma. Sögusviðið er Reykjavík árið 1918 og fjallar bókin um drenginn Mána Stein og afdrif hans. „Bókina er hægt að lesa aftur og aftur og finna eitthvað nýtt, en text- inn er engu að síður skýr, aðgengi- legur og auðlesinn,“ sagði Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, blaðamaður DV, í dómi sínum um bókina. Ingi- björg gaf Mánasteini fimm stjörn- ur. „Hvert orð er vandlega valið og hvergi er orði ofaukið. Sagan er listilega skrifuð og höfundur leik- ur sér með takt, skynjun og mörk veruleikans og súrrealismans … Ef eitthvað er út á bókina að setja þá er það helst hversu erfitt er að sleppa tökum á henni, ekki af því að eitthvað er ósagt heldur einfald- lega vegna þess að það er unun að lesa hana. Mögnuð bók.“ Sjón var ekki viðstaddur verð- launaafhendinguna þar sem hann er staddur erlendis. Í vikunni greindi Forlagið frá því að þýðing Victoria Cribb á sögunni Argóar- flísinni, sem kom út árið 2005, hafi verið tilnefnd til bandarísku BTBA- þýðingarverðlaunanna fyrir best þýddu skáldsögurnar í Bandaríkj- unum. ingolfur@dv.is Þakklátur Bókmenntir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.